Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 o Löksinö fiertgum fram bjóha^dc^ scm iabcur -félk. ab. " Ást er.... . .. að opna fyrir tilfinn- ingarnar. TM Refl- U.s Pat Off.—all riflhta resorvod • 1994 Los Angetes Times Syndtcate Flýttu þér! Ég þarf að nota Stattu ekki þarna, Óli. laukinn í hamborgarana! Gerðu eitthvað! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Spurningamar sem gleymdist að spyrja um HI Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: Nýverið sendi Háskóli íslands frá sér pantað vellyktandiálit á sjálfum sér. Félagsvísindadeild HI var skipað af yfirvöldum skólans að afla já- kvæðs álits hjá þjóðinni á sjálfum sér. Var talin þörf á því í framhaldi af opinberun samvisku háskólans í fjáraflamálum sínum. En skólinn hefur sem kunnugt er verið helsti brautryðjandi í fjárhættuspilastarf- semi hér á iandi. Þess vegna var þessi skoðanakönnun um jákvætt hugarfar þjóðarinnar til skólans framkvæmd. En pantaða vellyktandiálitinu á sjálfum sér gleymdi vesalings há- skólinn að spyija þjóðina nokkurra grundvallarspurninga um sjálfan sig, spurninga sem löngu er kominn tími á. Þetta væru spurningar á borð við: Finnst yður Háskóli Islands og full- trúar hans vera hrokafullir and- spænis alþýðumenningu? Finnst yður háskólinn stunda álíka miklar rannsóknir á andlegum málum s.s. líkunum á lífi eftir dauðann, mætti hugarorkunnar, mætti bænarinnar og öðrum dulsálarfræðilegum fyrir- bærum, samanborðið við allar rann- sóknirnar og fjármagnið sem veitt er í raunvísindadeildirnar, í rann- sóknir á borð við burðarþolsfræði verkfræðinnar, athugun á fjölda mýfluga við Mývatn, eða bara at- hugun á mismunandi ensímvirkni hinna og þessara vökvanna svo ein- hver dæmi séu tekin? Munurinn á velvilja og fjármagninu sem veitt er í þessa mismunandi rannsóknarfar- vegi háskólans er lauslega áætlaður fimmhundraðfaldur í dag. Þessara staðreynda yrði að sjálfsögðu að geta í formála næstu spurninga til þjóðarinnar i næsta vellyktandiáliti fyrir háskólann, ef nokkuð ætti að vera að marka það á annað borð. Nú ekki hefði heldur átt að gleyma grundvallarspurningum á borð við þær eins og: Finnst yður útskrifaðir nemendur háskólans temja sér nægjanlega víðsýni og opið hugarfar gagnvart öllum þeim fyrirbærum sem hrærast í þjóðarsál- inni og virðast vera að vinna víða í náttúrunni að sögn alþýðufróðra manna, s.s. drauga, álfa, huldufólk, nú eða þá bara rannsóknir á ber- dreymi, miðilstali, líkamningum, fljúgandi furðuhlutum eða geimver- um, eða einhveiju öðru slíku? Og alveg er ófyrirgefanlegt að hafa gleymt að spyija þjóðina hvort henni finnist háskólinn og útskrif- aðir nemendur hans vera almennt tilbúnir til að horfa einnig í alger- lega nýjar áttir í raunvísindum, s.s. varðandi náttúrulyf, kraftaverka- lækningar hugmiðla eða fyrirbæna, að ógleymdum bráðmerkilegum spurningunum á borð við meintan mikinn eða lítinn velvilja HÍ-elítunn- ar í að rannsaka þó ekki væri nema eitthvað smávegis af hinu geysi- merkilegasta sem læknisfræðin hef- ur nokkru sinni getað boðið upp á; nefnilega smáskammtalækningum? Hvernig stendur á þessum mistök- um að þjóðin var ekki spurð þessara spurninga í kleypta jákvæða auglýs- ingaátaki háskólans á sjálfum sér? Þetta er ófyrirgefanlegt og í hæsta máta óvísindalegt. Að spyija bara um fyrirframgefnar og jákvæðar staðreyndir í áliti þjóðarinnar á HÍ, en horfa alveg framhjá öllu hinu neikvæða sem þrífst og dafnar vel í Háskóla Islands undir fölsku yfir- skyni „vísindalegra vinnubragða", lýsir verulega krumpaðri sjálfsgagn- rýni þar á bæ. Eða hvað halda menn eiginlega að þjóðin hefði gefið háskólanum háa einkunn í svörum við flestum þessara spurninga, af öllum þeim sem raunverulega hefðu mælt álit þjóðarinnar og skattgreiðendanna á vísindalegri og heiðarlegri sannieiks- leit skólans og hlutleysi? Því er alveg ósvarað ennþá. Það verður líklega mjög seint gert að frumkvæði Há- skóla íslands sjálfs. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINS- SON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. HOGNI HREKKVISI pán PyElR... és ER HRÆ.POOR. Utf AÞÉG HAFI EKKSRT HAKJPA PéR." Víkverji skrifar á eru þessi jólin að baki og allir jólasveinarnir horfnir á braut nema sá alræmdi Kortaklipp- ir. Nýtt ár er gengið í garð með nýjum væntingum og heitstreng- ingum um nýtt og betra líf. Nú skal dregið úr brennivíninu, hætt að reykja, farið í megrun og byijað í ræktinni, komið skikki á fjármál- in. Þetta verður áreiðanlega árið sem allt fellur ekki í sama farið, árið þegar heitin héldu. Ojæja. xxx Vinur Víkveija var í hópi þeirra sem stigu á stokk um áramót- in og á hans bæ var ákveðið að taka fjármálin föstum tökum. Farið var gaumgæfilega ofan í hvern kostnaðarlið og vegið og metið hvað mátti missa sín. Ákveðið var að hvíla Stöð 2 og veija þeim pening- um til kaupa á spariskírteinum í áskrift. Hringt var í Þjónustumið- stöð ríkisverðbréfa, gefið upp núm- erið á kortinu og vinurinn þar með kominn í hóp eftirsóknarverðra þjóðfélagsþegna sem eru sparifjár- eigendur. Því næst var hringt í Stöð 2 til að segja upp áskriftinni. Þá brá svo við að þau svör fengust að ekki væri hægt að segja upp áskrift nema skriflega. Þetta átti vinur okkar erfitt með að skilja og spurði hvort ekki væri rétt að hægt væri að gerast áskrifandi að Stöð 2 með einu símtali? Jú, það reyndist rétt — en það eru reglur sem okkur eru settar af yfirmönnum að uppsögn þurfi að fara fram skriflega, var svarið. Maðurinn unir þessari niður- stöðu afar illa og þykir sem heldur langt sé gengið í því að ríghalda í áskrifendur. xxx Allir þeir sem hafa í laumi látið sig dreyma um að fá ofurlitla nasasjón af Shakespeare en ekki lagt í hann af einhveijum ástæðum — þeir hinir sömu ættu að bregða sér í Háskólabíó eitthvert kvöldið. Þar er þessa dagana verið að sýna nýjustu mynd Kenneths Branaghs, nýstárlega og bráðskemmtilega út- gáfu af Ys og þys út af engu. Bran- agh skaut upp á stjörnuhimininn þegar hann gerði metnaðarfulla og magnaða mynd eftir Hinrik 5. Shakespeares, en hafði þá þegar getið sér mikinn orðstír innan bresks leikhúss þótt ungur væri að árum. Kenneth og kona hans Emma Thompson eru af mörgum talin björtustu vonir bæði leikhúss og kvikmynda í Bretlandi, og í þessari mynd gefst kærkomið tækifæri til að sjá þau etja saman kappi af slíkri list og krafti að engum mun leið- ast. Söguþráðurinn er vissulega snöggtum léttvægari en í Hinriki 5. en Branagh hefur greinilega ein- sett sér að túlka verkið á þann al- þýðlega veg sem ætla má að hafi verið ríkjandi á dögum leikskáldsins mikla. Því beitir hann fyrir sig mis- vel þekktum Hollywood-leikurum í ýmsum helstu hlutverkunum, en þeir hafa greinilega haft svo gaman af því sem þeir voru að gera að myndin geislar af leikgleði sem fág- ætt er að sjá skila sér með þvílíkum hætti á hvíta tjaldinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.