Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 23 Móðir Clintons látin VIRGINA Kelley, móðir Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, lést í gærmorgun á heimili sínu í Hot Springs í Arkansas. Hún var sjö- tug að aldri. Fyrir nokkr- um árum gekkst hún undir aðgerð vegna bijóstakrabbameins en það hafði tekið sig upp aftur. Þau mæðginin, Kelley og Clint- on, voru ávallt mjög náin en faðir hans, Bill Blythe, lést af slysförum meðan hann var enn í móðurkviði. Kelley var fjór- gift. Ræðast aftur við í Taba TILKYNNT var í gær að samn- ingamenn ísraela og Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) myndu freista þess á ný að leiða til lykta ágreining sem tafið hefur framkvæmd friðar- samkomulags frá 13. septem- ber. Hefja þeir viðræður í Taba í Egyptalandi á sunnudag eða mánudag. Börn sæta órétti BÖRN sæta pyntingum, nauðg- unum, aftökum og hvers kyns mannréttindabrotum í mörgum löndum þrátt fyrir barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem tók gildi fyrir fjórum árum, að sögn mannréttindasamtakanna Am- nesty International. Borgað fyrir uppljóstranir DREGIÐ hefur úr smáglæpum og fíkniefnaneyslu nemenda í Reseda-menntaskólanum í Los Angeles. Ástæðan er sögð sú að skólastjómin hefur veitt nemendum peningaverðlaun fyrir að ljóstra upp um sam- stúdenta sína. Spilling í leyniþjónustu GERARDO Di Pasquale, einn af fyrrum yfirmönnum ítölsku leyniþjónustunnar, SISDE, var handtékinn í gær en hann er talinn hafa átt aðild að gífur- legum fjárdrætti yfirmanna stofnunarinnar. Oscar Luigi Scalfaro forseti og Nicoila Mancino innanríkisráðherra hafa verið hreinsaðir af því að eiga aðild að spillingannálum tengdum SISDE. Rífast um símaklefa HART er deilt um rauðan síma- klefa í þorpinu Hemingford Grey norður af London og hef- ur John Major forsætisráðherra dregist inn í málið. Hann bjó um tíma í þorpinu sem er í kjör- dæmi hans. Leituðu nokkrir þorpsbúar eftir liðsinni hans við að finna klefanum, sem var samkomustaður háværra ung- linga, nýjan stað. Varð hann við því og skrifaði Breska sím- afélaginu. Málið komst í há- mæli og hefur mikill meirihluti þorparanna risið gegn þessum áformum og vill að ekki verði hreyft við símaklefanum. ! Pí5r) SSfl .'!it Íj*x.(íl.4ei 7 ! Virginia Kelley Davíð Oddsson um Litháa og NATO Yniis Mið-Evrópuríki ft'aniar í biðröðinni „I sjálfu sér hefur ekki verið tekin afstaða til þessarar umsóknar neins staðar í NATO-löndum. Hún kom bara í gær eða fyrradag,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra er hann var spurður um af- stöðu ríkissljórnarinnar til aðildarumsóknar Litháa að Atlantshafs- bandalaginu (NATO), sem sagt var á forsíðu Morgunblaðsins í gær. Davíð sagði að óskir fyrrum Var- sjárbandalagsríkja um að þær fái inngöngu i NATO yrðu ræddar á leiðtogafundi bandalagsins í Brussel á mánudag og þriðjudag. „Ég býst Tip O’Neill Tip O’Neill þingfor- seti látinn Boston. Reuter. THOMAS O’Neill fyrrum forseti fulitrúadeildar Bandaríkjaþings lést í gær á sjúkrahúsi í Boston af völdum hjartaáfalls. Hann var á 82. aldursári og hafði háð langt sjúkdómsstríð, m.a. gengist undir nokkrar skurðaðgerðir vegna krabbameins. O’Neill gekk jafnan undir viðurnefn- inu „Tip“. Hann tók sæti Johns F. Kennedys í fulltrúadeildinni árið 1952 og sat þar fyrir demókratá- flokkinn til ársins 1986. Á þeim tíma var hann þingforseti frá 1977 þar til hann dró sig í hlé 1986. Áður hafði Tip O’Neill setið á löggjafar- samkundu Massachusetts. Heima- bær hans var Cambridge og var hann kominn af verkamönnum, faðir hans var múrari. Að forseta Bandaríkjanna frátöld- um var O’Neill áhrifamesti stjóm- málamaður Bandaríkjanna. í sjálf- sævisögu sem út kom eftir að hann hvarf af þingi lýsir hann ýmsum átökum sem fylgdu þingforsetastarf- inu og vakti bókin mikla athygli. Þá eru fræg ummæli hans um Ronald Reagan sem hann sagði hafa verið lélegur forseti en hefði getað orðið góður kóngur. nú við að á þessu stig máls sé það ofan á að leita samstarfs með til- teknum hætti sem gæti svo síðar meir þróast inn í einhvers konar aðild en hún sem slík sé ekki tíma- bær á þessu augnabliki. Ég býst'við að það verði niðurstaðan en vil þó ekki tjá mig of mikið um málið áður en fundurinn er haldinn," sagði Dav- íð Oddsson. Varðandi stækkun NATO sagði forsætisráðherra að ríkisstjórnin hefði ekki fjallað sérstaklega um það mál. „Ég býst við því að menn hefðu talið að ýmis Mið-Evrópuríki væru framar Litháum á lista yfir hugsan- leg ný aðildarríki. En umsóknin seg- ir auðvitað þá sögu að þessar þjóðir eru nokkuð órólegar yfir þróuninni í Rússlandi. Reyndar hefur mér líka borist bréf frá Rúmeníuforseta svip- aðs eðlis þar sem hann fer fram á stuðning við inngöngu þeirra í Atl- antshafsbandalagið," sagði Davíð Oddson að lokum. HÓRDKA Skíðaskór Bioflex 40 dömuskór - kr. 7650 Verteck 55 herraskór - kr. 10950 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ. SÍMI812922 EGLA bréfabinctt KJÖLFESTA ÍGÓÐU SKIPULAGI < Við sendum þér bækling óskir þú þess , X með myndum af íjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 CEMSJr- Hallarmúla • Kringlunni • Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.