Morgunblaðið - 19.01.1994, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994
Ivni-
vagnar
UMBOÐS OG HBLDVBRSLUN
BiLDSHOFÐA 16 SJM672444
Rússarnir koma
Það gera Debet
kortin líka
Ódýrustu
passamyndirnar
á landinu aðeins
kr. 800
LjósmyndastofaH Myad súni:
6542 07
LjósrayndasL Barsa og
fjjnyndir sími: (77 (44
Ljósmyndastofa Kópavogs
$ími: 4 30 20
3 Ódýrastir
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
fgforgtttiMit&i&
Fulltrúar kaupenda
ÖRN Lrlingsson útgcrðarmaður, Benedikt Sveinsson hri. og Jón-
as Aðalsteinsson hrl. á Siglufirði.
Fjölmenni
Á SIGLUFIRÐI var góð mæting, tæplega 40 manns, starfsmenn
og sveitarstjómarmenn.
Fundir kaupenda með starfsmönnum SR-mjöls og sveitarsljórnum
Almennur áhugi á
hlutafi árkaupum
ÁNÆGJA og almennur áhugi á hlutaijárkaupum einkcnndi fundi
fulltrúa kaupenda SR-mjöls með starfsmönnum verksmiðjanna og
sveitarstjórnarmönnum á Sigiufírði, Raufarhöfn, Seyðisfírði og
Reyðarfírði á sunnudag. FuUtrúamir upplýstu að vilyrði og staðfest-
ingar fyrir 100,38% hlutafjár í fyrirtækinu hefðu þegar borisL
Engu að síður var lögð áhersla á að sem flestir starfsmenn eignuð-
ust hlut í fyrirtækinu og yrðu gefín loford aðlöguð væntanlegu
hlutafé frá þeim. Starfsmennimir, sem hafa forgang að hlutaljár-
kaupum til 19. janúar, vildu fá að vita hvort þeir gætu fest kaup
á hlutafé fyrir iægrí upphæð en 50.000 kr. eins og gert hafði ver-
ið ráð fyrír og þótti ekkert því til fyrirstöðu. Oll sveitarfélögin
festa kaup á hlutafé í fyrirtækinu. Að þvi er stefnt að enginn einn
aðili eigi meira en 10% af hlutafé fyrirtækisins og hafa tveir aðil-
ar þegar lýst yfír áhuga á að eignast þann hluL Um er að ræða
Lífeyrissjóð Austuriands og einn fjárfesta.
Jónas Aðalsteinsson hrl., sem
hefur ásamt Benedikti Sveinssyni
hri. undirbúið kaupin, var frum-
mælandi á fundunum. Hann rifjaði
upp að gert væri ráð fyrir að kaup-
endur yrðu um 20 útgerðarmenn,
viðskipta- og þjónustuaðilar verk-
smiðjanna, starfsmenn, sveitarfé-
lög og nokkrir íjárfestar, td.
Draupnissjóður, Lífeyrissjóður
Austuriands og Eignarhaldsfélagið
Alþýðubankinn. Hlutafjárskipting
yrði væntanlega á þann veg að
útgerðarmenn eignuðust einn
þriðja, viðskipta- og þjónustuaðilar,
starfsmenn og sveitarfélög svipað-
an hlut og fjárfestarnir hið sama.
Hann fór yfir kaupsamning frá
29. desember og kom þar m.a. fram
að nafnverð hlutabréfa væri 650
milljónir og kaupverð 725 mílljón-
ir. Af því kæmu 125 milljónir til
greiðslu 1. febrúar, 100 milljónir
15. mars, 100 rmUjónir 1. septem-
ber, 200 milljónir 20. desember og
sama upphæð ári síðar. Áætlað
væri að efiit yrði tU hluthafafundar
1. febrúar, kosið í stjóm og farið
yfir samþykktir.
Tvíþætt markmið
Hvað markmið kaupanna varð-
aði sagði Jónas að þau væru eink-
um tvíþætt; að stuðla að því að
fyrirtækið yrði áfram rekið af sama
myndugleika og áður og forða því
frá erlendum aðilum. Hann sagði
að fúUtrúum eigandanna hefði ver-
ið tekið vel í Landsbanka og vænt-
anlega yrði gengið frá lausn sem
Landsbankinn gæti vel sætt sig við
á næstu dögum.
Jónas minnti á að Haraldur
Haraldsson, framkvæmdastjóri
Andra hf., hefði stefnt sjávarút-
vegsráðherra til að ógilda gerðan
kaupsamning. Hann sagðist vera
þeirrar skoðunar að málshöfðunin
væri tfl þess gerð að hræða fjár-
festa og trufla hlutafjársöfnun.
Hins vegar sagði hann í svari til
starfsmanna að þeir starfsmenn
sem gerðust hluthafar í félaginu
mætti eiga von á stefnu frá Har-
aldi og myndu þeir Benedikt að-
stoða hluthafa við að fá lögfræð-
inga til vamar ef hluthafamir ósk-
uð eftir þvL
Yfir 15% arður
Hlynur Amdal hagfræðingur fór
yfir áætlun um afkomu fyrirtækis-
ins til næstu 10 ára. Hann sagði
að í stað 230.000 lonna meðalafla
síðustu ár væri gert ráð fyrir um
200.000 tonna afia á tímabilinu.
