Morgunblaðið - 19.01.1994, Page 15

Morgunblaðið - 19.01.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 15 nefndarskipan samgönguráðherra vegna athugunar á samruna Vita- og hafnarmálastofnunar og Sigl- ingamálastofnunar en í þessari nefnd eiga sæti vita- og hafnarmála- stjóri, siglingamálastjóri, fyrrver- andi aðstoðarvegamálastjóri, nú ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og Guðjón Guð- mundsson alþm. sem er formaður nefndarinnar. Þeir tveir síðastnefndu standa utan við þær athugasemdir sem ég vil koma á framfæri. Það er lenska í íslenskum stjórnmálum að panta niðurstöðu fyrirfram þá skipaðar eru nefndir til þess starfa sem getið er hér að framan. Ekki það að ég ætli þessum þrem embættismönnum hugsunarleysi heldur eru auðsýnileg hagsmunatengsl sem eru truflandi og verða fyrir þegar til ákvörðunar og niðurstöðu kemur. En endanleg ákvörðun í þessu máli, ef af verður, hlýtur að liggja hjá Alþingi. Það verður hinsvegar athyglisvert að fylgjast með meðhöndlun sam- gönguráðherra á fundarsamþykkt 31. landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins, einkum þá setningu sem sérstök atkvæðagreiðsla fór fram um og samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta og hljóðar þannig: Rekstur vita verði færður til Land- helgisgæslunnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík Sex hafa tilkynnt þátttöku í kjörinu SEX alþýðuflokksmenn hafa þeg- ar tilkynnt þátttöku sína í próf- kjöri Alþýðuflokksins vegna sam- eiginlegs framboðs minnihlu- taflokkanna til borgarsljórnar í vor. Alþýðuflokkurinn fær 4. og 9. sæti á framboðslistanum og fer lokað prófkjör fram meðal flokks- bundinna alþýðuflokksmanna í Reykjavík dagana 5. og 6. febrúar. Þeir sem hafa þegar lýst yfir að þeir gefí kost á sér eru Þorlákur Helgason, formaður Alþýðuflokks- félagsins í Reykjavík, sem býður sig í 4. sætið, Bolli Valgarðsson, varafor- maður Sambands ungra jafnaðar- manna, sem gefur kost á sér í 9. sætið, Gunnar Ingi Gunnarsson læknir, sem sækist eftir 4. sæti, Gylfí Þ. Gíslason yngri, sem sækist eftir 4. eða 9. sæti á listanum, Skjöld- ur Þorgrímsson sjómaður og Gunnar Gissurarson framkvæmdastjóri. Framboðsfrestur rennur út 25. janúar. Meðal annarra alþýðuflokks- manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir þátttakendur í próf- kjörsbaráttunni um 4. og 9. sæti Alþýðuflokksins á sameiginlega framboðslistanum eru Bragi Guð- brandsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra, Arnór Benónýs^on og Hlín Daníelsdóttir. Skákþing Reykjavíkur Sævar hefur unnið allar skákir sínar SÆVAR Bjarnason er efstur á Skákþingi Reykjavíkur með fimm vinninga eftir fimm umferðir. I 2.-3. sæti eru Áskell Örn Kárason og Haraldur Baldursson með 4 vinninga, en síðan koma Bragi Þorfinnsson, Magnús Örn Ulfars- son og Ólafur B. Þórsson með 3,5 vinninga og frestaða skák. Sjötta umferðin verður tefld í dag, miðvikudag, og hefst klukkan 19.30. 62 keppendur taka þátt í aðalkeppni mótsins. • Sjálfstyrking • Námskeið þar sem á 30 stundum er unnið markvisst með nemendum að eftirtöldum markmiðum: • Kynnast betur eigin styrk og kostum • Koma sjálfum sér og eigin hugmyndum á framfæri • Læra að þola mótlæti og taka gagnrýni • Standa á rétti sínum og bregðast við yfirgangi • Laða það besta fram í sjálfum sér og öðrum • Læra að gefa af sér og gera eðlilegar kröfur • Móta eigin lífsstfl og persónuieika Leiðbeinandi er: Sœmundur Hafsteinsson sálfræðingur Stiórntækniskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Forystusveit Sjálfstædisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur er samstilltur hópur einstaklinga sem koma úr mörgum áttum og vinna með hag borgarbúa að leiðarljósi Jóna Gróa Sigurðardóttir er einn þessara einstaklinga Uppbygging, jafnvægi og festa hafa einkennt störf borgarstjómar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sem fonnaður atvinnumálanefndar borgarinnar hefur Jóna Gróa Sigurðardóttir tekist á við gjörbreyttar að- stæður á fáum árum. Aðgerðir borgarinnar hafa miðað að því að efla atvinnulíf, standa að atvinnuskapandi átaksverkefnum og styrkja vinnumiðlun. Við getum stuðlað að framhaldi samstilltrar borgarstjómar með því að velja Jónu Gróu í 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Skrifstofa stuðningsmanna Jónu Gróu er að Suðurlandsbraut 22, símar 880812, 880813, 880814 og 880815

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.