Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Áhugamenn um ftjálst val að áskrift sjónvarps 14.000 viljarugla Ríkissjónvarpið 14.000 manns höfðu ritað nöfn sín á undirskriftarlista áhuga- manna um frjálst val að áskrift Ríkissjónvarpsins á almennum fundi í Perlunni í gær. Kosin var sjö manna undirbúnings- nefnd að stofnun formlega félagsskapar í febrúar. Kristín Jónsdóttir, úr undirbún- ingsnefndinni, sagði að stefnt væri að því að safna 30.000 undir- skriftum fyrir miðjan febrúar. Yrði þá efnt til formlegs stofnfundar félagsskapar með fijálst val um greiðslu afnotagjalda Ríkissjón- varps að markmiði. Góðar undirtektir Þorsteinn Sigurðsson, fundar- stjóri, sagði að búist hefði verið við allt frá 10 og upp í 1000 manns á fundinn og hefði raunin orðið sú að hann sóttu um 150 manns. Hann sagðist ánægður með að- sóknina. „Miðað við kuldann úti erum við mjög ánægð og undir- tektir hafa verið mjög góðar,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði ljóst af undirtektum við undirskriftarsöfnun að þjóðin væri ánægð með framtakið. Eins Nætur- akstur hefst í kvöld NÆTURAKSTUR SVR föstu- dags- og laugardagskvöld hefst í kvöld. Farþegum er ekið úr miðbænum út í út- hverfin. Farið kostar 200 kr. Farmiðar og Græn kort gilda ekki. Akstrinum verður skipt í tvær meginleiðir. Annars vegar fer leið 125 frá Kalkofnsvegi kl. 2 og 3 eftir miðnætti í Bústaða- og Breiðholtshverfi. Ekið verður um Lækjargötu, Hringbraut, Háaleitisbraut, Bústaðaveg, Reykjanesbraut, Stekkjabakka, SkógarseT, Jaðarsel, Norðurfell, Austurberg og Suðurhóla. Hins vegar fer leið 130 frá Hverfisgötu við Stjómarráð kl. 2 og 3 eftir miðnætti í Sund, Árbæ og Grafarvog. Ekið verður um Hverfísgötu, Hlemm, Laugaveg, Suðurlandsbraut, Reykjaveg, Sundlaugaveg, Austurbrún, Langholtsveg, Skeiðarvog, Miklubraut, Streng, Rofabæ, Vesturlandsveg, Gagn- veg og Fjallkonuveg. Sjá frétt á bls. 45 og áður segir hafa 14.000 manns skrifað undir ósk um að fá fijálst val um greiðslu afnotagjalda Ríkissjónvarps. „Okkur finnst óeðlilegt að allir eigendur sjón- varpstækja séu skyldugir til að greiða afnotagjald af einni sjón- varpsrás, og hafí þar af leiðandi ekki fijálst val hvað varðar efni sem er á boðstólnum. Því viljum við koma þessum áskorunum á framfæri til hlutaðeigandi aðila, með von um að réttlætið sigri að lokum,“ segir á undirskriftarseðl- um með yfírskriftinni Ruglið Ríki- sjónvarpið. Margir tóku undirskriftalista Á fundinum reifuðu forsvars- menn hópsins málið og fóru yfír niðurstöður undirskriftarlista. Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður og Sigurbjöm Magnússon lög- fræðingur svöruðu fyrirspurnum. Að lokum var undirbúningsnefnd valin og fundarmönnum stóð til boða að skrá sig á undirskriftar- lista og taka með sér lista til að safna undirskriftum. Óskuðu þess margir. . , Morgunblaðið/Sigrún Bormn 1 land SLASAÐI sjómaðurinn borinn í land á Hornafirði þar sem sjúkraflugvél beið eftir honum. Slasaðist á höfði 47 ÁRA gamall háseti á Skúmi GK var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur í gær eftir að hafa orðið fyrir slysi um borð í skipinu, sem var að veiðum á Lónsdjúpi. Maðurinn