Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Er félagsmálaráðherr- ann vondur við Sólheima? eftirBraga Guðbrandsson Hinn 4. jan. sl. ritar formaður stjórnar Sólheima í Grímsnesi grein í Mbl. sem ber yfirskriftina „Ekki kemur til greina að loka Sólheimum eða hætta starfi þar fyrir fatlaða". í greininni fjallar stjómarformaður- inn um þann ágreining sem ríkt hef- ur á milli félagsmálaráðuneytisins og stjómar Sólheima um fjárveiting- ar til Sólheima og önnur atriði er lúta að samskiptum ráðuneytisins og sjálfseignarstofnunarinnar. Degi síð- ar birtist grein varaformanns stjóm- ar Sólheima þar sem fjallað er um sama efni. í báðum þessum greinum er því haldið fram að undirrót ágrein- ingsins sé einfaldlega fólgin í því að félagsmálaráðherrann hafí lagt Sól- heima í einelti í áraraðir. Ekki er hægt að láta hjá líða að gera grein fyrir málinu enda þótt ógjörningur sé að leiðrétta allar þær rangfærslur sem fram koma í umræddum grein- um. Aldrei hefur komið til greina að loka Sólheimum Eitt meginatriðið í grein stjórnar- formannsins er að aldrei hafi því verið hótað af stjóm Sólheima að hætta starfsemi fyrir fatlaða þar. Sannleikurinn er þessi: Hinn 16. des. sl. kom stjóm Sólheima saman og gerði samþykkt þar sem fram kom m. a. eftirfarandi: „Þar sem ekki hefur náðst sam- komulag við félagsmálaráðuneytið um gerð þjónustusamnings vegna reksturs Sólheima í Grímsnesi og svar hefur ekki borist við bréfi stjóm- ar heimilisins til félagsmálaráðherra dags. 6. desember s.l. gerir stjóm Sólheima svohljóðandi samþykkt: 1. Rekstri þjónustumiðstöðvar fatlaðra á Sólheimum í Grímsnesi verður hætt 31. desember 1993. 2. í upphafi næsta árs, eins fljótt og auðið er, verði í stað þjónustumið- stöðvar fatlaðra hafínn á Sóiheimum rekstur á sviði heilbrigðis-, mannúð- ar- og menningarmála. Mun stjórn heimilisins heíja viðræður við vænt- anlega samstarfsaðila um það mál hið fyrsta. 3. Framkvæmdastjóra Sólheima er heimilt að semja um þjónustu við fatlaða á Sólheimum til bráðabirgða meðan á brottflutningi stendur. Brottflutningur fylgi eftirfarandi áætlun: 31. desember 1993 flytji 7 heimilismenn, 1. febrúar 1994 fiytji 8 heimilismenn, 1. mars flytji 20 heimilismenn og eigi síðar en 1. apríl flytji 5 heimilismenn. 4. Framkvæmdastjóra er aðeins heimilt að semja um ofangreint ef fram kemur formleg beiðni frá fé- lagsmálaráðuneytinu um það fyrir kl. 17.00 sunnudaginn 19. desember n. k. Samkomulag er háð því að ráðu- neytið greiði vegna rekstrar í janúar 7.250 þús. kr. og berist sú greiðsla eigi síðar en 4. janúar 1994 og að aðrar greiðslur verði í samræmi við þá upphæð og íjölda heimilismanna." Bókun þessi var send félagsmála- ráðuneyti degi eftir að hún var gerð. Það má hveijum manni vera ljóst af lestri bókunarinnar að það var ásetn- ingur stjórnar að hætta starfsemi fyrir fatlaða fyrirvaralaust ef ekki yrði gengið að kröfum hennar um aukið rekstrarframlag. Sú lítilsvirð- ing í garð fatlaðra íbúa á Sólheimum sem fram kemur í bókun stjómar er ótrúleg. Það virðist vera að stjóm Sólheima líti svo á að fatlaðir íbúar Sólheima séu með öllu réttlausir, unnt sé að vísa þeim af heimilum sínum nær fyrirvaralaust og eignir