Morgunblaðið - 19.01.1994, Síða 1
56 SIÐURB/C
14. tbl. 82. árg.
MIÐVIKUDAGUR19. JANÚAR1994
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Deilan um Gólanhæðir
Undrast
yiðbrögð
Israela
Jerúsalem. Reuter.
YITZAK Rabin, forsætisráðherra
Israels, féllst i gær með semingi á
að yfirlýsingar Hafez al-Assad,
forseta Sýrlands, um frið, yrðu
grundvöllur að áframhaldandi við-
ræðum. Hann sagði þó, að hugsan-
legan friðarsamning yrði að bera
undir þjóðaratkvæði.
Rabin kvaðst í gær hafa átt von á
meiri árangri af friðarviðræðum
Assads og Bills Clintons Bandaríkja-
forseta í Genf á sunnudag. Sagðist
hann þó vera reiðubúinn að sætta sig
við það sem sagt var á fundinum en
í lok hans sagði Assad að Sýrlending-
ar gætu átt eðlileg og friðsamleg
samskipti við ísraela.
Rabin samþykkti í gær tillögu að-
stoðarvarnarmálaráðherra ísraels frá
því á mánudag, um að þjóðarat-
kvæðagreiðsla yrði haldin, gæfu ísra-
elar eftir Gólan-hæðir en Farouq al-
Shara, utanríkisráðherra Sýrlands,
kvaðst undrandi á viðbrögðunum og
sagðist efast um, að ísraelar vildu í
raun semja um frið.
Herða tök-
ináKrím
Reuter
15.000 manns heimilislaus
Los Angeles. Reuter.
VIÐURSTYGGÐ eyðiieggingarinnar blasti hvarvetna
við í Los Angeles í gær, daginn eftir að mesti jarð-
skjálfti í tvo áratugi reið yfír borgina og nágrenni.
Vitað var um 34 menn látna, þúsundir, sem hafa slas-
ast eða hlotið einhver meiðsl, og um 15.000 manns
misstu heimili sín. Síðan stóri skjálftinn reið yfir á
mánudag hafa komið meira en 200 eftirskjálftar og
tveir þeir öflugustu mældust 4,7 og 5,5 á Richter.
Mesta manntjónið varð þegar fyrsta hæðin í þriggja
hæða Qölbýlishúsi í Northridge lagðist saman en þar
létu 16 manns lífið. Bandarískir jarðvísindamenn sögðu
í gær, að skjálftarnir hefðu átt upptök sín í Oakridge-
sprungunni en þar hefurengin jarðskjálftavirkni verið
í 200 ár. Jóhanna Lewis, formaður íslendingafélagsins
í Los Angeles, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær,
að hún vissi ekki annað en íslendingar í borginni hefðu
sloppið^ ómeiddir og án þess að verða fyrir verulegu
tjóni. Á myndinni eru konur, sem misstu allt sitt í
hamförunum.
Sjá „Einn stærsti skjálfti ...“ á bls. 20.
Inman
dregur
sig í hlé
Washington. Reuter.
BOBBY Inman aðmíráll, sem Bili
Clinton Bandaríkjaforseti hafði til-
nefnt til að taka við af Les Aspen
sem varnarmálaráðherra, til-
kynnti í gær, að hann gæfi ekki
kost á sér í embættið. Kvað hann
ástæðuna þá, að hann vildi hlífa
sér og fjölskyldu sinni við þeim
árásum og umtali, sem jafnan
fylgdu útnefningarferlinu.
„Ég og ij'ölskylda mín getum ekki
sætt okkur við, að ferill minn og æra
séu næstum því dagiega dregin niður
í svaðið," sagði Inman í bréfí, sem
hann sendi Hvíta húsinu. „Ég hef
unnið í meira en þrjátíu ár í þágu
föðurlandsins en nú tel ég hins vegar
rétt að láta skylduna við fjölskylduna
ganga fyrir.“
Inman nefndi sérstaklega fréttir,
sem hann kvaðst hafa fengið um
áramótin, þess efnis, að Bob Dole,
þingflokksformaður repúblikana í
öldungadeildinni, ætlaði að beita sér
fyrir andstöðu repúblikana gegn sér.
Sagði Inman, að nyti hann ekki
trausts beggja flokka á þingi hefði
hann ekkert að gera í embættið.
Hvíta húsið birti einnig í gær bréf
frá Clinton þar sem hann harmar en
fellst á ákvörðun Inmans.
Kozyrev vill halda hluta russneska hersins í fyrrum sovétlýðveldum
Segir brottflutmng geta
valdið öryggistómarúmi
Kíev. Reuter.
LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkra-
ínu, brást í gær við sigri rússnesks
þjóðemissinna í forsetakosningun-
um á Krím á sunnudag með því
að boða breytingar á úkraínsku
stjórnarskránni. Eiga þær að gefa
honum vald til að hafa ákvarðanir
Krímsljórnar að engu.
