Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 22

Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 r + Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Atvinnuleysið Samkvæmt nýjum tölum, sem birtar eru í Morgun- mlaðinu í dag, er talið að yfir 8.000 manns hafi verið at- vinnulausir í desembermán- uði. Á árinu 1993 voru 5.600 íslendingar atvinnulausir að meðaltali allt árið. Atvinnu- lausum hafði fjölgað um 1.700 manns frá árinu 1992. Gert er ráð fyrir, að atvinnuleysið hafi enn aukizt í byijun jan- úar en síðan má búast við að úr því dragi smátt og smátt eitthvað eftir því, sem líður á veturinn. Þetta er gífurlegt atvinnu- leysi, hvort sem mælt er á íslenzkan mælikvarða eða evr- ópskan. Atvinnuleysi hér er smátt og smátt að þokast upp í svipaða hlutfallstölu og þekkzt hefur í mörgum Evr- ópuríkjum á undanförnum árum. Þrátt fyrir það eru umræður um atvinnuleysið og afleiðingar þess ekki miklar og raunar ótrúlegt hvað lítið heyrist um þetta þjóðfélags- böl. Verkalýðsfélögin hafa ekki gengið fram fyrir skjöldu til þess að vekja athygli á þessu mikla atvinnuleysi. Hin- ir atvinnulaúsu hafa heldur ekki látið mikið til sín heyra. Það eru auðvitað ýmsar skýringar á atvinnuleysi í des- ember, svo sem árstíðabundin stöðvun margra fiskvinnslu- fyrirtækja. Það er líka ljóst að sjómannaverkfall fyrri hluta janúarmánaðar hefur leitt til atvinnuleysis í landi. Samt sem áður fer tæpast á milli mála, að atvinnuleysið er að festa rætur hér. Það er að verða viðvarandi vanda- mál, eins og það hefur orðið í fjölmörgum Evrópuríkjum, ekki sízt meðal ungs fólks og kvenna. Fyrr á árum var það fyrsta markmið íslenzkra ríkis- stjóma að tryggja fulla at- vinnu. Á þeim tíma var verð- bólgan mikil og stundum gíf- urleg. Sennilega hefði verið hægt að vinna bug á verðbólg- unni fyrr en gert var en þá á kostnað atvinnustigs. Á seinni árum hefur það orðið fyrsta markmið ríkisstjórna að vinna bug á verðbólgunni. Eftir að hafa kynnzt verðbólgulitlu eða verðbólgulausu þjóðfélagi vill varla nokkur maður skipta á því og hinu fyrra ástandi. Jafnvel má búast við að hinir atvinnulausu vilji fremurverð- bólgulítið samfélag en það þjóðfélag óðaverðbólgu, sem hér ríkti áður fyrr. Með þessu er ekki sagt, að mikið atvinnuleysi nú stafi af því, að baráttan gegn verð- bólgunni hefur borið svo góð- an árangur, sem raun ber vitni. Atvinnuleysið nú stafar auðvitað af þeirri efnahags- kreppu, sem hér hefur gengið yfir samfellt í fimm ár, bæði vegna samdráttar í helztu við- skiptalöndum okkar en einnig vegna samdráttar í fiskveið- um hér og almennrar kreppu við sjávarsíðuna. Þótt lítið heyrist í þeim, sem atvinnulausir eru eða í verka- lýðsfélögunum, sem hafa hina atvinnulausu innan sinna vé- banda má ganga út frá því sem vísu, að atvinnuleysi eigi eftir að komast hér á dag- skrá, sem mikið átakamál í þjóðfélaginu. En eitt er að tala um atvinnuleysi eða vekja athygli á því, annað að ráða bót á því. Það er alveg ljóst, að við vinnum ekki bug á at- vinnuleysi með því að veita miklum fjármunum úr opin- berum sjóðum til atvinnuskap- andi verkefna. Það er í sjálfu sér engin lausn, þótt það geti verið tímabundin lausn í ein- hveijum tilvikum. Það mun ekki draga úr at- vinnuleysi fyrr en ný upp- sveifla verður í atvinnulífinu. Og jafnvel þegar að því kemur má búast við, að fyrirtækin fari sér hægt í mannaráðning- um, eftir þá reynslu, sem þau hafa gengið í gegnum á-und- anförnum fimm árum. Þess vegna verðum við að horfast í augu við, að mikið atvinnuleysi verður hér ríkj- andi í nokkur misseri enn og jafnvel allmörg misseri. Ef gengið er út frá því sem vísu skiptir máli að skipulega sé unnið að því að gera atvinnu- lausu fólki lífið eins bærilegt og kostur er. Upphæð at- vinnuleysisbóta skiptir máli. Það