Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
Anna Gísladótt-
ir - Minning
Fædd 26. apríl 1906
Dáin 27. desember 1993
í dag fer fram frá Hallgríms-
kirkju útför Önnu Gísladóttur, sem
um langt árabil átti heima að Njáls-
götu 86 í Reykjavík. Hún var fædd
í Stóradai í Svínavatnshreppi í A-
Hún. 26. apríl 1906, og var annað
barn hjónanna Gísla Jónssonar, f.
18. janúar 1877, (Rafnssonar bónda
að Hóli í Svartárdal), og konu hans
Katrínar Grímsdóttur, f. 18. október
1875, (Einarssonar á Syðri-Reykjum
í Biskupstungum). Fyrsta barn
þeirra var drengur, f. 1903, en hann
lést þegar eftir fæðingu. Foreldrar
Önnu giftust árið 1902 og hófu bú-
skap í Stóradal, en árið 1907 tóku
þau Þórormstungu í Vatnsdal á leigu
og bjuggu þar til ársins 1925, og
þar fæddust hin bömin, alls sex að
tölu. Gísli og Katrín urðu áð víkja
af jörðinni með fjölskyldu sína 1925
og keyptu þá Saurbæ í sömu sveit
og bjuggu þar til 1944, en fluttu
þá til Reykjavíkur og létust þar;
Katrín 13. september 1956 en Gísli
8. maí 1959.
Anna ólst upp á góðu heimili við
venjulegar aðstæður í sveit í bytjun
þessarar aldar. Börnin fimm, er upp
komust, voru að mestu heima fram
til fullorðins ára; heimilið því mann-
margt og allur heimilisbragur léttur
og menningarlegur. Meðan þau voru
enn ung var að sjálfsögðu nokkuð
af vandalausu vinnufólki, enda rekið
frekar stórt og gott bú, og þar að
auki var bamaskólinn í sveitinni,
sem þá var farskóli, haldinn í Þór-
ormstungu um langt árabil. Jók það
enn á umsvif heimilisins, og fyrir
börnin fylgdi því aukið félagslíf og
glaðværð. Anna naut ekki mikillar
skólagöngu frekar en flest ungt fólk
á þeim árum. Hún hlaut þó góða
tilsögn í orgelleik hjá Huldu Á. Stef-
ánsdóttur á Þingeyrum, síðar for-
stöðukonu Kvennaskólans á Blöndu-
ósi og Húsmæðraskólans í Reykja-
vík. Þá var Anna og einn vetur við
nám í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Árið 1929 gekk Anna að eiga
Jóhannes Nordal Þorsteinsson frá
Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, f. 18.
október 1905. Hann var sonur Þor-
steins Konráðssonar, bónda og org-
anista á Eyjólfsstöðum, og konu
hans, Margrétar Jónasdóttur. Hann
hafði þá þegar stundað nám við
bændaskólann á Hólum, og eftír því
sem ég best veit, ætluðu þau sér
almennan búskap í sveit, eins og þá
var algengast, en jarðnæði mun ekki
ömmu okkar Fanneyju Eyjólfs-
dóttur og saman áttu þau þijú
böm, Sæunni, Grétu og Sigurð.
Þau hófu búskap að Kirkjuvegi
9, en síðan byggði afi hús að
Krosseyrarvegi 14 og seinna hús
að Heijólfsgötu 20. Amma okkar
lést 3. júlí 1989 og um það leyti
fluttist afi að Hjallabraut 33.
Við eigum margar minningar
um afa okkar sem við geymum í
hjörtum okkar. En sérstaklega
minnisstætt er okkur hve blíður
og góður hann var við litlu lan-
gafastelpumar sínar og alltaf
hafði hann eitthvað gott í vasa
sínum handa þeim.
hafa legið á lausu. Það réðst því
þannig, að árið 1930 fiuttu þau hjón-
in til Reykjavíkur og hösluðu sér
völl. Jóhannes gekk til félags við
Þórstein Bjamason, frænda sinn,
sem meðeigandi „Körfugerðarinn-
ar“, og unnu þeir þar báðir að jöfnu.
Þórsteinn var sonur Bjarna Jónsson-
ar frá Vogi, og fyrri konu hans,
Guðrúnar Þorsteinsdóttur, Eggerts-
sonar frá Haukagili. Vel fór á með
þeim frændum um allt samstarf, en
auk reksturs Körfugerðarinnar
störfuðu þeir mikið í þágu blindra;
Þórsteinn var formaður Blindravina-
félagsins 'og annaðist heimili fyrir
blinda að Ingólfsstræti 16 um
margra ára skeið.
