Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 35
35 ’ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Hvað eru sterar? Er hægt að setja alla stera undir eftir Vilhjálm G. Skúlason Notkun lylj'a til þess að bæta árangur í íþróttum er ekki ný af nálinni. Sagnir af íþróttamönnum, sem neyttu efna í því skyni að bæta árangur rekja rætur sínar til upp- hafs Ólympíuleika í Grikklandi árið 776 fyrir Krists burð. Misnotkun lyfja á síðari tímum varð að við- urkenndu vandamáli árið 1935 og frá þeim tíma hefur misnotkun lyfja meðal íþróttamanna og annarra vax- ið jafnt og þétt svo að nú er misnotk- un „anaból“ stera og annarra lyfja orðin að alvarlegu vandamáli. Eins og áður getur má rekja rætur þessar- ar þróunar langt aftur í tímann og var til dæmis að taka þremur kepp- endum vísað frá keppni á Ólympíu- leikunum árið 300 fyrir Krist fyrir að neyta sveppa og prótínefna úr dýraríkinu. Fyrsta dauðsfall á íþróttavelli vegna lyíjatöku varð árið 1890, er breskur hjólreiðamaður sem neytt hafði efedríns lést. Árið 1935 voru fyrstu „anaból“ sterarnir sam- tengdir og misnotkun lyfja á síðari tímum varð viðurkennt vandamál. Fyrsta kerfisbundna notkun „ana- ból“ stera, sem ekki var í lækninga- skyni, var í síðari heimsstyrjöld, þeg- ar þýski herinn notaði þá til þess að auka árásarhneigð hermanna. Árið 1968 var misnotkun „anaból" stera orðin svo alvarlegt vandamál að al- þjóðaólympíunefndin hóf lyfjarann- sóknir á íþróttamönnum og árið 1976 bannaði nefndin íþróttamönnum notkun „anaból" stera. Árið 1983 var nítján keppendum vísað frá á Amer- íkuleikunum í Caracas vegna lyfja- notkunar og margir aðrir íþrótta- menn hættu þátttöku í leikunum af frjálsum vilja fremur en að eiga lyfja- próf á hættu og árið eftir varð flæmskur hlaupari að skila aftur silf- urverðlaunum á Ólympíuleikunum í Los Angeles vegna misnotkunar stera. Nýjasta og sennilegasta fræg- asta dæmið er að árið 1988 varð kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson að skila aftur gullverðlaun- um á Ólympíuleikunum í Seoul eftir að lyfjapróf hafi sýnt fram á „ana- ból“ stera í þvagsýni hans. Hvað eru sterar? Á liðnum mánuðum og árum hafa fjölmiðlar og opinberir aðilar flutt frásagnir af misnotkun stera og í sumum tilvikum þeirri hættu, sem hún hefur í för með sér, án þess að skilgreina þá nánar. í þessu hafa verið fólgnar mjög villandi upplýs- ingar, ef upplýsingar skal kalla, sem hafa leitt til þess að sumir sjúklingar sem nota stera gegn ýmsum sjúk- dómum hafa fengið bakþanka og dæmi eru um að þeir hafí viljað hætta notkun steralyfja vegna þess að „sterar væru svo eitraðir"! Þetta gerist á sama tíma og rannsóknir benda eindregið til að rétt notkun vissra stera sé ennþá gagnlegri og nauðsynlegri en áður var talið. Sá flokkur stera, sem íjölmiðlar og opinberir aðilar hafa átt við, eru „anabóT' sterar, sem flestir mundu vera mér sammála um að eru ekki gagnlegasti flokkur þeirra stera sem notaðir eru sem lyf enda þótt þeir hafi sína kosti og notgildi, en aðeins ef þeir eru notaðir á réttan hátt. Skulu nú færð rök að áðurgreindum fullyrðingum, sem jafnframt eru gagnrýni á áðurgreinda aðila fyrir alvarleg mistök. Síðan þýski vísindamaðurinn Adolf Windaus (1876-1950) hóf rannsóknir á sterum um 1914, hafa hvorki fleiri né færri en 14 vísinda- menn hlotið Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á efna- og líffræði stera og segir það ef til vill sumum meira en mörg orð um gagnsemi þeirra, enda eru rannsóknirnar með þeim merkilegri í gjörvallri sögu vísinda. Ekki get ég staðist þá freistingu að benda á að fjöldi bóka og tímarits- greina hefur veríð ritaður um þennan merkilega efnaflokk og má til dæmis benda á mjög aðgengilega bók þýska læknisins Rupert