Morgunblaðið - 15.12.1993, Qupperneq 52
Gæfan fylgi þér
i umferðinni
SJOVÁOHaLMENNAR
GLEÐILEG JÓL
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVtK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI É
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Blysför til bæjarstjórnar
STARFSMENN Slippstöðvarinnar-Odda fylktu
liði síðdegis í gær og fóru blysför til bæjarstjórn-
ar Akureyrar þar sem þeir skoruðu á bæjarfull-
trúa að beita áhrifum sínum til að skapa eðlileg-
an starfsgrundvöll fyrir skipasmíðaiðnaðinn í
landinu. Starfsmennirnir afhentu forseta bæjar-
stjórnar m.a. bréf þar sem segir að erlendar
niðurgreiðslur og undirboð hafi leikið iðnaðinn
grátt og blaðinu verði ekki snúið við nema með
pólitískri íhlutun stjórnvalda til jöfnunar á sam-
keppnisforsendum.
Sjá bls. 23.: „Pólitísk íhiutun eina leiðin."
Næststærsta safn íslenskra bóka erlendis
Enginn gætir ís-
lensku bókanna
ENGINN bókavörður hefur verið ráðinn að Fiske-safninu í Cornell-
háskólasafninu í íþöku í Bandaríkjunum síðan seinasti bókavörður
lét af störfum 1. júlí sl., en rúmt ár er siðan stjórn Cornell-safnsins
vissi að hann hygðist láta af störfum. Fiske-safnið er stærsta safn
íslenskra bóka utan íslands ef frá er talið Konunglega bókasafnið
og Háskólabókasafnið í Kaupmannahöfn. Philip M. Mitchell, fyrrum
bókavörður Fiske-safnsins, var staddur hér á landi í siðustu viku
og kvaðst í samtali við Morgunblaðið ^vera í uppnámi vegna ástands
mála. „Ég tel ástandið niðurlægjandi fyrir safnið og háskólann, og
mér virðist sem stjórn Cornell-háskóla yfirsjáist mikilvægi íslenska
safnsins í stað þess að vera stolt yfir að eiga þetta heimskunna og
merkilega safn,“. segir Mitchell.
„Stjórn Cornell-háskólabóka-
safnsins hefur ekkert gert í raun til
að finna eftirmann minn og ástandið
er hvorki uppörvandi né ánægjulegt.
Þrettán mánuðir eru Iiðnir frá því
að ég tilkynnti þeim ákvörðun mína
um að segja af mér en þrátt fyrir
þennan langa tíma hefur ekkert ver-
ið gert til að finna annan í stöð-
una,“ segir Mitchell.
Hann segir að fleiri grundvallar-
breytingar hafi verið gerðar á Fiske-
safninu seinustu misseri sem hann
sé andvígur. Þannig hafi það verið
innlimað í „safn sjaldgæfra bóka og
handrita" við háskólabókasafnið í
Cornell, og því sundrað eftir flutn-
ing, sem sé andstætt því sem kveðið
er á um í erfðaskrá Williards Fiske.
Núverandi skipan torveldi bæði að-
gang gesta og starf bókavarðar, þar
sem annars vegar sé öllum heimilt
að skoða þær bækur sem keyptar
Stúlku dæmdar 8,7 milljóna króna skaða- og miskabætur í Héraðsdómi
Hæstu dæmdu miska-
bætur vegua Ifkamstjóns
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær bónda á Suðurlandi og
Vátryggingafélag Islands, þar sem dráttarvél bóndans var tryggð
ábyrgðartryggingu ökutækja, til að greiða 19 ára stúlku, Málfríði
Þorleifsdóttur, 8,7 milljónir króna með vöxtum frá 1. september 1988
í skaða- og miskabætur. Málfríður missti handlegg að öxl og allt höfuð-
leður við það að flækjast í drifskafti dráttarvélarinnar. I dóminum er
örorkuijón stúlkunnar metið á 6.250 þúsund krónur en miskabætur
2,5 milljónir sem eru hæstu miskabætur sem dæmdar hafa verið fyrir
líkamstjón í íslensku dómsmáli að því er fram kemur í dóminum.
Þegar slysið varð í júlí 1987 var
stúlkan 13 ára. Hún var í sveit á bæ
í Ámessýslu og vann ásamt bóndan-
um við að hirða hey af túnum. Notuð
: var dráttarvél með heyhleðsluvagni
sem fékk afl til lestunar og losunar
um drifskaft frá dráttarvélinni. Við
losun vagnsins stóð dráttarvélin kyrr
en vél hennar dreif losunarbúnað
heyhleðsluvagnsins eftir að sérstök
Kæfan rangt
tollafgreidd
GUÐMUNDUR Sigþórsson,
skrifstofustjóri í landbúnaðar-
ráðuneytinu, telur mistök
hafa orðið þegar frönsk «ind-
arkæfa til Hagkaupa var toll-
afgreidd.
Guðmundur sagði vörur úr
dýralifur á lista yfir þær vörur
sem hafa ber gát á við innflutn-
ing. Með réttri tollflokkun hefði
átt að koma aðvörun til ráðu-
neytisins. Hann segir að leita
hefði átt leyfis framleiðsluráðs
landbúnaðarins.
stöng framan á vagninum rétt við
drifskaftið hafði verið hreyfð. Hlíf
vantaði yfír drifskaftið. Stúlkan var
í óhnepptri úlpu og stjórnaði losunar-
búnaðinum en lenti í óvörðu skaftinu
með þeim afleiðingum að vinstri
handleggur hennar slitnaði af rétt
neðan axlarliðs auk þess sem allt
höfuðleður hennar slitnaði af. Eftir
slysið gekkst stúlkan undir miklar
læknisaðgerðir og var samkvæmt
örorkumati 100% öryrki í 15 mánuði
en eftir það varanlegur 80% öryrki.
