Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Friðrik Friðriksson stjórnarformaður Almenna bókafélagsins af- hendir Jóhönnu Krisljónsdóttur viðurkenningu fyrir 9.000 eintaka sölu á bókinni Perlur og steinar - árin með Jökli. Viðurkenning fyr- ir metsölubækur ALMENNA bókafélagið afhenti nýlega Jóhönnu Kristjónsdóttur viðurkenningu fyrir metsölu á nýútkominni bók sinni, Perlur og steinar - árin með Jökli. Almenna bókafélagið seldi 9.000 bækur af bók Jóhönnu, sem kom út í lok nóvember á síðasta ári. Bókin seldist upp og er nú ófáanleg víða um land, enda virð- ist ekki vera mikið skilað af bók- inni heldur þvert á móti er enn töluverð eftirspurn, samkvæmt upplýsingum forlagsins. „I bókinni leitast Jóhanna við að gefa sem sannasta mynd af árum sínum með Jökli og þeim persónum sem þar koma við sögu. Á þessum árum skrifaði Jökull flest af sínum bestu verkum og þau Jóhanna eignuðust þrjú börn. Perlur og steinar - árin með Jökli hefur vakið feikna athygli, enda skrifað um viðkvæmt mál- efni á einstaklega lipran hátt,“ segir í tilkynningu frá Almenna bókafélaginu. Af sama tilefni afhenti Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Al- menna bókafélagsins, viðurkenn- ingu fyrir mikla sölu á bókinni á íslenskum auðmönnum. Höfundur bókarinnar, þeir Jónas Sigurgeirs- son og Pálmi Jónasson, veittu við- urkenningunni móttöku. Bókin sem kom út fyrir jólin 1992 seld- ist í 5.500 eintökum. Drengjakór Laugarneskirkju _________Tónlist____________ Ragnar Björnsson „Jólatónleikar Drengjakórs Laug- ameskirkju og Ingu Backman" stóð sem titill á efnisskrá kórsins sl. þriðjudag. Fyrir utan drengjakórinn og Ingu komu fram á tónleikunum stjórnandinn Ronald Vilhjálmur Tumer, píanó- og orgelleikarinn Davíð Knowles, flautuleikarinn Guð- rún Sigríður Birgisdóttir, óbóleikar- inn Kristján Þ. Stephensen og Bjöllu- sveit Laugarneskirkju. Geri ég ráð fyrir að tónleikamir hafi verið jóla- tónleikar allra þessara aðiia, a.m.k. höfðu flestir lengra hiutverki að skila en sópransöngvari tónleikanna. En hvað sem þessu líður var ánægjuleg- asti hluti tónleikanna sá að allt ann- að og gleðilegra var að hlusta á kór- inn nú en var fyrir ári. Ástæðuna fyrir þessari ánægjulegu breytingu veit ég ekki, aðalatriðið er að leiðtog- ar kórsins virðast vita ástæðuna. Kannske var ein ástæðan sú að nú var stjómandinn afslappaður fyrir framan strákana, var ekki að reyna að þvinga neitt fram með yfirdrifnum handahreyfingum og strákamir fengu að syngja afslappaðir og óhræddir. Furðu lítið bar á óhreinum hljómum, eins og þó erfitt hlýtur að vera fyrir unga drengi að syngja bassa, millirödd og sópran svo að samhljómurinn verði alveg hreinn. Fallega söng kórinn tvísöngslagið íslenska, Maríukvæði, svo og austur- ríska lagið María í skóginum, sem var kannske fallegast sungið af verk- efnunum fyrir hlé. Þó verður að segj- ast að íslenski textinn var ekki alltaf nógu skýr og gjarnan vantaði að samhljóði í enda orðs skilaði sér. Einnig þyrfti að leggja ennþá meiri rækt við hreinteika neðri raddanna og svo í viðbót, ef hægt væri að fá Áramótatónleikar __________Tónlist_______________ Jón Ásgeirsson Listasafn íslands stóð fyrir ára- mótatónleikum og fékk til liðs við sig kammerhóp, sem nefnir sig Ými, en þar vinna saman Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Ein- ar St. Jónsson trompetleikari, Örn Magnússon píanóleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari. Fyrsta verkið á tónleikunum var Svíta fyrir fiðlu, klarinett og píanó eftir Darius Mihaud, sem hélt tölu- vert upp á svítuformið, enda samdi hann slík verk bæði fyrir hljóm- sveit og kammerhópa. Píanósvítan er létt og skemmtilegt verk og var hún ágætlega leikin og verkið í anda þeirrar ætlunar Ýmis-félaga, að bjóða upp á létt og skemmtilegt efni. Annað verkið