Morgunblaðið - 19.01.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.01.1994, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 félk f fréttum Davy Jones Donna Sununer Frank Zappa STJÖRNUR Af gömlum poppurum... Fyrrverandi hljómsveitarfélagi Monkeys, Davy Jones, sem orðinn er 48 ára, var nýlega tekinn fyrir ölvunarakstur. Honum var gert að dúsa í steininum yfír nótt en var látinn laus gegn 5.000 doll- ara greiðslu. Davy Jones fæddíst í Bretlandi en hefúr búið á bóndabæ nokkrum í Pennsylvaniu í Banda- ríkjunum frá árinu 1987. Michaei Clarke látinn Trommuleikari Byrds, Michael Clarke, lést af völdum lifrarsjúk- dóms 19. desember sl. 49 ára að aldri. Clarke bjó í Flórida en spil- aði með Byrd á árunum 1964-68. Donna Summer Diskódrottningin Donna Summer sem var upp á sitt besta upp úr 1970 hefur nýverið gert langtúna- samning við Mercury Records. Von- ast hún til að eiga í framtíðinni aukna samleið með hljómsveitinni The Judds frekar en The Bee Gees, því hún segist í hjarta sínu vera kántrýaðdáandi. Til að hnykkja á þvf kveðst hún hafa ákveðið að selja hús sitt í Los Angeles en hefur í staðinn I huga að flytja til Nash- ville, hjarta kántrýtónlistarinnar. Frank Zappa Vaclav Havel forseti Tékklands skrifaði eftirmæli um Frank Zappa í The New Yorker stuttu eftir lát Zappa. Lýsir Havel Zappa sem ein- um helsta manninum í neðan- jarðarhreyfingu Tékka á sjöunda og áttunda áratugnum. „Mig dreymdi aldrei um að ég ætti eftir að hitta hann,“ skrifaði Havel. „En stuttu eftir byltinguna þegar ég var orðinn forseti kom Zappa fram í Prag.“ Varð þeim vel til vina eft- ir að hafa farið saman á krá. „Hann var fyrsti frægi rokktónlistarmað- urinn sem ég hitti,“ hélt Havel áfram, „og mér til mikillar gleði var hann venjuleg manneskja sem hægt var að tala við á eðlilegan hátt.“ Carolyn Bessette og John F. Kennedy yngri. SUNDRUNG Kennedy yngri með / • / • nyja upp Nú virðist vera endanlega úti um giftingu þeirra Danyl Hannah og John F. Kennedy yngri, en orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki um nokkurt skeið. Lengst af hafa þau þó reynt að láta sem ekkert sé og iðulega sést saman á ferli. Nú er ungsveinninn eftirsótti á kreiki í fylgd nýrrar vinstúlku, en Hannah sést sjaldan á vappi. Tekið hefur verið eftir hversu lík hin nýja kærasta er leikkonunni Darryl Hannah, hávaxin með sítt Ijóst hár og ámóta andlitsfali. Kærastan nýja heitir Carolyn Bessette og er upplýsingafulltrúi hjá tískufyrirtæki Calvins Klein. Hún er sögð rétt innan við þrítugt. Brúðkaup Hannah og Kennedy átti að vera 22. nóvember síðast liðinn, eða þegar nákvæmlega 30 voru lið- in frá morðinu á föður Kennedys, Johns F. Kennedy Bandarílq'afor- seta, í Dallas. Þegar að deginum leið komu hins vegar brestir í Ijós aarminn og loks var athöfninni aflýst. Um skeið voru miklar vangaveltur og þau skötuhjú sáust saman af og til, en sjaldan með bros á vör. Einn af föstu punktunum í tilverunni hjá þeim Hannah og Kennedy var skokkið í Miðgarði í New York. Allt í einu, einn góðan veðurdag, áttaði ljósmyndari nokkur sig á því að það var alls ekki Hannah sem var að skokka með Kennedy og festi parið á fílmu er þau áðu. Var þá sýnt að Kennedy hafði skokkað með nýju stúlkunni í að minnsta kosti tvæ^ vikur ef ekki lengur, en það hafði ekki verið tekið eftir því þar eð Hannah og Bessette eru slá- andi líkar. Nú snýst umræðan öll um það hversu mikil alvara sé á ferðum og hvort ungfrú Bessette nái að sökkva klónum lengra inn í kvikuna á hin- um spengilega og eftirsótta pipar- sveini heldur en fyrirrennarar henn- ar mörgu. Arinninn fékk verðlaun fyrir frumlegustu hugmyndina. Fjöldi barna var á grímubaUinu og mátti þar sjá marga skemmtilega búninga. VESTMANNAEYJAR Grímuball Eyverja V estmannaeyjum. Eyveijar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, héldu árlegan grímudansleik fyrir börn á þrettándanum. Fjöldí krakka mætti á ballið og voru búningar §öl- breyttir að vanda. Viðurkenningar voru veittar fyrir sex búninga og nú var í fyrsta slripti veittur farandbikar til þess er besta búninginn átti. Eyveijar hafa um áraraðir staðið fyrir grímudansleik fyrir böm á þrett- ándanum og er grímuballið einn af föstu Iiðunum í þrettándagleði bama í Eyjum. Að þessu sinni var ballið haldið í Félagsheimilinu við Heiðar- veg og mætti fjöldi krakka á ballið íklæddur ýmiskonar búningum. Dóm- nefnd valdi síðan úr þá búninga sem bestir þóttu að hennar áliti og vora eigendur þeirra verðlaunaðir. Fyrstu verðlaun hlaut stór og mik- ill snjókarl, í öðru sæti varð fíðrildi og í því þriðja sími. Þá hlutu geimfar- ar og spákoaa einnig verðlaun og framlegasta hugmyndin var valin arinn. Hlutu bömin spil í verðlaun en þrír efstu fengu auk þess áletraða skildi og eigandi besta búningsins hlaut farandbikar til varðveislu í eitt ár. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Búningamir í efstu sætunum á grímuballinu og eigendur þeirra. 1 I í, - -JL j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.