Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Útsölurnar byijaðar Morgunblaðið/Þorkell ÚTSÖLUR eru hafnar af fullum krafti um þessar mundir, m.a. í nokkrum verslunum í Kringlunni og Borgarkringlunni, og ættu flestar verslanir að hafa lækkað vörur sínar um miðjan janúar. Einnig ætla ýmsir verslunareigendur við Laugaveg að hefja útsöl- ur næsta langa laugardag sem verður 8. janúar nk. Nýtt hlutafélag um afurðasölu Kaup- félags Borgfírðinga Borgarnesi. STOFNAÐ hefur verið nýtt hlutafélag um sláturhús, kjötvinnslu og afurðasölu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Félagið kaup- ir húseignir, vélar og tæki, sem tilheyra þessari starfsemi af KBB ásamt vörubirgðum. Kaupfélag Borgfírðinga verður í fyrstu aða- leigandi nýja félagsins og leggur fram 50 milljónir í hlutafé. Hlutafélagið heitir Afurðasalan Borgarnesi hf. og tók það til starfa 1. janúar sl. Stjórnarformaður er Sigurður Bjamason í Nesi í Reyk- holtsdal. Aðrir í stjórn hlutafélags- ins eru: Ásbjörn Sigurgeirsson, Ásbjarnarstöðum, Gunnar Á. Gunnarsson, Hýrumel, Jón Odds- son, Kolviðarnesi, og Kristján F. Axelsson, Bakkakoti. Áformað er að kjötframleiðendur á viðskipta- svæði KBB geti eignast hluti í fé- laginu. Breyttar kringumstæður Að sögn Þóris Páls Guðjónsson- ar, kaupfélagsstjóra í Borgamesi, Álit skrifstofustjóra heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis Mágsemdir ráðherra o g aðstoðarmanns aukaatriði var samþykkt á auka aðalfundi KBB 29. nóvember sl. að veita stjórn kaupfélagsins heimild til að stofna sérstakt fyrirtæki um rekst- ur sláturhúss, kjötvinnslu og af- urðasölu. Megin ástæðu þessa sagði Þórir Páll vera breyttar kringumstæður í þessari grein, bæði hérlendis og erlendis. Verið væri að bregðast við aukinni sam- keppni innanlands og einnig vænt- anlegum innflutningi á ýmsum kjötvörum. Talið hefði verið heppi- legra að hafa þennan rekstur í sér félagi þar sem framleiðendur væru sjálfir beinir aðilar að rekstrinum. í tengslum við þessar skipulags- breytingar sagði KBB upp öllum starfsmönnum sem vinna í slátur- húsi og kjötvinnslu, alls um 50 manns, frá og með áramótum. Sagði Þórir Páll að hann gerði ráð fyrir að megnið af þessum mann- skap yrði endurráðið hjá Afurða- sölu Borgarness hf. TKÞ. Þrjú prests- embætti laus DÖGG Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu, segir að það hafi verið sitt álit að ný stjórnsýslulög kæmu ekki í veg fyrir að Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðisráð- herra gæti skipað Jón H. Karlsson, aðstoðarmann sinn og mág, formann í stjórnarnefnd Ríkisspítala. Dögg segir ágreiningslaust að ráðherra megi velja mág sinn í starf aðstoðarmanns. Ráðherra geti því skipað þann mann í nefndir sem trúnaðarmann sinn. Guðmundur Ámi skipaði Jón H. Karlsson formann stjómarnefndar Ríkisspítalanna frá og með 31. des- ember 1992. Um áramótin tóku gildi ný stjórnsýslulög sem sett voru sl. vor og geyma hæfisreglur um starfsmenn stjómsýslunnar, þar á meðal ráðherra. Ráðherra óskaði eftir lögfræðilegu áliti Daggar Páls- dóttur áður en hann afréð að skipa Jón í nefndina. Dögg sagði í sam- tali við Morgunblaðið að niðurstaða sín hefði verið að ráðherra gæti skipað aðstoðarmann sinn í þessa nefnd hvort sem það væri fyrir eða eftir gildistöku nýju stjórnsýslulag- anna. Byggir á undantekningarreglu ýmsum hætti sem fulltrúi ráðherra meðal annars með því að taka sæti í nefndum og stjórnum sem undir ráðuneytið heyra og slíkt sé alvana- legt. Það verði að telja mjög þrönga túlkun á lögunum að lögin bjóði að ráðherra víki sæti og fari fram