Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 23 Starfsmenn Slippstöðvarinnar-Odda fjölmenntu á fund bæjarstjómar Akureyrar Pólitísk íhlut- mi eina leiðin STARFSMENN Slippstöðvarinnar-Odda fjölmenntu á fund bæjar- stjórnar Akureyrar síðdegis í gær og skoruðu á bæjarfulltrúa að beita áhrifum sínum til að eðlilegur starfsgrundvöllur fyrir skipa- smíðaiðnaðinn skapaðist í landinu og að tryggja megi áframhald- andi starfsemi fyrirtækisins. A fundi bæjarsljórnar var samþykkt ályktun þar sem skorað er á Alþingi og ríkissljórn að-grípa nú þeg- ar til aðgerða til styrktar íslenskum skipasmiðaiðnaði. í bréfi sem starfsmenn Slipp- stöðvarinnar-Odda afhentu Sigríði Stefánsdóttur forseta bæjarstjórnar Akureyrar segir m.a. að erlendar niðurgreiðslur og undirboð til skipa- smíða og viðgerða hafi leikið ís- lenskan skipasmíðaiðnað grátt á undanförnum árum, störfum hafi fækkað um meira en helming, nær öll skipasmíða- og þjónustufyrir- tæki riða á barmi gjaldþrots og nú sé fyrirsjáanlegt algjört hrun þessa iðnaðar og þeirrar mikilvægu þjón- ustu er hann veiti. Pólitísk íhlutun „Hér verður blaðinu vart snúið við nema með pólitískri íhlutun stjórnvalda til jöfnunar á sam- keppnisforsendum, svo og með samstilltu átaki starfsmanna og stjómenda fyrirtækjanna fyrir auknum afköstum og hagkvæmni í rekstri," segir í bréfi starfsmannna sem afhent var forseta bæjarstjórn- ar til að minna á hið alvarlega ástand sem lokun fyrirtækisins hefði á atvinnuástand í bæjarfélag- inu, svo og þær afleiðingar sem það hefði á þjónustu viðt fiskiskipaflot- ann. í ályktun sem samþykkt var sam- hljóða í bæjarstjórn er bent á að björgunaraðgerðir gagnvart ein- stökum fyrirtækjum dugi skammt í samkeppni við niðurgreiddar er- lendar skipasmíðar. „Til þess að verkkunnátta í þessari atvinnugrein og mikilvæg þjónusta við íslenskan sj’ávarútveg haldist í landinu verður að grípa til aðgerða til að jafna Morgunblaðið/Rúnar Þór Gengið á fund bæjarstjórnar STARFSMENN Slippstöðvarinnar-Odda gengu fylktu liði frá vinnu- stað sínum á fund bæjarsljórnar Akureyrar til að benda á það alvar- lega atvinnuástand sem lokun fyrirtækisins hefði í för með sér á atvinnuástand i bænum. Fjölmenni á bæjarsljórnarfundi SIGRÍÐUR Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar flutti ásamt fulltrúum annarra flokka tillögu sem samþykkt var þar sem skorað var á Alþingi og ríkisstjórn að grípa þegar til aðgerða til að styrkja íslenskan skipasmíðaiðnað. samkeppnisstöðu skipasmíðaiðnað- arins. Bæjarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þessa máls fyrir atvinnu- líf á Akureyri þar sem Slippstöðin- Oddi sem verið hefur einn af burð- arásunum í iðnaði í bænum á nú í miklum erfiðleikum og fjöldi starfa er í hættu,“ segir í ályktun bæjar- stjórnar Akureyrar. Of mikið talað Þórarinn E. Sveinsson, Fram- sóknarflokki, sagði að alltof lengi hefði verið talað um vanda skipa- smíðaiðnaðarins en alltof lítið gert. Nú yrði að verða breyting þar á og ræða þyrfti við stjórnvöld þar að lútandi, vonlaust væri fyrir Akur- eyrarbæ einan að gera nokkuð þó svo að fullur hugur væri innan bæjarstjórnar að gera það sem í hennar valdi stæði til að endurreisa mætti skipasmíðaiðnaðinn. Björn Jósef Arnviðarson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að sí og æ væri verið að berjast við ríkisvaldið varð- andi þetta mál og skemmst væri að minnast að fyrir um einu ári hefði sú staða verið uppi á teningn- um að ríkið hefði ekki viljað leggja fé í fyrirtækið en ætlast til að bær- inn gerði það. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, sagði það ríkisstjórnarinnar og Alþingis að taka á málinu og vænti hann þess að það yrði gert. „Það er ekki á okkur Akureyringa bætandi ef hér yrði meira atvinnu- leysi en þegar er, þá færi fyrst að hrikta verulega í undirstöðunum," sagði Gísli Bragi. Bókmennta- kvöld í Deiglunni BÓKVAL og Café Karólína efna til þriðja bókmenntakvöldsins í Deiglunni fimmtudagskvöld 16. desember og hefst dagskrá kl. 20.30. Lesið verður upp úr eftirtöldum bókum: Perlur og steinar eftir Jó- hönnu Kristjánsdóttur, Falsarinn eftir Björn Th. Björnsson, Spor í myrkri eftir Þorgrím Þráinsson, Ljóðlínudans eftir Sigurð Pálsson, Fjórða hæðin eftir Kristján Krist- jánsson, Nellikkur og dimmar næt- ur eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur, Barnið mitt barnið eftir Illuga Jök- ulsson, Kría siglir um suðurhöf eft- ir Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnússon, Sjö níu þrettán eftir Símon Jón Jóhannsson og Manga með svartan vanga eftir Ómar Ragnarsson. Bókmenntakvöldið stendur í tvo tíma og er aðgangur ókeypis. (Fréttatilkynning) -----»-■»--<-- Aðventu- kvöld í Svalbarðs- kirkju AÐVENTUSAMVERA verður í Svalbarðskirkju annað kvöld, fimmtudagskvöldið 16. desem- ber, og hefst dagskrá kl. 20.30. Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju syngur aðventu- og jólalög undir stjórn organistans Hjartar Stein- bergssonar. Aðventuljósin verða tendruð og börn flytja helgileik um atburðinn í Betlehem. Ungir hljóð- færaleikarar úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar flytja jólalög og unglingar sýna ljósahelgileik. Hug- leiðingu kvöldsins flytur Ingibjörg S. Siglaugsdóttir í Laufási. Listasafnið á Akureyri opið fram til áramóta LISTASAFNIÐ á Akureyri verð- ur opið fram til jóla og einnig verður opið milli jóla og nýjárs. Safnið er opið daglega frá kl. 14 til 18, en lokað er á mánudög- um. Safnið verður lokað í janúar- rnánuði. Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri, sagði að ákveðið hefði verið að hafa safnið opið í kringum jól og áramót til að gefa því fólki sem gjarnan kemur í heimsókn til Akur- eyrar yfir hátíðirnar kost á að skoða safnið og þá sýningu sem þar stend- ur yfir. Á safninu er verið að sýna úrval verka úr eigu Markúsar ívars- sonar járnsmiðs eftir helstu stór- meistara íslenskrar myndlistarsögu. Fjöldi gesta Listasafnið á Akureyri var opnað í ágústlok og hafa viðtökur bæjarbúa og gesta verið einkar góðar að sögn Haraldar Inga. Á opnunarsýningu safnsins komu vel á þriðja þúsund gestir og um 900 manns hafa séð þá sýningu sem nú stendur yfir. Aðgangur að Listasafninu á Akur- eyri er ókeypis. STEINAR WAAGE Tcg. 48906 Slærðin 3'/>-8'/2 Lilir; Svarlur og brúnn Vcril kr. 11.995 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Tökum vlð notuðum skúm III hanða bágslöððum STEINAR WAAGE ^ SKOVERSLUN SÍMI 18519 < STEINAR WAAGE a --------------- ODýR OG FALLEp JOLATRE Jafn, þéttur og barrheldinn normansþinur Stærð í cm: Verð: 100-125 kr. 1.770,- 126-150 kr. 2.395,- 151-175 kr. 2.995,- 176-200 kr. 3.825, 201-250 ; kr. 4.795,- & iz II H ii ði tlá þisia s s a a fl s Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík ___Slcr_________Ssr__________ctíc-____^r-_ œS-_ I k „AVISUN“ KR. 100,- i k Gegn framvísun þessa miða fær handhafi 100 kr. í afslátt þegar hann kaupir jólatré hjá Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík á jólatréssölunni við Fríkirkjuna, Fríkirkjuvegi 5 (austanmegin við Tjörnina). Aðeins ein „ávísun“ gildir fyrir hvert jólatré sem keypt er. Gildir frá 16.12. til 23.12.1992 eða meðan birgðir endast. ~A>______~*^>

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.