Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994
i
Allslierjargoðinn hlaut gröft í Saurbæjarkirkjugarði að eigin ósk
Kveðjuat-
höfnin á
Akranesi
SVEINBJÖRN Beinteinsson,
bóndi, skáld og allsherjargoði
var jarðsettur í gær að við-
stöddu fjölmenni og hlaut hann
gröft í kirkjugarðinum í
Saurbæ að eigin ósk.
Fyrir jarðsetninguna í gær var
haldin kveðjuathöfn í safnaðar-
heimili Akraneskirkju, Vinaminni.
Þar flutti séra Jón Einarsson pró-
fastur í Saurbæ minningarræðu
og Jörmundur Ingi Hansen, for-
stöðumaður Félags ásatrúar-
manna, kveðjuorð. Kirkjukór
Hallgrímskirkju í Saurbæ söng
nokkur ættjarðarlög en organisti
var Kristjana Höskuldsdóttir. Þá
fluttu félagar í Kvæðamannafé-
lagi íslands drápur og kvæði við
athöfnina.
Morgunblaðið/JG
Lagður til hinstu hvílu
SVEINBJÖRN Beinteinsson allsherjargoði lagður til hinstu hvílu í vígða mold.Trúfélagarr og sveit-
ungar Sveinbjörns, báru kistuna. Séra Jón Einarsson, sem er lengst til hægri á myndinni, kastaði
rekunum en Iengst til vinstri á myndinni má sjá Jörmund Inga Hansen, sem var tilnefndur forstöðu-
maður Asatrúarmanna eftir fráfall Sveinbjörns, en nýr allsheijargoði verður útnefndur í sumar.
Sameigin-
legur vöru-
lager spítala \
BORGARSPÍTALI og St. Jós-
efsspítali, Landakoti, reka sam-
eiginlega vörulager og innkaupa-
deild frá og með 1. janúar sl.
í frétt frá spítulunum segir að '
vörulager þeirra verði staðsettur i
húsnæði Borgarspítalans og muni
hin sameiginlega innkaupadeild
yfirtaka þann vörulager sem sé til
staðar í birgðastöðvum hvors spítala
fyrir sig. Borgarspítalinn tekur að
sér daglegan rekstur, bókhald og
greiðslur fyrir reksturinn.
Akvarðanir um útboð, afgreiðslu
tilboða og aðrar meiriháttar rekstr-
arákvarðanir verða teknar í samein-
ingu af fulltrúum beggja spítalanna.
Unnið hefur verið að framan- í
greindri sameiningu sem og frekara
samstarfi á öðrum sviðum í sam-
ræmi við nefndarálit frá 2. mars i
1992. Að því nefndaráliti stóðu full-
trúar spítalanna, Reykjavíkurborg-
ar, fjármálaráðuneytis og heilbrigð- |
is- og tryggingamálaráðuneytis.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG. 7. JANUAR
YFIRLIT: Yfir Bretlandseyjum er 976 mb lægð sem þokast austur. Yfir
Norðaustur-Grænlandi er 1.038 mb hæð en milli Labrador og Græn-
lands er 960 mb lægð sem þokast austur og verður suður af Hvarfi
l^?^Sfyretu°\ær8ur norðaustankaldi eða stinningskaidí á landinu. Él
verða norðan til og á Austfjörðum en í öðrum landshlutum verður yfir-
leitt lóttskýjað. Þegar líða tekur á morguninn vex vindur heldur af austri
sunnanlands og vestan og síðdegis þykknar upp með allhvassri austan-
átt vestanlands en austanstinningskalda suðaustantil. Frost verður um
allt land en fer heldur minnkandi síðdegis.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Austlæg átt á landinu,
strekkingur og snjókoma eða slydda við suðurströndina, annars staðar
mun hægari vindur og éi á stöku stað. Frost 0-8 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Aftur komin nokkuð hvöss norðaustanátt um
mest allt land og áfram frost. Él við norður- og austurströndina en létt-
skýjað á Suövestur- og Vesturlandi.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsfmi Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
•Q
▼
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
a
Léttskýjað
* / *
* r
r * r
Slydda
■Q
Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V 'v'
Skúrir Slydduél
* * *
* *
* * *
Snjókoma
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær)
Mjög góð færð er yfirieitt á þjóðvegum um sunnan- og vestanvert land-
ið. Á Norðaustur- og Austurlandi er jeppafært um Sandvíkurheiði og
Oddsskarð, einnig er færð verulega farin að þyngjast á Mývatns- og
Möðrudalsöræfum og er þar ekkert fólksbílafæri. Ofært er um Fjarðar-
heiði, Vatnsskarð eystra og Breiðdalsheiði. Á Vestfjörðum er Klettsháls
þungfær, jeppaslóð er yfir Breiðadals- og Botnsheiðar, en ófært um
Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
á grænni línu, 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UMHEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavlk hitl +8 ■5-9 vsður úrk.ígrennd léttskýjað
Bergen 1 skýjaö
Helsinki +5 kornsnjór
Kaupmarmahöfn vantar
Narssarssuaq 1 aiskýjað
Nuuk +2 skafrenningur
Óaló 1 anjókoma
Rtokkhólmur 1 rigning
Þórshöfn 0 snjóél
Algarve 7 alskýjað
Amsterdam 7 skýjað
Barcelona 13 rigníng
Berlín 7 skýjað
Chicago ■ri snjókoma
Feneyjar 8 þokumóða
Frankfurt 8 rigning og súld
Glasgow 5 rigning
Hamborg 6 skýjað
London S alskýjað
LosAngeles 11 skýjað
Lúxemborg 6 rigning
Madríd 5 alskýjað
Malaga 12 rigning
Mallorca 15 alskýjað
Montreal +27 léttskýjað
NewYork +7 alskýjað
Orlando 4 heiðskírt
Parfs 8 rlgning
Madelra 18 súld
Róm 14 skýjað
Vín 11 skýjað
Washington +2 alskýjað
Winnipeg +26 snjókoma
íDAG kl. 12.00
Heimikl: Veöuretofa íslands
(Byggt ó veðurspá kl. 16.30 í gær)
Færeyingar fá sömu
fiskveiðikvóta áfram
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra og færeysk sljórnvöld
náðu í gær samkomulagi um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir þjóð-
anna í ár. Færeyingar fá sömu fiskveiðikvóta hér við land og á
síðasta ári.