á skipun seturáðherra í hvert sinn er hann hyggst skipa aðstoðarmann sinn til setu í nefndum og ráðum, jafnvel þótt tengsl þeirra séu með þeim hætti sem hér um ræðir. í þessu tilfelli sé ráðherra að skipa aðstoðarmann sinn til formennsku í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna og það sé aukaatriði í þessu sambandi að viðkomandi er jafnframt mágur ráðherra. Eigi því fyrrgreind 2. mgr. 3. gr. laganna við um skipun- ina. Önnur niðurstaða væri um embætti að ræða Dögg segist þeirrar skoðunar að niðurstaðan hefði orðið önnur ef um fast embætti hjá hinu opinbera hefði verið að ræða. Þá hefði ráð- herrann hlotið að víkja sæti sam- kvæmt nýju lögunum. Dögg bendir á að skiptar skoðanir kunni að vera um túlkun hinna nýju laga að þessu leyti og hafi hún því ráðlagt ráð- herra að leita álits forsætisráðu- neytisins, sem fer með framkvæmd stjómsýslulaganna, á skipuninni ef beðið væri með hana fram yfir ára- mótin. Dögg kveðst telja gildistöku nýrra stjórnsýslulaga merkan áfanga sem eigi eftir að hafa viðtæk áhrif í stjórnsýslunni, en það megi ekki túlka þau svo strangt frá upp- hafi að ókleift reynist að starfa eftir þeim. Hún segisttelja að kærusamband sé á milli heilbrigðisráðuneytisins og stjórnarnefnar Ríkisspítalanna. Það þýði að á meðan Jón H. Karls- son sé formaður nefndarinnar verði Guðmundur Árni að víkja sæti ef ákvörðun nefndarinnar er kærð til ráðuneytisins. tíl umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst þijú prestsembætti og er um- sóknarfrestur til 30. janúar nk. Um er að ræða Raufarhafnar- prestakall í Þingeyjarprófastsdæmi, Þingeyri í ísafjarðarprófastsdæmi og nýja stöðu aðstoðarprests við Neskirkju í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Aðstoðarprestsstaðan við Nes- kirkju er auglýst eftir samþykkt sóknarnefndar um að taka að sér fjárhagslegan kostnað af þessari viðbótarprestsþjónustu. Umsóknir um allar þessar stöður sendist biskupi íslands á biskups- stofu. Fully r ðing’ar um íjárhag's- Fjallað er um vanhæfi starfs- manns stjórnsýslunnar til meðferð- ar máls í 3.-6. gr. stjórnsýslulag- anna. í 1. mgr. 3. gr. kemur fram að starfsmaður er vanhæfur ef hann er skyldur eða mægður aðila í bein- an legg eða að öðrum lið til hliðar. Ekki leikur vafi á að tengsl ráðherr- ans og aðstoðarmannsins falla þar undir eins og m.a. má ráða af at- hugasemdum með frumvarpi til stjórnsýslulaga. Dögg kveðst hafa byggt niðurstöðu sína á 2. mgr. 3. gr. þar sem segir: „Eigi er þó um vanhæfi að ræða ef þeir hagsmun- ir, sem málið snýst um, eru það smávægilegir, eðli málsins er með þeim hætti eða þáttur starfsmanns eða nefndarmanns í meðferð máls- ins er það lítilfjörlegur að ekki er talin hætta á að ómálefnaleg sjónar- mið hafi áhrif á ákvörðun." Dögg bendir á að ágreiningslaust sé að ráðherranum hafi á sínum tíma verið heimilt að velja mág sinn í starf aðstoðarmanns. Nýju lögin komi heldur ekki í veg fyrir það enda sé aðstoðarmaður sérlegur trúnaðarmaður ráðherra, sem hverfur úr ráðuneytinu um leið og ráðherrann, og því hljóti ráðherra að hafa frjálsar hendur um val á manni ,í það starf. Dögg segir að aðstoðármáður 'Tcómi fram" méð vanda Sólheima eru rangar HÉR fer á eftir í heild yfírlýsing sem Morgunblaðinu barst í gær frá stjórn Sólheima í Grímsnesi „vegna fréttatilkynningar félags- málaráðherra". „Ágreiningur er milli félagsmála- ráðherra og stjórnar Sólheima um framlög til reksturs Sólheima í kjöl- far skipulagsbreytinga á sl. ári. Kjarni deilunnar er ágreiningur við gerð þjónustusamnings um hvort greitt sé framlag til að standa