Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 2
2
M0RGUNBLA8IÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
Grænlenzkt og norskt
skip komin á loðnumiðin
EITT norskt loðnuskip, Heroytrál, er nú að koma á miðin út af
norðanverðum Austfjörðum og grænlenzka loðnuskipið Ammasat
(áður Harpa), sem gert er út frá Eskifirði, átti að fara út í gær-
kvöldi. Valdimar Aðalsteinsson, skipsljóri á Ammasat, segir að lík-
lega sé loðnan einhvers staðar á svæðinu norður af Glettingi og
norður undir Langanes. Að minnsta kosti tugur norskra loðnuskipa
bíður nú átekta frétta af Islandsmiðum og má búast við verulegri
sókn á næstu dögum, komi loðnan í leitirnar. Á meðan liggja ís-
lenzku loðnuskipin bundin við bryggju enda sjómenn í verkfalli.
Samkvæmt þríhliða samningi
íslands, Noregs og Grænlands um
nýtingu loðnustofnsins mega
Grænlendingar og Norðmenn
stunda loðnuveiðar innan íslenzku
lögsögunnar fram til 15. febrúar,
en þó ekki sunnar en að 64 gráð-
um og 30 mínútum, eða línu, sem
þar er dregin út af Hvalsnesi.
Norsku skipin geta landað loðn-
unni hér á landi, en reynslan und-
Dýralæknir
segir starfi
sínu lausu
NYSKIPAÐUR héraðsdýra-
læknir í Mýrasýslu, Rúnar
Gíslason, hefur sagt starfi
sínu lausu. Landbúnaðarráð-
herra, Halldór Blöndal, skip-
aði Rúnar í embættið fyrir jól.
Rúnar segir í grein í Morgun-
blaðinu í dag að möguleikar
hans til að afla sér nauðsynlegs
trúnaðartrausts hafi að litlu orð-
ið vegna opinberra mótmæla
stuðningsmanna annars um-
sækjanda, Gunnars Gauta
Gunnarssonar. Rúnar segist í
greininni „gefa lítið fyrir orð og
kynni af mönnum" sem ekkert
segist hafa á móti persónu hans
og störfum en fullyrði jafnframt
að stöðuveiting hans hafi verið
af pólitískum toga.
. Sjá grein Rúnars í miðopnu.
undanþágu frá reglunum um að
hætta þann 15. febrúar. „Við lönd-
um allri loðnunni hér á íslandi,
áhöfnin er að mestu íslenzk og
því renna tekjurnar af þessu allar
inn í landið. Því hlýtur að muna
um það að við fáum að klára vert-
íðina. Fáum við það hins vegar
ekki, mun grænlenzka landstjórn-
in væntanlega selja kvótann til
Norðmanna eða Færeyinga, sem
sigla með hann burt frá landinu
og skilja engar tekjur eftir hér.
Þá hlyti tilhliðrun af þessu tagi
að koma sér vel í fiskveiðiviðræð-
um okkar við Grænlendinga. Þeir
hleyptu okkur þá frekar inn fyrir
hjá sér til að taka úthafskarfa eða
rækju,“ segir Valdimar.
Flotinn í höfn
FLEST fiskiskip landsmanna, utan Vestfirðinga, liggja bundin við
bryggju vegna verkfalls
anfarin ár hefur verið sú, að þau
hafa nær aðeins landað hér smásl-
öttum.
Loðna með 25 þúsund
tonna kvóta
Grænlenzka loðnuskipið Amm-
asat (Loðna) er háð sömu reglum
og norsku skipin. Það fékk upphaf-
lega úthlutað 30.000 tonna kvóta,
en grænlenzka landstjómin fékk
5.000 tonn af því til baka til að
eiga skipti á veiðiheimildum við
Norðmenn. Valdimar Aðalsteins-
son, skipstjóri, segir að þegar hafi
um 10.000 tonn veiðzt og sér finn-
ist það fáranlegt, fái þeir ekki
Ríkisstj óm afhentar
kröfur sjómanna í dag
FULLTRÚAR samtaka sjómanna munu klukkan 10 í dag afhenda
fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Ólafi Davíðssyni, ráðuneytissljóra í for-
sætisráðuneytinu, lista yfir kröfur sjómannasamtakanna varðandi
meginágreiningsefni kjaradeilunnar þátttöku sjómanna í kvótakaup-
um útgerða en forsætisráðherra hefur lýst yfir að ríkisvaldið vilji
kanna með hvaða hætti það geti komið í veg fyrir þátttöku sjómanna
í kvótakaupum með lagasetingu.