Sóiheima megi taka undir starfsemi óskylda þjónustu við fatlaða. Viðbrögð ráðuneytis og samþykkt fulltrúaráðs Sólheima Ráðuneytið svaraði bókun stjómar Sólheima með sérstöku bréfí þar sem fullri ábyrgð er lýst á hendur stjóm Sólheima en jafnframt bent á að stjóm Sólheima hafí enga heimild til að taka ákvörðun um lokun heimilis- ins, jafnvel þótt fulltrúaráðið stað- festi bókunina, þar sem skýrt er kveðið á um það í skipulagsskrá Sólheima að ákvörðun í þeim efnum geti prestastefna ein tekið. Bókun stjómar var lögð fýrir full- trúaráð Sólheima á sérstökum fundi þess 19. desember. Fyrir milligöngu biskups var fulltrúum ráðherra boðið að gera grein fyrir sjónarmiðum fé- lagsmálaráðuneytisins í málinu. Umræða var góð á þeim fundi og niðurstaða fulltrúaráðsins var sú að leitað yrði sátta í málinu og óskað var eftir fundi með ráðherra um málið. Á þeim fundi var ákveðið að tveir fulltrúar frá hvorum aðila fyrir sig settust niður til að fínna lausn á ágreiningnum. Þegar sú vinna stóð sem hæst kaus stjómarformaður Sólheima að slíta þeim með rætnum yfírlýsingum um að félagsmálaráð- herra hefði m.a. lagt heimilið í ein- elti sl. 14 ár. • Félagsmálaráðherra leitaði þá eft- ir því að biskup hefði milligöngu um tiltekna lausn málsins, eins og kunn- ugt er. Stjórnarformaður Sólheima hefur þótt lítið til þess koma að bisk- up leiti sátta og ekki virt það tilboð sem fyrir liggur svars. Eru rekstrarframlög ófullnægjandi? Um hvað snýst ágreiningurinn um rekstrarframlög til Sólheima. í byij- un árs 1993 var Sólheimum breytt úr vistheimili fyrir fatlaða í þjónustu- miðstöð fyrir fatlaða. í þessu felst m.a. að íbúamir fluttu af vistheimili- seiningum í sambýli eða sérbýli. Þar sem þeir höfðu þannig öðlast sjálf- stæða búsetu með sjálfstæðu heimil- ishaldi, öðluðust þeir rétt til bóta frá Tryggingastofnun ríkisins í stað vasapeninga, sem þeir áður höfðu haft. Greiðslur til einstaklinga hækk- uðu því úr u.þ.b. kr. 10 þús. á mán- uði í kr. 45-55 þús. Breytt fyrirkomu- lag byggist á því að hinir fötluðu standa nú straum af kostnaði vegna eigin framfærslu, sem fyrir breyting- una var fiármögnuð af rekstrarfé Sólheima. Þetta kemur raunar fram í bréfi stjórnarformanns Sólheima til svæðisráðs Suðurlands dags. 28.6. 1993 þegar hann lýsir áhrifum skipu- lagsbreytingarinnar svo: „Ætla má að laun verði áfram greidd úr ríkis- sjóði en rekstrarliðurinn „annar kostnaður" mun lækka verulega m.a. vegna þess að fatlaðir heimilismenn greiða mat og nokkum annan kostn- að af bótum sínurn." Því blasir við að þörf Sólheima fyrir rekstrarfé á fjárlögum hlýtur að minnka í kjölfar þessa. Á það hefur stjórn Sólheima samt sem áður ekki fallist. Mat félagsmálaráðuneytis er að eðlilegt rekstrarframlag til Sólheima á árinu 1994 sé 70,1 m.kr. Til viðbót- ar nema greiðslur til íbúa frá Trygg- ingastofnun á bilinu 22-23 m.kr. Til samanburðar má geta þess að árið 1992 nam rekstrarkostnaður Sól- heima skv. ársreikningi 77,8 m.kr. en þá voru greiðslur Tryggingastofn- unar til vistmanna um 5 m.kr. Þann- ig má ljóst vera að opinber fjárfram- lög til Sólheima hafa aukist umtals- vert á milli þessara ára. Rétt er að taka fram að fjárlaga- Bragi Guðbrandsson „Stjórnendur Sólheima telja sig geta tekið hveijar þær ákvarðanir um málefni heimilisins sem þeim sýnist, án nokkurs samráðs við þar til bær stjórnvöld, og síðan eru gerðar kröfur um að ríkissjóð- ur greiði kostnaðinn og hótunum beitt ef stjórn- völd fallast ekki skil- yrðislaust á þær.