Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 49 Ágætt að vera maður sjálfur Nafn: Jón Trausti Kárason. Heima: Grafarvogi. Aldur: 14 ára. Skóli: Poldaskóli. Sumarstarf: Ég var í unglingavinn- unni. Við vorum að vinna við Pjölni- svöll, eitthvað að tyrfa en aðallega að hangsa. Helstu áhugamðl: Tónlist og íþróttir, aðallega knattspyma og körfubolti. Uppáhalds hljómsvelt: Þær eru svo margar að ég get varla svarað þessu. Mér finnast Bubbleflies góðir og svo held ég dálítið upp á U2 og breska dans- hljómsveit sem heitir Future sound of London. Uppáhalds kvikmynd: Ég sá ágæta mynd um daginn sem hét Menace to society og svo er ég hrifin af myndum sem gerast í fátækrahverfum Banda- ríkjanna. Besta bókin: Ég les voða lítið af bók- um. Ég les frekar teiknimyndablöð. Ekki Supermann eða svoleiðis blöð, heldur öðruvísi hasarblöð með meiri aksjón og ofbeldi. Ég held mest upp á blöð sem heita Sandman. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég bara veit það ekki. Það er ágætt að vera maður sjálfur. Hvernig er aó vera unglingur í dag? Það er dálítið erfitt eins og við er að búast því unglingar eru svolítið misskild- ir. í umræðu um unglinga er alltaf talað um þessa unglinga sem eru niðri í miðbæ, eru með ofbeldi og láta svo mikið bera á sér. Svo eru allir ungling- ar dæmdir þannig hjá fullorðnum. Ann- ars er þetta bara ágætt. Félagsstarfið í skólanum er t.d. ágætt og íþróttastarf- ið. Hverju myndir þú vllja breyta í þjóðfélaginu? Það er þetta með úti- vistartíma unglinga. Hann er mjög asnalegur. Og svo er þetta sem hefur mikið verið talað um að fá eina stóra félagsmiðstöð staðsetta niðri í miðbæ fyrir alla unglingana til að hittast á. Og hafa hana þá opna aðeins lengur en venjulegar félagsmiðstöðvarnar. Ég myndi halda að það væri eðli- legt að miða tímann við svona tvö til þijú, en það fer auðvit- að eftir því hvað foreldrarnir eru tilbúnir að gefa mikið eftir. Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? Spila fótbolta og véra í plötusnúða- búrinu í félagsmiðstöðinni. Hvað er það leiðinleg- asta sem þú gerir? Læra heima og hlusta á röflið í foreldrunum stundum. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búinn að ákveða neitt en ég mig hefur langað til að fara í leik- listamám og svo er ég að hugsa um að fara kannski út í tónlist. Bara rétt svona til að grín- ast með það í byijun og athuga svo hvort það gengur eitthvað. Hvað gengur þú með í vösunum? Það er nú mest lítið. Lyklar, stundaskrá- in mín og peningar þegar ég á þá. Viltu segja eitthvað að lokum? Ég bara veit það ekki. Kannski ég biðji bara að heilsa öllum mínum vinum í Foldaskóla og vona að þeim gangi vel í vetrar-, vor- og samræmdum prófum. Innkaupalisti fyrir foreldra Þráðlaus sími með tónvali og einkanúmer svo hægt sé að hanga í símanum eftir geð- þótta. Foreldrar borga svo símareikninginn ársfjórð- ungslega. * Geisladiskar og tölvuleikir. * Role Play. * Hest. Mongoos-fjallahjól með öllum fylgihlutum. * Ferð án foreldra til útlanda. Hvað er meira þroskandi fyrir 13 til 16 ára ungling en að vera aleinn í Köben eða Amst- erdam í lífsins skóla. Fermingaföt foreldranna, líka skóna. Tattoo. Það margborgar sig, þá er sama hvernig krakkinn breytir sér það er alltaf hægt að þekkja hann á húðflúrinu. * Beinharða