Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 37 A FM 95.7 AUGLÝSINGAR & DAGSKRÁ SÍMI: 870900 ÚTSENDING: 870957 MYNDSENDIR 870920 Elke Sommer, þýska kynbomban á árunum áður, heldur frá réttar- salnum hýr á svip. Með henni er eiginmaðurinn Wolf Walther. Alla virka d ■ ■ ■ ■ Höfdar til .fólksíöllum starfsgreinum! RAGNARÖK Zsa Zsa Gabor enn að verjast í réttarsölum Ungverska fyrrum leikkonan Zsa Zsa Gabor, sem nú er 75 ára (að eigin sögn) er enn kom- in í klandur eftir að kynbomban gamalkunna Elke Sommer stefndi henni og bónda hennar Friðriki prins af Anhalt fyrir ærumeiðandi ummæli. Það ætlar að reynast þeim hjónakornum dýrt spaug, því dómstóll hefur nú gert þeim að reiða fram 2 milljónir dollara í skaðabætur ella sæta varðhaldi. Fyrir tæpum þremur árum sat Zsa Zsa inni í þijá daga fremur en að greiða sekt fyrir aö heiisa iog- regluþjóni að sjómannasið. Sá var svo óheppinn að vera gómaður er hann ritaði stöðumælasekt á bif- reið ungversku hraðlestarinnar. „Það er ekki spurning, kviðdómar hata mig!“ æpti Zsa Zsa er hún var leidd grátandi úr réttarsalnum á dögunum. Niðrandi ummæli um Elke Ummælin sem hjónin létu falla voru reyndar býsna illskeytt. Fyrst sagði Zsa Zsa í samtali við þýskt tímarit, að Elke ætti ekki bót fyr- ir rassinn á sér og lifði af því að pijóna peysur. Elke mótmælti þessu, sagði hreinan uppspuna, þvert á móti væri hún vellauðug og þakkaði það eiginmanni sínum Wolf Walther sem rekur nokkur hótel. Sagði Elke í vitnastúkunni að þau ættu húseign í Þýskalandi upp á 1,5 milljón dollara og aðra í Kaliforníu upp á 3 milljónir. Sagði Elke enn fremur að ummæli Zsö Zsu hefðu sært sig djúpt, á sig hefðu herjað höfuðverkir og ógleði auk þess sem hún hefði vart sofið vegna þessa í þijú ár! Zsa Zsa svaraði þessu með þeim orðum að alltaf sæi hún eitthvað nýtt, hún hefði aldrei gert sér grein fyrir því hveru góð leikkona Elke væri í raun fyrr en hún sá frammistöðu hennar í vitnastúkunni. Deilt um aldur og hárleysi Elke Hafi þetta ekki verið nóg af því góða, þá tók verra við. Friðrik prins af Anhalt, smásýslu ein- hverri í Þýskalandi sem er lítið annað en nafnið nú orðið, lét hafa eftir sér í samtali við þýskt dag- blað sem ræddi við hann vegna málsins, að Elke væri miklu eldri en hún vildi vera láta og hann hefði fyrir því góðar heimildir að hún væri að verða sköllótt! Zsa Zsa sagðist hafa fyllst lotningu í garð bónda síns, sem er sá sjö- undi í röðinni, hann hefði einungis verið að taka upp hanskann fyrir sig, enda hefði Elke sagt um sig í áheyrn margra, að hún væri svo rasssíð að hún gæti ekki klifrað aðstoðarlaust á hestbak. Hvað sem öllum óhróðri og fúk- yrðum líður, þá kvað dómstóllinn upp sinn úrskurð, Zsa Zsa skyldi greiða Elke 800.000 dollara í skaðabætur og Friðrik prins 1.200.000 dollara, auk þess sem ummæli beggja skyldu verða dauð og ómerk. Eins og við var að bú- ast var Zsa Zsa lítt sátt og hvæsti á fréttamenn sem biðu hennar fyrir utan réttarsalinn: „Eg áfrýja, helv. tæfan fær ekki krónu!“ Zsa Zsa Gabor ásamt prinsinum eiginmanni sínum t.h. fyrir utan réttarhúsið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.