Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994
Myndhvörf
________Myndlist____________
Bragi Ásgeirsson
Málarinn Magnús Kjartansson
er ekki við eina fjölina felldur í
myndsköpun sinni, og það telst
hann sanna áþreifanlega í Austur-
sal Kjarvalsstaða um þessar
mundir. Jafnvel svo að tala má
um kúvendingu flestra sýnilegra
myndgilda, en hvað sjálfa verk-
tæknina snertir kennir maður
handverk hans.
Þegar um jafn afgerandi breyt-
ingar er að ræða verða fyrstu
áhrifin yfírþyrmandi, þannig að
aðdáendur hans standa á öndinni,
en hvorn veginn áhrifin svo þróast
er erfitt að spá í. Sumir meðtóku
þetta strax sem tímamót í list
Magnúsar, en öðrum komu þessar
breytingar spánskt fyrir sjónir, og
svo voru þeir sem gátu í hvoruga
löppina stigið. Það hafði nefnilega
spurst út, að Magnús kæmi fram
með ótrúlega sterka sýningu og
voru því væntingarnar miklar, og
þegar svo stendur á verða við-
brögðin giska önnur, en í þeim
tilvikum að væntingar eru minni
og sýning kemur viðkomandi í
opna skjöldu.
Á síðustu sýningu Kjartans í
Listmunahúsinu í október 1992,
mátti að vísu greina fyrirboða
breytinga, en að þær yrðu jafn
miklar hefur víst fæstum dottið í
hug og því síður að fram sprytti
myndmál trúarlegra líkinga. Um-
fang myndverkanna kemur líka á
óvart, en hér er um að ræða gríð-
armikla fleka. Á stundum skiptir
hann þeim í tvennt, bæði vegna
stærðarinnar og svo til að koma
að formrænni endurtekningu, trú-
arlegu tákni eða boðskap. Boð-
skapnum er vísast beint að skoð-
andanum til að auka á merkingar-
kraft myndverkanna, og um leið
er líkast sem listamaðurinn skír-
skoti til talsambands við almættið.
Stærðirnar og áherslurnar teljast
naumast nýtt í nútímalist, en með
sanni auka þau áhrifin til muna
og þá einkum við fyrstu sýn. Menn
hafa leikið þennan leik ytra um
árabil og hér hefur hann til að
mynda sést í myndum Sigurðar
Örlygssonar og Jóns Óskars. Þess-
ar miklu ýkjur í ummáli mynd-
verka koma til skila vissum
skyndihrifum, en með tímanum
dregur jafnt og þétt úr þeim, og
það eru einungis örfá verk sem
viðhalda upprunalegum slagkrafti
sínum og ferskleika.
Áhrifamátturinn er skyldur
yfirstærðum í veggmyndum hvers
konar t.d. kvikmyndahúsaauglýs-
ingum, sem geta verið hrífandi og
taka mann með stormi, en dvínar
í flestum tilvikum er fram líða
stundir.
Listamenn leggja sig þannig í
nokkra hættu með þess konar
vinnubrögðum, því yfirstærðirnar
einar standast ekki sem takmark
í sjálfu sér, frekar en annað í
myndlistinni er sækir lífmögn sín
og frumkraft í óvænt skyndihrif.
Stærðirnar verða að koma af þörf
listamannsins til ábúðarmikilla
vinnubragða, eða einfaldlega löng-
un til að spreyta sig á vettvangi
yfirstærða og það hygg ég að liggi
að baki pataldri Magnúsar Kjart-
anssonar að þessu sinni. í öllu
falli fer hann létt með að vinna í
minni stærðum og yfirleitt velkjast
stærðarhlutföll í myndrænum at-
höfnum lítið fyrir honum, því eins
og góðir myndlistarmenn er hann
er jafn fær í hinum smæstu form-
um — míniatúríum.
Magnús Kjartansson er einfald-
lega vel menntaður listamaður,
sem stöðugt er að þreifa fyrir sér.
Lengi vel hefur hann verið á bólak-
afi í vinnsluferlum Sir Johns
Herschels, er nefnast Cayontype
progress og Van Dyke aðferðin,
svo og Gumbicromate aðferð Fox
Talbots, en hér er Ijósmyndatækn-
in hagnýtt á alveg sérstakan hátt.
