Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
Greinargerð sjávarútvegsráðherra
um sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf.
Með lögum nr. 20/1993 var
ákveðið að stofna hlutafélag sem
tæki við rekstri Síldarverksmiðja
ríkisins og skyldi ríkissjóður verða
eigandi alls hlutafjár í félaginu.
Hlutafélagið SR-mjöl var stofnað
6. júlí 1993 á grundvelli þessara
laga og tók við öllum rekstri, eign-
um og skuldum Síldarverksmiðja
ríkisins 1. ágúst 1993.
í 3. gr. laga nr. 20/1993 eru
ákvæði þess efnis að sjávarútvegs-
ráðherra fari með eignarhlut ríkis-
ins í félaginu og sé heimilt að selja
hlutabréfin, öll eða hluta þeirra. Á
stofnfundi SR-mjöls hf. kynnti
sjávarútvegsráðherra að hann hefði
ákveðið að fela stjórn SR-mjöls hf.
að gera tillögur um hyernig best
væri að standa að sölu hlutabréf-
anna og reifaði þau atriði sem sér-
staklega þyrfti að líta til í því sam-
bandi, en þau koma m.a. fram í
athugasemdum er fylgdu sömu
grein í frumvarpinu sem varð að
lögum nr. 20/1993. Þar segir m.a.:
... Enda þótt ríkissjóður verði
eigandi allra hlutabréfa félagsins
við stofnun þess, er fyrirhugað
að selja öðrum hluti og jafnvel
öll hlutabréf í féiaginu. Meta
þarf sérstaklega hvenær aðstæð-
ur eru ákjósanlegar til sölu áður
en ákvörðun verður tekin þar
um. Skal við söluna stefnt að
dreifðri hlutafjáreign þannig að
enginn einn aðili eignist meiri-
hluta. Frá þessu má þó víkja ef
almenningshlutafélag á í hlut.
Jafnframt skal við söluna sér-
staklega horft til heimamanna
og starfsmanna á þeim stöðum
sem verksmiðjur eru starfrækt-
ar. Skal óskað eftir viðræðum
við heimamenn og/eða samtök
þeirra um hugsanleg kaup á
hlutabréfum .. .
Stjórn SR-mjöls hf. skilaði sjáv-
arútvegsráðherra tillögum sínum
um það hvernig staðið skyldi að
sölu hlutabréfanna. í þeim var m.a.
gert ráð fyrir að skipaður yrði
þriggja manna starfshópur sem
annaðist söluna og að allt hlutafé
félagsins yrði selt fyrir milligöngu
hlutlauss aðila, t.d. verðbréfafyrir-
tækis. Ráðherra féllst á tillögurnar
og skipaði þriggja manna starfshóp
í þessu skyni 13. október 1993.
Segir í skipunarbréfum nefndar-
manna að hópurinn skuli standa
að undirbúningunum „. .. í sam-
ræmi við tillögur stjórnar og með
hliðsjón af verklagsreglum við
framkvæmd einkavæðingar...“.
Síðastnefndar ' verklagsreglur
höfðu verið samþykktar á ríkis-
stjómarfundi daginn áður.
Starfshópurinn ákvað að höfðu
samráði við framkvæmdanefnd um
einkavæðingu að afla tilboða frá
verðbréfafyrirtækjum í verðmat og
umsjón með sölu hlutabréfanna.
Lægsta tilboðið átti Landsbréf hf.,
en næst kom Verðbréfamarkaður
Jslandsbanka hf. Landsbréf hf. er
dótturfyrirtæki Landsbanka ís-
lands, sem er og hefur um langan
tíma verið viðskiptabanki Síldar-
verksmiðja ríkisins og síðar SR-
mjöls hf. Taldi starfshópurinn því
ófært út frá vanhæfissjónarmiðum
að fela því fyrirtæki umsjón með
sölu bréfanna. Því var ákveðið að
fela Verðbréfamarkaði íslands-
banka hf. að annast söluna.
Hlutabréfin voru auglýst opin-
berlega til sölu. Fjórtán aðilar lýstu
áhuga á kaupum í félaginu. Öllum
þessum aðilum var tilkynnt með
bréfi 7. desember 1993 að þeir
þyrftu að gefa seljanda bréfanna
eftirfarandi upplýsingar fyrir kl.
