Morgunblaðið - 15.12.1993, Side 51

Morgunblaðið - 15.12.1993, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 51 Launíboðiá við heilt lið? Laun á við allt Hácken-liðið? ARNÓR Guðjohnsen á fleygiferð með knöttinn í landsleik fyrr á árinu. Framkvæmdastjóri Hácken segir Örebro bjóða honum jafnhá laun og allir leikmenn Hácken hafi samanlagt. Frá Grétari Eyþórssyni i Svíþjóð Agreiningur er kominn upp á milli Hácken, liðs-*'- ins sem Arnór Guðjohnsen lék með í Svíþjóð í fyrra, og Örebro, sem hann er í viðræðum við þessa dagana. Framkvæmdastjóri Hácken, Reine Almqvist, fullyrðir í sænska blaðinu Aftonbladet að taki Arnór tilboði Örebro yrði hann launa- hæsti knattspymumaður í Svíþjóð; honum væri boðið jafn mikið í laun og allir leik- menn Hácken fá samanlagt, segir Almqvist. Framkvæmdastjóri Örebro segir þetta hins vegar hina mestu fjarstæðu. Ekki hefur verið gert opin- bert hvað Örebro býður Arnóri en „það er til athug- unar að gera það opinbert til að sýna hve fáránlegt þetta er sem forráðamenn Hácken halda fram,“ sagði framkvæmdastjóri hjá Örebro. I samningi Arnórs við Hácken var ákvæði um að félagið geti ekki farið fram á nema 400.000^ sænskar krónur hyggist Arnór fara frá því að aflo- knu keppnistímabilinu. Þetta var sett inn til að auðvelda Arnóri að komast til annarra landa í Evr- ópu sýndu einhver félög honum áhuga. í Aftonblad- et segir framkvæmdatjóri Hácken hins vegar að til að þetta ákvæði gilti hefði Arnór þurft að segja samningi sínum lausum fyrir 1. desember. Það hafi hann ekki gert. Sænska blaðið segir að raunhæft verð fýrir leik- mann eins og Arnór sem skipti milli sænskra félaga sé um þijár milljónir sænskra króna eða tæpar 26 milljónir íslenskra króna. ÚRSLIT Ágreiningur milli Hácken og Örebro vegna félagaskipta Arnórs Páll spáir KA og Selfossi sigri „ÞAÐ verður boðið upp á tvo mjög tvísýna leiki í bikarkeppn- inni, sem ómögulegt er að spá um — en það segir mér svo hugur að KA og Selfoss komist í undanúrslitin á kostnað Vals og Aftureldingar,11 sagði Páll Ólafsson, leikmaður með Haukum, þegar Morgunblaðið fékk hann til að spá um leikina sem verða í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Páll sagði að leikur KA og bikar- meistara Vals á Akureyri yrði án efa mikill baráttuleikur. „Síðast þegar félögin léku að Hlíðarenda skildu þau jöfn, 15:15. Ég hef trú á því að heimavöllurinn komi til með að ráða úrslitum og spái KA-mönn- um sigri eftir framlengdan leik,“ sagði Páll. „Eins verður leikur Aftur- ■ eldingar og Selfoss tvísýnn. Leik- menn Aftureldingar hafa ekki enn tapað heima, en þar sem Selfyssing- ar eru með mikið bikarlið spái ég þeim sigri.