Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 19 Morgunblaðið/Sverrir Forsetakosningar í Finnlandi FORSETAKOSNINGAR fara fram í Finnlandi 16. janúar næstkomandi og stendur utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna þeirra nú yfir í fínnska sendiráðinu í Reykjavík, en henni lýkur á morgun laugardaginn 8. jan- úar. Að sögn Tom Söderman sendiherra Finnlands á Islandi eru um 60 fmnskir ríkisborgarar búsettir hér á landi, og hafa yfirleitt rúmlega 50% þeirra tekið þátt í utankjörstæðaatkvæðagreiðslu vegna kosninga í Finn- landi. Frambjóðendur í forsetakosningunum eru ellefu talsins og fái eng- inn þeirra meira en helming atkvæða í kosningunum 16. janúar verður kosið á milli þeirra tveggja efstu 6. febrúar. Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla verður þá á tímabilinu 26. til 29. janúar. Myndin var tekin í fínnska sendiráðinu þegar utankjörstaðaatkvæðagreiðslan hófst á mið- vikudaginn. Skyldutrygging hækkar á árinu IÐGJÖLD bifreiðatrygginga hækka á árinu. Bótagreiðslur vegna slysatryggingar ökumanns færast þá alfarið yfir á almennu trygg- ingafélögin en þær hafa verið greiddar af Tryggingastofiiun ríkis- ins og hefur hún átt endurkröfu á tryggingafélögin. Um áramót- in féll niður slysatrygging ökumanns samkvæmt almannatrygg- ingalögunum en síðan umferðarlög tóku gildi 1. mars 1988 hefur verið í gildi tvöfold skyldutrygging ökumanns því ökumenn voru einnig tryggðir skv. þeim. tiÓRDKA Barna- og unglinga- skíðaskór Það sem féll úr gildi nú um áramót var það ákvæði almanna- tryggingalaganna að ökumenn skyldu tryggðir. Iðgjald þeirra var alltaf innheimt með bifreiðagjöld- um og var það 1.200 krónur árið 1992 og 2.400 krónur á nýliðnu ári en verður ekki innheimt á þessu ári þar sem tryggingin fellur nið- ur. „Iðgjöldin voru svo rífleg árið 1993 til að hægt yrði að gera upp hala bóta vegna slysa-sem þyrfti að greiða út á þessu og næstu árum þegar Tryggingastofnun verður hætt að hafa tekjur vegna þessarar tryggingar," sagði Sig- mar Ármannsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra trygg- ingafélaga. Bótagreiðslur færast yfir á tryggingafélögin Tryggingastofnun ríkisins greiddi út bætur vegna slysa á ökumönnum að upphæð 182 millj- ónir króna á árinu 1992 en hafði tekjur á móti sem voru endurkröf- ur á almennu tryggingafélögin að upphæð 80 milljónir króna. „Fyrir- séð er að slysum hafi fjölgað á árinu 1993 og þar af leiðandi bóta- greiðslur hækkað. Það sem Trygg- ingastofnun bætti áður færist nú yfir á almennu félögin. í einföld- uðu máli má segja að sú fjárhæð sem flyst yfir á bifreiðatrygginga- félögin svari nokkurn veginn til mismunar á bótagreiðslum Trygg- ingastofnunar og þeirra endurkr- afna sem stofnunin innheimti af félögunum. Það þýðir það að ið- gjöld almennu félaganna vegna slysatryggingar skv. umferðarlög- um ættu að hækka tilsvarandi. Hver hækkunin verður er mismun- andi eftir tryggingafélögum," sagði Sigmar. Heildarútgjöld bifireiðaeigenda aukast „Það er hins vegar rangt sem túlka mátti af yfirlýsingum opin- berra aðila að þessar breytingar á almannatryggingalögum myndu engin áhrif hafa á iðgjöld og því hafi verið óhætt að hækka bif- reiðaskattinn í staðinn. Hefði bif- reiðaskatturinn ekki verið hækk- aður hefði þessi lagabreyting ekki þurft að hafa heildarútgjaldaauka í för með sér fyrir bifreiðaeigendur , eins og nú er orðin raunin,“ sagði Sigmar. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, sagði að ekki yrðu breytingar á iðgjöld- um fyrr en 1. mars en iðgjalda- skrám yrði breytt nú í janúar og verið væri að vinna að útreikning- um á þeim. Tegund 127 Stærðir 25-31 - kr. 4.740 Stærðir 32-40 - kr. 5.420 Tegund 173 Stærðir 32-40 kr. 6.880 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmunuFmm GLÆSIBÆ • S/MI812922 VETRARHARKAN ITarkaleg verðhi-kkun á mjög góöuin vonim: fötum. sknrn. skjólfatnaöi, búsáhöldutn og ýmissi annarri sérvöru. — 50 prósenta afsláttur að meöaltaii. Drífðu Á |>ig á útsöiuna í verslunum Hagkaups ng geröu ein y stök kaup, — bestu vörurnar fara aiitaf fyrst. | Og fyrir }>á sem ckki hafa Hagkaup í næsta nágrenni / skai rninnt á Hagkaup póstversiun, i l ! ' y • ■ grænt núrner 99-66 80. HAGKAUP gœöi lírval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.