Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 31 verða efst í huga af hve miklu æðruleysi hún tók því, er sýnt var að senn kæmi að leiðarlokum, en hún var sátt, sátt við það sem lífið hafði gefið henni. Hún var okkur góð móðir og traust eiginkona föður okkar, var hans stoð og stytta í rösklega hálfrar aldar hjúskap. Þau voru mjög samhent og einstakir foreldrar. Við munum með söknuði sjá á bak elskulegri móður. Samveru- stundirnar verða ekki fleiri að sinni, en við eigum dýrmætar endurminn- ingar. Við þökkum elsku mömmu okkar fyrir allar góðu stundimar og biðj- um góðan Guð að blessa hana og varðveita. Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo bijóstið þitt fái svala. Svo strýkur hann barm þinn blítt og hljótt nú blaktir síðasti loginn og svo kemur dagur og sumarnótt og sólskin á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Svala, Guðfinna, Sigurður og Ragnar. í dag verður til moldar borin elskuleg amma okkar, Ingibjörg Sigurðardóttir, sem lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi hinn 10. janúar sl. eftir hetjulega baráttu við erfíð- an sjúkdóm sem að lokum sigraði. Okkur er minnisstæður sá tími þegar við systurnar fórum í sum- arfrí til ömmu og afa. Þetta var yndislegur tími sem við áttum með þeim. Alltaf var farið snemma að sofa og vaknað snemma. Var hún alltaf fyrst á fætur til að hefjast handa við heimilisverkjn og raulaði falleg lög á meðan sem bar vott um hennar ánægju að hafa heimilið alltaf hreint og fínt. Áður en hún fór í vinnu á Sjúkrahúsinu var hún ávallt búin að smytja brauð og skera niður ávexti svo við skyldum örugglega borða eitthvað yfir dag- inn. Þegar vinnudegi lauk vorum við komnar til að ná í hana og fylgd- um henni heim. Hún var ákveðin við okkur en jafnframt hlý og bárum við mikla virðingu fyrir henni. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að minn- ast á afa. Hún var honum góð eigin- kona, hugsaði vel um hann og stjórnaði hlutunum af röggsemi. Síðastliðið sumar var amma mik- ið hjá okkur, var hún þá í miklum rannsóknum og sýndi hún þá hversu sterk hún var. Langur tími fór í að bíða eftir sjúkdómsgreiningu og sýndi hún mikinn dugnað og skyn- semi. Á þessum tíma kynntust Val- ur og amma mjög náið. Hún sat með honum í herberginu hans og þau töluðu mikið saman. Tókum við eftir hversu Valur var ánægður með að hafa kynnst ömmu svona vel og fundu þau styrk hvort hjá öðru. systkina, eldri eru bræður hennar Rögnvaldur og Jón. Minningar mínar um Ingibjörgu tengjast einum skemmtilegasta kafla lífs míns, skólaárunum í Stykkishólmi. Við fæddumst báðar og ólumst upp við einn fegursta fjörð lands- ins, Breiðafjörð. Það eru forréttindi að eiga slíkar æskuminningar sem kvöld við Breiðafjörðinn eru. Feg- urð þeirra er fjársjóður sem endist manni ævilangt. Við Ingibjörg vor- um saman í Miðskóla Stykkishólms og á þeim árum var gaman að lifa og hver dagur ævintýri. Ingibjörg var hávaxin, grönn, dökkhærð og alltaf með bros á vör og blik í auga. Hún var afskaplega hlý persóna og góð vinkona. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur vinkonunum í þá daga og man ég eftir að stundum fórum við stöllurnar margar ferðir að fylgja hver annarri heim og gát- um aldrei skilið hver við aðra. Við vorum fjórar sem héldum hópinn þá Kristín Möller, Ingibjörg, Sigríð- ur Jóhannesdóttir og ég undirrituð. Að eiga þessar fögru minningar frá æskuárunum er fjársjóður sem er mér ómetanlegur og vil ég þakka fyrir það. Sigurður Jakob Ólafsson - Minning Fæddur 15. maí 1955 Dáinn 8. janúar 1994 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Minningin um góða ömmu lifir í hjarta okkar og við kveðjum hana með söknuði og þökk. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til elsku- legs afa okkar, bama þeirra, tengdabarna og systra hennar. Blessuð sé minning hennar. Inga, Heiða og Valur. Fósturlandsins Freyja, fagra Vana-dís, móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís! Blessað sé þitt blíða bros og gullið tár; þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár! (M JocL) Elsku amma er dáin, en eins og hún sagði, þegar hún sá að hverju stefndi: „Maður verður að deyja úr einhverju." Þrátt fyrir erfiðan sjúk- dóm sýndi hún ótrúlegt æðruleysi og mikinn viljastyrk í baráttu sinni við hann. Allt fram á síðasta dag vildi hún helst ekkert láta hafa fyr- ir sér, en það var einmitt einkenn- andi fyrir persónugerð hennar. Við gerðum stundum grín að því krakkamir að okkur færi örugglega að förlast á undan henni, enda hélt hún minninu og skýrri hugsun allt fram á síðasta dag. Alltaf fengum við hlýjar móttök- ur þegar við komum í heimsókn til ömmu og afa og okkur tekið opnum örmum. Amma búin að baka og taka til veislumat, ákveðin í að láta okkur líða sem best. Umhyggja hennar og áhugi á börnum var einstakur. Hún fylgdist vel með uppvexti barnabarna og seinna barnabarnabarna. Oft laum- aði hún vettlingum eða sokkum, sem hún hafði prjónað, til þeirra yngstu, „svo þeim verði ekki kalt, litlu skinnunum". Amma var ákaflega hreinskilin kona. Við vissum alltaf hvar við höfðum hana, því hún sagði sína skoðun umbúðalaust hvort svo sem henni líkaði eitthvað eða ekki. Þessi eiginleiki, sem er svo mikilvægur í samskiptum fólks, er allt of sjald- gæfur en reyndist okkur dýrmætur. Það er mikill söknuður sem fyllir hjarta okkar á þessari stundu, en við fengum að hafa hana lengi hjá okkur. Við erum þakklát fyrir þann tíma, því við lærðum margt af ömmu. Hún var svo einstaklega heilsteypt kona. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín mikið, en góðar minning- ar hjálpa okkur á þessari stundu. Vonandi líður þér vel í guðsríki. Þín barnabörn, Valgeir Berg, Sigrún Rósa og Grétar Már. Því miður lágu leiðir okkar sjald- an saman eftir að fullorðinsáriri tóku við. Við héldum sín í hvora átt eins og gengur í Iífinu og allir önnum kafnir hver á sínum stað. Ingibjörg þjáðist í mörg hin síðari ár af ólæknandi sjúkdómi og bjó þá í Hátúni 12 í Reykjavík uns hún lést 11. janúar 1994. Ég veit að hún er sæl núna að vera laus úr viðjum sjúkdómsins. Hennar hreina sál er nú á betri stað. Úr djúpunum stígur Ijóðsins ljóð, er lygnir um strönd og græði. Þótt skyggnist um heima skuggans öm og skýjum vestursins blæði ^ má heyra vonfagurt vængjatak, -það er viðlag við dagsins kvæði. Úr djúpunum stígur lífsins ljóð og leiftrar í kvöldsins hljóði. Er skygpist um heima Heljar örn og himinninn grætur blóði, fær mannssálin hvítan væng og veit: Hún er viðlag í drottins ljóði. (Guðfmna Jónsd.) Hvíl þú í friði kæra vinkona. Við hjónin vottum aðstandendum Ingibjargar innilega samúð okkar. Kristjana Emilia Guðmundsdóttir. Sú harmafregn að æskufélagi minn, Siggi frá Hnausum, væri dá- inn sló mig illþyrmilega. Maður í blóma lífsins burt kvaddur án nokk- urs fyrirvara. Hugurinn reikar um þrjátíu ár aftur í tímann heim í Vatnsdal frá þeim tíma þegar Elna móir hans kom ráðskona í dalinn með fjögur börn. Ég og Inga Dóra systir mín höfðum fengið að fara dagstund að hitta frænkur okkar á Brúsastöðum, þar var Elna stödd með þijú yngstu börnin og þar sem tvö voru á okkar reki var strax farið út að leika og þótti okkur mjög áhugavert að kynn- ast þessum innflytjendum sem voru svo dæmalaust fijálsleg og kunnu ýmsa leiki sem voru okkur alveg framandi. Kannski var það ekki síst málfarið sem vakti forvitni okkar, áherslurnar á orðunum voru svo gjö- rólíkar því sem við höfðum vanist. Þau komu frá Ólafsvík hvar sem hún nú var, hún hlaut .að vera óralangt í burtu fyrst fólkið þar talaði svona skrítna íslensku, en skýringin var kannski sú að móðir þeirra var hálf- ur Færeyingur, en þegar heim var komið vorum við harla stoltar af að hafa