Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1993 Ætlum okkur ekkert annað en sigur - segir Sigurður Sveinsson, aldursforseti íslenska landsliðsins, sem mætir Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni í kvöld „VIÐ erum ákveðnir að gefa allt sem við eigum, því að við ætlum okkur ekkert annað en sigur. Það er mikil stemmning í landsliðshópnum, enda eru flestir leikmennirnir að leika þýðingarmestu landsleiki sína hér heima — og ætla að standa sig,“ sagði Sigurður Sveins- son, aldursforsti í landsliðinu, sem mætir Hvít-Rússum f Laugardalshöllinni í kvöld. Sigurður, sem lék síðast með landsliðinu í HM í Svíþjóð, er að hefja sitt nítjánda landsliðsár, þannig að yngstu leikmennimir í landsliðshópnum voru rétt að sleppa pelanum, þegar Sigurður klæddist landsliðsbúningnum fyrst. „Ég hef æft vel að undanfomu, en það kem- ur í ljós í leikjunum gegn Hvít-Rúss- um, hvemig útkoman verður — ég mun ekkert gefa eftir, frekar en aðrir leikmenn," sagði Sigurður. Þorbergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, sagðist vera ánægður með stemmninguna í hópnum. „Strákamir gera sér fyllilega ljóst hvaða þýðingu leikimir hafa fyrir okkur. Það kemur aðeins eitt til greina; sigur, en við verðum síðan að sjá eftir seinni leikinn á sunnu- daginn, hver staða okkar verður.“ Þorbergur gerði fjórar breytingar á landsliðinu frá leiknum gegn Kró- ötum í Zagreb. Sigmar Þröstur Ósk- arsson, markvörður, tekur stöðu Bergsveins Bergsveinssonar. „Berg- sveinn hefur verið veikur, þannig að ég ákvað að hvíla hann. Sigmar Þröstur hefur leikið vel að undan- fömu með KA og það er plús fyrir okkur að Hvít-Rússar þekkja hann ekki, en þeir þekkja aftur á móti Guðmund Hrafnkelsson og Berg- ÚRSLIT Körfuknattleikur 1. deild kvenna: ÍBK-ÍR.........................185:30 HYfirburðirnir ótrúlegir. ÍBK komst í 30:0 og 72:2, en staðan í hálfleik var 93:10. Björg Hafsteinsdóttir gerði 41 stig fyrir ÍBK, Hanna Kjartansdóttir 36, Anna María Sveinsdóttir 26, Guðlaug Sveinsdóttir 25 og Olga Færseth 19. Gréta Grétarsdóttir og Anna Magnúsdóttir gerðu 7 stig hvor fyrir ÍR. 1. deild karja: UBK-ÍR.........................80:69 Skíði Heimsbikarinn Morzine, Frakklandi: Svig kvenna: 1. Pemilla Wiberg (Svíþjóð)...1:49.39 (54.10/55.29) 2. Vreni Schneider (Sviss) 1:49.43 (53.31/56.12) 3. Patricia Chauvet (Frakkl.).1:49.47 (52.46/57.01) 4. Deborah Compagnoni (Ítalíu).1:50.57 (53.56/57.01) 5. Marianne Kjörstad (Noregi)..1:50.77 (54.09/56.68) Staðan í heildarstigakeppninni: 1. Anita Wachter (Austurríki).....646 2. Pernilla Wiberg (Svíþjóð)......630 3. Vreni Schneider (Sviss)........598 4. Deborah Compagnoni (Ítalíu)....474 5. Ulrike Maier (Austurríki)......421 Saalbach, Austurriki: Brun karla (Tvær ferðir voru farnar í brunbrautina, sem var 1.515 metrar að lengd og fallhæð 480 metrar): 1. Ed Podivinsky (Kanada)......2:09.83 (1:05.62/1:04.21) 2. Cary Mullen (Kanada)........2:10.21 (1:05.26/1:04.95) 3. Atle Skárdal (Noregi).......2:10.30 (1:05.59/1:04.71) Staðan í stigakeppninni: 1. Kjetil Andre'Aamodt (Noregi)....505 2. Gunther Mader (Austurríki)......493 3. AlbertoTomba (Ítalíu)...........454 4. Marc Girardelli (Luxembourg)....401 5. Thomas Stangassinger (Austurr.)