und- ir launum fatlaðra á Sólheimum, hvort launakjör starfsfólks eigi að vera sambærileg við það sem gerist á öðrum stofnunum fatlaðra, hvort framlag skuli greitt vegna afskrifta húsnæðis sem Sólheimar láta í té. Vegna rangra og villandi ummæla félagsmálaráðherra verður eftirfar- andi að leiðréttast: 1. Félagsmálaráðherra segir að Sólheimar eigi við vanda að stríða vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hið rétta er að Sólheimar eiga ekki við fjárhagsvanda að stríða. Langtímaskuldir Sólheima eru kr. 880 þús. og greiðast upp á næstu mánuðum. Lausaskuídir Sólheima eru eðlilegar fyrir rekstur af þess- ari stærð, eða um 2 milljónir. Lang- tímaskuldir Styrktarsjóðs Sólheima, sem fjármagnar framkvæmdir, eru 69 milljónir. Árleg greiðslubyrði er rúmar 3 milljónir króna og hefur sjóðurinn tryggar tekjur til að mæta greiðslum. Fullyrðingar félagsmála- ráðherra um fjárhagsvanda Sól- heima eru því rangar. 2. Félagsmálaráðherra hefur fullyrt að vandi Sólheima stafi af væntanlegum framkvæmdum vegna annarrar starfsemi. Hið rétta er að Sólheimar hafa ekki lagt í neinar fjárfestingar vegna væntanlegra framkvæmda. í skipulagsskrá Sólheima, sem fengið hefur umfjöllun félagsmálaráðu- neytisins, er ákvæði um rekstur heilsuheimilis. Undirbúningur að rekstri heilsuheimilis er hafinn á vegum Styrktarsjóðs Sólheima. Engar skuldbindingar hafa verið gerðar sem ekki eru til peningar fyrir. Framkvæmdir og rekstur heilsuheimilis verða með öllu aðskil- in þjónustu að málefnum fatlaðra. 3. Félagsmálaráðherra segir framlag til Sólheima meira en til annarra. Hið rétta er að framlag til fatl- aðra á Sólheimum er langt undir því sem gerist fyrir sambærilega þjónustu á stofnunum í eigu ríkis- ins. í skýrslu Hagsýslu ríkisins (maí 1993) kemur fram að meðaltals- kostnaður á sambýlum á vegum rík- isins er 75% hærri en á Sólheimum. Á síðustu árum hefur skipulag þjónustu fatlaðra verið breytt í átt til aukins sjálfstæðis og sjálfræðis fatlaðra. Fatlað fólk hefur öðlast sjálfstæða búsetu og fengið örorku- lífeyri og tekjutryggingu til reksturs eigin heimilis. Kostnaður vegna þessara breytinga hefur alstaðar verið umtalsverður, eins og sjá má í auknum framlögum á fjárlögum til þessa málaflokks. Stjóm Sól- heima krefst sömu réttinda og sömu aðstæðna til handa fötluðu fólki á Sólheimum. Skipulagsbreytingarn- ar voru gerðar til að tryggja fötluðu fólki á Sólheimum örorkulífeyri og tekjutryggingu. Stjórn Sólheima deilir nú við félagsmálaráðherra um framlög til að fylgja eftir sömu kjarabótum til fatlaðra á Sólheimum og aðrir hafa þegar fengið. 4. Félagsmálaráðherra segir Sól- heima brjóta lög og byggja í óleyfi. Hið rétta er að Sólheimar hafa haft öll tilskilin leyfi til bygginga. Fyrir liggur yfirlýsing frá félags- málaráðuneytinu um að Sólheimar hafi heimild til byggingar félags- legra íbúða. Sólheimar hafa ekki sett neinar kvaðir eða skuldbinding- ar á félagsmálaráðuneytið né ráð- stafað öðru opinberu fé vegna fram- kvæmda en þeir hafa rétt á. Lán sem tekin hafa verið eru í nafni Styrktarsjóðsins sem tryggt hefur tekjur til endurgreiðslu þeirra og stendur í fullum skilum. Fullyrðing- ar ráðherra eru því óskiljanlegar. Stjórn Sólheima vill vekja athygli á, að starfsemi og framtíðaráætlan- ir Sólheima hafa ítarlega verið kynntar Svæðisráði Suðurlands og endurskoðuð framkvæmdaáætlun Sólheima til 10 ára hefur árlega verið afhent félagsmálaráðuneytinu og öðrum opinberum aðilum. Fé- lagsmálaráðuneytið hefur aldrei gert athugasemdir við áætlunina.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.