Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 48
Gleðile^t ár
SJOVÁuíoALMENNAR
ínrgnwMaliilí
JtemCd
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
SÍMI 091100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
FOSTUDAGUR 7. JANUAR 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
íslendingar ræða við Dönsku jarðfræðistofnunina
Áhug’i á þátttöku í
jarðgasathugunum
JARÐFRÆÐINGUR frá Orkustofnun er nú staddur í Danmörku til
viðræðna við fulltrúa Dönsku jarðfræðistofnunarinnar sem hefur lýst
yfir áhuga á að taka þátt í frekari rannsóknarvinnu í Oxarfirði, en
niðurstöður skýrslu Orkustofnunar sem kynntar voru erlendum oliufé-
lögum og vísindastofnunum á síðasta ári sýna að jarðhiti í Öxarfirði
skapar óvenjulegar aðstæður til myndunar kolvetna (olíu og gass) í
jörðu, neðan við 450 metra dýpi. Jakob Björnsson orkumálastjóri seg-
ir að danska stofnunin hafi áhuga á samvinnu við Orkustofnun um
gerð tölvulíkans af setlagadældinni í Öxarfirði og að taka þátt í frek-
ari rannsóknum sem gagnast gætu við gerð líkansins, haldi íslending-
ar könnunum áfram.
Árið 1991 veitti Alþingi 8,5 millj-
ónir kr. til að bora 700 metra djúpa
holu niður á setlög í Skógalóni í landi
Ærlækjarsels í Öxarfirði, til að leita
uppruna brennanlegs olíugass sem
kom upp með jarðhitavatni þar ári
áður. Borunum var hætt af fjárhags-
legum og tæknilegum ástæðum þeg-
ar komið var niður á 450 metra
dýpi og voru sýni úr borkjarna m.a.
send til rannsókna og efnagreiningar
í Danmörku. Niðurstöður voru
dregnar saman í skýrslu Orkustofn-
unar og gáfu ekki tilefni til mikilla
væntinga um vinnanlegt magn af
gasi þar. Ljóst var þó að jarðgas,
olíugas eða kolagas sem þar er að
fínna er ættað úr djúpstæðum jarð-
lögum og virðist myndun þess tengj-
ast jarðhitavirkni, annaðhvort vegna
hás hita eingöngu, en nýmyndun
olíu og gass úr lífrænum leifum í
sjávarseti tekur mjög skamman tíma
jarðsögulega séð við 130-150 gráðu
hita, eða fyrir hitaáhrif úr koluðum
jurtaleifum (surtarbrandi).
Að sögn Jakobs var skýrsla Orku-
stofnunar send að frumkvæði iðn-
aðaráðuneytisins í maí sl. til 27 að-
ila í Evrópu og Bandaríkjunum til
að kanna samstarfsáhuga. Bárust
átta svör og höfnuðu sumir sam-
starfi eða létu þess ógetið hvort
áhugi væri fyrir hendi. „í svari
norsks olíufyrirtækis kom fram að
það teldi ekki hægt að meta horfur
á vinnanlegum kolvetnum þarna,
olíu eða gasi, á gruúdvelli skýrslunn-
ar, en gaf ýmis hollráð um næstu
stig í rannsóknum ef við hygðumst
halda þeim áfram,“ segir Jakob.
Danska jarðfræðistofnunin lýsti yfir
áhuga á samstarfi og segir Jakob
enn óljóst hvernig útfærslu þess yrði
háttað ef af verður.
„Frekari rannsóknir eru háðar
fjárveitingum og ákvörðun yfir-
valda,“ segir Jakob. „Kæmi hins
vegar í ljós að þarna væri vinnan-
legt magn að ræða er það því aðeins
áhugavert til vinnslu að hugað sé
að útflutningi. íslenski markaðurinn
er ailtof lítill."
Ferðamönn-
um fjölgaði
um 40% í des.
ERLENDIR ferðamenn sem
komu til Islands í desember
urðu alls 6.453, sem er um 40%
aukning frá sama mánuði 1992
er þeir voru 4.562. Heildar-
fjöldi erlendra ferðamanna á
nýliðnu ári var 157.326, sem
er um 15 þúsund manna aukn-
ing eða 10,4%.