F. Witzmann „Steroids Keys to life“, sem hugsan- lega mætti útleggja „Sterar — lyklar lífsins" og segir það einnig meira en. mörg orð. Þá má benda á, að sterar eru efnaflokkur sem í eru mörg bæði náttúrleg og samtengd efna- sambönd sem mörg hver eru notuð sem mikilvæg lyf, t.d. gegn liðagigt, astma og mörgum húðsjúkdómum, en önnur eru hráefni til lyfjagerðar. Þeir hafa allir líka byggingu, stera- kjarnann, en frábrugðna líffræðilega verkun. Ef vítamín eru tekin til smanburðar sem flokkur, eru þau almennt talin frábrugðin sterum að því leyti að þau hafa bæði frá- brugðna efnabyggingu og líffræði- lega verkun. Nú vita flestir að skort- ur á C-vítamíni veldur skyrbjúgi og að skortur á D-vítamíni veldur beinkröm og að þar af leiðandi kem- ur C-vítamín ekki að gagni gegn beinkröm né heldur D-vítamín gegn skyrbjúg. Á hliðstæðan hátt verður að velja ákveðinn stera gegn ákveðn- um sjúkdómi og þegar af þeirri ástæðu er ekki leyfílegt að setja alla stera undir einn hatt. Áður er bent á að sterar eru nátt- úrleg efnasambönd og eru þeir í öll- um lifandi verum nema bakteríum, blágrænum þörungum og a.m.k. sumum lindýrum og gegna þar mis- munandi hlutverkum. En í sem stystu máli er hægt að færa rök fyrir því að án stera væri ekkert líf til í þeirri mynd sem við þekkjum það, án stera yrði fólksfjölgunarsprenging, án stera yrði andlegur og líkamlegur sársauki ennþá_ meiri og 'án stera yrði engin ást. Ég tel því allar rang- ar upplýsingar og vísbendingar um þennan efnaflokk „vísindalegt guðl- ast“, ef ég má orða það svo. Flokkar stera Áður er minnst á þann merka mann og vísindamann Adolf Wind- aus, sem er upphafsmaður rann- sókna á þessu sviði, en hann rann- sakaði meðal annars kólesteról sem er í öllum dýrafrumum og tilheyrir flokki steróla, en í þeim flokki er einnig ergósteról, sem er í öllum jurtafrumum. í huga almennings hefur orðið kólesteról neikvæð áhrif vegna þeirrar réttmætu áherslu sem lögð hefur verið á hlut þess í ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum. En á sama tíma hefur láðst að greina frá lífsnauðsynlegu hlutverki þess í frumuhimnum allra dýrafruma og að það er forefni allra annarra flokka stera sem myndast í líkama manna og dýra. Sem dæmi má nefna að ein athyglisverðasta og merkilegasta breyting sem á sér stað í náttúr- unni, hamskipti eða myndbrejúing óásjálegra orma í litfögur fiðrildi, verður fýrir milligöngu hormóns sem myndast í dýrinu úr kólesteróli. Af öðrum flokkum stera skal minnst á barkstera sem eru í nýrnahettiberki, en helstu hormónar þar eru hydró- kortisón, sem er sykursteri og stjórn- ar efnaskiptum kolhydrata, fítu og próteínefna, og aldósterón, sem stjórnar salt- og vatnsbúskap líkam- ans. Þessir hormónar eru lífsnauð- synlegir. Kynhormónar, karlhormón- ar og kvenhormónar, eru einnig ster- ar og myndast í kynkirtlum. Þeir móta meðal annars ytri kyneinkenni karla og kvenna og prógesterón, sem stundum er kallað þungunarhormón, er forsenda þess að kvenverur geti gengið með og alið afkvæmi. Hjarta- sykrungar, sem frá ómunatíð hafa verið notaðir gegn hjartabilun, eru sterar sem myndast í blöðum hins undurfagra fíngurbjargarblóms. Gallsýrur, sem eru nauðsynlegar fyr- ir meltingu fítu og myndast í lifur, eru sterar, D3-vítamín, sem myndast í húðinni fyrir áhrif sólarljóss, er steri einn hatt? Vilhjálmur G. Skúlason „En í sem stystu máli er hægt að færa rök fyrir því að án stera væri ekkert líf til í þeirri mynd sem við þekkjum það, án stera yrði fólksfjölgunar- sprenging, án stera yrði andlegur og líkam- legur sársauki ennþá meiri og án stera yrði engin ást.