Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
45
Hveijum til góðs?
Frá Jóni K. Guðbergssyni:
Hundruð unglinga tóku nýlega
þátt í leiklistarsamkeppni. Vegleg
I verðlaun voru veitt. Sjónvörpin sáu
ekki ástæðu til að geta þess í fréttum
eða sýna myndir frá afhendingu
| verðlaunanna. Hins vegar linnir ekki
fregnum af ótæpilegri drykkju til-
tölulega fárra ungmenna. Þegar for-
| ystumenn fjölmennustu og virtustu
félagasamtaka í landinu taka hönd-
um saman um að hvetja fólk til að
draga úr drykkju þá er ekki á það
minnst í sjónvörpunum. En þegar
einhver leigupenninn eða fáráðling-
urinn slysast til að setja saman ritl-
ing til að kynna eina vímuefnið sem
löglegt er hérlendis fá þeir snilling-
ar, sem einir vita hvað er frétt-
næmt, tæplega vatni haldið af hrifn-
ingu. Þar á bæ láta menn ekki deig-
an síga í þeirri viðleitni sinni að varpa
dýrðarljóma á það efni sem veldur
sannanlega meira tjóni en nokkurt
annað hérlendis — og ekki einungis
meðal unglinga, sem gjaman er
hneykslast á, heldur og meðal full-
orðinna. Tvískinnungurinn lætur
ekki að sér hæða.
Og nú hafa stjórnendur nokkurra
bókaforlaga fengið þá flugu (líklega
frá Mið-Evrópu) í höfuðið að það sé
þjóðarnauðsyn að stuðla að auknum
drykkjuskap á íslandi. AB reið á
vaðið og lét kokk einn, geislandi af
greind og snilli og skemmtilegheit-
um, hvetja menn til að reiða fram
fé fyrir pésa um áfengi. Þá kom
Vaka-Helgafell til skjalanna og lagði
fátt nýstárlegt til mála.
En Mál og menning yfirtrompaði
algerlega með því að gefa út heila
bók með myndum af þeim fram-
leiðsluvörum sem hafa safnast fýrir
í löndum Efnahagsbandalags Evr-
ópu. Vínbirgðimar illseljanlegu em
svo miklar að yfirborð þeirra hækk-
aði tæpast þó öllum smjör- og kjöt-
fjöllum íslendinga í þúsund ár væri
varpað út í fenið. Því er nefnilega
þannig varið að neysla áfengis eykst
nánast eingöngu meðal vanþróaðra
þjóða en þar hafa fáir efni á að kaupa
af skiljanlegum ástæðum.
Þess vegna er atlaga nú gerð að
Mörlandanum í trausti þess að þar
fyrirfinnist einhveijar einfaldar sálir
sem ekki hafa heyrt að svokölluð
„vínsmökkun" er búin að vera hlægi-
leg tímaskekkja meðal sæmilega
upplýstra manna í meira en áratug.
Hitt er svo meira álitamál hver borg-
ar fyrir útgáfu áróðursbæklinga af
þessu tagi og sífellt jarm ákveðinna
fréttamanna um ágæti offramleiðsl-
unnar. Þeir sem best þekkja til vinnu-
bragða áfengisframleiðenda velkjast
þó ekki í neinum vafa um það efni.
En svo horfið sé aftur að „sérfræð-
ingum“ í vínsmökkun og tímaskekkj-
unni þá er ekki úr vegi að minnast
þeirrar skoplegu uppákomu sem átti
sér stað þegar þekktir vínsmakkarar
voru fengnir í beina útsendingu í
breska sjónvarpinu til að meta
„gæði“ nokkurra viskítegunda. Þeim
var borinn drykkurinn í glösum en
fengu ekki að sjá flöskurnar. Niður-
staðan varð sú að dýrustu og fínustu
tegundir vínsnobbanna lentu í neðsta
sæti en einhver ódýr ruddi í þv! efsta.
Svipaðir hlutir hafa gerst víðar, bæði
vestanlands og austan.
Þá sakar ekki að minna á að í
nýlegri könnun hefur komið fram að
ýmis miður kræsileg efni finnast f
víni og bjór auk hins deyfandi vímu-
efnis, ethylalkóhóls. Þvagblöðrur úr
ýmsum sjávardýrum og hrátt kjöt
nota ýmsar ölgerðir til að fá hreinni
blæ á bjórinn. Einnig er notaður
unninn sjávargróður, kalk og stein-
sölt. Og ekki má gleyma því að í
víni hefur ekki bara fundist frostlög-
ur — ósællar minningar — heldur
einnig aceton, naglalakk, smáagnir
af næloni, að ógleymdri smjörsýru
þeirri sem táfýlu veldur.
