Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
Kynþ áttafordóm-
ar í vísindum?
eftir Geir Viðar
Vilhjálmsson
Háskóli íslands er nútímalegur
að mörgu leyti, þó smár sé. Bóka-
safn hans er til dæmis tölvutengt
við ýmsa erlenda upplýsingabanka.
Þar á meðal er Medline, bandarískt
og fjölþjóðlegt safn úrdrátta og
greina um læknisfræði og líffræði
mannsins. Vilji einhver afla sér
ítarlegra upplýsinga um til dæmis
ákveðið lyf eða sjúkdómsgreiningu
og læknisfræðilega meðferðarkosti
þá getur hver enskumælandi ís-
lendingur gegn vægu gjaldi fengið
aðgang að þeim, prentað út og
verið betur fær um að ræða með-
ferðarkosti varðandi sína nánustu,
eða sjálfa(n) sig við lækna sína.
Sé á hinn bóginn leitað til Med-
linebankans að fróðleik um óhefð-
bundnar aðferðir, í lækningum eða
heilsuvernd, þá reynist lítið úrval
á markaðnum og þá helst eitthvað
gagnrýnivert eða neikvætt, en þó
mest ekki neitt. Þetta upplýsinga-
tómarúm endurspeglast svo víðar,
svo sem í íslensku lyfjahandbók-
„Getur verið að álíka
afstaða sem varla er
hægt að kalla annað en
kynþáttafordóm, sé or-
sök í vanrækslu rit-
stjóranna hjá Medline
varðandi rannsóknir
sem birtar eru á áður-
nefndum ráðstefnum í
S-Kóreu?“
inni þar sem umfjöllun svokallaðra
náttúrulyfja er bæði fátækleg og
ekki einkennd af þeim anda hlut-
lækni sem ræður ríkjum þar ann-
ars. Annars var útgáfa þessarar
Lyfjahandbókar fyrir almenning
mikið framfaraskref í því sérstaka
ástandi sem ríkir í lyfjamálum á
íslandi, þar sem upplýsingamiðar
framleiðenda um verkanir, notkun
og aukaverkanir/eitrunareinkenni
eru íjarlægðir úr lyfjaumbúðunum
og stórir flokkar gamalreyndra
lyfja af sviði náttúrulækninga og
smáskammtalækninga, „hómópat-
íunnar", útilokaðir frá markaðn-
um.
Þetta ástand er afleiðing sam-
spils ýmissa áhrifa, allt frá ein-
angrun vegna landlegu og tungu-
máls, yfir mismunandi hugmynda-
fræði og lækningakenningar, til
hagnaðar af hefðbundinni lyfj a-
dreifingu og tilhneigingar til þess
að gera lítið úr hinum neikvæðu
hliðum hefðbundna heilbrigði-
skerfisins. Það á jú að vera eitt
hið besta í heimi. Lyf eiga líka að
vera góð. Það eru bara hin ólög-
legu „eiturlyf" sem eru eitruð og
því ekki við hæfi að fylgiseðlar
framleiðenda um eitrunaráhrif og
aukaverkanir lyfja komist í hendur
neytendanna. Svo gæti fólk orðið
ímyndunarveikt, fengið ímyndaðar
aukaverkanir eða eitrunaráhrif af
lyfjum sínum af því að lesa um
slíkt, en þetta sagði háttsettur
embættismaður í íslenska Heil-
brigðisráðvineytinu, í fyllstu alvöru,
að því er mér virtist þegar ég leit-
að skýringar á þessum upplýs-
ingastuldi í tengslum við útvarps-
Geir Viðar Vilhjálmsson
þætti um heilbrigðismál fyrir ein-
um og hálfum áratug. Það segir
sitthvað, sem dæmi um stöðnun
íslensks samfélags, að þessi rit-
skoðun lyfjaupplýsinga er enn í
gildi.
Alþjóðlegar ginsengráðstefnur
í S-Kóreu
Síðan 1974 hafa á fjögurra ára
fresti verið haldnar í S-Kóreu ráð-
stefnur um ginsengrannsóknir á
vegum ríkisrekinnar rannsókna-
stofnunar, sem vegna mikilvægis
ginsengjurtarinnar fyrir kóreskt
þjóðlíf og efnahagslíf á sér helst
hliðstæðu hér á landi í okkar Haf-
rannsóknastofnun. Sjötta mótið í
röðinni, The 6th International
Ginseng Symposium, var haldið í
Seoul 6.-9. september sl. Með allt
að 1.000 þátttakendum og 37 fyr-
irlesurum frá 12 löndum er ekki,
frekar en á 4. og 5. ráðstefnunum,
sem undirritaður fékk í hendur
skýrslur um, á ferðinni frum-
byggjamót einhverra ginseng-
bænda, heldur ígrundaða tilraun
til þess að miðla fræðilegum upp-
lýsingum og stuðla að raunvísinda-
ra,nnsóknum að hætti Vesturianda
á heilsujurt sem hefur að minnsta
kosti 2.000 ára samfellda hefð að
baki í Kóreu og nærliggjandi hér-
uðum Kína. En þess er ekki að
vænta að skýrslurnar frá þingi
þessu komist í gagnasafn Medline
á næstunni frekar en hinar fyrri,
þrátt fyrir að nýtísku aðferðum og
tækni Vesturlanda sé beitt.
