Morgunblaðið - 15.12.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
21
spurt fyrst þá hvort hann væri Kró-
ati, múslimi eða Serbi. Þá naut
maður þess líka að Tuzla er sein-
asta borgin í Mið-Bosníu þar sem
ekki hafa brotist út innbyrðis átök
milli Króata og múslima en þar
berjast menn enn hlið við hlið gegn
Bosníu-Serbum og halda frið á
meðan. Þegar unnið er að sameig-
inlegu markmiði skiptir þjóðerni
samstarfsmanna ekki máli. Fólkið
er líka skylt okkur og sprottið úr
sameiginlegri alþjóðamenningu nú-
tímans, þar sem allir þekkja Rauð-
hettu og Bítlana."
í sprengjuregni
Bosníu-Serbar héldu uppi stór-
skotahríð á Tuzia með reglulegu
millibili sl. sumar og Ríkarður fór
ekki varhluta af sprengjunum;
„Stundum fannst mér árásirnar
vera svo reglulegar að hægt væri
að stilla úrið eftir þeim. Mest voru
þetta 15-20 sprengjur í einu og
yfirleitt var mannfall sem betur fer
ekki mikið, þó að enginn væri
nokkru sinni viss vegna þess að
engar tölur um látna og særða eru
gefnar upp. Nokkur tilvik kvisuðust
þó út og þannig heyrðum við um
sprengju sem hafði lent í garði þar
sem flóttamenn höfuð aðsetur með
þeim afleiðingum að átta fórust.
Eg slapp lifandi og við þessar að-
stæður þýðir ekkert annað en að
koma sér í næsta skjól og vona að
sprengjurnar lendi ekki þar. Maður
kemst í náið samband við fólk sitj-
andi inni í skotbyrgi eða kjallara
einhvers húss meðan sprengjum
rignir yfir, sumar svo nálægar að
maður finnur næstum þrýstinginn
af þeim. Þegar allir eru jafn hrædd-
ir þjappast fólk saman og byrjar
gjarnan að syngja — ég held meira
að segja að ég hafi nokkrum sinnum
tekið undir bosníska þjóðernis-
söngva til að bægja frá hugsuninni
um hættuna," segir hann. „Viku
áður en ég fór heim voru þeir farn-
ir að beita stærri eldflaugum, svo
að ég reikna með að ástandið hafi
versnað enn.
Við áttum þó okkar daglega strit
og reyndum alltaf að gleyma stríð-
inu og hugsa frekar um hvað yrði
í kvöldmatinn. Vinnan í Tuzla stóð
yfir frá því snemma morguns og
þangað til síðla kvölds en þar var
maður einn af mörgum og sam-
kenndin sem fylgir því að vera inn-
an um fólk veitir einstaka öryggis-
tilfinningu. Ég sá líka árangur af
starfinu, öfugt við dreifingu hjálp-
argagnanna. Bið og skortur á föstu
markmiði öðru en því að komast
aftur til borgarinnar einkenndi
dreifinguna og þótt ég vissi að
gögnin kæmu að notum er ekki
hægt að líkja því saman að fleygja
út pakka sem verður étinn upp sam-
dægurs og byggingu sem tekur á
sig mynd og stendur lengi. Það var
mikilvægt að komast inn í þetta
hversdagslega mynstur til að stand-
ast álagið andlega."
Reiðubúinn að halda til baka
Þeir Dagbjartur Helgi þurftu að
að kljást við það sem að höndum
bar og m.a. sjá verkamönnunum
fyrir byggingarefni sem gat verið
mjög erfitt, því allt nothæft efni
kemur að gagni í hemaði við bygg-
ingu girðinga, herskála, skotbyrgja
o.s.frv. „Aðdrættir voru slæmir en
í stað þess að leggja upp laupana
flökkuðum við um nágrennið og
reyndum að koma auga á efnivið.
Þannig keyptum við 50 rúmmetra
af vikursteini af bónda í sveitinni
og stundum viðarstafla sem annar
átti. Þannig tókst að framkvæma
verkefnið með sambland af sjálfs-
bjargarviðleitni og útsjónarsemi.“
Endurbyggingunni lauk loks og 26.
nóvember sl. afhentu hinir íslensku
fulltrúar Rauða krossins staðar-
mönnum fullbúið geðsjúkrhús og
af myndum má sjá að húsið hefur
tekið algerum stakkaskiptum á ör-
fáum mánuðum.