Anna Gísladóttir og ég, er þessar
línur rita, vorum systraböm; mæður
okkar frá Syðri-Reykjum, eins og
fyrr segir. Það væri efni í heilan rit-
bálk að segja frá því ævintýri, að
sex af ellefu systkinum frá Syðri-
Reykjum, er upp komust, skyldu
fara til dvalar norður í Húnavatns-
sýslu, fimm systur og einn bróðir,
eins og samgöngum var þá háttað,
rétt um og eftir aldamótin. Fjögur
þessara systkina ílentust nyrðra og
gerðust þar góðir Húnvetningar, og
frá þeim er kominn allstór ættbálk-
ur. Upphaf þess var, að Gísli faðir
Önnu kynntist Katrínu syðra og nam
hana á brott með sér norður. Hin
vom: Ágústína á Haukagili, móðir
mín, Eiríkur í Ljótshólum og Herdís
í Vatnshlíð, síðar á Sauðárkróki.
Hamingjan blasti við þeim Önnu
og Jóhannesi, og þau voru hamingju-
söm; það vissi ég. Ég átti því láni
að fagna í fyrstu veru minni í
Reykjavík, að þau tóku mig í fæði,
eins og kallað var. Þá var heimili
þeirra að Laugavegi 81 og eldri dótt-
irin, Aðalheiður, 3 ára. Næstu ár,
líka eftir að þau fluttu að Ásvalla-
götu 6, var ég ávallt aufúsugestur
á þeirra heimili, enda notfærði ég
mér það í ríkum mæli. Við Jóhannes
vomm góðir félagar, enda sami
skyldleiki við hann og Önnu; við
vomm bræðrasynir; Þorsteinn á
Eyjólfsstöðum og Eggert á Hauka-
gili voru bræður.
En lífið er stundum fallvalt, og
eftir aðeins átta ára hjónaband
veiktist Jóhannes af botnlangabólgu,
var skorinn upp, en lést á sjúkrahús-
inu eftir stutta legu, 12. júní 1937.
Þau voru þá nýbúin að eignast eigin
íbúð og fluttu í hana aðeins tveim
mánuðum áður. Allt hlýtur að hafa
sýnst hrunið hjá Önnu; hún stendur
ein með dótturina og væntir annars
Með þessum örfáu orðum kveðj-
um við afa okkar í hinsta sinn
með miklum söknuði og biðjum
Guð að varðveita hann og minn-
ingu hans.
Karl, Eva, Pétur, Kolbrún
Sara, Sæunn Björk, Sigur-
laug, Sigþór og Hildur.
barns síns innan skamms tíma.
Þeir sem þekktu kreppuárin um
og eftir 1930 vita, að fólk safnaði
ekki fjársjóðum á þeim tímum, þótt
um atvinnurekstur væri að ræða.
Anna stóð ein uppi með nýkeypta
íbúð, sem hún hafði ekki getu til að
halda; litlar eignir og engar tekjur.
Engin ráð voru önnur en að selja
aftur, og hún varð að flytja í skjól
foreldra sinna norður í Vatnsdal. Þar
fæddist yngri dóttirin, Jóhanna, um
haustið. Eftir nokkurra ára dvöl þar
nyrðra, flytur Anna aftur til Reykja-
víkur með dætur sínar og ræðst í
að kaupa íbúð að Njálsgötu 86, og
þar bjó hún fram á mitt ár 1991.
Hún var yfirleitt heilsugóð, en í byij-
un þess árs veiktist hún og brátt
kom að því, að hún varð ekki fær
um að sjá um sig sjálf, og fékk þá
vist á Hrafnistu í Reykjavík. Það var
aðdáunarvert hve Ánna sætti sig
fljótt við það hlutskipti að þurfa að
hlíta umönnun og ráðum óvanda-
bundins fólks; hún sem hafði svo
lengi notið eigin heimilis. Á Hrafn-
istu naut hún góðrar aðhlynningar
og virtist yfirleitt líða vel. Síðastliðið
haust fór þróttur hennar enn minnk-
andi og á þriðja degi jóla sl. fékk
hún hægt andlát; þá hátt á áttug-
asta og áttunda aldursári.
Anna Gísladóttir var kona fríð
sýnum, í meðallagi há en grönn;
samsvaraði sér vel og bar með sér
sérstæðan persónuleika og þokka.