“ skrifstofa fjármálaráðuneytisins, Ríkisendurskoðun og fjárlaganefnd alþingis hafa yfírfarið alla útreikn- inga félagsmálaráðuneytis jafnframt því að gera sínar sjálfstæðu athugan- ir á rekstri Sólheima. Niðurstaða allra þessara aðila er sú að eðlileg fjárveiting til Sólheima skuli vera sú sem fram kemur í tillögu félagsmála- ráðuneytis. Hverjar eru kröfur Sólheimamanna? Stjórnendur Sólheima hafa gert kröfur um rekstrarframlög sem nema meðaltalskostnaði á íbúa í sam- býlum fatlaðra skv. skýrslu Hagsýslu ríkisihs frá 1993. í þessu felst krafa um aukið rekstrarfé sem nemur um 30 m.kr. Skv. úttekt Hagsýslunnar nam launakostnaður vegna umönn- unar fatlaðra á sambýlum um 1,6 m.kr. árið 1991. Frávik frá þessu meðaltali eru afar mikil, lægstur var kostnaðurinn 685 þús. kr. en hæstur 2.584 þús. kr. Þessi mikla dreifíng skýrist af mjög breytilegri umönnun- arþyngd annars vegar og hins vegar umfangi þeirrar þjónustu sem íbúar sambýlanna njóta utan heimila sinna t.d. í dagvist eða vemdaðri vinnu. Krafa Sólheimamanna að fá greidd- an meðaltalskostnað þarfnast því rökstuðnings sem tekur mið af ofan- greindum atriðum. Þann rökstuðning skortir. Hins vegar liggur fyrir í mati á þjónustuþörf vistmanna á Sólheimum og annarra sólarhrings- stofnana frá 1988, hið eina sem gert hefur verið, að umönnunarþörf vist- manna er mun minni en á öðrum sambærilegum stofnunum. Þannig voru 75% vistmanna metnir sjálf- bjarga. Hin virka þátttaka heimilis- fólks á Sólheimum bendir jafnframt til hás getustigs. Þess vegna er eðli- legt að kostnaður á Sólheimum sé nokkuð undir meðaltali, sérstaklega þegar haft er í huga að inni í meðal- talstölum eru mörg sambýli sem veita íbúum sínum sólarhringsþjónustu. í viðræðum við stjórnarformann Sólheima bauð ráðuneytið að gerður væri þjónustusamningur til eins árs þar sem byggt væri á fjárhæðum tiltekinna rekstraraðiia þar sem sannanlega er hægt að aðskilja kostnað vegna búsetu og verndaðrar vinnu svo sem gert er á Sólheimum. Þvi tilboði var hafnað. Þess má geta að sama viðmiðun og Sólheimar hafa farið fram á, þ.e.a.s. 1,6 m.kr. á ári, myndi leiða til um 120 m.kr. hækkunar á fjárveit- ingum til allra sambýla og annarra búsetu- og atvinnuúrræða. Samsvar- ar það um 26% hækkun útgjalda úr ríkissjóði vegna þessara þjónustu- stofnana miðað við fjárlög þessa árs. Hafa Sólheimar verið í fjársvelti? Félagsmálaráðuneytið hefur látið taka saman fjárframlög úr ríkissjóði til Sólheima í Grímsnesi í saman- burði við framlög til annarrar sam- bærilegrar sjálfseignarstofnunar, Skálatúns í Mosfellsbæ. Samanburð- urinn tekur til áranna 1983 til og með 1993, en stofnanirnar fóru báð- ar á fjárlög 1983 en daggjöld höfðu áður staðið straum af rekstrarkostn- aði þeirra. Þessi samanburður leiðir í ljós, að fjárframlög til Sólheima hafa aukist um 99,8% á föstu verð- lagi frá upphafí til loka tímabilsins en framlög til Skálatúns