Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Opnað fyrir innflutning búvara Frá 1. janúar 1994: Heimill innflutningur frá Evrópulöndum vegna tvíhliða samnings íslands og EB. 1. Gegn verðjöfnunargjaldi: Kakóblandað jógúrt og óblandað drykkjarjógúrt. 2. Tollfrjálst: Fimm tegundir afskorinna blóma á tímabilinu 1. des. til 30. apríl, nellikur, lokaskegg, flamingóblóm, fuglamjólk og paradísarfuglablóm. 3. Tollfrjálst: Tómatar, salat, gúrkur, paprika o.fl. grænmeti á tíma- bilinu 1. nóv. til 15. mars. Frá 1. júlí 1994: Heimill innflutningur frá Evrópulöndum vegna gildis- töku EES. 1. Gegn verðjöfnunargjaldi: Jógúrt með blönduðum ávöxtum. 2. Gegn verðjöfnunargjaldi: Smjörlíki sem inniheldur 10-15% mjólk- urfitu. Frá 1. júlí 1995: Frjáls innflutningur vegna gildistöku GATT-samning- anna. 1. Gegn svokölluðu tollaígildi: Allar búvörur nema hrátt kjöt af heil- brigðisástæðum. Hægt verður að flytja inn soðið kjöt, til dæmis skinku (457% tollaígildi), gerilsneydda mjólk (498%), ost (485%), smjör og skyr. Allt grænmeti, til dæmis gúrkur (252%), kartöflur og lifandi tré. Búvörulagadeilan er enn í hnút í ríkisstjórninni Deilt um súpur, mjólk- urfítu og húsdýrafóður Agi’einingnrinn snýst um hvort bæta eigi 30 tollflokkum á bannlistann „ÞAÐ ERU allir sammála um hver niðurstaðan eigi að vera en menn eru bara ekki sammála um hvaða leið þeir eigi að fara að henni,“ sagði einn af forystumönnum stjórnarliðsins í samtali við Morgunblað- ið um deiluna sem staðið hefur alla vikuna innan ríkisstjórnarinnar um búvörulagabreytinguna. Deilan snýst um það hvort bæta eigi fjölda vörutegunda sem innihalda landbúnaðarhráefni, sem heimilt er að flytja til landsins, á bannlistann sem samkomulag náðist um milli sljórn- arflokkanna um seinustu helgi að fylgdi stjórnarfrumvarpinu. Alls er um að ræða milli 20 og 30 tollflokka sem falla undir tollalögin og þar með forræði fjármálaráðherra sem heimilt er að flytja til landsins á grundvelli um það bil tíu milliríkjasamninga. Samkomulag var um það í ríkis- stjóm að lagt yrði fram lagafrum- varp sl. mánudag um að innflutning- ur á tilteknum landbúnaðarafurðum sé óheimill, nema að fengnu leyfí landbúnaðarráðherra, vegna Hæsta- réttardómsins sem féll í skinkumál- inu í seinustu viku. Er markmiðið að tryggja í löggjöf að innflutningur VEÐUR IDAGkl. 12.00 » Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspó kl. 16.30 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 28. JANUAR YFIRLIT: Milli íslands og Noregs er allmíkiö 960 mb lágþrýstisvæði sem þokast austur, en 1.032 mb hæð yfir Grænlandi. Dálítil lægð er að myndast á Grænlandshafi og mun nálgast landið í nótt. Dýpkandi lægð suðaustan af Nýfundnalandi hreyfist norðaustur. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á Austurmiðum, Austfjarðarmið- um, Suðausturmiðum, Norðurdjúpi, Austurdjúpi, Færeyjadjúpi og Suð- vesturdjúpi og mikilli ísingu á Norðurdjúpi. SPÁ: Suðvestan- og vestanlands verður sunnan kaldi og snjómugga með ströndinni og dregur úr frosti. Norðan- og austanlands gengur norðanáttin niður og iéttir til, en áfram talsvert eða mikið frost. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hvöss austlæg átt. Snjókoma sunnanlands, él austan til og á annesjum norðanlands en annars úrkomulítið. Víð suðurströndina verður hltinn nálægt frostmarki en annars frost 2-6 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss norðanátt og él allra austast á landinu en annars hæg vestlæg átt og léttskýjað. Frost 4-12 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 15.