Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 15 fyrst 1935 eins og fyrr var sagt, en ekki kynntist ég honum persónulega að ráði fyrr en löngu síðar. Þegar „Carmen“ var flutt 1958 hafði ég með höndum framkvæmdastjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar, og þá fyrst urðu kynni okkar náin. Stefán átti marga kunningja en ekki marga vini. Hann vildi halda ágengum aðdá- endum í hæfilegri fjarlægð og valdi sér vini sjálfur. Ég hef alltaf talið mér það mikinn sóma þegar hann sagði við mig upp úr eins manns hljóði, þar sem við sátum í flugvél á leið frá Vestmannaeyjum til Reykja- víkur: „Við skulum vera vinir.“ Eftir þetta hittumst við oft um árabil, einkum þau ár eftir 1966 sem við vorum báðir kennarar við Tónlist- arskólann í Reykjavík. Á þessari skilnaðarstund vil ég þakka fyrir hönd okkar hjóna tryggð- ina, drenglyndið, hreinskilnina og alla okkar vináttu frá fyrstu tíð. Einnig allar þær dýrmætu ánægju- stundir sem Stefán veitti okkur og öðrum Islendingum, - að ógleymdu annarra þjóða fólki - með list sinni. Þær þakkir mun óhætt að bera fram í nafni þjóðarinnar allrar. Blessuð sé minning Stefáns Guð- mundssonar íslandi. Jón Þórarinsson. Ymsu tekur skaparinn upp á til að skemmta sér og okkur dauðlegum. Þannig fann hann upp á því að gefa fátækum strák norður í Skagafirði svo fallega söngrödd, að undur hefur þótt, blása honum í brjóst gleði og löngun til að syngja fyrir heiminn og leiða á veg hans menn, sem styrktu hann til að læra það, sem til þarf, svo að náttúrugáfa og list- ræn tök leggist á eitt. Reyndar var þetta nú ekki í fyrsta skipti, sem skaparinn mundi eftir þessu fámenna landi hér á norður- hjara, þegar hann var að velja sína mennsku söngfugla. Jón biskup helgi söng svo fagurlega í kirkjum um 1100, að viðstaddir brutu öll siðaboð- orð og sneru sig nánast úr hálsliðnum til að forvitnast um það, hver hefði svo fögur hljóð, hvort hann hefði geislabaug líka. Enn er til fólk sem man hvernig séra Geir Sæmundsson vígslubiskup töfraði sína áheyrendur í kirkju og utan. En þegar strákurinn úr Skagafirði, varla tvítugur, tók sig upp suður til Reykjavíkur á 3. ára- tugnum og fór að læra að syngja hjá Sigurði Birkis, var óperusöngur mikið til óþekktur hér á landi. Að vísu hafði verslunarstjórasonur frá ísafirði, Ari Jónsson, brotið sér braut og orðið þekktur barítonsöngvari við óperuhús í Þýskalandi; upp úr alda- mótum kom hann til Danmerkur, settist að í Höfn og kenndi söng. En Pétur Á. Jónsson var þá á há- tindi, virtur Wagnertenór í bestu óperuhúsum Þýskalands og frami hans og dirfska hafði hleypt mönnum kapp í kinn. Fjöldi manna ræðst í söngnám þegar líður á annan áratug- inn, — Eggert Stefánsson, Benedikt Elfar, Einar Hjaltested og margir fleiri — syngja hér heima — og jafn- vel erlendis, en af þeim ná ekki upp í óperuna nema María Markan — og Stefán. Hann var fæddur árið 1907 og rúmlega tvítugur er hann farinn að syngja hér á templaraskemmtunum — og síðar með Karlakór Reykjavík- ur. Tengdafaðir minn heitinn sagði mér frá, að eitthvert fyrsta skipti, sem Stefán söng opinberlega, hafi verið að tjaldabaki í menntaskólaleik 1928 eða 9; hann léði rödd sína til að auka á funa elskhugans; ég get þessa hér, af því ég veit ekki hvort þessi fróðleikur er annars staðar skjalfestur. Svo fór hann til Ítalíu og skótaðist hjá mætum og góðum kennara, söng sitt fyrsta óperuhlutverk, Cavara- dossi í Toscu í Flórens 1933 og síðan m.a. Pinkerton í Madame Butterfly, Alfredo í La Traviata, hertogann í Rigoletto og Rudolfo í La Boheme, í óperuhúsum á Ítalíu, hlutverk sem áttu eftir að fylgja honum allan hans söngferil. Hann var semsé lýrískur bel canto tenór par exellence. Eftir söngsigra á hljómleikum hér heima og í Kaupmannahöfn, söng Stefán í fyrsta sinn hlutverk Pinkt- ertons sem gestur við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn 1938 (m.a. fyrir þrýsting frá blaðagagn- rýnendum) og síðan