“ „FH-ingar eiga ekki að vera í neinum vandræðum með Gróttu- menn á Seltjarnamesi og þá spái ég a-liði Eyjamanna sigri í leik gegn b-liði ÍBV,“ sagði Páll. Ef spá Páls gengur eftir verða það lið KR, Selfoss, FH og ÍBV, sem komast í undanúrslit. Tottenham ekki á eftir Þorvaldi Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur hefur ekki áhuga á að kaupa Þor- vald Örlygsson, leikmann 1. deildarliðs Stoke skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins frá Englandi í gær. Fram kom í enskri sjón- varpsstöð um helgina að fé- lagið væri á höttunum eftir íslenska landsíiðsmanninum og væri tilbúið að greiða 1,5 milljónir punda fyrir hann. Morgunblaðið náði ekki í Os- valdo Ardiles, stjóra Totten- ham í gær, en einn aðstoðar- manna hans sagði fréttina ranga. Félagið hefði ekki boð- ið í Þorvald og það stæði ekki til. Valdimar Grímsson og félagar í KA mæta Valsniönnum í kvöld, í ann- að skipti á fjórum dögum. Valsmenn verða með hópferð til Akureyrar og verður farið með fokkervél Flugleiða frá Reykjavík kl. 17.30 og til baka verður komið um kl. 23. Flugfarið kostar kr. 6.500. Þeir sem hafa hug á að fara norður geta tilkynnt þátttöku í síma 12187. KORFUKNATTLEIKUR Frægasta lið Rússlands á jólamót í Borgamesi BORGNESINGAR ætla ekki að sitja auðum höndum um hátfð- irnar þó svo hlé verði gert á úrvalsdeildinni í körfuknattleik. í Borgarnesi verður haldið jólamót og þangað hefur hið gríðar- lega sterka rússneska lið Spartak Leningrad boðað komu sína. ^iðið kemur frá Pétursborg og varð liðið í öðru sæti í Rússlandi er eitt af frægustu félögum Rússalnds. Árið 1958 vann það sig upp í efstu deild í Sovétríkjunum og hefur leikið á toppnum allar götur síðan með glæsilegum árangri. Liðið varð meðal annars Evrópumeistari 1973 og 1975 auk þess að sigra í sovésku deildinni níu ár i röð, 1978-1987. í fyrra en árið áður, 1992, varð það rúss- neskur meistari. Vladimir Kondrashin, þjálfari liðsins, er einn sigursælasti þjálfari fynnim Sovétríkjanna. Hann lék með liðinu á árum áður en snéri sér síðan að þjálfun og var meðal annars þjálfari sovéska landsliðsins á árunum 1970 til 1976 en þá tap- aði liðið aðeins fjórum leikjum. „Þetta er nú fyrst og fremst til- komið vegna persónulegra tengsla þjálfara þeirra og Alexanders Er- molinskijs. Við erum búnir að fá staðafestingu á að Spartak Len- ingrad kemur og síðan er eitt danskt lið enn inni í myndinni, en það skýrist í dag hvort það kemur eða ekki,“ sagði Bjami Steinarsson, varaformaður körfuknattleiksdeild- ar Skallagríms, við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við erum líka búnir að bjóða Haukum, KR og Tindastóli að vera með en viljum að sjálfsögðu ekki bjóða liðunum sem eru með okkur í riðli nema við þurfum á því að halda,“ sagði Bjarni. Mótið verður líklegast fjögurra liða mót en þó er hugsanlegt að liðin verði fímm. Það er Hótel Borg- arens sem sér um rússneska liðið en önnur lið verða að greiða kostn- að vegna gistingar sjálf. Mótið verður 28. til 30. desember en Rúss- amir fara heim 2. janúar. KNATTSPYRNA í kvöld Handknattleikur Bikarkeppni karla: KA-húsið: KA-Valur kl. 20 Seltj’nes: Grótta - FH .kl. 20 Varmá: UMFA-Selfoss .kl. 20 Vestm’eyjar: ÍBV-b - ÍBV kl. 20 Bikarkeppni kvenna: Garðabær: Stjaman - Fylkir.... •kl. 20 Höllin: Fram-ÍBV kl. 19.30 Valsheimili: Valur-Grótta ■kl. 18 Víkin: Víkingur-Haukar ,kl. 20 HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI Körfuknattleikur Promotion Cup kvenna Mót á Kýpun ísland - írland...............48:66 Gangur leiksins: 13:17, 15:26, 18:30, 38:48, 48:66. Stig íslands: Guðbjörg Norðfjörð 11, Hanna Kjartansdóttir 8, Linda Stefánsdótt- ir 7, Anna María Sveinsdóttir 7, Svanhildur Káradóttir 4, Anna Dís Sveinbjömsdóttir 4, Ásta Óskarsdóttir 3, Olga Færseth 2, Björg Hafsteinsdóttir 2. ■írar náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var mun jafnari, íslensku stúlkumar börðust vel í vöminni, en forskot- ið sem írarnir höfðu náð fyrir hlé reyndist einfaldlega of mikið. Knattspyrna Enski deildarbikarinn 4. umferð, aukaleikur: Wimbledon - Liverpooi...........2:2 Dean Holdsworth, Robbie Earle — Neil Ruddock, Hans Segers (sjálfsmark) 11.433. BHollenski markvörðurinn Segers hjá Wimbledon gerði slæm mistök á siðustu sekúndum leiksins, er hann sló knöttinn í eigið mark eftir fyrirgjöf og jafnaði þar með metin fyrir Liverpool. En hann átti sannarlega eftir að bæta fyrir mistökin; varði vítaspymu frá John Barnes í fyrri hálfleik framlengingar og síðan tvö víti í vítaspymukeppni. Liðin stóðu sem sagt jöfn, 2:2, eftir framlengingu. Vítaspymukeppnin: Neil Ruddock skoraði fyrir Liverpool, þá Fashanu fyrir Wimbledon, Segers varði síð- an frá Jamie Redknapp, Holdsworth skor- aði fyrir Wimbledon, Bames fyrir Liver- pool, Grobbelaar varði þvínæst frá Vinnie Jones, Segers varði frá Mark Walters, Brian McAllister skoraði fyrir Wimbledon, Robbie Fowler fyrir Liverpool og loks Ardley fyrir Wimbldon, og Lundúnaliðið komst þar með áfram í keppninni. UEFA-keppnin Þrjú félög frá Þýskalandi og Italíu vom I glerkúlunni, þegar dregið var í 8-liða úr- slit UEFA-keppninnar í gær. Eftirtalin lið mætast: ■Bomssia Dortmund (Þýskalandi) - Inter Mílanó (Italíu) BCagliari (Ítalíu) - Juventus (Ítalíu) BFrankfurt (Þýskalandi) - Austria Salz- burg (Austurríki) R Boavista (Portúgal) - Karlsruhe (Þýska- landi) Fyrri leikir liðanna fara fram 2. og 3. mars, en seinni leikimir 16. og 17. mars. KORFUBOLTI Kennslu- myndband komið út Kvikmyndafélagið Nýja Bíó hf. hefur í samvinnu við Körfu- knattleikssambandið gefið út mynd- bandið Meistarataktar. Það er Ingv- ar Jónsson sem útskýrir ýmis grundvallaratriði sóknarleiks í körfuknattleik. Farið er yfir knatt- rak, gabbhreyfingar og skottækni auk þess sem sérstaklega er fjallað um þátt stórra leikmanna og farið yfir nokkrar æfingar fyrir þá. Einn- ig eru sýndir nokkrir leikir sem hægt er að fara í á planinu heima. Ingvar er öllum hnútum kunnug- ur í körfuknattleiknum. Hann er íþróttakennari að mennt og hefur um margra ára skeið þjálfað körfu- knattleikslið. En var ekki erfitt að velja það efni sem nota átti: „Jú, í rauninni en ég lít á þetta sem fyrsta skrefið og í kjölfarið komi fleiri kennslubönd. Eg ákvað að taka fyrir nokkur grunnatriði sem gætu nýst þeim sem eru að byija og ég held að þetta nýtist einnig lengra komnum," sagði Ingvar. Myndbandið er 40 mínútna langt og kostar 2.480 krónur. Það verður selt í bókaverslunum, bensínstöðv- um ESSÓ, plötuverlsunum, í Hag- kaup og í nokkrum sportvöruversl- unum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.