Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 44

Morgunblaðið - 19.01.1994, Side 44
Gæfan fylgi þér í umferðinni siováIhMaimennar MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBREF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: UAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Sendi 3 kg af amfeta- míni með pósti Dæmdur í 3 V2 árs iangelsi 1 Þýskalandi RÚMLEGA fimmtugur maður, Guðbergur Guðmundsson, var fyrir nokkru dæmdur í 3V2 árs fangelsi í landsréttinum í Aach- en í Þýskalandi fyrir að hafa smyglað um þremur kílóum af amfetamíni með pósti hingað til lands. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi og beðið úrslita málsins en —-dóminum hefur verið skotið til áfrýjunardómstóls í Karlsruhe. Maðurinn hefur á undanfömum árum margítrekað gerst sekur um alls kyns afbrot hérlendis og er- lendis. í þessu máli var honum gefið að sök að hafa síaðið í við- skiptum við nokkra aðila hérlendis og sent hingað til lands allmargar sendingar af amfetamíni, sem fal- ið var í póstumbúðum fyrir böggla- póstr. Aðeins tókst með vissu að -.jjDDlvsa um aðild eins aðila hér á mndi að málum mannsins. Maðurinn var handtekinn á heimili sínu í Þýskalandi í mars. Við leit á heimili hans fann þýska lögreglan um 100 grömm af am- fetamíni. Við rannsókn málsins hér á landi og í Þýskalandi vökn- uðu grunsemdir um að maðurinn hafí síðasta árið fyrir handtökuna sent fjölmargar póstsendingar til ýmissa aðila hér á landi, með sam- tals um 3 kílóum af amfetamíni að söluverðmæti um 10 milljónir króna hér á landi. JÓN Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri skoðar staðinn þar sem talið er að eldurinn hafí kviknað. Morgunbiaðið/Júiíus 3.000 varphænur drápust RÚMLEGA 3.000 varphænur drápust þegar kviknaði i hænsnahúsi að Grímsstöðum í Kjós í gærkvöldi. Allt lið slökkviliðsins í Reykjavík var kallað út auk slökkviliðs af Kjalarnesi og vatnsflutningabíls frá slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli. Fjöldi Kjósverja lagði og lið við slökkvistarfið. Hjónin á Grímsstöðum, Hreiðar Grímsson og Ásta S. Einarsdóttir, höfðu brugðið sér af bæ og komu heim laust fyrir kl. 18 í gærkvöldi. Þá urðu þau þess vör að eldur logaði upp úr loft- ræstitúðu á hænsnahúsinu. Hreiðar opnaði húsið og var það þá fullt af reyk. Kallað var eftir að- stoð slökkviliðsins í Reykjavík kl. 18.01 sem ræsti út slökkviliðið á Kjalarnesi og vatnsfiutn- ingabíl af flugvellinum. Ottast var að eldur bær- ist í hlöðu og að erfitt yrði að komast í vatn til slökkvistarfsins, var því allt tiltækt lið kallað út. Jón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri stýrði aðgerðum á Grímsstöðum og sagði hann að fjórir reykkafarar hafi verið sendir inn í hús- ið. Stutta stund tók að hefta útbreiðslu eldsins og slökkva yfirborðseld. Rjúfa þurfti þekju hænsnahússins t-il að komast að eldi sem leyndist í millilofti. Rannsókn á eldsupptökum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun, en líklegast þótti að kviknað hafi í út frá jafnara í loftræsti- kerfi. Hreiðar Grí'msson bóndi taldi húsið ekki mikið skemmt nema þakið, en óttaðist að varpbúr fyr- ir 5.000 hænur væru ónýt. Til stóð að bæta við 2.000 ungum i húsið eftir nokkra daga til viðbót- ar við hænumar 3.000. Egg em aðalafurð búsins á Grímsstöðum og var bóndinn ekki tryggður fýrir rekstrarstöðvun, en hús, búnaður og bú- stofn var tryggt. Hreiðar bóndi reiknaði með að um hálft ár tæki að koma eggjaframleiðslunni aftur í gang þannig að tjónið er tilfínnanlegt. Vegna þess hve mörg tæki slökkviliðsins í Reykjavík fóru upp í Kjós var Slökkvilið Hafnar- fjarðar í viðbragðsstöðu ef til stórs útkalls hefði komið á svæði Slökkviliðs Reykjavíkur. Fannst í tollpósti Málið komst upp þegar tollverð- . jr á Tollpóststofunni í Reykjavík fundu 113 grömm af amfetamíni falin í sérhönnuðum póstumbúðum utan um póstsendingu sem send var fertugum manni hér á landi. Fljótlega bárust böndin að þessum manni í Þýskalandi sem sendanda og vegna rannsóknarinnar komu tveir þýskir