Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 33 Sókn í stað samdrátt- ar í skipaiðnaði •• eftir Orn Friðriksson Norðmenn og Pólverjar flytja út atvinnuleysi. Þeir flytja það til íslands, þar sem íslenskir út- gerðarmenn eru áijáðir í að borga, því þeir fá útlenska atvinnuleysið á niðurgreiddu verði. Fyrir hveijar 100 kr. sem íslenska útgerðin kaupir skipasmíðaendurbætur í Noregi eða Póllandi, fær hún end- urgreiddar 10 til 20 kr. frá norska eða pólska ríkinu í formi ríkis- styrkja. Fyrir vikið streyma verkefni í skipaiðnaði frá íslandi til útlanda. Erlendis styðja ríkisstjómir við skipaiðnað, því hann er grundvöll- ur fyrir tækniþróun framtíðarinn- ar, skapar mörgum atvinnu og stuðlar að mikilli verðmætaaukn- ingu fyrir þjóðarbúið. Ríkisstjórn- irnar telja þennan iðnað svo mikil- vægan og arðbæran, að þær greiða styrki til að halda honum gang- andi í heimskreppu og harðnandi samkeppni. Eftir sitja á íslandi 500 starfs- „Nýafstaðinn lands- fundur Sjálfstæðis- flokksins ályktaði að leggja bæri höfuð- áherslu á jöfnun starfs- skilyrða á milli inn- lendra og erlendra at- vinnugreina. Skipaiðn- aðurinn var tilgreindur sérstaklega sem dæmi um slíkt.“ menn í málm- og skipaiðnaði sem hafa misst vinnuna á síðastliðnum 5 árum vegna verkefnastreymis til útlanda. Að auki eru aðrir 500 sem enn hafa vinnu, en sjá fram á að missa hana á næstu vikum og mánuðum. Stöndum við varnarlaus? Á skipaiðnaðurinn að deyja drottni sínum án þess að nokkuð sé gert til varnar? Það eru til leiðir út úr vandanum og það er oft búið að benda stjórn- völdum á þær. Enn hafast þau samt ekki að og skipaiðnaðinum er að blæða út. Báðar þessar leiðir miða að því að íslenskur skipaiðnaður standi jafnfætis erlendum skipaiðnaði, þannig að hann geti keppt á eðli- legum grundvelli um verkefnin. Skipaiðnaður á j afnr éttisgrund velli Annars vegar gæti ríkið styrkt íslenskan skipaiðnað, líkt og önnur ríki styrkja sinn iðnað. Það er reyndar ekki talið fýsilegt hér, þó allir útreikningar bendi til að ávinningur hins opinbera yrði mun meiri en.kostnaðurinn. Hins vegar koma til greina jöfn- unar- eða undirboðstollar. Það þýð- ir að innflutningur (skipasmíði og endurbætur erlendis) hækkar í verði sem svarar niðurgreiðslum í viðkomandi landi. GATT-samningar um milliríkja- Örn Friðriksson viðskipti heimila þessa leið. Við notum nú þegar jöfnunartolla til að veija íslenska sælgætis-, kex-, bjór- og smjörlíkisframleiðslu. Rætt er um að setja allt að 600% jöfnunartolla á innfluttar landbún- aðarvörur. í samkeppni um verkefni erlend- is frá hefur íslenskur skipaiðnaður yfírleitt verið með mjög hagstæð tilboð, mun lægri en frá flestum öðrum löndum. Norsku og pólsku ríkisstyrkimir slá okkur hins vegar út af laginu. Þessar erlendur niðurgreiðslur eru einfaldlega að drepa íslenskan skipaiðnað. Fyrirtækin eru komin á heljarþröm og eiga mörg hver skammt eftir. Jöfnunartollar eru því eðlileg aðgerð í þessari stöðu. Landsfundur styður jöfnunartolla Það er ánægjulegt til þess að vita að þessum sjónarmiðum um lausn vandans vex fylgi. Nýafstað- inn landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins ályktaði að leggja bæri höfuð- áhersíu á jöfnun starfsskilyrða á milli innlendra og erlendra at- vinnugreina. Skipaiðnaðurinn var tilgreindur sérstaklega sem dæmi um slíkt. Þá lagði landsfundurinn einnig áherslu á að undirboðum á erlendum iðnvarningi og þjónustu skyldi mætt með viðeigandi að- gerðum, svo sem tollum og jöfn- unargjöldum. Þetta mál er nú til meðferðar hjá fjármálaráðherra. Það er ein- læg von mín að hann skilji mikil- vægi málsins og taki undir með ályktunum landsfundar eigin flokks. En tíminn er naumur. Höfundur er formadur Félags jámiðnaðarmanna og varaformaður Samiðnar — sambands iðnfélaga. ÁRIMAÐ HEILLA Ljósm. Oddgeir Karlsson HJÓNABAND. Gefin voru saman hinn 11. september sl. í kapellunni í Vatnaskógi af sr. Ólafi Jóhanns- syni, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon. Heimili þeirra er á Grundarvegi 11, Njarð- vík. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND. Gefín voru saman hinn 16. október sl. í Fella- og Hólakirkju af sr. Pálma Matthías- syni, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Olafur Stefánsson. Heimili þeirra er í Spóahólum 2, Reykjavík. Ajgreitt i skemm tuegu m gjafaöskjum VEL VALIN GJÖF Glæsibæ Líttu á verðið!! SEVERIN raftækin eru v-þýsk gæðavara á verði, sem á sér vart hliðstæðu hérlendis. SEVERIN raftækin hafa verið seld hér í fast að 50 ár og tryggir frábær reynsla gæðin. Hagstæð magninnkaup okkar tryggja lægsta mögulegt verð og getum við nú boðið yfir 60 gerðir af þessum gæðatækjum! Vöfflujárn frá kr. 3.790. Gufustraujárn frá kr. 2.841. Hárblásarar frá kr. 1.416. Brauðristar frá kr. 2.175. Djúpsteikingarpottar frá kr. 6.603. Ávaxtapressur frá kr. 3.990. Hraðsuðukönnur frá kr. 2.841. Handþeytarar frá kr. 2.366. Kaffivél, sem sýður vatnið sjálf, kr. 12.255. Aðrar kaffikönnur frákr. 1.710. Dósaopnarar frá kr. 1.796. (Allt verð er með 5% staðgreiðsluafslætti). WWfm Einar MmW FarestveÉt&Co.hf. Borgartúni 28 "S 622901 og 622900 Komið í verslun okkar í Borgartúni 28 eða til einhvers umboðsmanna okkar og skoðið úrvalið af SEVERIN raftækjunum! Rafbúöin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði. SUÐURNES: Stapafell hf., Keflavík. Samkaup, Keflavík. VESTURLAND: Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Versl. Hamar, Grundarfirði. Versl. E. Stefánssonar, Búðardal. VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Vélsmiðja Tálknafjarðar. Versl. G. Sigurðssonar, Þingeyri. Rafsjá, Bolungarvík. Straumur hf„ ísafirði. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. N0RÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri. Versl. Sel, Skútustöðum. Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. KEA, Akureyri, og útibú á Norðurlandi. Kf. Þingeyinga, Húsavik. AUSTURLAND: Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði. Kf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Rafalda, Neskaupstað. Kf. Hérðasbúa, Reyðarfirði. Kf. Fáskrúðsfjarðar. Kf. A-Skaftfellinga, Djúpavogi. Kf. A-Skaftfellinga, Höfn. SUÐURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Kf. Rangæinga, Rauðaiæk. Reynistaður, Vestmannaeyjum. Kf. Árnesinga, Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.