Sjávarútvegsráðherra hefur verið
í Færeyjum undanfarna daga til að
ræða fiskveiðiheimildirnar við Tom-
as Aarebo sjávarútvegsráðherra og
Maritu Petersen lögmann Færeyja.
Samkomulag náðist í gær. „Niður-
staðan er sú að þrátt fyrir miklar
þrengingar hjá okkur verður kvót-
anum haldið óbreyttum. Það þýðir
6.000 lesta heimildir þeirra í okkar
fískveiðilögsögu. Þar af má þorskur
ekki vera meira en 700 lestir og
lúða ekki meira en 400 lestir. Við
eigum kost á að veiða 2000 lestir
af Hjaltlandssíld og hugsanlega
einnig síld sem veiðist norður af
Færeyjum og 1.000 lestir af makr-
íl,“ sagði Þorsteinn í gær. íslending-
ar hafa ekki nýtt síldar- og makrílk-
vótann. Aðspurður hvort einhveijar
líkur væru á því að það yrði gert í
ár sagði Þorsteinn að um það væri
ómögulegt að segja. „Mér fínnst
rétt að menn kanni þessa möguleika
og nýta okkur þá ef færi gefst. Það
hefur til dæmis stundum verið mik-
il veiði af Hjaltlandssíld.
„Ég geri mér grein fyrir því að
þetta er erfítt og ekki nema eðlilegt
að sjómenn og útvegsmenn mót-
mæli þessu miðað við þær aðstæður
sem við búum við í dag. Ríkisstjóm-
inni hefur hins vegar þótt sem við
þyrftum að líta á þetta í stærra
samhengi og til þess að viðhalda
góðum tengslum við þessa bræðra-
þjóð okkar. Við höfum einnig viljað
líta til þess að þeirra erfíðleikar eru
miklum mun stærri en okkar,“ sagði
Þorsteinn.
Færeyingar eru ánægðir með
samkomulagið, samkyæmt frétt frá
fréttaritara Morgunblaðsins í Fær-
eyjum.
Magnús V. Finnboga-
son kennari látínn
LÁTINN er í Reykjavík Magnús
Víglundur Finnbogason mennta-
skólakennari, 91 árs að aldri.
Magnús fæddist í Skarfanesi á
Landi 9. október 1902, sonur Finn-
boga Höskuldssonar og Elísabetar
Þórðardóttur. Magnús varð stúdent
frá MR 1926 og lauk magistersprófí
í íslenskum fræðum frá Háskóla ís-
lands 1932. Hann var við fræðistörf
í Uppsölum í Svíþjóð 1934, sóttr
heimsmót kennara í Oxford 1953
og Manilu 1956 sem fulltrúi mennta-
skóiakennara og barnaskólakenn-
ara. Magnús var stundakennari og
kennari við ýmsa skóla í Reykjavík
1929—1942. Hann kenndi íslensku
og latínu við MR frá 1942 og var
yfirkennari við skólann frá 1955.
Hann var prófdómari í íslenskri
málfræði við Háskóla íslands frá
1944. ,
Magnús sá um þáttinn íslenskt
mál í Ríkisútvarpinu árið 1970.
Hann var bókavörður við bókasafn
Menntaskólans í Reykjavík frá
1973—1979. Magnús var einn stofn-
enda Heimdallar, félags ungra sjálf-
stæðismanna í Reykjavík.
Magnús samdi Islenskji málfræði
ásamt Marteini Magnússyni sem
kom út 1940, samdi ritgerðir og
'greinar ýmislegs ‘ efais í Skírrti,
MéhnTamál- ög dagblöð og þýddi
Sögu Knúts Rasmussens eftir Kaj
Birket-Smith árið 1935. Hann bjó
til útgáfu Njálssögu 1944, Sturlunga
sögu I—II 1946, Eddu Snorra Stur-
lusonar 1952, Hrafnkels sögu Freys-
goða 1953, Gunnlaugs sögu orms-
tungu 1954 og Laxdæla sögu, 1957.
Eiginkona Magnúsar var Kristín
Elíníusardóttir, sem lést 1988. Þau
áttú eina dóttur, Hjördísi Margréti
"kennarai ..
1
I
<
(
(
I
I
(