rannsóknarlögreglu- menn hingað til lands í fyrravetur og unnu að málinu ásamt íslensku fíkniefnalögreglunni. Þrátt fyrir að grunur beindist að nokkrum fjölda manna hérlendis sem við- takendum sendinga mannsins og dreifendum efnisins hérlendis tókst ekki að sanna aðild þeirra. Yfír átta þúsund manns voru atvinnulausir í desembermánuði 5.600 manns að meðaltali atvinnulausir á árinu 1993 RÚMLEGA átta þúsund manns, nær jafn margir karlar og konur, voru að meðaltali atvinnulausir í desembermánuði eða um tvö þúsund fleiri en í nóvember og einnig um tvö þúsund fleiri en í desember í fyrra. Þetta jafngildir því að atvinnuleysi hafí verið 6,3% af mannafia á vinnumarkaði. Atvinnuleysi hefur ekki áður verið jafnmikið. Síðasta dag desembermánaðarins voru tæplega tíu þúsund skráðir at- vinnulausir, um þijú þúsund fleiri en síðasta dag nóvember og eru lík- Vísindamenn segja hlaupið í Síðujökli helst líkjast sjávaröldu Jökulbylgjan færíst fram um 20-25 metra dag hvern FYRSTU mælingar vísindamanna á vegum Landsvirlqunar og Raun- vísindastofnunar benda til þess að ísinn ofan á öldutoppinum á Síðu- jökli færist fram um 12 metra á dag en bylgjan sjálf sem skríður -*eiður jökulinn hefur hins vegar færst um 200 metra frá 7. til 16 janúar, eða um 20-25 metra á dag. Að sögn Magnúsar Tuma Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Raunvísindastofnun líkist það einna helst sjávaröldu þegar bylgjan færist undir efsta lagi íssins og hrífur hann með sér. Hann segir að líklega eigi hraðinn eftir að aukast eitthvað þegar líður á hlaupið og býst við að 4 til 6 vikur líði þangað til að framhlaupið nái sporðinum. Vísindamenn hafa unnið að því undanfarna daga að reka niður stik- ur á Síðujökli eins langt upp á jökul- inn eins og þeir komust. Oddur Sig- urðsson jarðfræðingur hjá Orku- stofnun segir að hreyfing stikanna sé síðan mæld á hveijum degi. Einn- ig hafa verið settar niður stikur við jökuljaðarinn og beðið er eftir þvi að hann færist fram. Þegar jökullinn hljóp siðast árið 1964 voru stikur settar þar sem hann stöðvaðist og síðan hefur verið mælt á hverju ári hversu langt hann hopar, og eru þær sem nú eru fjærst jaðrinum ailt að 1,5 km í burtu. ur til þess að atvinnuleysi í janúar verði enn meira en í desember eða á bilinu 7-8% af mannafla á vinnu- markaði, sem rakið er til tveggja vikna sjómannaverkfalls, auk þess sem atvinnulíf sé alltaf í mestri lægð á þessum árstíma. Atvinnuleysi var mest á Norður- landi eystra í desember 10,2% og næstmest á Austurlandi 9,7% og þar næst á Norðurlandi vestra 8,9%. Atvinnuleysi í þessum landshlutum óx einnig mest milli mánaðanna. Atvinnuleysi var minnst á Vestfjörð- um 2,2% og á höfuðborgarsvæðinu 5,4%. 1.700 fleiri atvinnulausir Á öllu árinu 1993 voru 5.601 að meðaltali atvinnulausir á landinu öllu eða rúmlega 1.700 fleiri en á árinu 1992 þegar 3.868 voru að meðaltali atvinnulausir. 1.240 fleiri voru at- vinnulausir á höfuðborgarsvæðinu á árinu en 1992, en það jafngildir 64% aukningu. Aukningin milli ára hlut- failslega var hins vegar mest á Vest- fjörðum 167%. Þar var hins vegar atvinnuleysi minnst á landinu eða 2,2%. Atvinnuleysi minnkaði aðeins í einum landshluta milli ára, á Suð- urnesjum. Þar fækkaði atvinnulaus- um á um 19 frá 1992 eða um 4%. Gera má ráð fyrir að atvinnuleysis- bætur í fyrra hafi samtals numið í kringum 2,7 milljörðum króna. Sjá einnig frétt og forystu- grein á miðopnu. ».. Söfnunarfé stríðshijáðra barna stolið BROTIZT var inn í Nemendaleik- húsið í Héðinshúsinu við Seljaveg í fyrrinótt, og eru líkur á að það- an hafi verið stolið verulegum fiármunum, m.a. úr söfnunar- baukum Rauða kross íslands, sem Nemendaleikhúsið safnaði í fyrir stríðshrjáð börn m.a. með því að afþakka blóm á frumsýn- ingu en hvetja þess í stað fólk til að gefa í söfnunarbaukana. Samkvæmt upplýsingum Mar- grétar Vilhjálmsdóttur hjá Nem- endaleikhúsinu var einnig stolið aðgangseyri að frumsýningunni og 2. sýningu, svo og innkomu af sölu í hléum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.