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o a Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * / / * / / r / / * / Rigning Slydda á A Hálfskýjaö Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él * * ★ * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld s Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Ki. 17.30 ígær) Fært er um Hellisheiöi og Þrengsli og með Suðurströndinni til Hafnar, en þar fyrir austan er ófært vegna veðurs. Fært er um Vesturland og Snæfellsnes og um Heydal allt til Reykhóla en Brattabrekka ófær. A sunnanverðum Vestfjörðum er fært milli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bíldudals. Fært er um Botnsheiði en Breiöadalsheiði er ófær. Fært er til Hólmavíkur og um Steingrímsfjarðarheiði til ísafjarðar. A Norður- landi er fært til Siglufjarðar og Akureyrar. Frá Akureyri er fært til Ólafs- fjarðar, ófært um Vikurskarð v/veðurs. Þar fyrir austan er fært til Raufar- hafnar, þó þungfært fyrir Tjörnes. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru ófær. Á Norðausturlandi og Austfjörðum eru nánast allir vegir ófærir. Víöa er nokkur skafrenningur og hálka á vegum landsins. Á morgun er ráðgert að moka flesta vegi landsins ef veður leyfir. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að fsl. tíma Akureyri Reykjavik Mti veftur +10 skafrenningur +9 léttskýjað Bjönrfn Helsinki Kaupmannahöfn Narssarssuaq Nuuk Ósló Stokkhólmur Þórshöfn +2 úrkomaÍBrennd +4 snjókoma 6 rlgning +9 háifskýjað +16 snjökoma +6 hálfakýjað +2 skýjað 1 Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal New York Orlando Parfs Madelra Róm Vín Washington Winnipeg 17 heiöskírt 9 skúr 13 8kýjðö 7 rigning +4 hagiél 8 léttskýjað 8 rigning 6 skúr 7 rigning 10 rigning 9 ióttskýjaö 6 rigning 8 heiðskfrt 16 heiðskfrt 16 léttskýjað +27 ísnálar +17 léttskýjað 19 skýjað 9 alskýjað 16 skýjað 14 heiðskfrt 7 rigning +6 alskýjað +10 8njókoma tiltekinna land.búnaðarvara verði háður leyfi fram að gildistöku Úr- úgvæ-samnings GATT. Jafnframt féllust ráðherrar á að þeirri aðferð yrði beitt að þær landbúnaðarvörur sem bannað er að flytja inn væru taldar upp í viðauka með frumvarp- inu, á bannlistanum svokallaða. Eftir því. sem næst verður komist voru ráðherrar ennfremur sammála um að að á bannlistanum skyldi telja upp sömu vöruflokka og eru í reglugerð sem landbúnaðarráðherra setti á seinasta ári um takmörkun á inn- flutningi þessara vörutegunda. Þar er m.a. um að ræða kjötvörur, egg, mjólk, jógúrt smjör og aðrar vörur með mjólkurfitu, unnar kjötvörur, kalkúnakjöt, pasta með kjötfyllingu. og pítsur. Ágreiningurinn Á mánudag kom í ljós að landbún- aðarráðuneytinu þótti eðlilegt að við þessa upptalningu á bannlistanum bættust ennfremur vörutegundir sem innihalda landbúnaðarhráefni, sem ekki voru taldar upp í reglugerð ráð- herrans. Ástæðan fyrir því væri sú að til þess gæti komið að á þær þyrfti að leggja verðjöfnunargjöld. Hér er um að ræða ýmsar vörur sem taldar eru upp í Bókun 3 sem fylgir EES-samningríum en hún tekur gildi síðar á þessu ári. Ráðherrar Alþýðu- flokks voru þessu andvígir og ekkert bólar enn á frumvarpinu í sölum þingsins. I utanríkis- og viðskiptaráðuneyti er litið svo á að með þessu hafi land- búnaðarráðherra verið að gera kröfu um að allar hugsanlegar vörur sem heimilt er að flytja til landsins og sem innihálda landbúnaðarhráefni verði settar á bannlistann en skv. heimildum Morgunblaðsins var land- búnaðarráðuneytið tilbúið til að sætt- ast á að viðbótarlistinn tæki aðeins til þeirra vörutegunda sem háðar eru Bókun 3 í EES-samningnum. Þar er m.a. um að ræða smjörlíkisvörur sem innihalda 10-15% mjólkurfítu, pasta og fl. vörutegundir. Mikill ágreining- ur reis um þetta á milli ráðuneytanna og tókst ekki að leysa hann þrátt fyrir tilraun til sátta á fundi þriggja ráðherra sl. miðvikudag. Óttast að landbúnaðarnefnd stöðvi málið Það sjónarmið mun hafa ráðið ferðinni hjá landbúnaðarráðherra