nokkur hlutverk í viðbót, öll á ítölsku. Fyrsta hlutverk- ið á dönsku var Don José á móti verðandi fyrstu eiginkonu sinni, Else Brehms, 1939 og skömmu síðar varð hann fastráðinn við leikhúsið. Óperuferill Stefáns er síðan bund- inn þessu húsi nálega eingöngu, þó að á hljómleikum syngi hann reyndar víða um lönd; af bók sveitunga hans Indriða G. Þorsteinssonar, Áfram veginn, er ekki að sjá, að Stefán syngi á öllum ferli sínum nema þar, við óperuna í Stokkhólmi og svo í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík. Má þetta harla undarlegt heita, þegar dregnar eru fram hljóðritanir með söng Stef- áns, en það eru menn einmitt að gera nú og til marks um álit hans sem listamanns er upptökuröð, sem EMI gaf út á síðasta ári með söng helstu söngvara áranna fyrir, um og eftir síðara stríð; þar er Stefán. Einu sinni var sá sem hér heldur á penna staddur í Kaupmannahöfn og var einmitt að koma af óperusýningu á Konunglega leikhúsinu, slæddist inn á matarkrá þar skammt undan að fá sér í svanginn. Við næsta borð sat hávær hópur, sem ekkert vissi af því að ég hafði eyru, og ræddi um söngvara. Eftir miklar vangavelt- ur kvað upp úr maður ögn eldri en hin við borðið og sagði: „Elskurnar mínar, ekkert af þessu fólki kemst í hálfkvisti við Stefán íslandi meðan hann var og hét; það hefur aldrei verið önnur eins rödd í þessu leik- húsi.“ Manni getur nú hlýnað um hjartarætur við minna. Skilgott fólk á danska útvarpinu segir mér, að engin plata sígildrar tónlistar hafi verið spiluð jafnoft þar á bæ og dúettinn frægi með þeim Stefáni og Henry Skjær, sem á fjórða og fimmta áratugnum _var aðalbarít- onsöngvari hússins. Ég hygg það hafi verið fyrir vináttu við Skjær, sem var kvæntur konu af gyðingaættum, að Stefán tók þátt í því á stríðsárun- um að koma fólki, sem ekki var óhult SJÁ SÍÐU 29. ADAfll (é Laugavegi 47 .Kiiiujínnjail jjgoliaeslg yo nl'i ftolp. ifnvori isíir uJJod rrraa j;P éoBöTI fyfiobmfivfiQ ir Macintosh f. byrjendur 17.-20. jan. kl. 9-12 eða 17.-26. jan. kl. 19:30-22:30 Windows og PC grunnur 13.-20.janúarkl. 19:30-22:30 FileMaker Pro 24. • 28. janúar kl. 16-19 Unglinganám byrj. & frh. 12 vikur, 2 klst í viku, hefjast lau 29. janúar Umsjón tölvuneta Novell, 16 vikur, 3 klst í viku, hefjast 25. jan. Stýrikerfið og System 7 § Macintosh: 19.-21. janúar kl. 16-19 Windows kerílsstjórn 31.jan-3.febkl.9-12 Word námskeið Macintosh og Windows: 17.-21.jan kl. 13-16 eða 24.-28.jan kl. 16-19 Fáðu senda námsskrá Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi16 Sími 68 80 90 Nlssan Primera SLX 2,0 ’91, blágrár, sjálfsk., ek. 56 þ. km., rafmagn í öllu, spoli- er, centrallæs. V. 1220 þús. Sk. á ód. Subaru DL 1800 4x4 station '91, 5 g„ ek. 54 þ. km. V. 950 þ. Daihatsu Charade TX ’84, sjálfsk., ek. 83 þ. km„ sóllúga. Góður bíll. V. 170 þ. Voivo 245 station '83, sjálfsk., ek. 142 þ. km. V. 350 þ. MMC Gaiant 1800 GLS '89, 5 g„ ek. 90 þ. Gott ástand. V. 870 þ. Fiat Uno 45 S '92, 5 g„ ek. 30 þ. km. V. 500 þ. stgr. Nissan Sunny 1.6 SR '93, 3ja dyra, 5 g„ ek. 17 þ. km„ sóllúga, álfelgur o.fl. V. 1150 þ: Sk. á ód. Toyota Lite Ace Dlesel '88, stöðvarleyfi, talstöð, mælir. Mjög gott eintak. V. 590 þ. isuzu Trooper LS '87, 5 dyra, 4x4, bensín, 5 g„ ek. 125 þ. V. 1050 þús„ skipti. Hyundai Pony GLSi '92, rauður, sjálfsk., ek. 23 þ„ rafm. i rúðum, o.fl. Sem nýr. V. 920 þús„ sk. á ód. MMC Lancer GLX '88, 5 g„ ek. 85 þ„ rafm. f rúðum, central læs. V. 540 þús. Ford Orion CLX '92, hvitur, 5 g„ ek. 35 þ. V. 870 þús. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut.. J Kopavogi, si'mi 571800 Mercedes Benz 280 SE '82, silfurgrár, sjálfsk., ek. 127 þ„ topplúga, áifelgur o.fl. Tilboðsverð 980 þús. stgr. MMC Lancer GLX '90, 5 g„ ek. 54 þ. km„ rafm. f rúðum, spolier, álfelgur. V. 850 þ. Sk. á ód. Toyota Double Cap diesel '92, grásans, 5 g„ ek. 65 þ. Toppeintak. V. 1640 þús„ sk. á ód. Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.