á tónleikunum var samt ekki neitt skemmtitónverk en gott og vel samið verk, eftir Gio- vanni Benedetto Platti (1690- 1763), er var frægur óbósnillingur og reyndar fær á mörg önnur hljóð- færi. Hann hafði áhrif á þróun só- nötuformsins. í sembalsónötum hans verður ítrekunarkaflinn mjög skýr en að öðru leyti var tematísk úrvinnsla hjá honum ekta barokk, eins og heyra mátti í Ricercata fyr- ir fiðlu og selló, sem Auður og Bryn- dís Halla léku mjög vel. Arban-skólann þekkja allir þeir sem lært hafa á trompett, en þessi snillingur (Arban) samdi margvís- leg virtúósaverk fyrir kornett/ trompett og var Karnival í Feneyj- um, tilbrigðaverk fyrir konsert og Drengjakór Laugarneskirkju. meiri tærleika og birtu í hljóminn, væri björninn alveg unninn. Merki- lega vel komst kórinn frá erfiðum útsetningum eftir Vivaldi, Praetorius og J.S. Bach. Inga Backman söng nokkur lög með kórnum og best gerði hún í Hátíð fer að höndum ein í út- setningu Jóns Ásgeirssonar. Nokkur sveifla er komin á röddina og hefði beinni rödd átt betur við söng kórs- ins. Tónleikunum lauk á Heims um ból, í útsetningu David Knowles, þar píanó, skemmtilega flutt af Einari, sem sýndi það glöggt, að hann er góður blásari. Á seinni hluta tónleikanna fluttu félagarnir ýmis smáverk, Idyll og Vikivaka eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, sem Örn lék af þokka, Serenöðu eftir Sarasate og Morgun- ljóð eftir Elgar, sem Auður og Örn léku vel, sönglag eftir Faure, sem NÚ stendur yfir 141. haustsýning konunglegu akademíunnar í sem allir þátttakendur, utan óbóleik- arinn, fengu hlutverki að skila, þar meðtalin Bjöllusveit Laugarnes- kirkju, sem lék ágætlega stórt hlut- verk á tónleikunum. Útsetning Dav- íðs var skrautleg en einhvern veginn innihaldslítil. Guðrún á flautuna og Kristján á óbóið náðu ágætlega saman og tónn þeirra hljómaði fallega um hvelfingu kirkjunnar. En ítreka vil ég um ánægjulega framför drengjakórsins. Bryndís Halla lék aldeilis fallega, með aðstoð Amar, balkanskan sí- gaunadans, sem Einar Jóhannesson og Örn léku og tónleikunum lauk svo með því að hópurinn allur lék Dónárvalsinn eftir Jóhann Strauss. Óhætt er að fullyrða, að tónleika- gestir skemmtu sér hið besta, enda var flutningurinn góður og tónlistin einnig, þó af léttara taginu væri. Vestur-Englandi. Guðrún Niels- en sýnir þar skúlptúr, en á þess- ari sýningu eru, auk höggmynda, málverk, vatnslitamyndir, teikn- ingar, grafík og arkitektúr. Allt verk sem valin voru úr yfír 3.000 innsendum verkum af öllum Bretlandseyjum. Guðrún hefur vakið athygli í Bretlandi fyrir höggmyndir sínar og sýndi nýlega skúlptúra og teikn- ingar á fyrstu opnu höggmyndasýn- ingu konunglegu akademíunnar í Vestur-Englandi. Á þeirri sýningu átti Guðrún tvo skúlptúra af um sjötíu sem sýndir voru og valdir úr hópi meira en 700 innsendra verka alls staðar af Bretlandseyjum. Á síðasta ári tók Guðrún þátt í fimm samsýningum í London. Hún vakti verulega athygli fyrir úti- skúlptúr sem hún sýndi í tengslum við samnorrænu hönnunarsýning- una „Festival of Scandinavian De- sign“ sem haldin var í hönnunar- safninu, Design Museum, í London í nóvember 1992. Er nú unnið að því að steypa það verk í brons til varanlegrar uppsetningar fyrir utan Design Museum á bökkum Thames- ár. Guðrún rekur nú stúdíóverk- stæði i London ásamt fleiri lista- mönnum. Verk Guðrúnar, „Framvindan — Wheel of Progress", framanvið anddyri Design Museum í London. Islensk höggmyndalistakona í Bretlandi Guðrún Nielsen sýnir í Bristol HEILSURÆKT HÓTEL MÓRK kynnir starf sitt: JUDÓ KLÚBBUR KARATE KLÚBBUR AIKIDO KLÚBBUR KUNC FU KLÚBBUR FUJUKA-DO KLÚBBUR ’ NuddIjósabekkir og nýr tækjasalur uŒmHEILSURÆKTi Innritun stendur yfir - simi 683600 Mörkin 8 v/Suðurlandsbraut, 108 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.