Það væri helst að einhveijar
þessara rannsókna bærust til huga
íslenskra lækna eða lyfjafræðinga
gegnum venjulega íslenska fjöl-
miðla. Svo sem átti sér stað nú
síðsumars um gildi E-vítamíns,
snefilefnisins selens og gulrótar-
og gulrófulitarins karótíns fyrir
fyrirgirðingar krabbameina.
Tvær rannsóknir: Gingseng,
æxli og eyðni
Frá þessu 6. ginsengþingi er
hægt að nefna tvær rannsóknir
sem liklegar væru til þess að vekja
athygli vesturlenskra fjölmiðla,
bærust þær fréttafólki til eyrna.
Þarna var stór kóresk hóprann-
ATVINNUAUGl YSINGAR
Bókhald og skráning
Hof sf. (eignarhaldsfélag Hagkaups og Ikea)
vill ráða starfsmann á skrifstofu í bókhald
og skráningu.
Helstu verkefni eru:
- Skráning í bókhald.
- Umsjón með viðskiptamannabókhaldi.
- Afstemmingar.
- Önnur tilfallandi skrifstofustörf.
- Símavarsla.
Nauðsynlegt er að umsækjendur uppfylli
eftirfarandi skilyrði:
- Séu nákvæmir og samviskusamir,
- Séu vanir skráningu og afstemmingum.
- Hafi reynslu af viðskiptamannabókhaldi.
- Geti unnið langan vinnudag þegar svo
ber undir.
- Eigi gott með að starfa með öðrum.
Um er að ræða tímabundna ráðningu,
en gæti þó orðið framhald á.
Umsóknum, með upplýsingum um aldur,
menntun og starfsreynslu, skal skila til skrif-
stofustjóra, Skeifunni 15, 108 Reykjavík, fyr-
ir 21. desember næstkomandi.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál og öllum svarað.
FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVlK
SKÚLAGARÐI - PÓSTHÚLF 74 - 640 HÚSAVlK
SlMI: 96-41344 96-42095
Laus kennslustörf
Framhaldsskólann á Húsavík vantar stunda-
kennara á vorönn í sálarfræði (6 stundir á
viku) og trésmíði (4 stundir á viku).
Upplýsingarí síma 96-41344.
Skólameistari.
RAÐAUGÍ YSINGAR
UTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h.
Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum
í kaldavatnsdælu fyrir Nesjavallavirkjun.
Helstu kennistærðir:
Magn: 450 l/sek.
Lyftihæð: 140 m. vatnssúlu
Snúningshr.: 1.490 sn/mín.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 18. janúar 1994, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REV K JAVIKURBORGAR
Frikirkjuvet)! 3 S»m.25800
Metsölublaó á hverjum degi!
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Austurvegur 40b, Seyðisfirði, þingl. eig. Ólöf Bergsdóttir og talin
eign Jóhannesar Einarssonar, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins, Lífeyrissjóður Austurlands og Samvinnulífeyrissjóður-
inn, 20. desember 1993, kl. 14.30.
Gilsbakki 1, 3. h.t.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Hreiðar Sigmarsson,
gerðarbeiðendur Húsnaeðisstofnun ríkisins, Lífeyrissjóður Austur-
lands og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 20. desember 1993, kl. 14.00.
14. desember 1993.
Sýslumaöurinn, Seyðisfirði.
SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN
I I- I. A (i S S T A H F
Aðalfundur
Landsmálafélagsins Varðar
Boðað er til aðalfundar Landsmálafélagsins
Varðar í dag, miðvikudaginn 15. desember,
kl. 20.30 í Valhöll við Háaleitisbraut.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum
félagsins.
2. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytur
ræðu kvöldsins.
3. Almennar umræður.
Landsmálafélagið Vörður.
auglýsingor
FÉIAGSÚF
I.O.O.F. 9 = 17512158'/2 = Jv.
□ GLITNIR 5993121519 I Jf.
I.O.O.F. 7 = 17512158'/2 = JV
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
f kvöld kl. 20.30 verða okkar
árlegu jólatónleikar þar sem
fram koma ýmsir tónlistarmenn
undir stjórn Óskars Einarssonar.
Húsið opnað kl. 1945 og er
ókeypis aðgangur meðan hús-
rúm leyfir. Á tónleikgnum verða
tekin samskot til hjálpar þeim
heimilum sem á þurfa að halda.
RF.GLA MUSTERISRIDDARA
RMHekla
15.12. - VS J
É SAMBAND ISLENZKRA
f KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í
Kristniboðssalnum. Sr. Sigurður
Pálsson, framkvæmdastjóri
Biblíufélagsins, talar um Biblfuna
og hefur hugleiðingu.
Allir eru velkomnir á sam-
komuna.
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Áramót í Þórsmörk
Upplifun sem engin gleymir. 3
daga ferð með brottför 31/12
kl. 8.00 (nýtt) og 4 daga ferð
með brottför 30/12 kl. 8.00.
Farmiða þarf að panta og stað-
festa strax á skrifstofunni Mörk-
inni 6, s. 682533 því pláss er
takmarkaö. Gönguferðir, kvöld-
vökur, áramótabrenna, flugeld-
ar, blysför. Munið Esju um vetr-
arsólstöður á sunnudaginn 19.
des. kl. 10.30.
Feröafélag Islands.