að enginn möguleiki væri á að koma frumvarpinu í gegnum þingið ef ekki væri ítarleg upptalning yfír vöru- flokkana í viðauka frumvarpsins, auk þess sem það væri andstætt allri skynsemi að dreifa toilnúmerunum á milli fleiri ráðuneyta og búa þannig til tvöfalt kerfi um álagningu jöfnun- argjalda. Viðskiptaráðherra leit svo á að samkomulag væri milli stjórnar- flokkanna um að hafa óbreytt ástand í innflutningsmálum landbúnaðar- vara þar til GATT-samningarnir taka gildi og framlengja eingöngu bann við innflutningi á þeim vörum sem hafa verið bannaðar en heimila áfram innflutning á vörum sem fijáls inn- flutningur er á. Alþýðuflokksráð- herrar voru algjörlega andsnúnir því að taka upp leyfisveitingu á vörum sem hafi notið innflutningsfrelsis fram til þessa. í raun hefur lagabreytingin þó engin áhrif á heimildir til innflutn- ings þessara vara á grundvelli frí- verslunar- og milliríkjasamninga sem ísland er aðili að. í grundvallaratrið- um snýst deilan ekki um að setja skorður við innflutningi einhverra vara sem nú þegar er heimilt að flytja inn til landsins eða verður heimilt að flytja inn í gamræmi við skuld- bindingar GATT. Hún snýst heldur ekki um að opna fyrir heimild til innflutnings einstakra vara umfram það sem þegar hefur náðst sam- komulag um í tengslum við EES og GATT. Deilan snýst ekki nema að takmörkuðu leyti um hver skuli hafa forræði um ákvörðun verðjöfnunar- gjalda við innflutning því skv. þeirri breytingu sem gerð var á búvörulög- unum í desember skal landbúnaðar- ráðherra ákveða upphæð gjaldanna í samráði við nefnd þriggja ráðu- neyta. Að sögn fjármálaráðherra er nú verið að ræða hvort ekki sé heppi- legra að gera breytingar á frumvarp- inu og að það komi fram eftir helg- ina í öðru formi en fyrirhugað var og þá án upptalningar á öllum toll- númerum yfír þær vörur sem háðar verða leyfi til innflutnings. í utanríkisráðuneytinu heldur þó áfram vinna við að færa viðbótar- bannlistanrí í lagabúning og bera hann saman við tíu mismunandi milli- ríkjasamninga og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði ekki lokið fyrr en á sunnudag. „Þetta er ekki ágrein- ingur um efni heldur um hvernig þetta verði útfært, því þessar nýju kröfur eru mjög flóknar í fram- kvæmd. Það er engin þörf á að bæta við bannlistann sem var í frumvarp- inu vegna þess að ef það þyrfti ein- hvem tíma að leggja verðjöfnunar- gjöld á þessar vörur þá er nú þegar heimild fyrir því í tollalögunum. Þetta upphlaup snýst eingöngu um það að landbúnaðarráðherra geti líka lagt á þessi jöfnunargjöld en ekki bara fjár- málaráðherra," sagði einn viðmæl- enda blaðsins í utanríkisráðuneytinu. Landakotsspítala vantar 200 miUjónir SAMKVÆMT ársskýrslu St, Jósefsspítala fyrir árið 1992 varð 480 milpna króna niðurskurður á framlagi til spitaians það ár til þess að stofnunin var rekin með 96 milljóna króna halla. Fékk stofnunin 100 milljóna króna aukafjárveitingu i desember 1993 til að mæta hallanum. Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri spítalans segir að fyrir þetta ár vanti 200 milljónir svo endar nái saman. Logi segií að rekstur spítalans árið 1993 hafi skilað 20-25 milljóna króna afgangi. Á þessu ári hafí stofn- uninn verið úthlutað 947 milljónum úr ríkissjóði og mikil óvissa sé um reksturinn undir þessum kringum- stæðum. Verði hann ekki dreginn saman strax verði hugsanlega um mikinn hallarekstur að ræða. Logi segir fyrirhugaða sameiningu við Borgarspítalann skila einhverri hag- ræðingu en kostnaður við reksturinn muni ekki enÖHega minnka. „Við höfum sótt um aukafjárveitingu upp á 200 milljónir og bíðum eftir svari frá ráðuneytinu. Við eigum von því á hverri stundu," segir Logi Guð- brandsson framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.