16 mánudaginn 13. desember
1993:
1. Nafn og kennitala tilboðsgjafa
(nöfn og kennitölur ef um fleiri en
einn er að ræða).
2. Helsta starfsemi tilboðsgjafa
ef um félag er að ræða og aðstand-
eiídftf-þéSkr 'Gf-élHá 'þábf 'M' hélktú'
starfsemi félags á síðustu árum og
helstu aðstandendum eða eigend-
um félagsins.
3. Fjárhagur tilboðsgjafa. Gerð
sé grein fyrir hvernig kaup á hluta-
bréfum í SR-mjöli hf. verði fjár-
mögnuð, þ.e. hvort ætlunin er að
fjármagna þau af eigin fé tilboðs-
gjafa eða með lánsfé. Fram þarf
að koma að tilboðsgjafi hafi fjár-
hagslegan styrk til að kaupa fyrir-
tækið allt og tryggja rekstur þess
áfram.
4. Eignaraðild. Gerð sé grein
fyrir því að fyrirhuguð kaup á
hlutabréfum í SR-mjöli hf. séu í
fullu samræmi við ákvæði laga nr.
34/1991 um fjárfestingu erlendra
aðila í atvinnurekstri.
5. Ef kaupin verða fjármögnuð
með lántöku að einhverju leyti þarf
að gera grein fyrir lánveitanda og
þeim tryggingum sem tilboðsgjafi
hyggst setja fyrir lántöku sinni.
I tilkynningu þessari er jafn-
framt boðað að haft verði samband
við þá þátttakendur sem teljast
fullnægja skilyrðum seljanda fyrir
kl. 12 föstudaginn 17. desember
1993 og verði í framhaldi af því
óskað eftir tilboðum í hlutabréfin
með tilboðsfresti til kl. 16 þriðju-
daginn 28. desember 1993.
A hádegi 17. desember sl. höfðu
þrír aðilar óskað eftir útboðsgögn-
um um hlutabréfin. Hefur komið
fram í fjölmiðlaumfjöliun að undan-
förnu hverjir þessir aðilar eru.
Framkvæmdastjóri Verðbréfa-
markaðar íslandsbanka hf. til-
kynnti sjávarútvegsráðherra þann
dag það álit sitt að einn þessara
aðila, Haraldur Haraldsson, upp-
fyllti ekki þau skilyrði sem sett
hefðu verið fram í 3. og 5. tölulið •
bréfsins 7. desember. Tilkynnti
framkvæmdastjórinn Haraldi þetta
einnig. Er óhjákvæmilegt að taka
hér fram að þær upplýsingar sem
þessi tilboðsgjafi veitti varðandi
umrædd atriði veitti hann fram-
kvæmdastjóranum munnlega og
bað hann fyrir þær sem trúnaðar-
mál. Framkvæmdastjórinn átti því
óhægt um vik með að kynna þær
fulltrúum starfshópsins um sölu
bréfanna, en hann kannaði sjálfur
þær upplýsingar sem tilboðsgjafinn
gaf honum og lagði faglegt mat á
þær.
Starfshópurinn um sölu hluta-
bréfanna ákvað í ljósi þess hve fáir
aðilar höfðu skilað inn tilskildum
upplýsingum að leggja til við
sjávarútvegsráðherra að hann
heimilaði að þessum þremur aðilum
yrði öllum heimilað að gera tilboð
í bréfin, þrátt fyrir áðurgreint álit
framkvæmdastjóra Verðbréfa-
markaðar íslandsbanka hf., en með
þeim ummælum að ekki væri á því
stigi lagt mat á þau atriði sem
framkvæmdastjórinn hafði gert
grein fyrir. Var framkvæmdastjór-
anum gerð grein fyrir þessu sam-
dægurs. Er ijóst að með þessari
ákvörðun veitti ráðherra Haraldi
og félögum lengri frest en öðrum
tilboðsgjöfum hafði verið veittur til
að sýna fram á að þeir gætu stað-
ið ■ við kauptilboð sitt og tryggt
áframhaldandi rekstur fyrirtækis-
ins, en eins og á stóð þótti það
réttlætanlegt.
Þegar tilboðsfrestur rann út 28.
desember 1993 hafði Verðbréfa-
markaði íslandsbanka hf. borist
bréf frá öllum þeim aðilum sem
fengið höfðu útboðsgögnin. Einn
þeirra óskaði eftir framlengingu
tilboðsfrests til 20. janúar 1994.