peninga til eigin neyslu. Ef lítið er um lausafé á heimilinu er hægt að gefa barninu auka debet- og kred- it-kort á reikninga foreldr- anna. * Hatta og húfur af öllu tagi. Vettlinga og trefla, ekkert endilega í stíl. Bæði er þetta í tísku um þessar mundir og einstaklega hentugt í kuldan- um. ÞAÐ S E M UWGLINGAR ILJA EKKI FA I JOLAGJOF Listi yfir það sem foreldrar ættu að varast í innkaupum Heklaðir dúkar. Monopoly - Það er alls ekki fyrir unglinga heldur aðeins fyrir þá sem eru yngri eða eldri. * Glæný föt úr Hagkaup. Ekki nema einhveijum takist að grafa upp Hagkaupssloppana sem gerðu það gott fyrir nok- kurum áratugum og væru hátískuvara væru þeir á boð- stólum í dag. Snyrtivörur og nærföt. Geta verslað það sjálf, smekkur allra yfir 16 vonlaus að þeirra mati. * Ferð með allri íjölskyldunni til Færeyja næsta sumar. Skiljið þau frekar eftir heima, nógu er ástandið slæmt í Færeyjum. , * ' Sparibauk og verðbréf. * Luxor-lampa. * Bækur um kynlíf. Það er fátt eins hallærislegt og að gefa í skyn að bráðum verði þau fullorðin og megi... • Segulbandstæki. Löngu úrelt, annaðhvort gefa þeim al- mennilegar græjur eða sleppa þessu alveg. * Unglingabækur. Unglingar gera kröfu um að fá allt jóla- bókaflóðið eins og það kemuc___ fyrir yfir sig, en ekki bara örfáa titla. Tyggigúmmí Þessi frábæra bandaríska hug- mynd er eitthundrað ára gömul Fyrir hundrað árum datt William Wrigley Jr. niður á einhveija gróðavænlegustu hugmynd allra tíma - tyggigúmmíið. Heimurinn væri ekki samur án þess. Það er kannski ekki rétt að segja að William Wrigley Jr. hafí fundið týggigúmmíið upp. Það hefur fundist í hellum með fullkomnum tannförum eftir dreng frá steinöld svo það hefur verið notað í einhverri mynd frá örófi. Tyggigúmmí hefur verið notað til að leysa morðgátur, stoppa í göt á loftbelgjum og jafnvel sem lausnargjald. Wrigley’s-fyrirtækið sem Will- iam stofnaði fyrir eitthundrað árum er ennþá langstærsti fram- leiðandi og seljandi tyggigúmmís og ræður yfir um það bil helm- ingi heimsmarkaðarinns. Áætlað er að Wrigley’s framleiði eitt- hundrað milljón tyggjóplötur á dag, plús eða mínus nokkur þús- und. í byijun var tyggjó búið til úr tijákvoðu og vaxi en það hef- ur breyst í áranna rás og nú eru notuð mun fleiri efni til að ná fram réttu bragði og áferð. Tyggjóframleiðendur halda upp- skriftum sínum vandlega leynd- um og eru alltaf að leita nýrra aðferða til að gera tyggjó bragð- betra og bragðið endingarbetra. Wrigley-fyrirtækið notar flókinn öryggisbúnað, varðmenn og háa gaddavírsgirðingu til að veija formúlurnar sem notaðar eru til að gera þetta vinsæla tyggi- gúmmí. Þrátt fyrír hylli tyggjós um allan heim eru til staðir á jörð- inni þar sem það er bannað með öllu. Frelsisstyttan í New York er einn af þessum stöðum og í Singapore er bannið svo strangt að ein tyggjóplata í vasa getur kostað fólk eitt ár í fangelsi. Stóra vandamálið með tyggi- gúmmí er að þó fólk elski að tyggja það þá geta fæstir hugsað sér að gleypa það. Þess vegna er tyggigúmmí stórt heilbrigðis- vandamál um allan heim. Því fólk hefur tilhneigingu til að henda því eða klína því hvar sem er og víða eru risa tyggjóklessur sem bæði er dýrt og erfítt að þrífa burt. EP Þýtt og endui sagt úr „The Sun“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.