Fréttastofan Interfax sagði, að
forseti úkraínska þingsins, ívan Ply-
útsjtsj, hefði lofað að koma stjórnar-
skrárbreytingunni fljótt í gegn en til
hennar er gripið vegna sigurs rússn-
eska þjóðernissinnans Júríjs Mes-
hkovs í fyrri umferð forsetakosning-
anna á Krím á sunnudag. í kosninga-
baráttunni boðaði hann sameiningu
Krímskaga og Rússlands en hefur
að vísu dregið nokkuð í land með það.
Moskvu. Reuter.
ANDREJ Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, sagði í gær að
óráðlegt væri að kalla rússneskar
hersveitir með öllu heim frá fyrr-
verandi sovétlýðveldum þar sem
þau væru mjög mikilvæg hags-
munum Rússa. Brottflutningur
alls heraflans gæti haft í för með
sér „öryggistómarúm", sem öfl,
andstæð rússneskum hagsmunum,
leituðust við að fylla. Þessi um-
mæli þykja benda til breyttrar og
harðari stefnu, einkum gagnvart
Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og
Lettlandi.
Kozyrev lét ummælin um herinn
falla á fundi í Moskvu með sendiherr-
um Rússlands í sovétlýðveldunum
fyrrverandi. Hafði Itar-Tass-frétta-
stofan eftir honum, að frá þessu
svæði, sovétlýðveldunum fyrrver-
andi, stafaði öiyggishagsmunum
Rússa mest hætta. „Við eigum ekki
að flytja allan her frá svæðum, sem
hafa verið okkur svo mikilvæg um
aldir,“ sagði hann.
Embættismaður í eistneska utan-
ríkisráðuneytinu vildi aðeins segja
það um yfírlýsingar Kozyrevs, að
verið væri að skoða þær.
Að Eystrasaltsríkjunum undan-
skildum hefur Rússland samið við
nær öll aðildarríki Samveldis sjálf-
stæðra ríkja um að halda hluta her-
afla þess í löndunum.
Rússar óttast óðaverðbólgu
Rússar flykktust í gær í banka til
að kaupa dollara eftir verulegt geng-
isfall rúblunnar og vegna ótta við
efnahagslega ringulreið í landinu
’eftir afsögn Jegors Gajdars úr stjórn-
inni. Ein af ástæðum þessa kaupæð-
is var ótti við óðaverðbólgu ef Borís
Fjodorov fjármálaráðherra færi að
dæmi Gajdars og segði af sér. Borís
Jeltsín forseti Rússlands heldur
áfram viðræðum um rnyndun nýn-ar
stjórnar í dag.
Skýrsla Lawrence Walsh, sérstaks saksóknara í íran-kontra málinu
Reagan og Bush studdu báðir
leynilega vopnasölu til Irans
Washington. Rcuter.
SÉRSTAKUR saksóknari í íran-kontra málinu svokallaða sagði í
gær að Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Ge-
orge Bush, varaforseti hans, hefðu báðir stutt vopnasölu til írans í
því skyni að greiða fyrir því að bandarískir gíslar í Líbanon yrðu
leystir úr haldi. Þeir hefðu síðan báðir reynt að hylma yfir hneyksl-
ismálið þegar það komst í hámæli.
Saksóknarinn, Lawrence Walsh,
sagði einnig í lokaskýrslu sinni um
rannsóknina að hvorki Reagan né
Bush hefðu vitað að nota ætti ágóð-
ann af vopnasölunni til að styrkja
kontra-skæruliða í. Nicaragua.
Hefðu þeir staðið fyrir slíkum
stuðningi við skæruliðana, hefðu
þeir gerst sekir um lögbrot, þar sem
Bandaríkjaþing hafði bannað fjár-
hagsaðstoð við þá. Walsh segir að
þrátt fyrir þetta hafi Reagan og
Bush „skapað þær aðstæður sem
gerðu þennan glæp sem aðrir
frömdu mögulegan".
Bush hafði haldið því fram að
hann hefði ekki vitað af vopnasöl-
unni til írans og Reagan sagði að
hann hefði aðeins haft óskýra vitn-
eskju um málið. Walsh segir hins
vegar að þeir hafí reglulega fengið
„allnákvæmar upplýsingar" um
framgang málsins. Þá segir hann
að embættismenn Bandaríkjafor-
seta hafi „af ásettu ráði blekkt
þingið og almenning“ varðandi
vitneskju Reagans og Bush um
málið.
Walsh kemst ennfremur að þeirri
niðurstöðu að ekki sé raunhæft að
sækja Reagan og Bush til saka,
meðal annars vegna þess hversu
seint honum hafí borist nauðsynleg
gögn um málið.
Rannsóknin stóð í sjö ár og kost-
aði 35 milljónir dala, jafnvirði 2,5
milljarða króna.
„Skýrsla Walsh er lítið annað
en sjálfshól og tilhæfulausar ásak-
anir sem hann gæti aldrei sannað
fyrir rétti,“ sagði í skriflegri yfír-
lýsingu frá Reagan í gær. Skýrsl-
unni er þar vísað á bug sem „göml-
um upplýsingum, óréttmætum
ályktunum og ábyrgðarlausum
vangaveltum".