Dráttarvélin í venjubundinni
notkun
Jón Finnsson héraðsdómari hafn-
aði kröfum tryggingafélagsins, sem
hélt því fram að tjónið félli utan við
ábyrgðartryggingu umferðarlaga,
þar sem dráttarvélin hafi ekki verið
í notkun sem ökutæki heldur sem
kyrrstæð vinnuvél, en dráttarvélin
var í ábyrgðartryggingu skráningar-
skylds ökutækis.
Við útreikning 6,2 milljóna ör-
orkubóta stúlkunnar var lagður til
grundvallar útreikningur trygginga-
stærðfræðinga um framtíðartekjutap
í samræmi við örorkustig að frá-
dregnum bótum almannatrygginga.
Miskabætur stúlkunnar voru ákveðn-
ar 2,5 milljónir króna en í málflutn-
ingi lögmanns Vátryggingafélags
Islands kom fram að fyrir þennan
dóm hafi hæstu miskabætur vegna
líkamstjóns sem dæmdar hafí verið
hér á landi numið 2 milljónum króna.
Sama um peningana
Málfríður sagðist í gær vera
ánægð með dóminn. „Mér er annars
alveg sama um peningana. Ég vil
bara að bændur og allir bændur geti
verið öruggir um að þegar slys verða
þá geti tryggingafélögin ekki fundið
eitthvað upp til að skýla sér á bak
við,“ sagði Málfríður. Axel Gíslason,
framkvæmdastjóri Vátryggingafé-
lags íslands, hafði í gærkvöld ekki
kynnt sér dómsniðurstöðuna og vildi
því ekki tjá sig um hana.
hafa verið eftir andlát Fiske en hins
vegar sé upprunalega safnið geymt
bakvið læstar dyr og kosti gesti
mikla fyrirhöfn að fá inngöngu. Alls
eru um 37 þúsund bindi í safninu.
Höfuðstóll nauðsynlegur
Mitchell segir fullyrt innan há-
skólans að kostnaðurinn við að
tryggja starf bóka- og safnvarðar
til frambúðar nemi um 2 milljónum
dala, og er þá miðað við að ávaxta
upphæðina og greiða starfsmannin-
um laun af vöxtunum. Slíkar fjár-
hæðir liggi ekki á lausu. Ráðning
Mitchells fyrir sjö árum hljóðaði upp
á vinnu hluta úr degi og voru launa-
kjör í samræmi við það, um 12.500
dollarar á ári eða um 900 þús. kr.
Hann segir nær ómögulegt að fá
starfskraft til vinnu fyrir sömu laun
og hann þáði, enda hafi honum ekki
verið það kleift án eftirlauna sinna
frá Illinois-háskóla þar sem hann
kenndi áður.
Mitchell kveðst álíta fáar leiðir
færar í dag til að leysa vandann á
ásættanlegan hátt.
ÞVÖRUSLEIKIR
DAGAR TIL JOLA
íslenska járnblendifélagið hf. á Grundartanga
Útlit fyrir 70 til 100
milljóna króna hagnað
ÚTLIT er fyrir að Islenska járnblendifélagið hf. skili 70 til 100 millj-
óna kr. hagnaði á árinu. Rekstrartap félagsins á síðasta ári nam 566
milljónum. Breytingin, sem nemur 600 til 700 miUjónum til hins betra,
er árangur neyðaráætlunar sem gripið var til fyrir rúmu ári. Fjárhags-
áætlun næsta árs gerir ráð fyrir um 350 milljóna kr. hagnaði.
Um 40 manns var sagt upp störf-
um og samið við starfsfólk um lækk-
un mötuneytiskostnaðar o.fl. Þá voru
Á þessu ári hefur náðst hagræðing
sem nemur um 400 milljónum. Hrá-
efniskostnaður hefur lækkað um 120
milljónir. Samningur við Landsvirkj-
un um tengingu verðs orku og af-
urða leiddi til 150 milljóna kr. afslátt-
ar af orkuverði. Afurðaverð í fyrra
og framan af þessu ári var lægra
en nokkru sinni áður.
laun hinna tekjuhæstu hjá fyrirtæk-
inu lækkuð um 6% til 7%. í heild
lækkaði launa- og starfsmanna-
kostnaður um 90 milljónir og ýmis
annar kostnaður um 30 milljónir. Á
þessu ári verða skuldir greiddar nið-
ur um nærri 200 milljónir kr.
Ekki stendur til að fjölga starfs-
mönnum, þrátt fyrir batnandi af-
komu. Jón segir að um beina fram-
leiðniaukningu sé að ræða hjá 140
starfsmönnum félagsins.
Afurðaverð járnblendis hækkaði
undir árslok. Reiknað er með frekari
verðhækkunum vegna verndarað-
gerða í Bandaríkjunum og EB. Fjár-
hagsáætlun næsta árs gerir ráð fyrir
350 milljóna kr. hagnaði og að skuld-
ir verði þá greiddar niður um nærri
400 milljónir.