hafa aukist um rúm 19%. Rétt er að taka fram að inn í þessi fjárframlög eru reikn- aðar fjárveitingar í fjárlögum, auka- fjárveitingar og greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Ljóst er því, að Sólheimar í Grímsnesi hafa fengið fjárframlög úr ríkissjóði langt um- fram aðrar sarnbærilegar stofnanir. Athyglisvert er að draga saman niðurstöður ársreikninga Sólheima hin síðari ár. Þar kemur fram að rekstrarframlög til Sólheima hafa í reynd ekki verið skorin við nögl. Samkvæmt ársreikningum 1989- 1992 hefur orðið rekstrarafgangur öll þessi ár og hefur hann farið 'vax- andi frá ári til árs. Þannig var rekstr- arafgangur um 450 þús. árið 1989, rúmar 2,3 m.kr. árið 1990, tæpar 2,4 m.kr. árið 1991 og um 5,6 m.kr. árið 1992. Tölur þessar eru allar á verðlagi í des ’93. Það er augljóst að fjárhagsvandi Sólheima á ekki rætur að rekja til skertra fjárveitinga undanfarin ár. Þá benda-þessar tölur ekki til þess að félagsmálaráðherra hafi lagt heimilið í einelti undanfarin ár eins og stjórnarformaðurinn hefur ítrekað haldið fram. En í hverju er þá vandi Sólheima fólginn? Uppbygging og fjárhagsvandi Sólheima Síðastliðinn áratug hefur átt sér stað stórfelld uppbygging á Sólheim- um í Gríinsnesi. Á árunum 1985- 1992 hafa verið byggð íþróttahús, vinnustofur, sambýli og félagslegar íbúðir, samtals rúmir 2.100 fermetr- ar. Þessi uppbygging hefur kallað á aukin fjárframlög úr ríkissjóði. Samt sem áður hafa ákvarðanir um þessa fjárfestingu aldrei verið bornar undir þá aðila sem lögum samkvæmt á að gera, þ.e.a.s. svæðisskrifstofu í mál- efnum fatlaðra, stjórnarnefnd og fé- lagsmálaráðuneyti. Skuldir Sólheima og Styrktarsjóðs Sólheima voru í árslok 1992 um 89 m.kr. Áformuð er enn frekari upp- bygging, m.a. til að rýma fyrir nýrri og óskyldri starfsemi. í áliti ríkisend- urskoðanda frá nóv. sl. um rekstrar- framlag til Sólheima þar sem tillaga félagsmálaráðuneytis um rekstrar- framlag er staðfest, er bent á að fjár- hagsstaða heimilisins sé „bágborin um þessar mundir sem rekja má m.a. til endurbóta á húsnæði og slæmri skuldastöðu heimilisins frá fyrri árum“. Hér vísar Ríkisendur- skoðun til hinnar miklu uppbygging- ar sem verið hefur á Sólheimum og fyir er vikið að. í ræðu formanns fjárlaganefndar alþingis við afgreiðslu fjáraukalaga í nóv. sl. kemur fram sami skilningur er hann segir við afgreiðslu fjárauka- laga 1993 þar sem hann gerir grein fyrir því hvers vegna fjárveiting til Sólheima var ekki lækkuð á því ári þrátt fyrir greiðslur tryggingabóta: „Fjárlaganefnd vill undirstrika að þessi afgreiðsla er til að leysa fjár- hagsvanda vistheimilisins sem rekja má til endurbóta á húsnæði heimilis- ins og skuldasöfnun frá fyrri árum. Afgreiðsla þessi hefír ekki áhrif á fíárveitingu til heimilisins á árinu 1994.