Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Reuter Þreyttir uppreisnarmenn LIÐSMENN í Frelsisher Zapatista, á leið frá San Cristobal, þreyttir og illa búnir. Kváðust mennirnir hafa verið á göngu í þrjá sólar- hringa en mexikóski flugherinn hefur varpað sprengjum hvarvetna sem talið var að uppreisnarmenn héldu sig. Flughemum beitt í bændauppreisn í Mexíkó Herinn sakaður um mannréttindabrot San Cristobal de las Casals. Reuter. MEXÍKÓSKI herinn, sem virtist í gær vera að ná yfirhöndinni í bardögum við uppreisnarmenn í suðurhluta Mexíkó, hefur ver- ið sakaður um mannréttinda- brot. Segja íbúar þorpa í fjalls- hlíðum í Chiapas-héraði að flug- herinn hafi varpað sprengjum á þorpin án tillits til þess hvort saklausir íbúar létu lífið. Herinn segir að 95 manns hafí látið lífíð í átökunum, sem hófust á nýársdag. Kaþólska kirkjan full- yrðir hins vegar að mannfallið sé um 400 manns. Yfirmaður Mexí- kósku mannréttindanefndarinnar flaug í gær til Chiapas-héraðs í suðurhlutanum að ósk forseta landsins, Carlos Salinas, til að kanna ásakanir um mannréttinda- brot. Ljósmyndari Reuters sá í gær sex lík sem lágu í röð, með hend- ur bundnar fyrir aftan bak, og virtist honum sem um aftöku hefði verið að ræða. Flest benti til þess í gær að stjómarherinn væri skammt frá ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX UPPREISNARMENN NA SÉX BÆJUM í MÉXIKO Vopnaöir bændur náöu á sitt vald sex bæjum í Chiapas-héraöi f suöurhluta landslns á nýársdag. Aö minnsta kosti 60 manns létust f átökunum REUTER því að bijóta uppreisnina á bak aftur. Birt var í gær mynd af Marcos, meintum forsprakka upp- reisnarmanna sem kalla sig frels- isher Zapatista. Hafin er víðtæk leit að honum. Af myndinni að ráða er hann um 25 ára, með græn augu og ljós á hörund. Clinton í Rússlandsferð Efnahags- umbótum verði flýtt New York. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ætlar að hvetja Borís Jeltsín, forseta Rússlands, til að slaka hvergi á efnahagsumbót- um í landinu og auk þess hyggst hann leggja til, að vestræn að- stoð verði notuð til að endur- hæfa rússneska verkamenn, sem misst hafa atvinnuna. Kom þetta fram í The New York Times í gær en Clinton verður í Moskvu 13.-15. janúar í sinni fyrstu Evr- ópuferð. „Ég fer til Rússlands til að ít- reka stuðning Bandarikjanna við lýðræði og umbætur í efnahags- málunum," hafði blaðið eftir Clint- on en átta daga Evrópuferð hans hefst á morgun. Kemur hann þá til Brussel en síðan mun leið hans liggja til Prag, Moskvu, Mínsk og Genfar. Ekki er búist við, að and- lát móður hans, Virginiu Kelley, muni hafa áhrif á ferðatilhögunina en móðir hans lést í gærmorgun. The New York Times sagði, að Clinton teldi, að sigur þjóðemis- öfgamanna í þingkosningunum í Rússlandi í síðasta mánuði sýndi ekki, að hægja ætti á efnahagsum- bótum í landinu, heldur þvert á móti að hraða þeim ásamt auknum stuðningi Vesturlanda. Evrópuferö Clintons Bandaríkiaforseta BILL Clinton Bandarfkjaforseti mun reyna aö slá á ótta manna f nýfrjálsum rfkjum Miö- og Austur-Evrópu vegna stööu öryggismála og styrkja umbótasinna f Rússlandi f fyrstu opinberu heimsókn sinni til Evrópuríkja eftir aö hann tók viö embætti BRUSSEL (BELGÍU) 9.-11. jánúar:Á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, NATO, mun forsetinn reyna aö fá stuöning viö lillógur Bandaríkjamanna um aó hrundiö veröi af stokkunum svonefndri Friöarsamvinnu þar sem gert er ráö fyrir nánari tengslum milli NATO og fyrrverandi aöildarrfkja Varsjárbandalags kommúnista. Ekki er gert ráö fyrir lof- orðum um aö hin síöarnefndu muni njóta verndar NATO. @ PRAG (TÉKKLANDI) 11.