getur líka haft þýðingu að gera fólki kleift að nota þennan tíma til þess að setj- ast á skólabekk og bæta við menntun sína þannig að það verði samkeppnishæfara á vinnumarkaðnum, sem gerir stöðugt auknar kröfur um menntun fólks. Aðalatriðið er að þeir, sem atvinnulausir eru, finni, að þeir eru ekki gleymdir, að hin- ir, sem atvinnu hafa, loki ekki augunum fyrir þeim vanda, sem þeir eru staddir í og að samfélagið sýni viðleitni til þess að koma til móts við vanda þessa fólks. Utanríkisstefna á lýðveldisafmæli VI A vit nýrra tækifæra eftir Björn Bjarnason Erlendur maður, víðförull og með góð sambönd í alþjóðlegum stjórn- mála- og viðskiptaheimi, kom í fyrsta sinn til Islands fyrir skömmu. Hann hafði áður haft nokkur kynni af ís- Iendingum og fyrir komu sína til landsins átti hann þess kost að kynna sér landshagi í trúnaðarskýrslum, sem samdar voru af erlendum sér- fræðingum. A skömmum tíma var honum gefið tækifæri til að kynnast forystumönnum í stjórnmála-, við- skipta- og fjármálalífi þjóðarinnar. Við komuna til landsins lét hann strax orð falla á þann veg, að sér þætti íslendingar hafa verið alltóf hógværir við að láta að sér kveða í alþjóðlegu samstarfi. Hér byggi vel menntuð þjóð í stóru landi, þar sem auðlindir væru miklar. Stefna hennar í samskiptum við aðrar þjóðir ein- kenndist fremur af hiki og jafnvel einangrunarhyggju en leit að tæki- færum til að koma ár sinni vel fyrir borð. Þegar hann kvaddi hafði gesturinn fengið nokkuð aðra mynd. Hann átt- aði sig á því, að fyrirtæki eins og Grandi hf. og Eimskipafélag íslands hf. hefðu skotið rótum erlendis. ís- lendingar hefðu góða stöðu á alþjóð- legum fiskmörkuðum, fyrir lægju hugmyndir um að reisa ný stóriðju- ver þegar álverð hækkaði, áætlanir væru fyrir hendi um nýjar virkjanir með orkusölu um sæstreng í huga. Á stjórnmálasviðinu væri unnið að því að laga framkvæmd varnarsamn- ings íslands og Bandaríkjanna að breyttum aðstæðum. Þótt íslendingar hefðu ekki sótt um aðild að Evrópu- sambandinu væri áhugi á að nýta sér evrópska efnahagssvæðið til hins ýtr- asta. Litið væri til viðskipta við Jap- ani og aðrar Asíuþjóðir. Almennt væru menn vel upplýstir um þróun alþjóðamála og áttuðu sig á því, að ný tækni í fjarskiptum og samgöng- um gæfi eyþjóð fjarri öðrum fleiri kosti en áður. Nýjar aðstæður Þeir sem kynna sér sögu íslenskra utanríkismála sjá, að um miðbik ald- arinnar hvíldi það mjög á stjórnvöld- um að tryggja íslenskum afurðum aðgang að erlendum mörkuðum. I endurminningum sínum segir Dean Acheson, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar Atlantshafs- bandalagið var stofnað, að hann hefði fengið meira að vita um gærur og saltfísk vegna. viðræðna sinna við Björn Bjarnason „Við þessar aðstæður á ekki að skipta sköpum hvort ríki eru stór eða smá, fámenn eða fjöl- menn. Örlög ráðast af því hvort þjóðir, sem ríkin mynda, þekkja sinn vitjunartíma.“ íslendinga en góðu hófi gegndi. Nú hafa verið gerðir alþjóðasamningar eða svæðisbundnir samningar, sem greiða fyrir viðskiptum milli þjóða. Forsendur fyrir tvíhliða lausnum eru allt aðrar en áður. í stað þess að ríkisvaldið ryðji brautina hvetju sinni í viðskiptum og menn leiti eftir fyrirgreiðslu stjórn- málamanna eða stjórnvalda vegna samskipta sinna við útlendinga geta þeir stuðst við almennar umsamdar alþjóðareglur. Stjórnmálamönnum og stjórnvöldum er bannað að mismuna einstaklingum og fyrirtækjum á markaðssvæðinu og unnt er að leita réttar síns hjá sameiginlegri alþjóð- legri eftirlitsstofnun eða dóínstóli. Við þessar nýju aðstæður ber að gera nýjar kröfur til hins sameigin- lega þjóðfélagsvalds. Ábyrgð þess er að ýmsu leyti meiri og víðtækari hjá smáþjóð en þeim sem stærri eru. Hlutverk þess er ekki síst að tryggja borgurunum jafnræði á við