Góðar vertíðir yrðu í ár og á næsta
ári en síðan væri gert ráð fyrir fjög-
urra ára lægð með veiði niður í
50.000 tonn. Hann sagði að lægðin
væri sett inn í áætlunina með til-
liti til sveiflna í veiði, eins og
reynslan hefði sýnt fram á, en
ýmsum þætti of langt farið niður
á við. Sömuleiðis væri gert ráð
fyrir að söluverð yrði undir meðal-
lagi. Engu að síður sagði hann að
ef tekið væri mið af áætluninni
yrði arðsemi fyrirtækisins 15,35%.
Sú arðsemi uppfylllti kröfur fjár-
festa. Iflynur tók fram að hann
teldi áætlun sína varfæmislega
gerða.
Jákvæðar móttökur
Erindi fiflltrúa kaupendanna,
sem vom auk Jónasar, Benedikts
og Hlyns, Öm Erlingsson útgerðar-
maður og Þórður Jónsson hjá Sfld-
arverksmiðjunum, var afar vel tek-
ið þar sem komið var. Fundarmenn
lýstu yfir ánægju sinni með að
gengið hefði verið frá kaupunum
og stuðningi við væntanlega eig-
endur.
Á Siglufirði vfldu menn vita
hvort heimild væri fyrir að auka
hlutafé í fyrirtækinu og svaraði
Benedikt Sveinsson því játandi.
Hann lagði hins vegar áherslu á
að ný stjóm hefði ekki verið kosin
og yrði væntanlega á valdi hennar
að taka ákvörðun um hvort heim-
fldin yrði nýtt með hliðsjón af veið-
um og verðþróun. Einn fundar-
manna vfldi fá að vita hvað gera
ætti við 580 milljón króna fram-
kvæmdaíé í áætlun og var því svar-
að að féð hefði ekki verið eyma-
merkt.
Fundarmenn á Siglufirði og á
Raufarhöfii höfðu áhuga á að vita
hvort ibúar á stöðunum gengu fyr-
ir á sama hátt og starfsmenn og
hvort kaupa mætli hlutabréf fyrir
lægri upphæð en 50.000 kr. Fyrir
hvoragu þótti fyrirstaða og höfðu
fulltrúar kaupendanna orð á því
að því fleiri sem hluthafamir væm
því betra. Þeir gera ráð fyrir að
hluthafar verði á annað hundrað.
Jafnframt höfðu menn áhuga á
að vita hvort eigendur Krossanes-
verksmiðjunnar hefðu haft sam-
band við kaupendur SR-mjöls.
Neituð fulltrúamir því og sagðist
Benedikt Sveinsson halda að eig-
endumir hefðu haft áhuga á að
kaupa SR-mjöl til að koma eigin
verksmiðju á framfæri.
Á Raufarhöfn kom fram að er-
lendir viðskiptavinir SR-mjöls
hefðu lýst yfír ánægju með nýja
eigendur og a.m.k. tvö heillaóska-
símbréf hefðu borist til þeirra.
Jafnframt kom fram í svari við
fyrirspum að ekki væri gert ráð
fyrir breytingum á rekstri og að
líkur bentu til að hægt yrði að
halda fyrsta aðalfund nýs hlutafé-
lags eftir að ársreikningar lægju
fyrir í mars.
Á Seyðisfirði vora undirtektir,
eins og annars staðar, afer jákvæð-
ar og hefur bæjarstjóm nú tekið
ákvörðun um hlutaQárkaup. Ákveð-
ið var að Hafnarsjóður festi kaup
á hlutafé að verðmæti 130.000 kr.
að nafnverðL Sigiuíjarðarbær hefur
ákveðið að festa kaup á hlutafé sem
nemur 90.000 kr. að nafnvirði,
Reiðaríjörður að 100.000 kr. að
nafnvirði og Raufarhöfn einni millj-
ón að nafnverði.
50% kvóti að baki
Á fundi með Reyðfirðingum á
Egilsstöðum kom, eins og annars
staðar, fram ánægja með hversu
gott samband hefði verið haft við
slarfsmenn fyrirtækisins. Vonast
var til að svo yrði áfram enda
væri farið að vilja seljendanna. Þá
kom fram að um 50% af kvóta
væm að baki kaupendanna og ef
samstarf næðist við Norðfirðinga
og Þórshafnarbúa færi hlutfallið
yfir helming. Síldarvinnslan á Nes-
kaupstað og Hraðfrystihúsið Þór-
hafnar hafa staðfest hlutafjárkaup
í fyrirtækinu.
AGÓ.
Hæffar konur til f orystu
Guðrún Zoegn
borgorfulltrúi í 3. sæfi
í prófkjöri 30. og 31. janúar nk.
Skrifstofa stuðningsmanna er í
Síðumúla 8., 2. hæð.
Opið kl. 16-22 virka daga og
13-18 um helgar.
Símar 684490 og 684491.
Þorrablót sjálfstæðis-
félaganna
HII) árlega þorrablót sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík verður
haldið laugardaginn 22. janúar
nk. í Valhöll. Húsið verður opn-
að kl. 19 en borðhald hefst kl.
20.
Á dagskránni er m.a. ávarp
Friðriks Sophussonar, fjármála-
Reykjavík
ráðhenra, söngur og gamanmál
með Áma Elvar píanóið. Heiðurs-
gestur er Friðrik Sophusson og
blótinu stýrir Geir H. Haarde, al-
þingismaður.
Miðasala og miðapantanir verða
í Valhöll til föstudagsins 21. janú-
ar milli 9 og 17. Miðaverð er 2.000
kr.