-12. janúar. Clinton ræöir við Vaclav Havel forseta og Vaclav Klaus forsætisráðherra. Bandariski forsetinn mun einnig eiga fvihliða viðræður viö forseta Póllands, Ungverjalands og Slóvakíu og reyna aö fuilvissa þá um aö Friðarsamvinnu-frumkvæðið sé ekki látalæti heldur þáttur f ákveðinni þróun. Bill Clinlon Bandarlkjatorseli (@) MOSKVA (RUSSLANDI) 12.-15. janúar. Hittir Borís Jeltsín forseta i annað sinn, áður áttu þeir fund í Vancouver. Daginn áöur en leiðtogarnir ræðast við kemur saman nýkjóriö þing Rússlands þar sem flokkur þjóðemissinnans Vladímírs Zhírínovskfjs er öflugur. Stjórnmálaskýrendur segja að áhrif Zhfrfnovskíjs muni óhjákvæmilega veröa ofar- lega á baugi í viöræöunum og muni þetta auka enn veg flokksleiðtogans. Clinton hefur ekki I hýggju að ræða viö Zhlrínovskíj. @ MINSK (HVÍTA-RÚSSLANDI) 15. janúar. Ræðir við ráðamenn I landinu og mun hrósa Hvít-Rússum fyrir aö losa sig viö kjarnorkuvopn Sovétrlkjanna gömlu, einnig heiðrar Clinton minnismerki. @GENF(SVISS) 15.-16. janúar. Á fund með forseta Sýrlands, Hafez al-Assad. Erfið vandamál hafa komið upp I viðræöum Israela og Frelsissamtaka Palestínu, PLO, um takmarkaöa sjálfsstjórn á hernumdu svæðunum og fundurinn I Genf gæti þokaö málum áleiöis. reuter Shevardnadze hótar Abkhösum uppreisn Reynt að staðfesta hvort Gamsakhúrdía er lífs eða liðinn Moskvu. Reuter. EDUARD Shevardnadze leiðtogí Georgíu sagðist í gær vera reiðubúinn að fara í fylkingarbijósti fyrir milljóna- göngu Georgiumanna til Abkhazíu til þess að sýna fram á vijja þjóðarinnar til að vopnuðum átökum um héraðið umdeilda ljúki og friðsamleg lausn náist. Shevardnadze hélt ræðu á fyrsta fundi Abkhazíudeildar Borgarasambands Georgíu, flokks sem hann stofnaði í nóvember sl. Ræðunni var sjónvarpað. Sagði Shevardnadze að þjóðin væri reiðubúin að rísa upp í þágu sam- einingar og samheldni. „Ég útiloka ekki að þjóðin öll rísi upp takist ekki að leysa deiluna eftir pólitísk- um leiðum. Það vona ég að um- heimurinn meðtaki. Ég verð í fylk- ingarbijósti milljóna óvopnaðra manna,“ sagði Shevardnadze. „Helmingur okkar kann að týna lífí, það er líklegt. En ekkert er okkur heilagra og mikilsverðara en eining Georgíu og að framtíð hennar verði glæst,“ bætti hann við. Stjómarher var sendur til Abk- hazíu í ágúst 1992 til þess að bæla niður uppreisnarmenn sem kröfðust sjálfsforræðis. Eftir árs ófrið var samið um vopnahlé en aðskilnaðarsinnar rufu griðin og hröktu sveitir stjórnarinnar austur yfír Inguri-ána. SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapiö öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eöa í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar FarestveK & co Hf. Borgartúni 28, sími 91-622900 Leitar sannleikans um Gamsakhúrdía Shevardnadze sagði að meintur dauði helsta fjandmanns síns, Zviads Gamsakhúrdía fyrrum for- seta, hefði engin áhrif á stjórnmál í Georgíu þar sem hann hefði hvort eð er verið „pólitískt lík.“ Var sveit embættismanna send til vestur- héraðsins Zugdidi til að grennslast fyrir um örlög Gamsakhúrdía. Kona hans Manana sagði í gær að forsetinn fyrrverandi hefði stytt sér aldur á gamlársdag en náinn ráðgjafí hans sagði hann hafa ver- ið sprelllifandi á nýársdag. Inter- fax-fréttastofan sagði í gær að Manana Gamsakhúrdía hefði ósk- að eftir því formlega við She- vardnadze að útför manns síns færi fram í Tbilisi. Forsetinn er sagður hafa fallist strax á þá málaleitan. ^^Vaskhugi íslenskt bókahaldsforrit! Fjárhags-, sölu-, launa-, birgöa-, viðskiptamannakerfi og margt fleira er í Vaskhuga. Einfalt og öruggt í notkun. Vaskhugi hf. Sími 682 680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.