rotaðist við höggið en var kominn til meðvitundar, að sögn skipverja á Skúmi, áður en hann var flutt- ur með lóðsbátnum frá Hornafirði til lands en þar beið hans sjúkraflugvél og flutti hann til Reykjavíkur. Slysið varð með þeim hætti að keðja slitnaðþog slóst í manninn. Ekki var vitað í gær hvort kéðjan hefði slegist í höfuð hans eða hann fengið högg á höfuðið við það að falla á þilfarið. Þar sem fjara var í Hornafírði og Skúmur átti um það bil IVi tíma siglingu inn til Homafjarðar var lóðsbáturinn á staðnum fenginn til að fara með lækni um- borð í skipið og maðurinn þannig fluttur til lands og kom- ið um borð í flugvél sem lenti með hann í Reykja- vík síðdegis í gær. Á Borgarspítalanum fengust í gærkvöldi þær upplýsingar að maðurinn hefði verið lagður inn á gjörgæsludeild og væru áverkar hans alvarlegir. Búnaður til að tefja útsendingxi tekínn í notkun á Bylgjunni TAFARBÚNAÐUR, sem skylda á útvarpsstöðvar til að taka í notkun ef frumvarp um breytingu á útvarpslögum verður samþykkt á AI- þingi og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær, verður tekinn í notkun á útvarpsstöðinni Bylgjunni í næsta mánuði. Hallgrímur Thorsteins- son, sem stjórnar þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hlustendur geta hringt inn og viðrað skoðanir sínar í beinni útsend- ingu, segir frumvarpið óþarft þar sem ráðstafanir, sem frumvarpið geri ráð fyrir að séu gerðar til að koma í veg fyrir að ærumeiðandi ummæli um nafngreinda einstaklinga séu send út, séu nú þegar gerðar. Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2 Ríkisútvarps- ins, segir hins vegar að þær skyldur sem frumvarpið leggi Ijósvaka- miðlum á herðar séu óframkvæmanlegar og muni ríða símaþáttum að fullu. Sigurður segir þá spurningu hljóta að vakna hvort þing- menn, sem vilja setja hömlur á tjáningarfrelsi almennings í símaþátt- um, séu tilbúnir til að afsala sér forréttindum sem þeir hafa til að vega að einstaklingum í skjóli þinghelgi á Alþingi. „Ég ætlaði sjálfur ekki af stað með þáttinn minn í haust án þess að fá tafartæki en þá var niður- skurði borið við. Tækið virkar þann- ig að þegar samtal er sent út fer það í geymslu og það sem sagt er sent út eftir 10—12 sekúndur. Ef viðmælandinn fer allt í einu að vera með ávirðingar þá ýti ég á takka, samtalið er sent út í rauntíma og ummælin týnast. Það er í sjálfu sér engin vörn í því að kanna bakgrunn hlustenda, það er bara viðbótar- trygging sem við notum nú þegar. En það er ánægjulegt að þingmenn hugi að þessum málum og sitji ekki aðgerðalausir. Það væri samt snið- ugra að þeir könnuðu stöðu mála áður en þeir fara að eyða tíma sín- um í þetta. Sértæk löggjöf um það Lánasjóðir iðnaðarins vísa fiskinum frá sér 20 Bandaríkin Oliver North í framboð til öldunga- deildar 24 lxiöari Ærumeiðingar í beinni útsendingu 26 Fjóiskyiduhátíð % ojReykingafólki i.m™ MMMnta 22í hefur fækkaíl úr 40% 5s=7.T5S JL ...