Morgunblaðið - 15.12.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
31
Lauk doktorsprófi í
enskum bókmenntum
GUÐRÚN Björk Guðsteinsdótt-
ir útskrifast sem doktor í ensk-
um bókmenntum frá Alberta-
háskóla í Edmonton, Kanada,
laugardaginn 20. nóvember.
Ritgerð Guðrúnar fjallar um
formgerð þeirra skáldsagna
sem fást við menningarádeilu
og kallast á ensku „novels of
ideas“.
Guðrún lauk stúdentsprófi frá
Kennaraháskóla íslands 1974, BA
prófi frá Háskóla íslands 1982 og
MA prófi frá Alberta-háskóla
1984. Að loknu stúdentsprófi
kenndi Guðrún við Héraðsskólann
á Laugarvatni í tvö ár, við Grunn-
skólann í Njarðvík í þrjú ár og
kenndi í eitt og hálft við Alberta-
háskóla auk þess að vinna sem
aðstoðarmaður prófessora við
rannsóknir meðfram námi við
skólann. Haustið 1987 var Guðrún
ráðin sem stundakennari í ensku
við Háskóla íslands en sem lektor
1989 og hefur kennt enskar bók-
menntir, bókmenntafræði og bók-
menntasögu. Auk rannsókna á
samspili hugmyndafræði og form-
gerðar í bókmenntum hefur Guð-
rún einkum fjallað um kanadískar
bókmenntir og er nú að vinna að
rannsókn á vesturíslenskum nú-
tímabókmenntum sem skrifaðar
eru á ensku, fyrst og fremst eftir
þau Lauru Goodman Salversson,
Kristjönu Gunnars, W.D. Valgard-
son og David Arnason.
Eiginmaður Guðrúnar er dr.
Börkur Hansen, dósent í stjórnun
menntamála við Kennaraháskóla
Dr. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir
íslands. Börn þeirra eru Silja
Hrund Barkardóttir og Guðsteinn
Haukur Barkarson, bæði fram-
haldsskólanemar.
Guðrún er dóttir Guðsteins Ein-
arssonar og Sigrúnar Guðmunds-
dóttur. Guðsteinn lést árið 1973,
en hann var hreppstjóri í Grinda-
vík og framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Grindavíkur. Sigrún
starfaði sem barnakennari í
Grindavík fram til 1990 en tók
einnig við hreppstjóraembættinu
að manni sínum látnum, þar til
það var lagt niður þegar Grinda-
vík varð bær.
Blönduós
Ljósin tendruð á
jólatrénu frá Moss
Blönduósi. __
LJÓSIN Á jólatrénu frá Moss
í Noregi, vinabæ Blönduóss,
voru tendruð á sunnudaginn
að viðstöddu fjölmenni.
Böðvar Örn Sigurjónsson, for-
maður norræna félagsins, afhenti
tréð fyrir hönd íbúa Moss í Noregi
en Pétur Arnar Pétursson forseti
bæjarstjórnar veitti trénu móttöku
fyrir hond bæjarbúa og tendraði
ljósin. Kirkjukórinn söng jólasálma
og jólasveinarnir Stekkjastaur og
Giljagaur komu í heimsókn og
gengu í kringum jólatréð með öll-
um „börnunum“.
Jón Sig.
Barna- og
unglingagleraugu
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Ljósin á jólatrénu frá vinabæ
Blönduóss í Noregi, Moss, voru
tendruð á sunnudaginn.
Verð frá kr. 1.170
5% staðgreiðsluafsláttur,
einnig afpóstkröfum
s greiddum innan 7 daga.
WÚTfLÍFPSHS
GLÆSIBÆ . S/Mf 812922
Höfðar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
uvex
Áhrifamikil, sönn saga
sem vakið hefur heimsathygli
Betty Eadie dó eftir uppskurð en vaknaði aftur tii lífsins og mundi i smáatriðum
það sem fyrir hana hafði borið. Það sem fyrir hana bar í dánarheimum hefur verið
kaiiað áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar.
í faðmi ljóssins
kemur um þessar mundir út á 19 tungumálum, auk endurútgáfu á ensku i mjúkri kápu
í meira upplagi en dæmi eru til áður. Bókin hefur undanfarnar vikur verið á „topp
tiu" sölulista Publishers Weekly.
I faðmi ljóssins
bók með boðskap sem hefur gefið gjölda fólks bjartari von og endurnýjaðan lífsvilja.
Áhrifamesta dauðareynslan
fyrr og síðar
Bók til að gefa - bók til að eiga
FRJALS
\.99°
FJÖLMIÐLUN HF.
Pantanasími 63 * 27 • 00