Ekki var unnt að verða við þeirri
málaleitan og verður því ekki fjall-
að um þann tilboðsgjafa frekar
hér. Hfnir tveir gerðu tilboð sem
hér verður gerð nánari grein fyrir:
A. Sigurður G. Guðjónsson
hæstaréttarlögmaður.
Efni kauptilboðs sem lögmaður-
inn setur fram f.h. umbjóðenda
' SMhá* »* Svðhljóðáfiffl:* .........
Með vísan til auglýsingar er birt-
ist í Morgunblaðinu 18. nóvem-
ber sl. og gagna sem Verðbréfa-
markaður íslandsbanka hf. af-
henti umbj. mínum, gerir undir-
ritaður, Sigurður G. Guðjónsson
hrl., fyrir hönd Haraldar Har-
aldssonar, kt. 131144-2459,
vegna fleiri fjárfesta, eftirfar-
andi tilboð um kaup á öllum
hlutabréfum ríkissjóðs í SR-
mjöli hf.
Fyrir hlutabréfin vilja umbj. mín-
ir greiða kr. 801.000.000,- átta
hundruð og eina milljón króna.
Kaupverðið verður staðgreitt,
enda ábyrgist seljandi að á félag-
inu hvíli engar skuldbindingar,
hverju nafni sem nefnast, aðrar
en þær sem tilgreindar eru í
efnahagsreikningi SR-mjöls hf.
31. október 1993.
Ef ofangreindu tilboði umbj.
minna verður tekið, munu umbj.
mínir greiða upp allar langtíma-
skuldir SR-mjöls hf. sem nema
samkvæmt efnahagsreikningi
félagsins 31. október 1993, kr.
932.000.000,- níu hundruð þijá-
tíu og tvær milljónir.
Verði óskað viðræðna við mig
eða umbjóðendur mína um ofan-
greint tilboð, munu umbj. mínir
taka fullan þátt í þeim viðræð-
um, og eru umbj. mínir reiðubún-
ir að hefja viðræður nú þegar.
Fram var komin staðfesting eins
útgerðarfélags um að það stæði að
tilboðsgerð með Haraldi Haralds-
syni en þess var jafnramt óskað
að með þá staðfestingu yrði farið
sem trúnaðarmál.
Að öðru leyti en að framan er
greint lágu ekki fýrir skrifleg gögn
um það hveijir stæðu að umræddri
tilboðsgerð með Haraldi Haralds-
syni eða um önnur atriði sem kraf-
ist hafði verið upplýsinga um svo
sem að framan var greint.
B. Benedikt Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður og Jónas A. Aðal-
steinsson hæstaréttarlögmaður.
Tilboð lögmannanna er svohljóð-
andi:
Við undirritaðir hæstarréttarlög-
menn Benedikt Sveinsson og
Jónas A. Aðalsteinsson sem höf-
um að undanförnu undirbúið
kaup á hlutabréfum SR-mjöls
hf. á vegum hóps útgerðar-
manna og nokkurra fjárfesta
viljum að gefnu tilefni lýsa því
yfir að við erum reiðubúnir að
beita okkur fyrir því að kaup-
endahópurinn setjist að samn-
ingaborði með seljendum á þeim
grundvelli að kaupverð verði eigi
lægra en nafnverð hlutabréf-
anna.
Það er forsenda þess að samn-
ingar takist um kaupin að sam-
komulag geti tekist um fyrir-
komulag langtímalána sem í dag
hvíla á SR-mjöli hf.
Gert er ráð fyrir verulegri
greiðslu við samningsgerð og
eftirstöðvum á árinu 1994 eða
eins og um semst.
Frá þessum aðilum hafði áður
borist ítarlegt svar við bréfi Verð-
bréfamarkaðs íslandsbanka hf. 7.
desember 1993. Kom þar fram að
25 aðilar standa saman að tilboðs-
gerðinni. Þessir aðilar eru allir
nafngreindir og því Iýst yfir að
hver þeirra um sig uppfylli skilyrði
laga til þess að kaupa og eiga hluta-
bréf í SR-mjöli hf. Kom einnig fram
að margir fleiri aðilar hafí lýst
áhuga á að eiga aðild að kaupun-
um, svo og starfsmenn félagsins,
og muni þeim, ef til kemur og þeir
óska, verða gert kleift að kaupa
hlut. Jafnframt er því lýst yfir að
starfsmannafélög verksmiðja SR-
mjöls hf. hafi lýst stuðningi við
kaup þessa hóps á hlutabréfum í
félaginu, svo og þau sveitarfélög
þar sem verksmiðjur SR-mjöls hf.
eru staðsettar.
