Morgunblaðið - 15.12.1993, Page 20

Morgunblaðið - 15.12.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Allir stríðsaðilarnir hafa skotið á mig - segir Ríkarður Pétursson sem nýkominn er heim eftir árs starf í Bosníu „Aðstæður voru mjög ómanneskjulegar þegar við komum fyrst að spítalanum. Við vildum helst snúa rakleiðis við því öll klósett voru stífluð í þessu þriggja hæða húsi og þvag og saur rann á móti okkur þegar við gengum inn. A efstu hæð sjúkra- hússins var þeim sjúklingum. sem lengst voru leiddir troðið í eitt herbergi um fimmtíu saman, sumir hveijir sárþjáðir og aðrir jafnvel alblóðugir. Aðkoman var eins hryllileg og hægt er að hugsa sér. Við gátum ekki farið þar inn án þess að vera í fylgd starfsfólks,“ segir Ríkarður Pétursson sem er nýkominn heim eftir að hafa starfað fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins í stríðshijáðri Bosníu í rúmt ár, að frátöldu þriggja vikna fríi í maí. UNNIÐ að uppbyggingunni; f.v. Dagbjartur Helgi Guðmundsson og Ríkarður Pétursson ásamt túlki þeirra í Bosníu. í fyrstu gegndi Ríkarður stöðu leiðangurs'stjóra bílalestar sem dreifði hjálpargögnum í nágrenni borgarinnar Zenica en hélt að því loknu til borgarinnar Tuzla til að ieiða endurbyggingu geðspítala þar. Ríkarður er rafiðnfræðingur að mennt og vann á Grænlandi til árs- ins 1991 en þurfti að segja starfí sínu þar lausu til að geta tekið þátt í siglingu víkingaskipsins Gaiu sem endaði í Brasilíu 1992 á 500 ára afmæli siglingar Kólombusar til Ameríku. Eftir sjóferðina leitaði hann sér því verkefna þegar heim var komið. Hann sótti námskeið hjá Rauða krossinum hér og var í kjöl- farið „lánaður" til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sendi hann til starfa í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Hann hélt til Bosníu í nóvember 1992 og starfaði sem leiðangurs- stjóri bílalesta sem dreifðu hjálpar- gögnum í um 200 kílómetra radíus kringum borgina Zenica í Mið-Bos- níu sem var bækistöð þeirra. Sundurskotinn jeppi „Þó að við færum eftir ákveðnum öryggisreglum í Zenica vorum við í stöðugri hættu og kannski í óæski- lega miklu návígi við átakasvæði,“ segir Ríkarður. „Ég dvaldi í Zenica á þeim tíma þegar miklar breyting- ar urðu í Mið-Bosníu og lokaátökin milli Bosníu-hers, þ.e. múslima, og Bosníu-Króata voru að hefjast. Dag einn í apríl þurfti ég að bregða mér inn í hús og skildi Land-Crusier jeppa samtakanna eftir fyrir utan. Örstuttu síðar áttu herbílar Bosníu- hers leið framhjá og hófu skothríð. Ég var á leið út aftur og þegar út var komið blasti sundurskotinn bíll- inn við sjónum. Það munaði örfáum augnablikum að ég hefði setið við stýri.“ Ríkarður segir að eins hafí bif- reiðum verið stolið, bæði frá Rauða krossinum og öðrum hjálparstofn- unum. Þeir séu síðan málaðir í felu- litum og notaðir í hemaðinum. Rauði krossinn hafi misst fimm bíla á þennan hátt en tekist eftir mikla eftirgrennslan að endurheimta fjóra þeirra. „Ég hefði ekki viljað halda sama starfi áfram, þetta var of mikið álag og ég veit í raun ekki hvemig ég hefði verið á mig kominn and- lega eftir sex mánuði í sömu stöðu. Maður vissi of vel af hættunni sem vofði yfir,“ segir hann. „Þegar ég fór loksins heim í maí var mér þann- ig innanbijósts að halda ekki út aftur og ég treysti mér ekki til að ræða við neina fjölmiðla um starfið í Bosníu. En Rauði krossinn bauð mér þá starfið við endurbygginguna sem laut allt öðmm forsendum. Ég stóðst ekki mátið og var kominn til baka þremur vikum seinna." Geðsjúklingar á flótta Ríkarður var fenginn til að gegna starfi byggingarstjóra endurbygg- ingar geðsjúkrahússins Kreka í Tuzla, sem er um 120 þúsund manna borg í norðanverðri Bosníu, ásamt Dagbjarti Helga Guðmunds- syni sem er enn í Bosníu. Næsta víglína lá um 20 kílómetra í burtu. Fáeinum mánuðum áður en þeir komu til sjúkrahússins hafði orðið að loka hliðum þess fyrir um 200 geðsjúklingum sem komu þangað á örfáum dögum. Skýringin á þessum straumi var sú að nokkru fyrr höfðu serbneskar sveitir yfirtekið smá- borgina Jajce og hrakið geðsjúk- linga sem þar var að finna rúmlega 200 kílómetra leið yfir torfært fjall- lendi I átt til Tuzla. Einhveijir lét- ust í ferðinni en þeir sem þraukuðu komu til Tuzla í janúar illa til reika. Sjúkrahúsið var vanbúið til að taka á móti þessum fjölda flóttamanna og á fréttamyndbandi sem Ríkarður hefur í fórum sínum má sjá fólkið þrýsta sér í einni kös að girðing- unni umhverfis spítalann og sár- bæna starfsfólk um inngöngu. Eina úrræðið sem starfsfólk hafði var að ganga meðfram rimlunum