“ (sekósteri) og síðast en ekki síst er urmull af samtengdum sterum, en líffræðilegir eiginleikar þeirra geta fallið í sérhvern áðurnefndra flokka, en aðeins einn flokkur þeirra er „ana- ból“ sterar sem eru tilefni þessara skrifa. Misnotkun „anaból“ stera „Anaból" sterar eru framleiddir með testósterón, sem er karlhormón, sem fyrirmynd og hafa þeir fjöl- breytilega verkun sem líkist verkun karlhormóna og kvenhormóna, eink- um þegar þeir eru misnotaðir. Vefj- auppbyggjandi verkun („anaból“ verkun) er einkum innifalin í verkun karlhormóna, en einnig í verkun kvenhormóna. Margir þeirra sem misnota „anaból“ stera eru iðkendur íþróttagreina, þar sem vöðvastyrkur skiptir máli. En það sem veldur ekki Formaður Sóknar vinn- ur gegn eigin félögum eftir Sigurbjörgu K. Ingvarsdóttur í október sl. var okkur starfsstúlk- um í brauðstofu eldhúss Borgarspít- alans tilkynnt að vinnutími okkar, sem er frá kl. 7.30 til 15.30 eigi að breytast og verða frá og með 1. mars 1994 frá kl. 9.30 til 17.30. Þessi vinnutími er mun óhéntugri og urðum við því mjög óánægðar með þessa væntanlegu breytingu. Við höfðum því samband við skrif- stofu félags okkar, Sóknar. Þar varð fyrir svörum Guðrún Óladóttir og sagði hún okkur að það væri ólög- legt að breyta vinnutímanum án sam- þykkis okkar. Eina leiðin fyrir vinnu- veitanda okkar að koma þessari breytingu í kring væri því að segja okkur upp störfum með minnst þriggja mánaða fyrirvara og endur- ráða okkur svo, ef við kysum það, frekar en að láta af störfum. Upp- sögn vinnuveitanda myndi skapa okkur rétt á avinnuleysisbótum strax. Ef við hins vegar segðum sjálf- „Framkoma hennar gangvart okkur starfs- stúlkum spítalanna, sem lokið hafa prófi frá húsmæðraskólanum, er nánast svívirðileg.“ ar upp störfum vegna óánægju með breytinguna yrðum við að bíða í tvó mánuði eftir að fá bætur. Hún tjáði okkur í framhaldi af þessu að Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem er bæði for- maður og aðalstarfsmaður Sóknar, myndi hafa samband við ráðamenn spítalans og sjá um að þessu yrði kippt í lag, og ef með þyrfti yrði haft samband við lögfræðing ÁSI, Láru V. Júlíusdóttur, sem myndi þá kæra þessi vinnubrögð. Við vorum því eftir atvikum von- góðar um árangur. Nú leið tíminn og ekkert gerðist og þegar við höfð- um samband við Þórunni var lítið um svör og varð hún svo tvísaga í svörum sínum. Það er því ekki annað að sjá en að formaður okkar hafi meiri áhuga á reka erindi Borgarspít- alans en að starfa fyrir okkur. Því miður er þetta ekki eina dæm- ið um að ofannefndur formaður, og fyrrverandi formaður reyndar líka, hafi í raun barist gegn hagsmunum okkar starfsstúlkna í eldhúsi Borgar- spítalans. Sjálf mun hún áður fyrr hafa starfað við barnagæslu, enda er það hið eina starf, sem Sóknarkon- ur gegna, sem hún telur einhvers virði. Hún hefur barist fyrir því að starfsstúlkur við barnagæslu fái námskeið á námskeið ofan í þeim eina tilgangi að hækka laun þeirra og breikka bilið milli þeirra og okk- ar. Á nefndum námskeiðum eru aldr- ei nein próf tekin og því er engin sönnun fyrir því að nemendurnir hafa lært neitt. Hún hefur jafnframt barist gegn því að við starfsstúlkur í eldhúsum spítalanna fáum að fara á námskeið, en neyðst til að láta undan, í litlum mæli þó. Sigurbjörg K. Ingvarsdóttir Framkoma hennar gangvart okk- ur starfsstúlkum spítalanna, sem lok- ið hafa prófi frá húsmæðraskólanum, er nánast svívirðileg. Því til sönnunar vil ég benda á að árið 1985 var í gildi samningur þar sem við vorum flokkaðar í 6. launaflokk. Þá voru flokkarnir samtals 7, eða frá 2. fl. til 8. fl. Nú árið 1994 eru launaflokk- arnir 10, eða frá 32. fl. til 41. fl., en við erum aðeins í 35. fl. Ef flokk- síður áhyggjum er að óharðnaðir unglingar eru byijaðir að misnota „anaból" stera og nýlegar skýrslur frá Kanada og Svíþjóð benda til 'að 5-10% ungra drengja misnoti „ana- ból“ stera „til þess að verða stórir og sterkir". Hér er mikil hætta á ferðum sem heilbrigðisyfirvöld ættu að láta til sín taka. „Anaból“ sterar eru teknir í inn- töku eða dælt í vöðva. Stundum eru báðar aðferðir notaðar samtímis. Skammtar eru stærri en venjulega og gjarnan eru notaðar fleiri en ein tegund. Þetta fyrirbrigði er kallað „stacking" á slangurmáli. „Anaból" sterar kunna að minnka þreytu og valda vægri vímu sem gerir íþróttamönnum kieift að æfa lengur, en þetta getur leitt til ofþjálf- unar og lífshættulegra vöðvasjúk- dóma, en einnig er aukin hætta á sinaskemmdum við æfingar. Næst- um allar aukaverkanir „anaból“ stera eru skammtaháðar, sem merkir að því stærri sem skammtur er því meiri hætta á aukaverkunum. Sumar af aukaverkunum „anaból“ stera eru af skiljanlegum ástæðum kynbundn- ar, en aðrar ekki. Hjá konum verða truflanir á tíðablæðingum og fqo- semi minnkar. Ýmis einkenni karla svo sem aukinn hárvöxtur á bol og andliti (skegg) og minni bijóstastærð koma í ljós. Mjólkurmyndun minnkar eða stöðvast með öllu. Hjá körlum getur neysla leitt til minnkunar kyn- hvatar, getuleysis, rýrnunar eistna og hamningar sæðismyndunar og ófijósemi. Ýmis einkenni kvenna svo sem bijóstastækkun og hitakóf geta komið í ljós, en skýring þess er að hluti „anaból“ stera breytist í kyn- 'hormóna kvenna í lifur. „Anaból“ sterar geta haft afdrifarík áhrif á skaphöfn og tilfinningalíf beggja kynja. Mest ber á aukinni árásar- hneigð, andþjóðfélagslegri hegðun og geðrænum breytingum sem sem geðdeyfð og geðbilun. Tímabundnar ofsafengnar skapbreytingar („roid rage“) geta komið í Ijós. Persónuleiki einstaklinga breytist því og eru þau einkenni oft mjög greinileg. Gelgju- þrymlar og skalli eru einnig algengar aukaverkanir. Vökvasöfnun, sem getur gert hjarta- og nýrnabilun verri og hækkað blóðþrýsting, áhrif á blóð- storknun og fitumynstur í blóði geta eftir langvinna misnotkun aukið líkur á heilablóðfalli og hjartasjúkdómum. Einnig er stíflugula, lífrarkrabba- mein og aðrar myndir lifrarskemmda í nánu samhengi við notkun stórra skammta af „anaból“ sterum. Af framansögðu er væntanlega ljóst að sterar er mjög stór efnaflokkur sem telur nokkur þúsund efnasambönd og eru sum þeirra náttúrleg, en önn- ur framleidd með efnafræðilegum aðgerðum. Síðartalda flokknum til- heyra „anaból" sterar og eru þeir taldir vera um 70 talsins. Af þessum staðreyndum verður umræða um stera að taka mið. Höfundur er prófessor í lyfjaefnafræði í Háskóla íslands. arnir hefðu sitt eðlilega númer, eða frá 1. fl. til 7. fl. árið 1985 og frá 1. fl. til 10. fl. í dag, er greinilegt að við vorum i 5. fl. af 7 árið 1985, en erum nú í 4. fl. af 10. Það fer því ekki milli mála að við höfum verið lækkaðar mikið í launum. Þessi skollaleikur með númerabreytingu virðist því aðeins gerður svo minna beri á launalækkun okkar. Þegar Þórunn neyddist til að fall- ast á að starfsstúlkur eldhúsanna fengju að fara á námskeið, kom hún því þannig fyrir að okkur, sem höfð- um húsmæðraskólapróf, var meinað að sækja þau, en námskeiðin látin gefa öðrum starfsstúlkum rétt á að hækka í sama flokk og við höfðum. Nú er það svo að ekkert er sameig- inlegt með umræddum námskeiðum og námi í húsmæðraskólum. Ef aðrar starfsstúlkur hafa eitthvert gagn af þeim þá höfum við það eflaust líka. Það er því helst að sjá, að Þórunn líti þannig á málin að námskeiðin þjóni þeim eina tilgangi að hækka launin en hafi ekkert fræðslugildi. Ég vil því að endingu skora á Þórunni að gefa ekki framar kost á sér til formennsku í félaginu okkar og jafnframt á alla Sóknarfélaga að veita henni ekki brautargengi ef hún fer ekki að mínum ráðum. Höfundur er starfskona á Borgarspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.