Hún var hæglát í fasi og hafði aðlað-
andi farmkomu. Hlutskipti hennar
varð erfitt. í sinni litlu íbúð annaðist
hún Kristínu systur sína í veikindum
hennar, allt til þess, er hún varð að
fara alfarið á sjúkrahús. Þá tók hún
og foreldra sína að sér, eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur, og hjá henni
dvöldust þau bæði til æviloka. Til
að sjá sér og sínum farborða varð
hún jafnframt að vinna utan heimil-
isins um margra ára skeið. Það hef-
ur þurft mikið þrek til að mæta
þessu, en hún lét ekki bugast.
Jóhannes, maður Önnu, var frekar
hár vexti, og hinn glæsilegasti að
vallarsýn og í framkomu. Með þeim
hjónum var mikið jafnræði og ein-
ing. Eins og fyrr er sagt, eignuðust
þau tvær dætur; Aðalheiði, f. 9.
desember 1931, hennar maður er
Haukur Pálmason, rafmagnsverk-
fræðingur, aðstoðar rafmagnsstjóri
í Reykjavík, og eiga þau þrjú börn;
og Jóhanna, f. 29. nóvember 1937,
hennar maður er Þór Edward Jak-
obsson, veðurfræðingur í Reykjavík;
þau eiga tvö börn. Barnabarnið er
eitt.
Foreldrar Önnu, Katrín og Gísli,
voru vel metin af sínu samfélagi og
heimili þeirra rómað fyrir rausn og
snyrtimennsku. Gísli var góður bóndi
og frábær hestamaður. Börn þeirra,
er upp komust auk Önnu, voru:
Kristín, f. 1910, d. 1968; Grímur,
f. 1912; Salome, f. 1913, d. 1990,
og Ingibjörg, f. 1915.
Lífsskeiði Önnu Gísladóttur er
lokið og komið að kveðjustundu.
Mikið var á hana lagt og vekur það
undrun hversu mikið þrek og styrk
hún hafði til að bera. En lífið gaf
henni einnig dýrmætar gjafir: Hún
átti góða æsku á heimili góðra for-
eldra og systkina; hún eignaðist
góðan eiginmann, þótt samveran
yrði stutt; hún eignaðist góðar dæt-
ur og naut þess að sjá þær vaxa og
heimili þeirra og bömin dafna og
þroskast, og svo átti hún sjálf hvar-
vetna vinsældum að fagna. Að vísu
varð það hlutskipti hennar hin síðari
ár, sem svo margra annarra, er ná
háum aldri, að búa alllengi ein, en
hún naut góðrar umhyggju dætra
sinna og tengdasona. Minning mín
um Önnu er einstök, og þótt ég
hafi ekki alltaf rækt frændsemina
og vináttuna við hana sem skyldi,
sakna ég góðrar frænku, sem reynd-
ist mér ávallt vel, og ber ávallt sér-
stakan hlýhug til hennar frá því, er
ég fyrir 60 árum kom ungur og
óreyndur sveitamaður hingað til
borgarinnar. Við Lára erum þakklát
fyrir kynni við góða konu og færum
dætrum hennar og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hennar.
Haukur Eggertsson.
Látin er í Reykjavík tengdamóðir
mín, Anna Gísladóttir, á 88. aldurs-
ári. Útför hennar fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag. Anna var fædd
26. apríl 1906 í Stóradal í Svína-
vatnshreppi í Austur-Húnavatns-
sýslu og andaðist á Hrafnistu í
Reykjavík þann 27. desember sl.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson,
bóndi í Þórormstungu og Saurbæ í
Vatnsdal, og kona hans, Katrín
Grímsdóttir. Anna ólst upp í for-
eldrahúsum í hópi fimm systkina,
sem upp komust. Árið 1929 giftist
hún Jóhannesi Nordal Þorsteinssyni
frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Jó-
hannes var fæddur 18. október
1905, sonur hjónanna Þorsteins
Konráðssonar, bónda, og Margrétar
Jónasdóttur á Eyjólfsstöðum.
Anna og Jóhannes settust að í
Reykjavík árið 1930. Eignuðust þau
tvær dætur; Aðalheiði, fulltrúa, f.
1931, sem er gift undirrituðum og
Jóhönnu, rannsóknartækni, f. 1937,
en eiginmaður hennar er Þór Jakobs-
son, veðurfræðingur. Anna varð fyr-
ir þeirri djúpu sorg að missa mann
sinn langt um aldur fram árið 1937.
