Morgunblaðið - 19.01.1994, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994
5
Umfangsmiklar
símanúmerabreyt-
ingar á næsta ári
UMFANGSMIKLAR breytingar verða á íslenskum símanúmerum á
miðju næsta ári þegar núverandi svæðisnúmer verða aflögð og öll síma-
númer verða sjö stafa. Þessar breytingar eru nauðsynlegar til þess að
samræma númerakerfi þeim reglum sem gilda eiga innan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Gömlu svæðisnúmerin frá 91 upp
í 98 verða lögð niður þannig að þeg-
ar númer er valið þarf ekki lengur
að vita hvar á landinu það er tengt.
Þeir sem hringja til íslands frá út-
löndum þurfa þá einungis að slá inn
landsnúmerið sem er 354 og því
næst hið eiginlega símanúmer en
engum stöfum er bætt inn í eða
sleppt úr.
núverandi númer.
Við þessa breytingu verða nokkur
númer samræmd á Islandi og hinum
EES- og EB-löndunum t.d. talsam-
band við útlönd sem verður þá í síma
115, upplýsingar úr símaskrá 118
og klukkan 155 og búið er að ákveða
að neyðarnúmer í öllum löndunum
eigi að vera 112.
mblMorgunblaðið/Sverrir
Þorrinn að
ganga í garð
BÓNDADAGUR er á
föstudaginn og þá gengur
þorrinn í garð. Mathákar
landsins hafa beðið þessa
dags með eftirvæntingu og
víst er að svokallaður
þorramatur verður á borð-
um flestra landsmanna
næsta mánuðinn. Undan-
farin 32 ár hafa kokkar
Múlakaffís boðið upp á
slíkan mat og hófst verkun
hans í september s.l. Kokk-
arnir Þórarinn Guðmunds-
son, Jóhannes Stefánsson
og Guðjón Harðarson voru
búnir að fylla trogin þegar
ljósmyndari leit inn í Múla-
kaffi í gær.
Breytingin verður framkvæmd
þannig að þegar ný símaskrá tekur
gildi 1995 mun talan 5 bætast við
fyrir framan sex stafa númer en 55
mun koma fyrir framan fimm stafa
númer á höfuðborgarsvæðinu. Ann-
ars staðar á landinu, nema á númera-
svæði 94, mun talan fjórir koma í
stað tölunnar níu í gamla svæðis-
númerinu en hinn stafur svæðisnúm-
ersins mun halda sér. Númer Pósts
og síma á Akureyri sem er í dag
96-30 600 verður því 46 30 600. A
sama hátt mun 43 bætast fyrir fram-
an númer á Vesturlandi 47 fyrir
framan númer á Austurlandi o.s.frv.
Þar sem númer á 94-svæðinu eru í
dag fjögurra stafa munu þau breyt-
ast meira og fá 456 fyrir framan
Seðlabanki
áfrýjar
SEÐLABANKI íslands hefur
ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur i
máli því sem einn þeirra 1.100
aðila sem áttu innistæður hjá
Ávöxtun hf. höfðaði gegn bank-
anum.
„Rökin fyrir ákvörðun bankans
eru þau að málið gæti haft fordæm-
isgildi um réttarstöðu eftirlitsaðila
með fjármagnsmarkaði og því nauð-
synlegt að um það sé íjallað og í því
gangi dómur á æðsta dómstigi," seg-
ir í fréttatilkynningu frá Seðlabanka
íslands.
-----»-♦■-♦---
Vígslubiskup
biðst lausnar
SÉRA Jónas Gíslason vígslubiskup
í Skálholtsstifti, hefur, með bréfi
til biskups íslands, beðist lausnar
frá embætti sínu frá og með 1.
júní næstkomandi, af heilsufars-
ástæðum.
Séra Jónas var kjörinn vígslubisk-
up árið 1989, en áður gegndi hann
starfi prófessors í kirkjusögu við
guðfræðideild Háskóla íslands.
-----» .......
Heimsókn
O’Connors kardínála
Messar tvisv-
ar í Landa-
kotskirkju
O’CONNOR kardínáli í New Vork
sem hingað kemur í vináttuheim-
sókn miðvikudaginn 26. janúar
messar tvisvar á meðan á dvöl
hans hér á landi stendur. Einnig
heldur kardínálinn tvo fyrirlestra.
Báðar messurnar verða í Landa-
kotskirkju, sú fyrri miðvikudaginn
26. janúar kl. 18 og sú síðari fimmtu-
daginn 27. janúar kl. 18. Á eftir
messunum verður boðið upp á kaffi.
Kardínálinn heldur tvo fyrirlestra
fimmtudaginn 27. janúar, þann fyrri
hjá Guðfræðideild Háskóla íslands
kl. 10.15 en sá síðari verður fyrir
leikmenn í Safnaðarheimilinu Há-
vallagötu 16 og hefst hann kl. 20.30.
Taktu markvissa stefhu
íspamabi 1994
< '' V''
Islandsbanki kynnir nýjar, einfaldar og
órangursríkar Sparileibir
Nýir möguleikar í sparnabi á Sparfleiöum
íslandsbanka.
Meginmarkmiöiö meö nýjum Sparileiöum er aö bjóöa spari-
fjáreigendum fjölbreyttari valkosti og betri ávöxtun af sparnaöi
sínum, eftir því sem spariféö stendur lengur óhreyft.
^Sparileib 12
Verötryggö Sparileiö 12 hentar vei fyrir sparnaö sem getur
staöiö óhreyföur í aö minnsta kosti 12 mánuöi.
«► Sparileib 24
Verötryggö Sparileiö 24 er sniöin fyrir sparnaö í minnst 24
mánuöi.
+Sparileib 48
Verötryggö Sparileiö 48 hentar vel fyrir sparnaö í 48 mánuöi
eöa lengur.
"► Óbundnar Sparileibír
Fyrir þá sem ekki vilja binda fé sitt bjóöast einnig óbundnar
Sparileiöir, en íslandsbanki var elnmitt meö bestu ávöxtunina
á óbundnum reikningi áriö 1993.
Fleiri möguleikar meb reglubundnum sparnabi
Nú opnast nýir möguleikar fyrir þá sem vilja spara reglubundiö
og taka allt spariféö út í lok sparnaöartímans.
Efþú gerir samning um reglubundinn sparnaö á Sparileiöum
12, 24 eöa 48, þá er öll sparnaöarupphœöin laus aö loknum
umsömdum binditíma reikningsins og öll upphœöin nýtur
verbtryggingar, óháö því hvab hvert innlegg hefur stabiö lengi
á reikningnum.
Ánœgjuleg „útgjöld"
Þaö ánœgjulega vib reglubundinn sparnab er ab jafnvel
smáar upphœbir eru fljótar ab vaxa efþœr eru lagbar reglulega
til hlibar. Þab hefur þvíreynst mörgum vel ab gera sparnabinn
ab föstum, ófrávíkjanlegum hluta af „útgjöldum" hvers
mánabar. Þaö er aubveldara en þú heldur.
Nú er réttl tímlnn til ab taka markvissa stefnu
í sparnabi.
ÍSLANDSBANKI
YDDA F26.186 / SfA