kynnst ja næstum því útlend- ingum. Nú leið að hausti með tilheyrandi smalamennsku og fjárragi og fór allir sem vettlingi gátu valdið í rétt- ir þar var þessi glókollur talsvert áberandi þar sem hann sveif á hveija kindina á fætur annarri og þótti okkur krökkunum hann býsna hug- aður. Um veturinn gekk Siggi í barnaskólann á Ásbrekku þar sem við urðum strax góðir vinir. Síðar flutti hann í Hnausa í næstu sveit með fjölskyldu sinni þar sem hann átti heima allt þar til hann flutti suður og stofnaði eigið heimili. Á Húnavöllum vorum við samtíða í unglingaskóla. Þaðan á ég góðar minningar um þann glaðværa dreng sem Siggi var, alltaf var hann boð- inn og búinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti og hans létta lund gerði öllum sem voru honum samtíða glatt í geði. Ef einhver var leiður þá kom hann eins og sólargeisli bros- andi út að eyrum og sagði „blessað- ir, komiði bara út í bolta,“ enda voru þær ófáar stundirnar sem hann var úti á velli hlaupandi á eftir bolta eða í marki og hvatti þá sína menn óspart. Á þessum árum hlustuðum við mikið á Bítlana og þegar ég frétti af láti hans kom mér í hug lagið „Here comes the sun“ því þar sem hann kom þar kom sólin. Eftir að ég fluttist austur á land bar fundum okkar ekki oft saman, en bjartar minningar lifa um góðan dreng. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Megi guð veita eiginkonu, börnum, foreldrum og systkinum styrk í sorginni. Ágústína Konráðsdóttir. Línur rofna, líða burt leiðir skiljast eina stund hefði ég vitað, hefði ég spurt hvar við ættum annan fund. (Rúnar Þór.) Mig langar að minnast vinar míns sem nú hefur kvatt þetta líf svo snögglega. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 23 árum þegar við flutt- umst til Hafnarfjarðar báðir utan af landi og byijuðum í Flensborgar- skóla. Tókust þá strax þau vináttu- bönd með okkur sem síðan hafa haldist. Margt kemur upp í hugann á svona stundu og minningar liðinna ára renna um hugann, skólaárin, fyrstu árin í vinnu, árin til sjós og árin þar á eftir, og ekki síst síðustu 10 árin hér á Álftanesinu alveg til hinstu stundar. Alltaf var bjart og létt yfir Sigga og í hóp var hann oftar en ekki miðpunktur alls, alltaf gat hann fundið skondnar og broslegar hliðar á því sem rætt var um og ætíð var stutt í hans bráðsmitandi hlátur. Seinnipart föstudag sátum við saman góða stund drukkum kaffi og ræddum fram og aftur um ýmsa hluti og áform eins og gengur og ekki skorti hugmyndirnar hjá Sigga þá frekar en fyrri daginn. Tilviljun réði því að við hittumst aftur á laugardagsmorguninn, töluð- um saman litla stund, og kvöddumst hlæjandi. Þetta var okkar síðasti fundur, því sama dag var hann kall- aður burt. Missirinn er mikill fyrir ástvini hans og erfitt er að sætta sig við það að Siggi sé ekki lengur meðal okkar hér. Hann er farinn á annað tilverustig að gegna hlutverki sem hlýtur að hafa verið mjög brýnt. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir er hugsun sem læðist að okkur sem sitjum eftir og syrgjum, þó svo að erfitt sé að skilja hve miskunnar- laust og erfitt það er. Minningin um Sigga er ljóslifandi og alltaf kemur hann upp í huga okkar brosandi. Hver getur þanið segl án vinds róið sviptur árum hver getur skilist við vininn sinn án þess að klökkna af tárura? Ég get þanið segl án vinds róið sviptur árum en ei skilið við ástvin minn án þess að klökkna af tárum. (H.J.K.) Minning um góðan vin lifir í hjört- um okkar og viljum við að endingu þakka þér samfylgdina, tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga á. Elsku Kristrún, börnin, foreldrar, systkinin öll og fjölskyldur og aðrir ástvinir, megi góður guð gefa ykkur öllum styrk í ykkar þungu sorg. Sigmundur og Berglind. „Dáinn, horfinn!" - Harmafrep! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir, það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrimsson) Það dimmdi yfir hugum okkar um sfðastliðna helgi — er harmafregnin barst — einn félagi okkar, maður í blóma lífsins, horfinn yfir móðuna miklu. Slys gera ekki boð á undan sér sem betur fer, en enginn er und- irbúinn að mæta slíku — glaður að morgni, dáinn að kvöldi. Á slíkum stundum koma minningarnar upp í hugann. Siggi, hann var alltaf kallaður það af okkur, hóf störf hjá Myllunni að hausti fyrir ellefu árum, hann var einn sá fyrsti sem ráðinn var sem sölumaður, þ.e.a.s. til að fara á milli verslana. Eftir að hafa starfað við það í nokkur ár tók hann við verk- stjórn og vann við það til vors 1991, er hann fór frá okkur til að starfa við fasteignasölu. Siggi var góður samstarfsmaður, skapmikill en ávallt glaður og hress og brosið hans yljaði mörgum. Oft var unninn langur dagur t.d. fyrir jól, þá var mikið í húfi að allt gengi vel og þurfti gott skipulag og fram- kvæmd til að allir viðskiptavinir fengju sitt, á réttum tíma. Siggi var maður fólksins, ákaflega félagslyndur og þegar stofnað var starfsmannafélag var hann valinn til forystu og lýsir það honum vel, þessu starfi skilaði hann af trú- mennsku eins og við var að búast. Þegar kom að því að farin var hópferð vorið 1990 til að velja land undir sumarhús það, sem fyrirtækið gaf starfsmannafélaginu, þá voru þau þar að sjálfsögðu, Kristrún og Siggi með strákana sína, sá yngsti var ekki hár í loftinu og pabbi hafði hann á öxlunum allan daginn. Land var valið í nágrenni Flúða — en þegar kvöldaði þennan dag var okk- ur boðið til góðra vina í Gnúpverja- hreppi. Það var grillað fyrir allan hópinn og auðvitað tók Siggi að sér að grilla og allir voru glaðir. Sumar- húsinu var komið fyrir í landinu og Siggi og fjölskylda höfðu notið þess ásamt mörgum fleirum. Þau hjón Siggi og Kristrún hafa svo sannarlega lofað okkur að njóta gestrisni sinnar, sem er alveg ein- stök, okkur er sérstaklega ofarlega í huga heimboðið fyrir árshátíðina fyrir tveimur árum. Við sem störf- uðum með honum eigum bágt meða að skilja að Siggi birtist ekki framar í dyrunum með ferskleika og bros á vör og segi: „Hverig hafið þið það, elskurnar mínar." En svona er þetta, við eigum ekki neitt víst í þessum heimi en við eigum marga fjársjóði hvert fyrir sig, sem vel verða geymd- ir. Kæra Kristrún, börn ykkar, Tommi, foreldrar og fjölskylda, við drúpum höfði í sorg og vottum ykk- ur dýpstu samúð. Vinir og félagar hjá Myllunni. Það voru hræðilegar fréttir sem okkur bárust laugardaginn 8. janúar sl. að vinur okkar og félagi Sigurður Jakob Ólafsson hafi látist af slysför- um. Erfitt er að trúa því að hann svona kátur og hress sé ekki meðal okkar í dag. Við Sigurður kynnt- umst fyrst er við unnum saman á fasteignasölu í Reykjavík. Því miður voru kynni okkar ekki búin að vara mörg ár en það var eins og við hefð- um alltaf þekkt Sigurð slíkur var andi hans og lífsgleði. Fyrir um ári fórum við á hvor á sinn vinnustað- inn, en sambandið síður en svo rofn- aði, kom varla sá dagur að við Sig- urður heyrðum ekki í hvor öðrum, ef ekki á fundi hjá J.C. Görðum eða badminton þá var hringt svona rétt til að gantast eða skipuleggja fram- tíðina. Við Sigurður ásamt þriðja félaga áttum það til að matreiða saman og hafa góða kvöldstund með konum okkar, en í eldhúsinu hafði Sigurður alla yfirburði og var hrein unun að fylgjast með og læra af honum. Við eigum svo margs að minnast og það skarð sem nú hefur verið höggvið í okkar vinahóp verður aldrei hægt að fylla. Um leið og við kveðjum Sigurð og þökkum honum samveru- stundirnar, vottum við Kristrúnu, börnum, ættingjum og vinum okkar innilegustu samúð á þessari sorgar- stundu. Blessuð sé minning Sigurðar Jakobs Ólafssonar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Þínir vinir, Ævar og Edda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.