Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 21

Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1994 21 Davidoff látinn RÚSSNESKI vindlakóngurinn Zino Davidoff lést á föstudag, 88 ára að aldri. Fidel Kastró Kúbuleiðtogi veitti vindlafyrir- tæki Davidoffs í Genf sérstakt leyfi á sjötta áratugnum til að selja Havanavindla, sem kennd- ir voru við vindlakónginn sjálf- an. Davidoff hætti þó að kaupa kúbverska vindla árið 1990 og sakaði Kúbveija um að selja sér óvandaða vöru. Kúbveijar hófu þá sölu Davidoffs-vindla án samþykkis hans en deilan var leyst í desember 1991. Indíánar ákalla Clinton INDÍÁNARNIR sem gerðu uppreisn gegn stjórn Mexíkó eftir áramótin hafa beðið Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, um að veita stjórninni ekki að- stoð við fjöldamorð á mexíkósk- um indíánum. Þeir segja að stjórnarherinn hafí notað her- þotur, þyrlur og hergögn sem Bandaríkjamenn hefðu séð honum fyrir í baráttunni gegn eiturlyfjasmygli til að kveða niður uppreisnina. Útlendinga- skattur í Moskvu YFIRVÖLD í Moskvu hyggjast innheimta skatt af erlendum ferðamönnum, einn Banda- ríkjadal fyrir hvern dag sem þeir gista í borginni. Aðeins ferðamenn frá fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna verða undanþegnir skattinum. Litið verður á alla útlendinga sem gista að minnsta kosti í eina nótt í Moskvu sem ferðamenn séu viðskipti ekki megintil- gangur dvalarinnar. Heili Leníns harla venju- legur RÚSSNESKIR vísindamenn léttu í gær hulunni af leynileg- um rannsóknum á heila bylt- ingarleiðtogans Leníns, sem staðið hafa yfir í um sjö ára- tugi. Markmið rannsóknanna var að reyna að finna út hvað lægi að baki hinum miklu gáf- um Leníns. Oleg Adrianov, for- maður Heilastofnunar Moskvu, sagði hins vegar að niðurstaða rannsóknanna hefði verið að heili Leníns hefði á allan hátt reynst ósköp venjulegur. Til dæmis væri hann um þriðjungi léttari en heili rithöfundarins ívans Túrgjenevs, sem uppi var á síðustu öld. Undrabarn höfðar mál gegn ríkinu NÍU ára stúlka með greindar- vísitöluna 161 hefur fengið heimild til að höfða mál gegn breska ríkinu fyrir að neita að greiða skólagjöld hennar. Móðir stúlkunnar lét hana hætta í tveimur ríkisskólum og segir að stúlkan hafi átt við námserf- iðleika og tilfínningaleg vanda- mál að stríða vegna þess að skólarnir hafi ekki séð henni fyrir þeirri kennslu sem hæfði greind hennar. Stúlkan er nú í einkaskóla, þar sem krafist er skólagjalda, í bekk með nem- endum sem eru ári eldri en hún. John Patten menntamála- ráðherra hafði úrskurðað að ríkinu bæri ekki að greiða skólagjöld stúlkunnar. Þingkosningar boðaðar á Italíu Gyðmgar knýja fram tvo kiördaga Róm. Reuter^ The Daily Telegraph. BOÐAÐ hefur verið til þingkosninga á Ítalíu 27. mars en vegna mótmæla gyðinga, sem mega ekki kjósa þann dag af trúarástæðum, hyggst sljórn landsins framlengja kjörfundinn til klukkan níu eða tíu kvöldið eftir. Stjórnin hafði legið undir ámæli fyrir að taka ekki tillit til ítalskra gyðinga og báð þykkja framlenginguna. Oscar Luigi Scalfaro, forseti landsins, ákvað að ijúfa þingið á sunnudag og fól Carlo Azeglio Ciampi að gegna embætti forsætis- ráðherra fram yfir kosningarnar, en áður hafði hann lagt fram af- sagnarbeiðni sína. Samkvæmt stjórnarskránni varð stjómin að boða til kosninga á sunnudegi og ekki síðar en 70 dögum eftir þing- rofið. Ciampi taldi of snemmt að efna til kosninga 20. mars og 3. apríl kom ekki heldur til greina þar sem það er páskadagur. Þá voru flokkarnir sem börðust fyrir kosn- ingaumbótunum algjörlega andvíg- ir því að kosningunum yrði frestað til 10. apríl. Stjórnin ákvað því að boða til kosninganna 27. mars og það olli miklu uppnámi þar sem páskahátíð gyðinga lýkur þann dag. Gyðingar mega ekki ferðast, skrifa eða vinna á fyrsta og síðasta degi hátíðarinn- ar, sem er haldinn til minningar um brottför gyðinga frá Egypta- deildir þingsins verða að sam- landi. 30.000 gyðingar eru með kosningarétt á Italíu og geta ekki nýtt sér hann ef kjörfundurinn verð- ur ekki framlengdur. ítalskir rabbínar vom ánægðir með áform stjórnarinnar um tvo kjördaga og leiðtogar helstu flokk- anna sögðust hlynntir þessari lausn. Fimmtungur þingmanna gamla þingsins hafa sætt rannsókn vegna spillingarmála eða tengsla við maf- íuna. Gömlu valdaflokkarnir hafa séð til þess að þeir þingmenn sem eiga ekki möguleika á endurkjöri vegna spillingarmálanna verða ekki á flæðiskeri staddir þótt þeir missi vinnuna. Ríkið þarf að greiða þeim jafnvirði 1,8 milljarða króna í bið- laun, sem miðast við starfsaldur þeirra. Þannig fær til að mynda Bettino Craxi, fyrrverandi forsætis- ráðherra sem er viðriðinn ýmis spill- ingarmál, jafnvirði 13 milljóna króna í biðlaun, auk þess sem hann á rétt á 350.000 krónum í eftirlaun á mánuði. Reuter Gjaldeyrisdeild á hjólum MOSKVUBÚAR standa í röð til að kaupa dollara í „gjaldeyrisdeild“ á hjólum í Moskvu. í gær féll gengi rúblunnar vegna umróts í kjöl- far afsagnar Jegors Gajdars, fyrsta aðstoðarforsætisráðherra. Svein Andra i 5. sæti Kosningaskrifstofa Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa, Suðurgötu 7, er opin á milli kl. 9.00 og 24.00. Sjálfstæðismenn velkomnir. Studningsmenn. Ódýrasti japanski bíllinn á markaðnum er SUZUKI SWIFT á verði frá kr . 798.000,- Suzuki Swift býður upp á lægri rekstrarkostnað því hann er sparneytnasti bíllinn á markaðnum. Bensíneyðslan er frá 4,0 1 á 100 km. Hann er einnig léttur, sem þýðir lægri þungaskatt. Síðast en ekki síst er endursöluverðið sérstaklega hátt. Við bjóðum hagstæð lánakjör. Dæmi: Suzuki Swift GA, verð kr. 798.000. Útborgun (eða gamli bíllinn) kr. 250.000, meðalafborgun af láni kr. 18.375 í 36 mánuði. Handhafar bifreiðastyrks Tryggingastofnunar ríkisins! IZiÓ sjáum um pappírsvinnuna fyrir ykkur og gerum úthlutunina aÖ peningum S'l'RyiX. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 SUZUKI SWIFT - ódýr, sparneytinn og aldrei betri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.