Erlendir ferðamenn hafa ekki
fyrr verið jafnmargir og má ætla
að gjaldeyristekjur hafi numið 15
milljörðum sem jafngildir um 40
milljónum á dag allan ársins
hring. Mest fjölgaði ferðamönn-
um frá Hollandi en fækkaði mest
frá Finnlandi.
Sjá bls. 1 í Daglegu lífi.
Þrettándakvöld
Mbl./Árni Sæberg
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1994 lögð fram
Framlög til framkyæmda
lækka um 15% milli ára
AÆTLAÐAR heildartekjur borgarsjóðs árið 1994 eru 14.219 milljónir
samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem Markús Örn Antons-
son borgarsljóri lagði fram á fundi borgarsljórnar í gær. Af heildar-
tekjum eru áætlaðar skatttekjur borgarsjóðs 10.155 milljónir og vakti
borgarstjóri athygli á að skatttekjur lækka um 56,5 milljónir frá árinu
1993. Tekjur sem færast beint á móti einstökum gjaldaliðuin eru 4.064
milljónir kr. Rekstrargjöld eru áætluð 10.832 milljónir kr. og er það
3,1% lækkun frá áætlaðri útkomu af rekstri borgarinnar á síðasta
ári. Framlög vegna framkvæmda á vegum borgarinnar lækka um rúm
15% milli ára eða úr tæplega 8,9 milljörðum í 7,5 milljarða árið 1994.
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar
Smíði nýs varðskips
löngu orðin tímabær
ÞAÐ ER löngu orðið tímabært, að Landhelgisgæzlan eignist nýtt skip,
segir Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri, en hann hefur orðað það, að
smíðasamningur um nýtt varðskip yrði vegleg gjöf til íslenzkrar þjóð-
ar á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins. Elzta skip Gæzlunnar er nú
orðið 33 ára, Óðinn, en hið yngsta, Týr, er nú 18 ára. Aðalmálið er
að eignazt nýtt og öflugt varðskip, sagði Hafsteinn, og í því sambandi
er sjálfsagt að líta á, hvort unnt sé að smíða skipið innanlands, sem
samvinnuverkefni nokkurra skipasmíðastöðva, en verkefnaskortur
hefur háð íslenzkum skipasmíðastöðvum sem kunnugt er.
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri
Landhelgisgæzlunnar sagði í samtali
við Morgunblaðið að aðeins væri um
hugmyndir að ræða að svo stöddu,
hvorki væri búið að móta kostnaðar-
áætlun né teikna skipið, en miðað
við nútímakröfur teldi hann um að
ræða um 2.500 brúttólesta skip, sem
væri stórt miðað við varðskipið Tý,
sem er 923 brúttólestir, en nýju
dönsku varðskipin eru 3.500 brúttór-
úmlestir. „Það er stolt hvðrrar þjóðar
að hafa glæsileg og vel búin varð-
skip,“ sagði Hafsteinn. „Bráð nauð-
syn er að endurnýja skipakost Land-
helgisgæzlunnar, þar sem yngsta
skipið, Týr, er smíðað árið 1975 og
systurskip þess, Ægir, er smíðað
1968. Elztur er Óðinn, smíðaður
1960. Auk þess á Gæzlan sjómæl-
ingabátinn Baldur, sem smíðaður var
árið 1990 á Seyðisfirði og er 51
brúttólest."
Aðspurður sagði Hafsteinn Haf-
steinsson, að of snemmt væri að
ræða um yfírtöku Landhelgisgæzi-
unnar á þyrluflugsveit vamarliðsins,
en eins og kunnugt er af fréttum
af bókun utanríkisráðherra og vara-
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
gáfu Bandaríkjamenn ádrátt um að
Islendingar tækju yfír rekstur sveit-
arinnar. Það kom fram hjá Haf-
steini, að hann hefur í huga á kom-
andi sumri að veita ungu fólki tæki-
færi til að kynna sér gæzlustörf og
kæmi þá til greina að nokkrir hópar
unglinga færu í 2 til 3 ferðir með
varðskipum í venjuleg verkefni. Slík-
ar ferðir eru í senn fræðandi og
þroskandi fyrir ungt fólk, sagði Haf-
steinn og bætti við að siíkt hefði
verið reynt fyrir nokkrum árum og
gefizt vel.