...305 Morgunblaðið/Sverrir Aldursforsetinn Sigurður Sveinsson með ungu strákunum í landsliðshópnum, Degi Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni. svein. Sigmar Þröstur gæti því orðið leynivopn okkar þegar upp verður staðið," sagði Þorbergur. Sigurður Sveinsson, Héðinn Gilsson og Jón Kristjánsson taka stöður Einars Gunnars Sigurðs- sonar, Gústafs Bjamasonar og Guðjóns Ámason- ar, en annars er landsliðshópurinn þannig skipaður: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val og Sig- mar Þröstur Óskarsson, KA. Aðrir leikmenn: Gunnar Beinteinsson, FH, Héðinn Gilsson, Dusseldorf, Júlíus Jónasson, Avedesa, Sigurð- ur Sveinsson, Selfossi, Valdimar Grímsson, KA, Geir Sveinsson, Avedisa, Patrekur Jóhannesson, Stjöm- unni, Konráð Olavson, Stjömunni, Dagur Sigurðsson, Val og Jón Kristjánsson, Val. Leikurinn hefst í Laugardalshöllinni kl. 20.30. Sigurður Sveinsson klæddist landsliðsbúningnum í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum 1976 og hefur hann því verið á ferðinni með landsliðinu í nítján ár. Þeir leikmenn sem hafa leikið flest ár með landslið- inu, eru — fyrst leiktímabil og síðan árafjöldi: Sigurður Sveinsson.................1976-1994 19 Hjalti Einarsson...................1959-1977 16 Alfreð Gíslason.....................1980-1993 14 Bjami Guðmundsson..................1974-1987 14 Ólafur H. Jónsson..................1968-1981 14 Sigmar Þröstur Óskarsson...........1981-1994 14 Björgvin Björgvinsson..............1968-1980 13 Geir Hallsteinsson.................1966:1978 13 Gunnar Gunnarsson..................1981-1993 13 Kristján Arason.................. 1980-1992 13 Rósmundur Jónsson..................1963-1975 13 Sigurður Gunnarsson................1978-1990 13 Þorbergur Aðalsteinsson............1976-1988 13 LYFJAMAL 19 ára lyftingamað- ur féll á lyfjaprófi Dæmdur í 18 mánaða keppnisbann VILHJÁLMUR Þór Sigurjóns- son, 19 ára lyftingamaöur sem keppir fyrir Ungmenna- félagið Skallagrím í Borgar- nesi, hefur verið dæmdur í 18 mánaða keppnisbann í öllum íþróttamótum á veg- um sérsambanda ÍSÍ vegna misnotkunar lyfja í íþróttum. Þvagsýni hans, sem var tek- ið á Norðurlandamóti ungl- inga í Noregi í október, reyndist jákvætt — hafði að geyma steralyfið Clenbute- rol. Vilhjálmur Þór hafnaði í sjötta sæti í 70 kg flokki í ólymp- ískum lyftingum á umræddu móti. Hann var einn þeirra sem tekinn var af handahófi í lyfja- próf og reyndist sýni hans ják- vætt. Norska íþróttasambandið tilkynnti þessa niðurstöðu úr lyfjaprófmu til íþróttasambands Islands formlega 9. desember. Þá var skipaður dómstóll til að fjalla um málið og kvað hann upp þann dóm 30. desember að Vilhjáimur Þór yrði útilokaður frá þátttöku í öllum íþróttamótum á vegum sérsambanda innan ÍSÍ í 18 mán- uði. Hannes Þ. Sigurðsson, formað- ur lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ, sagði að hægt væri að áfrýja þessum úrskurði til íþróttadómstóls ÍSÍ, en sagðist ekki búast við þvi þar sem Vilhjálmur Þór hefði játað að hafa misnotað umrædd Iyf. „Þetta er mikið áfall fyrir íþrótta- hreyfinguna því við viljum ekki hafa þetta svona. Átak hefur ver- ið gert innan ÍSÍ að undanförnu til að reyna að rffa upp ólympísk- ar lyftingar, en svo kemur þetta í kjölfarið. En við látum það ekki á okkur fá. Það má ekki fordæma íþróttagreinina fyrir eitt atvik. Lífið heldur áfram og við verðum fyrir áföllum, því miður," sagði Hannes. Hann sagði að lyfja- nefndin héldi vöku sinn eftir sem áður og tæki milli 40 og 50 lyfja- próf á ári. „Við getum borið niður hvar sem er og hvenær sem er.