Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 21 3.500 fermetra nýbygging við Fjórðungssjúkrahúsið boðin út í mars Heildarkostnaður við full- búna byggingu um 450 millj. Húsið verður þrjár hæðir auk tveggja kjailara NYBYGGING við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verður vænt- anlega boðin út í mars næstkomandi, en undirbúningur vegna fyrirhugaðra framkvæmda og hönnun byggingarinnar stendur nú yfir. Byggingin verður á þremur hæðum auk kjallara og neðri kjallara, samtals allt að 3.500 fermetrar að stærð, og er kostnaður áætlaður allt að 450 milljónir króna. Ingi Björnsson, framkvæmda- una gætu því hafist í sumarbyijun. stjóri Fjórðungssjúkrahússins a Akureyri, sagði að á fundi með samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir í fyrradag hefði verið samþykkt að halda áfram hönn- unarvinnu og að bjóða verkið út í mars. Framkvæmdir við bygging- Nýbyggingin verður sunnan gamla spítalans samhliða honum og verður á þremur hæðum auk kjallara og einnig verður svokall- aður neðri kjallari undir bygging- unni að hluta. Samtals verður þessi bygging á bilinu 3.000 til 3.500 Góðtemplarareglan á íslandi 110 ára Afmælisins minnst með dagskrá á Akureyri 110 ÁR eru liðin frá stofnun fyrstu Góðtemplarastúkunnar á íslandi næstkomandi mánudag, 10. janúar, og verður afmælisins minnst með dagskrá á Akureyri. Það var stúkan ísafold nr. 1 sem þá var stofnuð af 12 hugsjónamönn- um sem komu saman í húsi Frið- bjarnar Steinssonar, „Friðbjarnar- húsi“, en Friðbjörn var óþreytandi í bindindisbaráttunni upp frá því og allt til dauðadags. Góðtemplarareglan breiddist út um allt land með ótrúlegum hraða og á tímabilinu 1924 til 1927 var hún fjölmennust, með rúmlega 11 þúsund félagsmenn. Höfuðáhersia er nú lögð á forvarnastarf og heimsókn- ir í skóla hafa verið stærsta verkefni hennar á yfirstandandi starfsári. Afmælisins minnst í tilefni afmælisins verður hátíð- arguðsþjónusta í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Þar mun stórtemplar sr. Björn Jónsson á Akranesi predika. Opinn barnastúku- fundur verður haldinn kl. 16 í Odd- eyrarskóla þar sem kynnt verður starf barnastúknanna og skemmtiat- riði flutt í umsjá Áma Norðfjörðs og Jóns Guðbergssonar. Um kvöldið kl. 20.30 verður almennur opinn fundur á Varðborg, félagsheimili templara, þar sem afmælisins verður minnst. Hilmar Jónsson fyrrverandi stórtemplar, Sigmundur Sigfússon og Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunar- fræðingur flytja ávörp og fjalla um þá sívaxandi vá sem neysla áfengis og annarra vímuefna veldur, ekki sist meðal æskufólks. í lokin verða almennar umræður. Á afmælisdaginn, mánudaginn 10. janúár, munu félagar úr fram- kvæmdanefnd Stórstúku íslands heimsækja skólana í bænum og ræða við nemendur um farsæla framtíð — án áfengis. SJALFSVORN FYRIR KONUR Nútíma kerfi sem virkar á götunni. Innritun stendur yfir í síma 68 36 00. mSÍkHEILSUHÆKT Mörkin 8 v/Suöurlandsbraut, 108 Reykjavík. DAGTIMAR fermetrar að stærð eftir því hversu stór neðri kjallarinn verður. Fyrri áfanga lokið 1997 Áætlað er að húsið kosti fullbúið 400 til 450 milljónir króna. Á fjár- lögum þessa árs eru 30 milljónir til þessa verks, en framkvæmdafé tveggja síðustu ára hefur verið geymt þannig að til ráðstöfunar nú eru 94 milljónir króna. Fyrri áfangi verksins er uppsteypa á húsinu, frágangur að utan og ein hæð fullbúin þar sem verður barna- deild. Kostnaður við þennan áfanga er áætlaður um 250 milljónir króna og gert ráð fyrir að honum verði lokið árið 1997. Barnadeildin verður á þriðju hæð nýbyggingarinnar, fæðingar- og kvensjúkdómadeild á annarri hæð og á þeirri fyrstu verður bæklunar- og augnlækningadeild. Á svokall- aðri 0 hæð verður aðstaða til sjúkraþjálfunar, meinafræðideild og rannsóknardeild. Við fyrirhug- aða flutninga deilda í nýbygging- una fá lyflækninga- og handlækn- ingadeildir aukið rými auk þess sem aðstaða ýmissa annarra deilda batnar. „Ég tel að þessi nýbygging leysi vel allan okkar húsnæðisvanda og málum verði vel fyrir komið þegar verkinu verður lokið,“ sagði Ingi Björnsson. Fjölskyldu- sýning á Góð- verkunum TVÆR sýningar verða á nýja gamanleiknum Góðverkin kalla! — átakasaga um helgina, önnur á laugardagskvöld og hin á sunnudagseftirmiðdag kl. 15. Gamanleikurinn var sérstaklega skrifaður fyrir Leikfélag Akureyrar til sýninga í myrkasta skammdeg- inu, en þöfundarnir eru þrír Þingey- ingar, Ármann Guðmundsson, Sæv- ar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höf- undar laga og söngtexta í sýning- unni. Fjórar sýningar voru á gaman- leiknum milli jóla og nýárs og var uppselt á þær allar. Sýningin er sannkölluð fjölskyldusýning og þess vegna brugðið á það ráð að hafa eftirmiðdagssýningu næsta sunnu- dag til að gefa öllu kynslóðum í fjölskyldunni tækifæri til að sækja sýninguna saman. Mj ólkur framleiðsla hafin á Merkigili Ytri-Tjörnum, EyjaQarðarsveit. MJÓLKURFRAMLEIÐSLA er nú hafín að Merkigili í Eyjafjarðar- sveit að nýju eftir nokkurt hlé, en býlið varð landsfrægt á sínum tíma þegar þrír ungir menn, tveir bændur og einn kjötiðnaðarmað- ur stofnuðu þar félagsbúið Þrist, sem hafði þegar mest var samtals 470 þúsund lítra fullvirðisrétt. Benedikt Hjaltason hefur nú selt jörðina Merkigil og stundar kúabú- skap á Hrafnagili eins og hann gerði áður en til félagsbúsins var stofnað. Þegar hann var spurður hvað hefði orðið þess valdandi að Þristur var lagður niður sagði Benedikt að sam- staða hefði ekki tekist með þessum þremur aðilum og því hafí ekki verið grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri. Einnig hafi skuldir verið mjög miklar og reksturinn því verið mjög erfiður. Hann taldi þó að ef sam- komulag hefði haldist hefði rekstur búsins átt að ganga upp með þetta háan fuilvirðisrétt. Hjónin sem nú hafa byijað búskap á Merkigili heita Axel Yngvason og Karolína Birna Snorradóttir. Þau bjuggu áður á Ási 11 í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Benjatnín ♦ ♦ HefstlO.jan. Innritun hafin Jazzdans er alhliða þjálfun fyrir allan líkamann sem veitir þér líkamlega og andlega útrás við fjölbreytta tónlist.Við bjóðum tíma fyrir alla aldurshópa og allar tegundir fólks. Fdiun útrcu og verum dkapandi DANSS TÚDÍÓ sóleyjarA- - nóSu. {rmf>m b&sta/ Engjateigi 1 Sínuir 687701 og 687801

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.