í máli borgarstjóra kom fram að
þær breytingar á lögum um tekju-
stofna sveitarfélag sem samþykktar
hafa verið leiði til þess að fjárhags-
legt sjálfstæði og forræði sveitarfé-
laga sé verulega skert. Felldur er
niður sjálfstæður tekjustofn þeirra
og skattbyrði fyrirtækja að miklu
leyti færð yfír á einstaklinga. „í stað
þess að hækka útsvar um allt að 2
prósentustig er nú gerð tillaga um
að halda því í lágmarki, sem nýsett
lög heimila, eða 8,4%, en auka kröf-
ur um arðgreiðslur frá fyrirtækjum
borgarsjóðs í stað þess að auka enn
á skattbyrði borgarbúa," sagði Mark-
ús.
Helstu útgjaldaliðir
Borgarstjóri sagði að u.þ.b. einn
milljarður kr. yrði veittur í þágu aldr-
aðra á árinu. Þar af tæplega 400
millj. til framkvæmda. Til félags-
málastofnunar er áætlað að veita
1.140 millj. á árinu og þar af er reikn-
að með tæpum hálfum milljarði í fjár-
hagsaðstoð. Til menningarmála,
umhverfismála og almenningsíþrótta
verða veittar samtals 1.439 milljónir,
þar af er rekstrarkostnaður 1.065
millj. Af tæplega 508 millj. sem ætl-
að er að verja eingöngu til menning-
armála, mun rekstur Borgarbóka-
safnsins taka til sín 145,7 millj. og
framlag til Leikfélags Reykjavíkur
er áætlað 118,2 millj.
Heildarkostnaður vegna æsku-
lýðs-, tómstunda- og íþróttamála er
áætlaður 1.397,3 millj. og áætlaðar
tekjur eru 406,2 millj. Rekstr-
arkostnaður borgarsjóðs er áætlaður
991 millj. eða 10,7% af heildar-
rekstri borgarinnar. Til dagvistar-
mála er áætlað að verja samtals
1.717. milljónum.
Áætlaður kostnaður við fram-
kvæmdir, rekstur og viðhald gatna
og holræsa árið 1994 er 2.086,2
millj. og er það um 17,5% lægri upp-
hæð en á árinu 1993. Reiknað er
með framlagi úr ríkissjóði til þjóð-
vega í þéttbýli að upphæð samtals
257 milljónir.
Sjá fréttir á miðopnu.
-----» ♦ ♦----
Slasaðist illa
þegar flug-
eldur sprakk
KARLMAÐUR slasaðist alvarlega
á flugeldasýningu sem kíwanis-
klúbburinn Hof í Garði hélt í gær-
kvöldi. Sýningarflugeldur sem var
í sérstöku hylki sprakk við jörðu
með þeim afleiðingum að brot úr
hylkinu fór í fót mannsins, sem
var að vinna við flugeldasýning-
una.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið
í Keflavík en þaðan á Borgarspítalan
og síðan á Landspítalann í Reykja-
vík. Samkvæmt upplýsingum læknis
var maðurinn með alvarlega áverka.
Var hann með slæmt sár á fæti og
hafði fótbrotnað. Slasaðist hann
einnig á auga og fékk minni háttar
höfuðáverka.
Miklar annir voru á slysadeild
Borgarspítalans í gærkvöldi á þrett-
ándandum. Að sögn læknis höfðu
fleiri leitað sér aðstoðar á slysadeild-
inni kl. 23 í gærkvöldi en allt gaml-
árskvöld og á nýársnótt. Tvö augn-
slys urðu í gærkvöldi og margir hlutu
brunasár af völdum fíugelda.