borgara annarra ríkja. Þar skiptir nú hvað mestu að huga að menningu, mennt- un, vísindum og rannsóknum. Frelsið sem hið alþjóðlega samstarf veitir er ekki unnt að nýta til fulls nema menn hafi þekkingu og djörfung til þess að gera það. Frjálshuga og metnaðarfullir verða menn ekki nema þeir sæki styrk sinn í fijóan menning- arlegan jarðveg, þar sem markið er sett hátt. Kraftur einstaklingsins Þær þjóðfélagskenningar hafa lot- ið í lægra haldi, sem byggðust á því, að einstaklingurinn væri eign og tæki ríkisvaldsins eins og dráttarvél eða skurðgrafa. Ekki er lengur háð alþjóðlegt hugmyndastríð vegna hoil- ustu einræðisherra við kenningar af þessu tagi. Lýðræðislegir stjórnar- hættir og mannréttindi, sem tryggð eru með rétti til málshöfðunar fyrir alþjóðlegum dómstóli, hafa verið haf- in til vegs og virðingar. Alþjóðlegt öryggiskerfi er að verða virkara, rík- ari kröfur eru gerðar um alþjóðlega samhjálp og með alþjóðlegu sam- starfi er unnið að því að vernda líf- ríki hvarvetna á jarðarkringlunni. Við þessar aðstæður á ekki að skipta sköpum hvort ríki eru stór eða smá, fámenn eða fjölmenn. Örlög ráðast af því hvort þjóðir, sem ríkin mynda, þekkja sinn vitjunartíma. Þora að nota þau tækifæri sem gef- ast eða láta hræðslu ná tökum á sér og leita skjóls á bak við heimatilbún- ar hindranir, sem verða síðan að sjáif- hnýttu hafti. Þjóð í hafti heitir fróðleg bók eftir Jakob F. Ásgeirsson og lýsir hræðslu og tregðu íslendinga við að kasta af sér skaðvænlegum íjötrum, sem á þá voru lagðir á fjórða áratugnum. Við að losa höftin höfum við verið áratug eða áratugi á eftir nágranna- þjóðunum. Sú saga getur endurtekið sig í nýrri mynd ef óttinn við frelsið vegur þyngra en viljinn til að nýta kraftana í virkri samkeppni við aðra. Þegar íslendingar fagna 50 ára lýðveldi er full ástæða fyrir okkur að gleðjast yfir því, sem áunnist hef- ur í samskiptum við aðrar þjóðir. Lýðveldissagan kennir okkur, að fjöl- þætt og náin samskipti við aðrar þjóðir eru ekki í andstöðu við varð- stöðu um íslenskt þjóðerni og menn- ingu. Því aðeins farnast okkur vel á framtíðarbrautum í alþjóðlegum samskiptum, að við treystum á þjóð- emi okkar, tungu og sögu um leið og við sækjum hiklaust fram og lát- um að okkur kveða, þar sem vilji, þekking og kraftar leyfa. Verslunarráð íslands í áJagningu vörugjalda ti VERSLUNARRÁÐ íslands hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA bréf og óskað eftir áliti stofnunarinnar á því hvort sú framkvæmd íslenskra stjórnvalda að umbreyta tollum á ýmsum vörum, sem ekki eru fram- leiddar á íslandi, í vörugjöld, standist ákvæði EES-samningsins. Telur Verslunarráðið nauðsynlegt að taka af allan vafa um hvort álagning vörugjalda á þessar vörur samrýmist ákvæðum EES-samningsins og markmiðum og anda samningsins. Björn Friðfinnsson, sem situr í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar málið bærist til stofnunarinnar yrði byijað á því að fá skýringar frá stjórnvöldum á Islandi. Kannað yrði hvort EES-reglunum hefði verið fylgt og málið yrði skoðað með sam- anburði við dóma sem gengið hafa hjá Evrópubandalaginu. Björn sagði að takmörkuð reynsla væri komin á meðferð mála sem skotið væri til Eftirlitsstofnunarinnar og sagði því óvíst hvenær úrskurður gæti legið fyrir, málsmeðferðin gæti tekið nokkrar vikur, en síðan væri hægt að áfrýja úrskurðinum til EFTA- dómstólsins. Ilindrunarlaus viðskipti í greinargerð Verslunarráðsins er bent á að íslensk stjórnvöld hafi haft það að markmiði að láta vöru- gjöld koma í stað fjáröflunartolls sem lagður var á ýmsar innfluttar vörur skv. undanþáguákvæði fríverslunar- samnings Islands og EB frá 1972, þannig að tekjur ríkissjóðs af inn- flutningi minnkuðu ekki og verðhlut-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.