Viljayfirlýsing liggur fyrir um erlenda eignaraðild að Toyota-umboðinu
Toyota í Noregi hefur áhuga á
að kaupa hlut í P. Samúelssyni
VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir að undanförnu um að umboðsfyrirtæki
Toyota í Noregi, sem að hluta til er í eigu Toyota í Japan, kaupi hlut
í Toyota-umboðinu hér á landi, P. Samúelssyni hf. Viljayfirlýsing þess-
ara aðila liggur fyrir og er að vænta niðurstaðna úr viðræðunum inn-
an skamms.
Hugmyndin um eignaraðild Toy-
ota í Japan að P. Samúelssyni var
fyrst rædd árið 1990 en hreyfing
hefur komist á málið að undanfömu.
„Toyota hefur verið að kaupa sig inn
í fyrirtæki í dreifíngu um allan heim
bæði í Asíu, Bandankjunum og Evr-
ópu annaðhvort að hluta til eða öllu
leyti," sagði Bogi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri P. Samúelssonar, í
samtali við Morgunblaðið. „Árið
1992 keypti Toyota í Japan hlut í
Toyota í Noregi og á síðasta ári
hófust síðan beinar viðræður við
Toyota í Noregi með milligöngu Toy-
ota í Japan. Hömlur á eign erlendra
aðila í fyrirtækjum og á fjármagns-
flutningum milli íslands og annarra
landa hafa hins vegar staðið í vegi
fyrir þessu hjá okkur. Þetta opnast
núna um áramótin að einhveiju
marki og þess vegna hafa könnunar-
viðræður verið í gangi. Viljayfirlýs-
ing liggur fyrir milli okkar og Toy-
ota í Noregi, sem er í eigu Toyota í
Japan að hluta til, um að norska
fyrirtækið gerist meðeigandi í rekstr-
inum hjá okkur. Við teljum þetta
vera mjög sterkan leik til að tryggja
samkeppnisstöðu Toyota hér á landi
til lengri tíma litið og þannig mynd-
um við tengjast beint alheimsneti
Toyota."
Aðspurður sagðist Bogi ekki geta
greint frá því hversu stóran hluta
rætt hefði verið um að Toyota í
Noregi keypti en staðfesti þó að um
minnihluta yrði að ræða. „Við höfum
náð árangri sem enginn hefur náð
áður á bflamarkaðnum og stundum
er sagt að erfitt sé að ná toppnum
en ennþá erfiðara að vera þar. Ef
við ætlum að halda forystunni þurf-
um við mjög góða samvinnu við Toy-
ota og hún verður ekki betri en með
eignaraðild þeirra. Við ættum að
geta unnið margt í samvinnu við
Toyota í Noregi og nálægðin milli
landanna auðveldar þetta.“
Bogi vísaði því á bug að erfíðleik-
ar í rekstri væru ástæða viðræðna
um eignaraðild Toyota. „Við förum
hins vegar ekki leynt með það að
síðasta ár var erfitt í rekstrinum.
Það hefur orðið 50% hækkun á jap-
anska jeninu en rúmlega 10% hækk-
un á útsöluverði bílanna jafnframt
því sem töluverð minnkun hefur orð-
ið á markaðnum. Það hlýtur að segja
sig sjálft að síðasta ár var erfitt.
Róðurinn hjá okkur er tiltölulega
þungur þessa dagana eins og hjá
öllum bílaumboðunum. Hins vegar
er ekki samhengi milli þessa og sam-
vinnu við Toyota í Noregi. Hún hefur
átt sér langan aðdraganda og þar
er verið að hugsa til framtíðarinnar.“
Engin áform um byggingu
nýrra höfuðstöðva
P. Samúelsson keypti land í
Smárahvammslandi árið 1989 með
það fyrir augum að byggja þar nýjar
höfuðstöðvar fyrirtækisins. Engin
áform eru uppi um að hefja fram-
kvæmdir. Bogi sagði að upphaflega
hefði verið ætlunin að fyrirtækið
yrði með þeim síðustu að flytjast inn
á svæðið. Uppbyggingin á svæðinu
hefði hins vegar tafíst verulega. Eins
og nú háttaði til væri fyrirtækið vel
staðsett í vegakerfinu en hins vegar
væri ennþá ekki auðvelt að komast
til og frá svæðinu á Smárahvamms-
landi.