Því er við hæfí að segja við Tór-
oddsen og aðrar málpípur þeirra
geðslegu gróðaafla sem neyta nú
allra bragða til að lækka yfírborðið
í fullum áfengisgeymum Efnahags-
bandalagsins: „Verði ykkur að góðu!“
JÓN K. GUÐBERGSSON,
Máshólum 6,
Reykjavík.
LEIÐRÉTTINGAR
Tvær línur
féllu niður
Tvær línur féllu niður í minningar-
grein Sv. F. Kjæmested um Ásdísi
Guðlaugsdóttur í Morgunblaðinu á
miðvikudag og raskaði það samheng-
inu verulega. Rétt er efnisgreinin
sem fýrir hnjaskinu varð þannig:
„Ásdís og Kristófer hófu búskap í
Fossatúni í Bæjarsveit vorið 1953
og bjuggu þar í þijú ár, en fluttust
þá að Heggsstöðum og voru þar til
1958, en þá fluttust þau til Reykja-
víkur vegna veikinda Kristófers.
Hann lést í apríl 1959.“ Hlutaðeig-
endur eru innilega beðnir afsökunar
á þessum mistökum.
„Lóg“ varð að
„lög“
I athugasemd frá Áfengisvarnar-
áði, sem birtist í Morgunblaðinu í
gær, varð meinleg prentvilla, sem
geflli síðasta lið hennar, sem merktur
var nr. 3 illskiljanlegan. Hann átti
að hljóða svo: „Það er svo umhugsun-
arefni hvað Máli og menningu geng-
ur til með því að leitast við að koma
spm mestu -af offramleiðslu bruggapa
í Éfnahagsbandalagi Evrópu í lóg.“
VELVAKANDI
HEIMAKÆR
l SJÓNVARPSNOT-
ANDI
ER ÞAÐ ekki hámark smekk-
leysunnar að okkur, sem borg-
um afnotagjald Ríkissjónvarps-
I ins, skuli vera boðið upp á þá
smán, á sjálfa nýársnótt, að
hafa ekki annað í sjónvarpinu,
á eftir annars ágætu áramóta-
skaupi, en endursýnda banda-
ríska söng- og (grát) gaman-
mynd!
Er þetta ekki hálfgert klúður
og er ekki tími til kominn að
vanda val kvikmyndanna örlítið
betur og minnka magn þessara
sykursætu bandarísku vanda-
málaþátta?
Sjónvarpsnotandi
ÁKALL TIL
SJÓMANNA
(
ÉG BIÐ sjómennina okkar
lengstra orða að hætta í verk-
fallinu og reyna að einbeita sér
að velferð þjóðarinnar, eins og
góðum drengjum sæmir, og
( reyna leysa ágreiningsefnin við
samningaborðið. Öll þjóðin ætti
að hjálpa þeim í því. Ég er
ykkur sammála í því að kvóta-
kerfíð þarf að leysa upp og að
mönnum sé fyrirmunað að selja
þann kvóta sem þeir nota ekki
heldur láti þeir hann öðrum
eftir.
Guð blessi ykkur og ykkar í
nútíð og framtíð.
Rannveig Tryggvadóttir
GÓÐ ÞJÓNUSTA
KONA hringdi til Velvakanda
og vildi vekja athygli fólks á
i góðri þjónustu starfsfólksins í
versluninni Steinar, Músík og
myndir í Ausjturstræti. Konan
I var að vandræðast með vöru
sem hún þurfti að skipta og var
hún látin fínna af elskulegu
j starfsfólki að það væri lítið
mál. Sérstaklega vildi hún
þakka Ingunni fyrir liðlegheit-
in.
JAPANSKIR
MENNINGARDAG-
AR
í ANNARS mjög skemmtilegri
umfjöllun Jóns Ásgeirssonar
tónskálds í Morgunblaðinu 5.
janúar sl. um menningardag-
skrá Japansk-íslenska vináttu-
félagsins og Sport-Nippon dag-
blaðsins í íslensku óperunni
hinn 2. janúar, gleymdist alveg
að nefna langáhrifamesta atriði
dagskrárinnar, dans Kohryu
Matsumoto um Sverðliðjuna.