Þessi árátta Magnúsar að grúska
í fortíðinni hefur vafalítið leitt
hann á slóðir trúarlegra mynd-
efna, og hafi myndverk hans verið
þungbúin og torræð á sýningunni
í Listmunahúsinu, eru þau opin
og aðgengileg á sýningunni á
Kjarvalsstöðum. Að vísu eru þau
yfirfull af óræðum táknum svo að
minnir á surrealisma, en í flestum
tilvikum eru þau hrein og bein
hvað sjónrænar vísanir áhrærir.
Fyrrum gátu myndir Magnúsar
virkað sem litríkar felumyndir úr
fortíðinni og honum var gjamt að
nota margvísleg tákn, sem hafa
gengið aftur í nútímalist og voru
mikið notuð af Joan Miró.
Einhver angi ljósmyndatækn-
innar sem hann notaði virðist enn
í fullu gildi, en nú rífur hann og
tætir víðast hvar í yfirborðið og
nær með því lífrænum og efnis-
kenndum áhrifum.
En þessi sérstaka áferð, sem
er trúlega fylgifiskur hliðarstarfa
listamannsins í leirlist, og ég hef
stundum átt erfit.t með að fella
mig við í málverki, er ekki horfin
með öllu. Hún birtist helst í mynd-
unum af Sambandshúsinu svo og
myndinni „Upprisa", sem er af
fæti Krists með naglasárinu fyrir
miðju, en þær eru mun þyngri og
raunsærri hinum verkunum og
skera sig úr. í myndinni „Nætur-
ganga“ kemur fram sterk surreal-
ísk skírskotun í manninum með
krossinn, en hann er málaður
þannig að minnir ekki svo lítið á
ýmislegt í verkum Balthus, (Balt-
hasar Klossowski de Rola). Og
þótt málverkin séu fyrst og fremst
Magnúsar, minna þau sterklega á
sitthvað í nútímalist og þó segja
megi að þau séu trúarlegs eðlis er
í þeim lífsþjáning sem er nálæg
og raunveruleg.
Þannig séð minna þau mig á
sitthvað á sýningunni Inferno á
Ríkislistasafninu í Kaupmanna-
höfn fyrir rúmu ári og eitt augn-
blik á málarann Michael Kvium,
þó í sjálfu sér séu myndir þeirra
gjörólíkar og þeir næsta frá-
brugðnir listamenn. Því að Kvium
notar klassísku miðlana út í æsar
og gerir engar tilraunir með efnið
á milli handanna. Viðbót Magnús-
ar eru sérstæð efnistök, en hann
notar allt í senn olíumálningu,
sag, tré og lím á striga. En- í báð-
um tilvikum tekst þeim að stugga
við skoðandanum og rífa hann upp
úr værð hvunndagsins.
Lífsþjáningin, sambandið við
almættið og andstæð öfl úr neðra
hafa þannig verið á dagskrá nú-
listamanna á undanförnum árum,
Prófkjör sjálfstæöismanna í Reykjavík 30. og 31. janúar.
Sigríður
Sigurðardóttir
hefur opnað kosningaskrifstofu að
Flókagötu 39, 1. hæð.
Skrifstofan er opin kl. 18.00 til 22.00
virka daga og 13.00 til 17.00 um
helgar. Sími 17723 og 17724.
Stuðningsmenn
Útsölunni lýkur í dug.
Útsölujnkknr ú sérstöku
tilboósverói.
Glugginn, Laugavegi 40
OÍ1 Kfl 01 07fl LÁRUS Þ’ VALDIMARSSON framkvæmdastjori .
C I IjU't I0/U KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur fasteignasali
Ný eign á fasteignamarkaðnum:
Stór og góð - gott verð
Sólrík 3ja herb. íb. tæpir 90 fm á 1. hæð við Álfheima. Sólsvalir. Ágæt
nýstands. sameign. Vélaþvottahús á jarðh. Vinsæll staður.
Einstaklingsíbúðir við:
Njálsgötu, 2ja herb. á 3. hæð, 44,5 fm nettó. Nýl. gler. Verð kr. 2,8 millj.
Dunhaga, 2ja herb. á 1. hæð - jarðh. 56,1 fm. Innr. og tæki allt nýtt.
Sérinng. Sérþvottaaöstaða.
Tryggvagötu, eins herb. íb. á 3. hæð, rúmir 30 fm. Ný og glæsileg.
Húsið nýendurb. Verð kr. 2,8 millj.
Eignir óskast á skrá
3ja-4ra herb. góð íb. í borginni. Skipti mögul. á rúmg. sérh. i vesturb.