Eftir fráfall hans fór hún til foreldra
sinna að Saurbæ og dvaldist hjá
þeim með dæturnar um tíma, uns
hún fluttist aftur til Reykjavíkur,
þar sem hún bjó sér og dætrum sín-
um failegt heimili að Njálsgötu 86.
Þar bjuggu foreldrar hennar á ævi-
kvöldi í skjóli dóttur sinnar eftir að
þau brugðu búi í Saurbæ og Kristín,
systir hennar, var einnig hjá henni
um tíma. Oft var gestkvæmt á heim-
ili Önnu. Hún var vinföst og gestris-
in og naut þess í ríkum mæli að
taka vel á móti frændum og vinum.
Anna vann utan heimilis alla tíð,
en gaf sér jafnframt tíma til að sinna
áhugamálum sínum. Hún hafði rríik-
ið yndi af sígildri tónlist og var fé-
lagi í Tónlistarfélaginu í áratugi.
Hún var trúuð og kirkjurækin og
starfaði á vegum kvenfélags Hall-
grímskirkju að málefnum safnaðar-
kirkju sinnar meðan kraftar entust.
Anna var heilsuhraust framan af
ævi en fyrir þrem árum veiktist hún
af Alzheimer-sjúkdómi. Henni auðn-
aðist þó að vera á heimili sínu með
hjálp aðstandenda þar til hún flutt-
ist á Hrafnistu fyrir tveim og hálfu
ári, þar sem hún naut góðrar umönn-
unar.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast. Efst í huga Önnu var ávallt
velferð fjölskyldu hennar. Hún tók
þátt í gleði okkar á góðum stundum,
og gott var að leita til hennar þegar
á hjálp þurfti að halda.
Eg kveð Önnu með þakklæti fyrir
alla þá umhyggju og hlýju, sem hún
sýndi mér og fjölskyldu minni.
Við varðveitum minninguna um
góða móður, tengdamóður og ömmu.
Blessuð sé minning hennar.
Haukur Pálmason.
Nokkrum orðum og með þökk í
huga vil ég minnast elskulegrar
tengdamóður minnar, Önnu Gísla-
dóttur, sem lést á Hrafnistu í
Reykjavík 27. desember 1993, 87
ára gömul. Fá ár eru liðin síðan hún
létt á fæti brá sér milli verslana og
jafnvel niður í bæ frá heimili sínu,
Njálsgötu 86, þar sem hún bjó um
hálfa öld. En síðustu tvö árin hefur
hún dvalið á Hrafnistu og notið þar
góðrar umhyggju er heilsu hrakaði.
Anna Gísladóttir var fædd 26.
apríl 1906 í Stóradal í Svínavatns-
hreppi í Austur-Húnavatnshreppi.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson
og Katrín Grímsdóttir sem þar
bjuggu fyrst en síðast og lengst í
Saurbæ í Vatnsdal. Tuttugu og
þriggja ára gömul gekk Anna að
eiga Jóhannes Nordal Þorsteinsson,
son hjónanna Þorsteins Konráðsson-
ar og Margrétar Jónasdóttur að
Eyjólfsstöðum í Vatnsdal. Þorsteinn
var maður tónelskur og organisti í
heimasveit sinni. Hann stundaði
fræðastörf á sviði tónmennta og rit-
aði markverðar ritgerðir um sögu
sönglistar á íslandi. Reyndust þær
fengur lærðum mönnum sem fjallað
hafa um þau efni síðan.
Anna og Jóhannes fluttust suður
til Reykjavíkur árið 1930. Þar vann
Jóhannes m.a. að velferðarmálum
blindra og sjónskertra í samvinnu
við Þórstein Bjarnason og ráku þeir
Körfugerðina í því augnamiði. En
Jóhannesi varð ekki auðið langra líf-
daga. Hann lést á 32. aldursári árið
1937 og var Anna ekkja er yngri
dóttir þeirra hjóna fæddist.
Anna vann síðan ein af fórnfýsi
og eljusemi að uppvexti og velferð
dætra sinna. Utan heimilis vann hún
um árabil í Laugavegsapóteki, síðar
á tannlæknastofu Jóns Hafsteins og
síðast í mötuneyti Stjórnarráðsins í
Arnarhváli, en Ingibjörg Gísladóttir,
systir Önnu, veitti þá mötuneytinu
forstöðu. Ekki mun annríki hjá Önnu
hafa verið minna á þeim tíma sem
foreldrar hennar aldraðir áttu heima
hjá þeim mæðgum á Njálsgötu 86.