( Enda þótt undirritaður sé
ekki faglega í stakk búinn að
fjalla ítarlega um þessa tegund
( dans, þó dansaðdáandi teljist,
þá er óhætt að láta þess getið,
að hann hreifst að dýpstu
hjartarótum af þessari stór-
kostlegu túlkun listakonunnar.
Lófatak áhorfenda benti einnig
til þess að þeir væru sama sinn-
is: Hvílíkur kvenlegur yndis-
þokki horfínna tíma! Þessi túlk-
un var vel þess virði að bijót-
ast yfír „þijú óbrúuð stórfljót
um hávetur" til þess að beija
augum.
Kohryu Matsumoto er ein
þekktasta danskona Japan í
hefðbundnum dansi. Hún hefur
fengið margar viðurkenningar
fyrir túlkun sína og sýnt bæði
heima og erlendis á löngum
ferli.
Þessir nýafstöðnu japönsku
menningardagar í tilefni hálfr-
ar aldar afmælis lýðveldisins
hafa verið frábært innlegg á
nýbyijuðu hátíðarári íslendinga
og sýnir hug þessarar „fjar-
lægu“ þjóðar til okkar.
Ég vil leyfa mér að þakka
öllum aðstandendum fyrir mig.
Einar Þorsteinn
TAPAÐ/FUNDIÐ
Bindisnæla tapaðist
GULLBINDISNÆLA (erfða-
gripur), merkt „L.B.B.“ tapað-
ist á gamlársnótt, hugsanlega
í leigubíl frá Hraunholti í Hafn-
arfírði til Reykjavíkur. Skilvís
fínnandi vinsamlega hringi í
síma 27467. Fundarlaun.
Kápa tapaðist á Hótel
íslandi
SVÖRT kápa (Nicole Farhi)
tapaðist á Hótel íslandi 26.
desember sl. Sá sem gæti gefíð
upplýsingar um hana er beðinn
að hafa samband við Brynju í
síma 34796.
Lyklakippa fannst
LYKLAKIPPA, sem er lítill bíll,
með tveimur lyklum, fannst í
strætisvagnabiðskýli á Grens-
ásvegi, rétt hjá Hreyfli. Upplýs-
ingar gefur Berglind í síma
680078.
Úr tapaðist
GULLUR með silfruðu munstri
tapaðist á gamlárskvöld á Hót-
el íslandi eða í Mosfellsbæ.
Finnandi vinsamlega hringi í
Svanhildi í sfma 666284. Fund-
arlaun.
GÆLUDÝR
Hvolpar fást gefins
ÞRÍR tveggja mánaða gamlir
hvolpar fást gefins. Uppl. í síma
675724 eftir kl. 18.
Hvolpar fást gefins
TVEIR níu vikna hvolpar af
íslensku kyni fást gefins á góð
heimili. Upplýsingar í síma
643340.
Kettlingur í heimilisleit
ÁTTA vikna kassavanur fress-
kettlingur óskar eftir að kom-
ast á gott heimili. Upplýsingar
#oi'-'■
V I K I N Ci A
flvn
Vinningstöiur
miðvikudaginn: 5. jan. 1994
ViNNINGAR FJÖLDI VINNÍNGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n6a,e 5 7.046.000
CTB 5 af 6 EÆ+bónus 0 413.778
0| 5af6 12 27.092
0 4 af 6 320 1.616
m 3 af 6 t*JH+bónus 933 238
UPPLVSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11
LUKKUUNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
—-----------------------------------------
MJjVinningur fór til: Noregs (2) og Danmerkur (3)
Opnum í dag einstaka útsölu
meo nýjum og góðum vöram og
verðhrunið er með ólíkindum:
ADUR: NU:
• Dúnúlpur 12.490 5.900
• Jogginggallar 4.990 2.990
• Skór 9.980 1900
• Sundbolir 40—60% afslóttur
Fróbært úrval af bómullarfatnaði,
barna- og fullorðinsstærðir,
40-50% afslátturl!
..ciiih þess
10% staðgreiðsluafsláttur
af öllum öðrum vörum í versluninni.
Gjörið svo vel f/
'BOLTAMAÐURINN
Laugavegi 23 • sími 1559?