-Jj29%4»ftu»tutúiárum mitnnmmiiio %— tyliwteipi lífleilli Hm KetkriLngar tWtglt ei ■immm ■ nnmnáimm •TP1 œáS - Fasteignir ► Lóðir undír 740 íbúðir - Sjór- iða í byggingarlist - Bygginga- meistarar stofna Mistaraafl - Inn- an veggja heimilisins - Ert þú píparinn? - Kuldinn læðist inn Daglegtlíf ► Viðtal við móður ungs vímu- efnaneytanda - bamalist í Gerðu- bergi - hvað kosta slysin - Varan- asi á Indlandi - Mahe á Seychel- lesejjum sem fólk segir í símaþáttum finnst mér út í hött,“ sagði Hallgrímur. Ósæmileg ummæli ekki bara í símaþáttum „Ég held í fljótu bragði að þetta frumvarp sé sett fram í talsverðu fljótræði. Ég get vel viðurkennt að stundum falla ummæli í símaþátt- um sem betur hefðu verið ósögð. Ég er hins vegar ekki viss um að þau séu neitt algengari þar en í öðrum þáttum þar sem nafngreind- ir menn taka þátt í umræðum,“ sagði Sigurður G. Tómasson. „Hér á Ríkisútvarpinu höldum við fólki frá sem við teljum að sé drukkið eða andlega vanheilt og treystum því að menn villi ekki á sér heimild- ir. Ef fram koma ásakanir á heridur einstaklinga, ósæmilegar aðdrótt- anir eða skammir þá er lokað á fólk og það er viðkomandi mest til skammar.“ Þingmenn svívirða í skjóli þinghelgi „Hins vegar er til vettvangur þar sem menn geta svívirt nafngreinda einstaklinga án þess að viðkomandi geti með nokkrum hætti borið hönd fyrir höfuð sér og sá vettvangur er Alþingi íslendinga. Umræða um Hrafn Gunnlaugsson er nýlegt dæmi úr fréttum sem ég man eftir. Þessum umræðum er núna sjón- varpað beint til mikils hluta þjóðar- innar og sú spurning hlýtur að vakna hvort þingmenn, sem leggja fram frumvarp um að settar verði hömlur á málfrelsi almennings á alþingi götunnar, sem er í beinu línum útvarpsstöðvanna, vilji afsala sér þeim forréttindum sem þeir hafa til að vega að einstaklingum í skjóli þinghelginnar,“ sagði Sig- urður. Tafarbúnaður kostar mannskap Sigurður sagði að tafarbúnaður- inn væri dýr og að sumu leyti óhent- ugur. „Hann kostar miklu meiri mannskap heldur en yfírleitt er notaður á íslenskum útvarpsstöðv- um. Það getur líka hver maður séð að ef við ættum að nota svona tafar- búnað og ég tala nú ekki um að kanna hver hringir, hvort hann er til í þjóðskrá og hvort hann er skráður fyrir símanúmerinu sem hann gefur upp, myndi ríða að fullu þessum símaþáttum, sem notið hafa hvað mestra vinsælda hjá almenn- ingi af öllum þáttum undanfarin misseri. Mér sýnist þetta í fljótu bragði vera óframkvæmanlegt en ég hef reyndar ekki grandskoðað málið, enda höfðu flutningsmenn frumvarpsins ekkert samband við mig eða aðra, svo ég viti til, áður en þeir lögðu það fram,“ sagði Sig- urður. Fékktutt- ugu t í hali ólafsvík. MOKVEIÐI var út af Skarðs- vík í gær, en þá fékk dragnóta- báturinn Þorsteinn SH sem er 60 tonn að stærð 40 tonna afla í tveimur hölum. Að sögn Krist- jáns Jónssonar skipstjóra á Þorsteini hefur hann aldrei lent í öðru eins moki áður, en hann segir að sjórinn á þessum slóðum sé bókstaflega fullur af fiski. Fimm menn eru í áhöfninni á Þorsteini, og sagði Kristján að þeim hefði reynst nokkuð erfitt að ná aflanum inn í þessum stóru köstum þar sem pokinn vildi sökkva. Bára SH sem er 15 tonna bátur fékk 13 tonna afla á þess- um sömu slóðum. í síðasta kast- inu fengust sjö tonn en þá rifn- aði belgurinn og fór þá einhver fiskur í sjóinn. Þrír menn eru í áhöfninni á Báru. Alfons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.