Ennfremur óskast 4ra herb. íb. á 1. hæð m. bílsk. Skipti mögul. á
glæsil. parh. í gamla.góða vesturb. Nánari uppl. á skrifst.
• • •
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf
og traustar upplýsingar. _____________________________
Opið á laugardaginn. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - Danmörk
Bömin sem töpuðu
Bókmenntir
Dagný Kristjánsdóttir
DANIR leggja fram tvær skáld-
sögur til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs í ár. Það eru
bækurnar Gagnsæi (Transpar-
ence) eftir Suzanne Brogger og
Þeir sem ef til vill reynast hæf-
ir (De máske egnede) eftir Pet-
er Hoeg.
Hið „ljúfa“ líf
Suzanne Brógger (f. 1944) kom
fyrst fram og vakti mikla athygli
með bókinni Frelsa oss frá ástinni
(Fri oss fra kjærligheten) árið
1973. í bókinni afskrifar Suzanne
kjarnafjölskylduna og hjónabandið
og hyllir fijálsar ástir. Bókin var
vel skrifuð, persónuleg og afar
ögrandi. Suzanne varð sem sagt
fræg og þar sem hún var, og er,
glæsileg kona varð hún eitt vinsæl-
asta fjölmiðlaefni í slúðurblöðum
Norðurlanda allan áttunda áratug-
inn. Það að vera frægur og goð-
sögn er hins vegar tvíeggjað sverð.
Það er mikil örvænting í bók
Suzanne Já (Ja), sem kom út árið
1983. Suzanne reynir þar enn einu
sinni að segja lesendum sínum að
hin persónulega aðferð sín við að
skrifa sé aðferð, sé form, það sem
hún segi frá sé ummyndaður veru-
leiki. Hún segir frá þeim sársauka
og niðurlægingu sem lífsstefna
hennar hafi kostað hana en samt
segi hún ,já“ við lífmu.
I nýju bókinni Gagnsæi segir
hún að á meðan hún skrifaði Já
hafi hún stöðugt verið að reyna
að segja „nei“ enda var líf hennar
á þessu tímabili komið inn í blind-
götu. Þegar maður leggur sjálfan
sig að veði í bókum sínum og býð-
ur fólki að ganga í bæinn eru það
Suzanne Brogger
ekki þeir sterku og siðmenntuðu
sem vaða inn, heldur hinir: þeir
bijáluðu, afbrigðilegu, tapararnir
og snikjudýrin. Suzanne eignaðist
„tvífara“, geðklofa konu sem vildi
lifa hennar lífi og byijaði að gera
það á óhugnanlegan hátt.
Gagnsæi er bók um mannleg
samskipti, bókmenntir, heimspeki
og trú, aðallega búddisma. í öllu
þessu leitar Suzanne að persónu-
legri kjölfestu, að sjálfsmynd, að
styrk til að lifa eigin lífi. Niður-
staða hennar er að ef þú þorir
ekki að lifa lífi þínu á þínum eigin
forsendum kemur einhver annar,
lifir því fyrir þig og drepur þig til
að geta gert það i friði.
Hin sviknu börn
Peter Hoeg (f. 1957) gengur svo
nærri lesanda í bókinni Þeir sem
ef til vill reynast hæfir (De máske
egnede, 1993) að maður er eftir
Peter Hoeg
sig eftir lestur hennar. Bækur um
áhrifin sem skrumskælt skólakerfi
getur haft á viðkvæm börn hafa
verið skrifaðar allt frá sögum
Charles Dickens á nítjándu öld-
inni, en bók Peters Hoegs gerist í
Danmörku á áttunda áratugnum.
Þeir sem ef til vill reynast hæfir
segir frá þremur unglingum sem
kynnast í heimavistarskóla í út-
jaðri Kaupmannahafnar árið 1971.
Skólinn nýtur virðingar, viður-
kenningar, er einkaskóli meira að
segja. Unglingamir þrír, Peter,
Katarina og August, skilja ekki
hvers vegna þeir hafa verið teknir
í þennan skóla. Peter er skaddaður
eftir uppeldi á of mörgum munað-
arleysingjahælum, móðir Katarínu
dó úr krabba og faðir hennar
hengdi sig hálfu ári síðar, August
skaut foreldra sína með hagla-
byssu. Þessi börn eiga að ganga í
sama skóla og „eðlileg" dönsk börn
n
i
I
i
i
i