“ Sá fjárhagsvandi sem Ríkisendur- skoðun og formaður fjárlaganefndar vísa til var þegar orðinn ljós á árinu 1987. í greinargerð Ríkisendurskoð- unar á því ári segir m.a. um skulda- stöðu Sólheima, sem þá nam um 40 m.kr.: „Ljóst virðist að sjálfseignar- stofnunin er ekki fær um að greiða úr vandanum og er því eðlilegt að ráðuneytið semji við eigendur um yfírtöku ríkisins á stofnuninni, sbr. 9. gr. skipulagsskrár." Samskiptavandinn við Sólheima Eins og fram hefur komið hefur stjóm Sólheima ekki sinnt lögbundnu samráði við félagsmálaráðuneytið vegna uppbyggingar. Um þetta at- riði segir í sérstöku áliti ríkisendur- skoðanda frá des. sl.: „Það er óviðun- andi af hálfu yfirstjómar málefna fatlaðra sem tryggja þurfa fjármagn til uppbyggingar og rekstur að einn aðili taki sig þannig út og hefji upp- byggingu á tilteknum stað án tilskil- ins samráðs og samþykkis.“ Sú skipulagsbreyting sem tók gildi í byijun árs og er tilefni kröfu Sól- heima um verulega aukin rekstrar- framlög, var gerð án nokkurs sam- ráðs við félagsmálaráðuneytið eða Svæðisskrifstofu Suðurlands í mál- efnum fatlaðra, svo sem lög gera ráð fyrir. Sambýli hafa verið byggð á Sólheimum með lánsfé frá Bygging- arsjóði verkamanna sem er andstætt lögum, og aldrei hefur verið sótt um starfsleyfí fyrir þessi sambýli sem skýrt er kveðið á um í lögum um málefni fatlaðra. Með starfrækslu sambýla og félagslegra íbúða á Sól- heimum var húsnæði rýmt sem stjórn Sólheima ætlar til annarra nota. Um þetta segir framkvæmdastjóri Svæð- isskrifstofu Suðurlands í greinargerð til Stjórnarnefndar í málefnum fatl- aðra: „Fatlaðir íbúar Sólheima eru fluttir úr húsnæði sem búið var að byggja upp fyrir fjármagn sem með ýmsu móti hafði verið aflað út á fötl- un þeirra og fluttir í annað húsnæði þar sem þeim er ættað að standa undir afborgunum af lánum sem tek- in hafa verið til að íjármagna 90% byggingarkostnaðar. Það húsnæði sem þeir eru fluttir úr á síðan að nota til að koma upp svokölluðu heilsuheimiii...“ Stjórn Sólheima hefur ekki skilað félagsmálaráðuneyti fjárlagatillög- um sínum sl. 3 ár svo sem lög kveða á um. Þá sinntu Sólheimar ekki ítrekuðum óskum ráðuneytisins um skil á rekstrar- og greiðsluáætlun fyrir síðasta ár. Fleiri dæmi má draga fram um erfiðleika í samskiptum, sem fyrst og fremst má rekja tií þess að stjórnendur Sólheima telja sig geta tekið hveijar þær ákvarðan- ir um málefni heimilisins sem þeim sýnist, án nokkurs samráðs við þar til bær stjórnvöld, og síðan eru gerð- ar kröfur um að ríkissjóður greiði kostnaðinn og hótunum beitt ef stjómvöld fallast ekki skilyrðislaust á þær. Stjómendur Sólheima hafa átt í sífelldum eijum við þá sem þeir hafa þurft að eiga samskipti við. Ekki er langt um liðið síðan óvissa ríkti um starfsemina vegna fjöldauppsagna starfsmanna og illdeilna við þá. Stjómendur Sólheima hafa ekki get- að átt samstarf við Svæðisskrifstofu Suðurlands og sniðgengið hana með öllu. Þá hefur þeim heldur ekki lynt við heildarsamtök fatlaðra, Þroska- hjálp, en samtökin hafa farið þess á leit við kirkjuna að stjórnskipan Sól- heima verði endurskoðuð. Þá hafa samtökin fordæmt vinnubrögð stjórnar Sólheima, sbr. ályktun Þroskahjálpar dags. 3. jan. sl. Síð- asta afrek stjómarinnar á þessu sviði er að varpa rýrð á biskupinn, hr. Ólaf Skúlason, sem var reiðubúinn að axla ábyrgð í því skyni að leita sátta. Mál er að linni. Höfundur cr aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og var formaður þeirrar nefndar sem samdi frumvarpið að núgildandi lögum um málefni fatlaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.