“ Vilhjálmur Þór vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál er blaðamaður hafði samband við hann í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem íslenskur íþróttamaður, sem er innan vébanda ÍSÍ, mælist já- kvæður eftir lyfjapróf.Áður hafði Vésteinn Hafsteinsson HSK fallið á lyfjaprófi á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. ÍÞRÓmR, FOLK ■ MARTHA Ernstsdóttir úr ÍR tekur þátt í fjórða alþjóðlega stiga- mótinu í víðavangshlaupum í Belf- ast á N-írlandi á morgun. Martha hefur tryggt sér nítján sig úr tveim- ur stigamótum. ■ 47 kylfíngar fóru holu í höggi á síðasta ári og verða verðlaunaðir sérstaklega af Einherjaklúbbnum í Naustinu á morgun, laugardag, frá kl. 18 - 19. Við sögðum frá því í síðustu viku hvaða 44 kylfingar fóru holu í höggi síðasta ár, en nú hafa þrír bæst við: Þeir eru Þor- steinn Hallgrímsson, íslands- meistari frá Vestmannaeyjum, Árný Árnadóttir frá GA og Omar Björnsson, GKK. ■ MET var sett í ensku knatt- spyrnunni árið 1993, en þá gengu leikmenn kaupum og sölum á sam- tals 106 millj. punda, eða fyrir 1,436 milljarð ísl. kr. Sölumet var sett fyrir einstakan leikmann — þegar Manchester United keypti Ray Keane frá Nott. Forest á 3,75 millj. punda. I ALLS voru 26 leikmenn keypt- ir á yfir milljón pund. Blackburn keypti frjóra þeirra; David Batty frá Leeds (2,75 millj punda), Paul Warhurst frá Sheff. Wed. (2,7), Tim Flowers frá Southampton (2,4) og Kevin Gallacher frá Co- ventry á 1,5 millj. punda. ■ ÍRAR, sem höfnuðu vináttuleik gegn Englendingum fyrir HM, hafa ákveðið að hætta við leikinn gegn Norðmönnum 23. mars, þar sem þeir leika gegn Norðmönnum í HM. Þeir hafa fengið leik gegn Rússum í staðinn og þá leika þeir gegn Hollandi í Utrecht 20. apríl og gegn Þýskalandi í Hannover 29. maí. ■ MIKLAR líkur eru taldar á að Terry Venables, fyrrum fram- kvæmdastjóri Tottenham, taki við landsliði Englands. Fréttastofur í Englandi segja að Venables hafi verið á fundi með forráðamönnum enska knattspymusambandsins á miðvikudaginn, en sambandið vildi ekki staðfesta það. Venables var 51s árs í gær og hann er maðurinn sem almenningur vili fá sem lands- liðsþjálfara. ■ DARKO Pancev, fyrrum leik-^_ maður Rauðu Stjörnunnar sem varð Evrópumeistari með liðinu 1991, hefur verið lánaður frá Inter Milan til þýska liðsins VfB Leipz- ig. Pancev, sem hefur ekki komist í lið Inter, verður lánaður út þetta keppnistímabil. ■ FRANZ Beckenbauer stjórn- aði fyrstu æfingu sinni hjá Bayem Miinchen í gær. 3000 áhorfendur komu til að horfa á æfínguna. ■ TVEIR kunnir markverðir á Ítalíu, Walter Zenga, Inter og Giovanni Galli, Tórínó, fóru meiddir af leikvelli í bikarleikjum í gærkvöldi. Óvíst er hvort að þeir geti leikið með liðum sínum um helgina. HANDBOLTI StefáníFH Stefán Kristjánsson, handknatt- leiksmaður, skrifaði undir fé- lagaskipti hjá FH í gær. Hann lék með þýsku liði í haust en varð fyr- ir því óhappi í nóvember að slíta krossbönd í hné. Hann er nú óðum að ná sér eftir meiðslin og reiknar með að byija að æfa með FH í næstu viku. Ha.nn verður löglegur með Hafnarfjarðarliðinu um leið og staðfesting frá þýska félaginu berst til HSÍ. „Stefán á eftir að styrkja hópinn hjá okkur. Vonandi verður hann kominn í góða æfíngu þegar úrslita- keppnin hefst,“ sagði Jón Auðunn Jónsson, formaður handknattleiks- deildar FH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.