Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 35 Minninff Kristín Vestmann Valdimarsdóttir Fædd 23. júlí 1926 Dáin 29. desember 1993 Mig langar að minnast mömmu minnar í örfáum orðum eða hennar Stínu á Gunnarshólma eins og hún var oftast kölluð. Ég man er við bjuggum á Gunnarshólma, gömlu kolaeldavélinni og baðkvöldunum í gamla þvottabalanum. Ég var ekki há í lofti þegar við fluttumst á Helgafellsbrautina, öllu plássinu og henni Döggu í kjallaran- um. Mamma og pabbi gengu í gegn- um margt súrt og sætt á þessum árum og bömunum fjölgaði, en þau urðu átta talsins. í raun og veru kynntist ég mömmu eins og vini þegar ég fluttist í Mosfellsbæinn. Eftir það komst ég að því hvílíka þolinmæði hún hafði til þess að hlusta á mig þó að hún segði ekki alltaf það sem hana Iangaði til, en hún vildi ekki sýna tilfinningar sínar. Elsku mamma, það er ótalmargt sem hægt væri að rifja upp. Það eru minningar sem enginn tekur frá mér. Elsku pabbi og systkini. Ég bið Guð að varðveita hana og vona að henni líði sem best, því að hún á það sannarlega skilið. Anna Sigríður. í dag, 8. janúar, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju elskuleg tengda- móðir mín Kristín Vestmann Valdi- marsdóttir en hún lést á heimili yngstu dóttur sinnar 29. desember síðastliðinn. Kristín var fædd í Vestmannaeyj- um, dóttir Valdimars Gíslasonar og Hrefnu Jóhannsdóttur. Hinn 8. júní 1944 giftist hún Þor- steini Jónssyni frá Hafnarfírði, en á þessu ári hefðu þau átt 50 ára hjú- skaparafmæli. Þau eignuðust átta börn. Elst er Lára, fædd 1943, þá Jóna, fædd 1945, Elías, fæddur 1946, Sveinn, fæddur 1950, Anna Sigríður, fædd 1957, Vilborg, fædd 1960, Þorsteinn, fæddur 1962, og Hrefna, fædd 1966. Kristín var yndisleg kona, glæsileg á að líta, en afskaplega hæglát og fór því mjög lítið fyrir henni. Hún var vandvirk og mikið snyrtimenni. Ber heimili þeirra þess merki. Árið 1973 neyddust þau hjón til að flytjast frá Vestamannaeyjum eins og allir aðrir vegna eldgossins. Tóku þau sér þá bólfestu í Hafnar- firði, en árið 1974 fluttust þau í Mosfellsbæ og hafa búið þar síðan. Ég veit að hugur Kristínar var oft í Eyjum og efast ég ekki um að þar hefði hún viljað eyða síðustu ævidög- unum, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Andlát hennar bar brátt að, þenn- an örlagaríka dag átti að halda stór- afmæli þeirra Láru sem varð 50 ára 14. desember og eiginmannsins sem verður 70 ára 14. janúar. Búið var að bjóða til veislu vinum og ættingj- um og átti hún að vera að kvöldi 29. desember. Dæturnar sem búa á Spáni og í Japan svo og synirnir frá Vestmannaeyjum voru komin í Mos- fellsbæinn, því að nú skyldi gleðjast, öll börnin hennar átta voru hér. En dagurinn varð enginn gleðidagur því að Kristín varð bráðkvödd hjá Hrefnu sem ætlaði að fara að greiða hár móður sinnar fyrir kvöldið. Elsku Hrefna mín, Lára, Christa og Hilm- ar, ég veit að þessi örlagaríki dagur líður ykkur seint úr minni, en minn- ingin um yndislega konu gleymist ykkur aldrei. Elsku Steini minn, ég veit að þú hefur misst elskulega eiginkonu og ekki síður þinn besta vin, en minning- in mun geymast um alla framtíð. Ég votta þér og börnum þínum, svo og fjölskyldunni allri, mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu tengdamóður minnar. Valgerður Magnúsdóttir. Minning VHhjálm- • • urOm Laursen Fæddur 26. apríl 1930 Dáinn 29. desember 1993 Hann elsku afi Vilhjálmur Örn er dáinn. Okkur systkinin langar til að segja bless, elsku afí. Það var svo gott að fá að þekkja þig og vera hjá þér. Fara með þér í bílnum, vera saman í sumarbústaðnum, kúrandi með þér í rúminu þínu og hlæja sam- an í tívolínu. En það allra besta var þegar við sátum í fanginu þínu og fundum öryggið frá þínum stóru og sterku höndum umlykja okkur. En hann afí fór alltof snemma. Hann settist í róluna sína og hann rólaði svo hátt, svo hátt að hann fór upp í skýin þar sem englarnir ætla að passa hann. Þar er allt svo mjúkt og fallegt. Elsku afi, við erum stolt og ánægð yfír að hafa fengið að kynnast þér. Minningin lifir í hjörtum okkar. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey, þó heilsa og iíf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í kristi krafti’ ég segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. Vilhjálmur og Erna Norðdahlsbörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALFREÐ WASHINGTON ÞÓRÐARSON, áður Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, sem lést 2. janúar á elli- og hjúkurnarheimilinu Grund, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Ósk Alfreðsdóttir, Guðmann Skæringsson, Óskar Alfreðsson, Freyja Alfreðsdóttir, Garðar Magnússon, Þráinn Alfreðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Steinunn Alfreðsdóttir, Henning Þorvaldsson, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTIJÓNSSON, Hásteinsvegi 9, Vestmannaeyjum, sem lést sunnudaginn 2. janúar sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju laug- ardaginn 8. janúar kl. 11.00. EddaTegeder, Jón Steinar Traustason, Ágústa Traustadóttir, Guðmundur B. Sigurgeirsson, Brynja Traustadóttir, Óli ísfeld Traustason, Bonnie Harvey, Steinunn Traustadóttir, Ásta T raustadóttir, Sigurður Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR VALDIMAR ÞORVALDSSON frá Skerðingsstöðum, Eyrarsveit, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðar- kirkju 8. janúar kl. 14.00. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöð- inni kl. 8.30. Ingibjörg Þórðardóttir, Magnþóra Þórðardóttir, Ólafur Garðar Þórðarson, Þorvaldur Þóröarson, Guðmundur Þórðarson, Valdimar Þórðarson, Þórir Jóhannsson, Benedikt Björnsson, Svanhvít Jónsdóttir, Hulda Þórðardóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Pála Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐMUNDAR GESTSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Guðrún Guðmundsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS ÞORLEIFSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 2. janúar, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 13.00. Halldóra Hjörleifsdóttir, Ólafur Kristbjörnsson, Edda Hafsteinsdóttir, Hjörleifur Hjörleifsson, Stefán Jónsson, Katrín Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Sóley Jónsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Svanlaug Hannesdóttir, Sverrir Einarsson, Elín Melsteð, Geir Egilsson, Ken Amin, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu vinar- hug og heiðruðu minningu EGILS JÚLÍUSSONAR frá Dalvik. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, systur og mágkonu, SVANDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Túngötu 39, Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Pétur Pálsson, Birgir Steingrímsson, Katrín Guðmundsdóttir, Páll Gíslason og systrabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ARNUÓTS BJÖRNSSON, Hagamel 8, sem lést 2. desember sl. Halldóra V. Hjaltadóttir, Þórður F. Ólafsson, Snæbjörn Arnljóts Hjaltason, Kanitta Arnljóts, Orri B. Hjaltason, Heba Guðmundsdóttir, Guðríður V. Hjaltadóttir, Karl Hallbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU EYRÚNAR EINARSDÓTTUR, Þórustíg 16 (Bergi), Njarðvík. Sigurður H. Hilmarsson, Rósmarý K. Sigurðardóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurður H. Ólafsson, Hafdfs H. Þorvaldsdóttir, Halldór B. Ólafsson, Flóra H. Ólafsdóttir, Styrmir Gauti. Lokað í dag vegna jarðarfarar KRISTÍNAR VESTMANN VALDIMARSDÓTTUR. Gleraugnahúsið, Templarasundi3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.