Erfitt þykir mér að lýsa kynnum
af lífi og störfum svo nákomins
manns sem Anna heitin var mér og
líkist því að lýsa sjálfum sér. Áleitin
minning hefur verið mér í huga frá
því hún lést fyrir nokkrum dögum,
en minningin gamla er frá því ég
sá Önnu fyrst tilsýndar. Þá hafði ég
rúmlega tylft ára að baki í leikriti
lífsins og grunaði síst hver kynni
mér voru ætluð að eiga af þessari
snyrtilegu, fíngerðu konu.
Ég rataði á nokkra tónleika í
Austurbæjarbíói árin sem við Jón
Einar bróðir vorum að læra nótur
og píanóleik. Á hárréttum tíma rétt
fyrir upphaf tónleikanna komu alltaf
þessar fínu, svifléttu mæðgur, konan
og stelpan hennar. Þær liðu fag-
mannlega mjúkum hreyfingum rak-
leitt í sæti sín og voru greinilega á
heimavelli miðað við mig, tossann í
tónlistinni.
Nokkru síðar kynntist bróðir minn
konunni þegar hann var sendill í
Laugavegsapóteki. Hann rifjaði það
nýlega upp við mig að hann hefði
verið feginn vísu athvarfi hinnar
ljúfu konu á bak við sem blandaði
í meðalaglösin. Það var þegar hann
vildi hvíla sig á ungu stúlkunum
frammi í afgreiðslu sem voru að
gantast við hin kornunga sendil.
Það átti líka fyrir mér að liggja
að kynnast tessari konu sem vakið
hafði athygli mína fyrrum. Það var
reyndar þegar ég slóst í för með
stelpunni hennar út í tónleikasal
mannlífsins. Þar er margt fallegt
leikið og sumt ljótt. En einhvern
veginn finnst mér nú sem líf og
hættir tengdamóður minnar hafi
verið okkur hinum hnitmiðuð og
þokkafull leiðsögn — líkt og fas
hennar forðum á tónleikum Tónlist-
arfélagsins í Austurbæjarbíói.
Drottning listanna, tónlistin, var
yndi Önnu Gísladóttur. Hún gekk í
Tónlistarfélagið þegar það var ungt
og fámennt og stundaði tónleika
statt og stöðugt þá tæpu öld sem
hún var í félaginu. Það var til marks
um að farið væri að halla undan
fæti hjá tengdamömmu þegar hún
treysti sér ekki lengur að sækja tón-
leika og halda áfram að styrkja
Tónlistarfélagið. Þótt Anna væri síð-
ur en svo haldin söfnunaráráttu hélt
hún til haga dagskrám tónleikanna
öll þessi ár. Er dætur hennar könn-
uðu málið fyrir nokkrum árum
reyndist safn þetta vera einsdæmi
og var þakklátlega þegið af Tónlist-
arfélaginu þegar Anna gaf því dag-
skrárnar.
Dætumar, Aðalheiður og Jó-
hanna, fengu tónlistaruppeldi í Tón-
listarskólanum og tóneyra og tónlist-
aráhugi hefur skilað sér til bama-
barna Önnu.
Rúman helming þess þijátíu ára
tímabils sem við Anna höfum þekkst
bjuggum við Jóhanna í útlöndum.
Nú minnist ég ánægju-legra sam-
funda er við heimsóttum hvert ann-
að. Stundum dvaldist Anna í fríum
sínum hjá okkur í Noregi og Kanada.
Með heimsóknum reyndum við að
vinna upp fjarlægðina þess á milli.
Það gladdi Ónnu er hún heimti Jó-
hönnu dóttur sína heim með fjöl-
skyldu sína eftir langa útivist og þær
.miiso irtw»n uiii
Minning
Jón Sigurðsson
Fæddur 21. september 1910
Dáinn 31. desember 1993
Elsku afí okkar og langafí Jón
Sigurðsson lést á Landspítalanum
að morgni gamlársdags, eftir
stutta sjúkrahúslegu. Hann var
fæddur 21. september 1910 í
Vatnsleysu og var sonur hjónanna
Sigurðar L. Jónssonar og Ingi-
bjargar Jónasardóttur. Um tíu ára
aldur fluttist hann til Hafnarfjarð-
ar.
Hinn 3. júní 1933 giftist hann