og fleygja matarbitum úr fötu af handahófi til sjúklinganna. „Um þetta leyti voru aðeins fimmtán starfsmenn til að annast alla þessa sjúklinga," segir Ríkarð- ur. „Starfsfólkið reyndi að gera sitt besta en gat alls ekki ráðið við ástandið svo fáliðað og illa búið. Við sjúkrahúsið störfuðu geðlæknar en þeir höfðu ekki starfsfólk til að sinna málum sem skyldi, enda gengu þeir sem slösuðust á vígvell- inum fyrir. í stríði eru geðsjúkling- ar jafnan þeir sem minnst mega sín og alltaf helstu olnbogabörn samfé- lagsins, eins og aðstæður þær sem þeim voru búnar sýndu. Ástandið hafði þó heldur skánað þegar við komum í júní. Ýmislegt hafði þó ekki breyst og þannig var aðeins um eina deild að ræða og greining- in á vistmönnum var næsta einföld; gætu menn ekki bjargað sér vegna andlegra kvilla voru þeir geðveikir. Þama var spastísku fólki, fólki með ofsóknarbijálæði, þunglyndum, geðklofum og öðrum hrúgað sam- an. Laun lækna og hjúkrunar- kvenna voru um 4 mörk á mánuði sem er um 200 íslenskar krónur eða jafn mikið og brauðhleifur. kostaði á sama tíma. Fordómar almennings hjálpuðu ekki upp á sakimar en kannski vöktum við fólkið til umhugsunar um að geðsjúkir þyrftu líka aðbúnað við hæfí, þótt að stríð geisaði. Rauði krossinn stóð fyrir því að sýndar væm heimildarmyndir í sjónvarpi og að þáttum var útvarpað til að kynna starf Rauða krossins á svæð- inu og ég held að lokinni kynningu hafi margfalt fleiri en áður skilið betur tilgang samtakanna og mark- mið. Verkin sögðu líka sína sögu og það var greinileg ánægja hjá starfsfólki og sjúklingum með þær endurbætur sem við gerðum.“ Endurbyggingin Sjúkrahúsið var upphaflega reist um 1920 sem svefnhýsi fyrir verka- menn og var orðið ákaflega niður- nítt eins og lýsing Ríkarðs hér í upphafi ber með sér. Verkefnið var m.a. fólgið í að rífa alla milliveggi, breyta herbergjaskipan, setja dúka á gólf, dytta að húsinu utanverðu eða „endurbyggja húsið næstum frá gmnni", segir Ríkarður. „Verkefni okkar var ekki að búa til „lúxus- spítala“ heldur skapa þama mann- sæmandi aðstæður fyrir fólkið svo það gæti lifað alla vega næstu þijú ár. Við höfðum 60-70 manns á laun- um og réðum ekki undirverktaka, heldur fengum einstaklinga til starfa til að sinna verkefnum undir okkar stjóm. Þarna em tiltölulega góðir iðnaðarmenn og við gátum fengið þá til liðs við verkefnið sem verið höfðu í herþjónustu og slasast með þeim afleiðingum að þeir vora ekki hæfir til bardaga, þá sem vom of ungir til að beijast og jafnvel fyrrverandi fanga úr serbneskum fangabúðum sem Alþjóðaráð Rauða krossins hafði fengið leysta úr haldi í fangaskiptum og eru því undan- þegnir herskyldu. Stefna Rauða krossins er að taka ekki afstöðu milli stríðandi fylkinga í átökum eins og þeim sem geisa í ríkjum fyrmm Júgóslavíu en ég veit að það getur verið erfítt að taka ekki afstöðu þegar verið er að skjóta á mann. Ég nýt þó þeirra „forréttinda" að allir stríðsaðilar hafi skotið á mig þannig að þeir hafa hjálpað mér til að viðhalda hlutleysi. Erfiðast við allt þetta er í raun að fólkið er mjög gott og þar sem lífíð á þessum slóðum snýst ekki eingöngu um vinnu eða átök binst fólk óhjákvæmilega tilfinn- ingaböndum. Stríðið gleymist stundum og þannig gat maður unn- ið með manni í nokkrar vikur og Bágar aðstæður AÐSTÆÐUR geðsjúklinganna í Tuzla voru hinar verstu þegar hinir íslensku starfsmenn Rauða kross- ins komu þangað; allir féllu undir eina skilgreiningu og fengu meðhöndlun í samræmi við það. Hér má sjá þijá sjúklinga matast af gólfinu en bæði matur og innviðir voru af skornum skammti í sjúkrahúsinu. EIÐISMYRI30 íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra Nú eru hafnar framkvæmdir við íbúðir fyrir fólk 60 ára og eldra við Eiðismýri 30, Seltjamamesi. í húsinu verða 26 íbúðir alls; 2ja og 3ja herbergja. Seltjamameskaupstaður mun kosta og reka sameiginlegan matsal í húsinu, en stutt er í margvíslega þjónustu fyrir eldri borgara við Skólabraut. Þá má benda á nálægð hússins við verslunarkjaman Eiðistorgi, sundlaug og heilsugæslustöðina. íbúðimar em mjög vandaðar með hlöðnum og pússuðum milliveggjum. Berið saman verð og gæði. Byggjendur eru Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf., sem hefur á undanfömum ámm skilað nær 300 þjónustuíbúðum af sér til ánægðra kaupenda í samvinnu við Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR GEFUR SVAN FRIÐGEIRSSON Á BYGGINGADEILD FÉLAGS F.I.DRI BORGARA, BORGARTÚNI31, SÍMI 621477, MILLI KL. 9.00 OG 12.00. ÍBÚÐB SALUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.