Kjaradeilan sjómanna og útvegs-
manna er enn í hnút eftir að slitnaði
upp úr viðræðunum í fyrradag og
viðmælendur blaðsins sögðust ekki
sjá að neinn nýr flötur hefði fundist
í gær sem gæfi tilefni til að hefja
aftur viðræður. Var sjómannadeilan
rædd á ríkisstjómarfundi í gærmorg-
un og átti forsætisráðherra einnig
fund með Halldóri Ásgrímssyni.
Ríkissáttasemjari átti óformlega
fundi með deiluaðilum sitt í hvoru
lagi í húsnæði sáttasemjara í allan
gærdag en engin ákvörðun var tekin
um að boðun formlegs samninga-
fundar. Að sögn Guðlaugs Þorvalds-
sonar ríkissáttasemjara ákváðu full-
trúar sjómanna einnig að leggja fram
pappíra í dag varðandi ýmis sérmál
sem ríkissáttasemjari mun afhenda
fulltrúum vinnuveitenda fyrir há-
degi, án þess þó að boðað verði til
sameiginlegs fundar méð deiluaðil-
um.
Rafmagnshækk-
un samþykkt
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sinum í gærkvöldi hækkun
á verðskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
Gjaldskrárhækkunin nemur 1,6%
og er að sögn Markúsar Amar Ant-
onssonar borgarstjóra bein afleiðing
af gjaldskrárhækkun Landsvirkjun-
ar. Hækkunin var samþykkt með 10
atkvæðum Sjálfstæðisflokks en 5
fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn
greiddu atkvæði gegn henni.
Nýbygging við Fjórðungs
sjúkrahúsiö á Akureyri
Heildarkostnaður við futtbúna
byggingu 450 milljónir 21
Sjávarútvegsfræði viö HÍ
Kennsla í sjávarútvegsfræðum á
vegum Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands er að hefjast 25
Féll ú lyfjaprófi
Nítján ára lyftingamaður dæmdur
í 18 mánaða keppnisbann 47
LeiÖari
Fjölákyldan á árí fjölskyldunnar 24
BlminlmlBlcitneffl
48% iMit en i átiau 1912
£
S Rekslur ýmissa bæjar- og
híilAsfrfrCabUöi i fyvtlu i krcpptiwú
pjfe jasmí i
Fasteignir
► Líflegur fasteignamarkaður
- Hurðir á fataskápum - Lagna-
fréttir - Innan veggja heimilis-
Nýtt torg við Lækjargötu
íns
Daglegt líf
► Um grasalækninn Onnu Rósu
- Sikiley - Hjónaklúbbar í kirkjum
- Unglingar og tómstundir -
Bestú veitingahús í Bandarílg-
unum
Árni Sigfússon býð-
ur sig fram í 2. sætið
ÁRNI Sigfússon borgarfulltrúi ætlar að bjóða sig fram í 2. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar í vor. Viljálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sækist
ekki eftir ákveðnu sæti á Iistanum en hann sagðist í samtali við Morgun-
blaðið í gær ætla að óska eftir góðri kosningu í eitt af efstu sætum
listans.
„Þeir sem vilja styðja mig ákveða
það sjálfir í hvaða sæti þeir setja
mig,“ sagði Vilhjálmur. Áðspurður
hvort hann væri með þessu að sækj-
ast eftir efsta sæti listans svaraði
Vilhjálmur að hann styddi Markús
Örn Antonsson sem borgarstjóraefni.
Katrín tilkynnir ákvörðun
sína í dag
Þegar Morgunblaðið spurði Katr-
ínu Fjeldsted borgarfulltrúa í gær-
kvöldi í hvaða sæti hún hygðist bjóða
sig í prófkjörinu sagðist hún ætla
að tilkynna ákvörðun sina um það í
dag og afhenti hún blaðinu eftirfar-
andi yfirlýsingu: „Með vísan til frétta
Stöðyar 2 kl. 19.30 í kvöld vil ég,
Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi, taka
skýrt fram, að ég hef hvergi gefið í
skyn að ég hyggist bjóða mig fram
gegn Markúsi Erni Antonssyni í
fyrsta sæti sjálfstæðismanna í
Reykjavík í komandi prófkjöri. Ósk-
ast þetta leiðrétt nú þegar.“ Fram-
boðsfrestur vegna prófkjörsins renn-
ur út kl. 17 í dag.
Olafur F. Magnússon, læknir og
varaborgarfulltrúi, sendi í gær út
fréttatilkynningu um þátttöku í próf-
kjön Sjálfstæðisflokksins og að hann
stefndi á 6.-7. sætið á lista flokksins.