Sú spurning vaknar þó fljótt
hvort Ríkarður hafi ekki fengið sig
fullsaddan á hildarleik stríðs og
þeim hörmungum sém hann getur
af sér? Hann svarar neitandi. „Ég
held að önnur störf hafi aldrei gef-
ið mér meira. Hafi Rauði krossinn
not fyrir mig — og verkefnin eru
næg því alltar eru vígaferli ein-
hvers staðar í heiminum — er ég
tilbúinn til að halda til átakasvæða
að nýju. Best væri þó ef stríðinu í
fyrrum Júgóslavíu lyki og hægt
væri að hefjast handa um endur-
bygginguna. Ekki aðeins eru dauðs-
föllin orðin of mörg, heldur jafnvel
það sem verra er að stríðið hefur
sparkað þessu þjóðfélagi aftur í
fornöld. Fólk sem lifir árum saman
við hræðslu og óvissu verður lengi
að ná sér og það mun taka langan
tíma að færa landið og fólkið að
einhveiju leyti til fyrra horfs —
takist það nokkurn tímann. Ég er
tilbúinn að aðstoða við að reyna.“
RÍKARÐUR stendur við Land-Crusier jeppa Rauða krossins sem
hann hafði til umráða og á efri myndinni sést bifreiðin eins og hún
var útlits eftir skotárás Bosníu-hers.
Selfosskirkja
Húsfyllir á aðventutónleikum
Selfossi.
HÚSFYLLIR var í Selfosskirkju
á árlegum aðventutónleikum sem
þar fóru fram tvisvar sinnum á
sunnudag. Tónleikarnir eru ein-
stæður tónlistarviðburður ásamt
því að vera fjársöfnun öðrum
þræði en afrakstur tónleikahalds-
ins rennur ávallt til kirkjunnar.
Það eru um það bil 200 manns
sem æfa söng og aðra tónmennt í
kirkjunni og safnaðarheimilinu.
Séra Sigurður Sigurðarson sóknar-
prestur lét þess getið í lok tónleik-
anna að þetta mikla starf hefði
skapað góð tengsl milli kirkjunnar
og tónlistarfólksins. Tónleikahaldið
er einnig orðinn ómissandi þáttur í
jólaundirbúningi fjölmargra Sel-
fossbúa og fólks í nágrannasveitum.
Tónleikarnir sýna hve mikill akk-
ur er að öflugu tónlistarlífi. þeir sem
komu fram voru: Lúðrasveit Sel-
foss, Barnakór Sandvíkurskóla, Kór
Fjölbrautaskóla Suðurlands, Kór
eldri borgara, Karlakór Selfoss,
Bjöllukór Selfoss, Samkór Selfoss,
Unglingakór Selfosskirkju, Kirkju-
kór Selfoss og Barnakór Selfoss-
kirkju. Afrakstur tónleikanna, 143
þúsund krónur, var í iokin afhentur
séra Sigurði Sigurðarsyni sóknar-
presti.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Elín Arnoldsdóttir afhendir séra Sigurði Sigurðarsyni afrakstur
tónleikahaldsins. Fyrir aftan þau er barnakór Selfosskirkju.
Sig. Jóns.
Húsfyllir var á tónleikunum.
Nafnaskrá er skrá yfir alla símnotendur, einstaklinga og
fyrirtæki, þar sem hvert fyrirtæki er skráð með einu
aðalsímanúmeri og telefaxnúmeri.
Atvinnuskrá inniheldur símanúmer fyrirtækja, Gulu
síðurnar og Bláu síðurnar með símanúmerum stjórnsýslu
ríkis og sveitarfélaga.
Skýrari efnisflokkun gerir nýju símaskrána þægilegri í
notkun og er hún því sterkari auglýsingamiðill.
Ótvírætt betri símaskrá!
PÓSTUR OG SÍMI
ny
símaskrá
Símaskráin 1994 verður gefin
út í tvéímur bindum.