Verðbréfamarkaðar íslandsbanka
hf. að þessir aðilar uppfylltu öll
skilyrði sem sett voru af hálfu selj-
anda til sölunnar.
Þegar hér var komið sögu, að
lokinni opnun tilboða, 28. desember
1993, voru fulltrúar tilboðsgjafa
boðaðir á fund með starfshópi um
sölu hlutabréfanna, formanni fram-
kvæmdanefndar um einkavæðingu
og framkvæmdastjóra Verðbréfa-
markaðar ísiandsbanka hf.
Fyrstir komu til fundar Haraldur
Haraldsson og Sigurður G. Guð-
jónsson hrl. Enn var Haraldur ófús
að gefa upp hveijir samstarfsaðilar
sínir að þessu máli væru. Hann
nefndi þó nöfn þriggja kaupsýslu-
manna í Reykjavík sem hann kvað
standa ásamt fleirum að baki sér.
Ekki væri hægt að tilgreina hvern-
ig eignarhlutföll myndu skiptast,
en hann teldi fyrirtækið best komið
í eigu fárra aðila í fyrstu en að
síðar mætti huga að því að gera
það að almenningshlutafélagi. Har-
aldur gerði grein fyrir ýmsum hug-
myndum varðandi rekstur fyrir-
tækisins í framtíðinni, greindi frá
íjárhagsaðstoð Búnaðarbanka ís-
lands og þýsks banka sem lögð
hefðu verið drög að. Haraldur sam-
þykkti að fulltrúar ríkisins leituðu
staðfestingar tiltekins aðstoðar-
bankastjóra Búnaðarbanka íslands
um upplýsingar sem vörðuðu fjár-
mögnun kaupanna. Kvaðst Harald-
ur geta greitt tilboðsfjárhæðina
með 15 daga fyrirvara.
Því næst komu til fundar við
sömu aðila hæstaréttarlögmennirn-
ir Benedikt Sveinsson og Jónas A.
Aðalsteinsson. Þeir gerðu grein
fyrir því hvernig eignaraðild að
félaginu myndi skiptast í stórum
dráttum, ef gengið yrði að tilboði
þeirra. Fram kom að tilboðsgjaf-
arnir gerðu sér grein fyrir að þeir
þyrftu að greiða hærra verð fyrir
hlutabréfín en þeir hefðu sett fram
í kauptilboði sínu og lýstu sig reiðu-
búna til viðræðna um hærra sölu-
verð, ef til kæmi.
Loks kom til fundar við sömu
aðila sá aðstoðarbankastjóri
Búnaðarbanka íslands sem Harald-
ur Haraldsson hafði tilgreint að
gæti staðfest upplýsingar hans um
fjármögnun kaupanna og fleira í
því sambandi. Hjá honum kom
m.a. fram:
• Haraldur og fulltrúar tveggja
nafngreindra hlutafélaga ræddu
við Búnaðarbankann í október sl.
um hugsanleg kaup þessara aðila
á SR-mjöli hf. og mögulega þátt-
töku bankans. Á þeim tíma var
gert ráð fyrir að hver þessara
þriggja aðila mundi kaupa þriðjung
hlutafjár í SR-mjöli hf. Hvorugt
umræddra hlutafélaga er lengur
meðal þeirra sem Haraldur hefur
tilgreint sem aðila að málinu með
sér, en hann hafði þó ekki tilkynnt
Búnaðarbankanum um þau breyttu
viðhorf.
• Búnaðarbankinn og hinn þýski
banki hafa veitt vilyrði fyrir lán-
veitingum til endurfjármögnunar á
langtímalánum félagsins, ef af
hlutafjárkaupum Haraldar og fé-
laga verður. Þau vilyrði eru háð
Ásgeir Valdimarsson, Bergur
Garðarsson, Dóra Haraldsdóttir,
Eiður Björnsson, Friðfinnur Níels-
son, Geirmundur Vilhjálmsson,
Kristín Soffaníasdóttir, Kristján
Guðmundsson, Óskar Ásgeirsson,
Pálmar Einarsson, Ríkarður Rík-
ýmsum skilyrðum sem ekki hafa
verið uppfyllt, og beðið er ýmissa
frekari upplýsinga. Þegar málið var
lagt fyrir hinn þýska banka voru
þau tvö íslensku hlutafélög til-
greind sem aðilar að kaupunum,
sem áður var að vikið, og kvaðst
aðstoðarbankastjórinn ekki vita
hvort Haraldur hefði tilkynnt bank-
anum um að þessi tvö félög stæðu
ekki lengur að tilboðsgerðinni með
honum.
• Búnaðarbankinn hefur aldrei
léð máls á því að lána fé til hluta-
fjárkaupanna nema þá að einhveiju
óverulegu marki. Ekkert formlegt
erindi hefur borist bankanum um
lán til kaupa á hlutabréfunum.
• Búnaðarbankinn hefur gert
Haraldi ljóst að bankinn muni ekki
geta veitt SR-mjöli hf. afurðalána-
fyrirgreiðslu. Hefur bankinn gert
að skilyrði fyrir hvers konar stuðn-
ingi við Harald og félaga að slík
fyrirgreiðsla verði áður tryggð með
öðrum hætti.
• Búnaðarbankinn getur ekki
staðfest kaupgetu þeirra aðila sem
Haraldur segir standa að tilboðs-
gerðinni með sér. Til þess vantar
bankann frekari upplýsingar —
raunar vissi bankinn ekki um fjár-
hæð tilboðs Haraldar og félaga
fyrr en eftir að tilboðinu var skilað.
Þegar hér var komið sögu átti
starfshópurinn um sölu hlutabréf-
anna tvo kosti. Annar var sá að
ganga til samninga við aðila sem
sögðust geta greitt 801 milljón
króna eftir tvær vikur en höfðu
ekki nema að litlu leyti gert grein
fyrir öðrum atriðum varðandi kaup
sín á félaginu sem þó voru skýrar
forsendur sölu af hálfu seljanda.
Hinn kosturinn var sá að ganga til
samninga við aðila sem seljandi
taldi uppfylla öll skilyrði seljanda
fyrir viðskiptunum. Starfshópurinn
gerði tillögu til ráðherra um síðar-
greinda kostinn, og ráðherra féllst
á þá tillögu. Hinn 29. desember sl.
voru teknar upp viðræður við
hæstaréttarlögmennina Benedikt
Sveinsson og Jónas A. Aðalsteins-
son og gerður við þá kaupsamning-
ur um hlutabréfin þann dag. Sölu-
verð var ákveðið 725 milljónir
króna.
Af hálfu tilboðsgjafans Haraldar
Haraldssonar hefur því verið haldið
fram opinberlega að undanförnu
að annarleg sjónarmið hafi legið
að baki ákvörðun ráðherra um sölu
umræddra hlutabréfa. Framsetn-
ing hans á málstað sínum hefur
gert það óumflýjanlegt að greina
hér frá fjölmörgum atriðum sem
annars hefðu ekki verið gerð opin-
ber. Sjávarútvegsráðherra vísar al-
gerlega á bug öllum dylgjum um
að óeðlileg vinnubrögð hafi verið
viðhöfð í þessu sambandi og telur
að í einu og öllu hafi verið að söl-
unni staðið í samræmi við vilja
Alþingis eins og hann birtist í
greinargerð með frumvarpi til laga
um stofnun hlutafélags um Síldar-
verksmiðjur ríkisins, sem óbreytt
varð að lögum nr. 20/1993.
Sjávarútvegsráðuneytið,
4. janúar 1994.
Anna Björg Björgvinsdóttir og Árni
Halldórsson.
Allir þeir sem hafa lögheimili í
Eyrarsveit 16 ára og eldri er fijálst
að taka þátt í prófkjörinu að því
tilskildu að þeir séu ekki flokks-
bundnir í öðrum flokkum. Prófkjör-
1ð v'erðhr’háiaíð'15:'jáW5ár*hk.
Þáð váK hi’dt' TráífikVtéhlrláktjðrti "áfðéácin, ' Þbrstóihn" Friðfih'nssoh;
Opið prófkjör sjálfstæð-
isfólks á Grundarfirði
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Eyrarsveit og Grundarfirði hafa ákveðið
að viðhafa opið prófkjör um röðun eftirtalinna einstaklinga á lista
sjálfstæðismanna fyrir næstu sveitarsljórnarkosningar.