Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 33 Leggjum áherslu á sameigin- lega hagsmuni eftir Rósu Matthíasdóttur Tvö af brýnustu verkefnum borg- arstjórnar Reykjavíkur á næsta kjörtímabili verður efling atvinnu- lífs í borginni og átak í málefnum venjulegs fjölskyldufólks í borginni. í prófkjörsbaráttu sjálfstæðis- manna hefur einn frambjóðend- anna, Gunnar Jóhann Birgisson, sett fram hugmyndir sem ég tel mjög athyglisverðar og frumlegar og þess vegna styð ég hann eindreg- ið og hvet sjálfstæðismenn í Reykja- vík til þess að kjósa hann í ijórða sæti framboðslistans. Ég tel sérstaklega mikilvægt að hjá honum hefur komið fram mikill skilningur á því að í raun eiga at- vinnurekendur, ekki síður en fjöl- skyldufólk, mikið undir því að það takist að stokka upp ýmsa hluti í því kerfi sem við búum við í dagvist- ar- og skólamálum og finna þar lausnir sem gagnast öllum almenn- ingi. Á hverjum degi verða flest fyrirtæki í borginni fyrir beinum og óbeinum kostnaði vegna þess að fjölmargt fólk getur ekki gefið sig óskipt að vinnu vegna óhjá- kvæmilegra snúninga við að tryggja umönnun barna sinna þar sem það kerfi sem við búum við hefur því miður ekki enn náð að taka mið af þeirri staðreynd að í venjulegri fjölskyldu í borginni eru tvær fyrir- vinnur. Hagkvæmni þess að bæta þetta kerfi blasir við og eins og „Sem atvinnurekandi og skattgreiðandi fagna ég því að maður sem er að beita sér fyr- ir því að komast í hóp kjörinna fulltrúa leggi höfuðáherslu á að fyrsta skylda sín sé að sjá til þess að tekjum borgarinnar sé vel var- ið...“ Gunnar Jóhann hefur bent á þarf lausnin ekki að felast í dýrum ný- byggingum eða útgjaldafrekum rekstri sem hleðst ofan á núverandi kerfi heldur þarf að nálgast málin á breiðum grundvelli og líta m.a. á uppbyggingu grunnskólans, fæð- ingarorlof og fjölbreyttara rekstrar- form leikskóla, svo nokkur atriði séu nefnd. í atvinnumálum hefur Gunnar Jóhann lýst andstöðu við sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhús- næði og almennt lagt áherslu á aðhald og varkárni í tekjuöflun og fjármálastjórn borgarinnar þannig að opinber rekstur leggi ekki byrðar á einstaklinga og fyrirtæki sem dragi úr getu þeirra til að mæta erfiðum tímum og nýta ný tæki- færi. Sem atvinnurekandi og skatt- greiðandi fagna ég því að maður sem er að beita sér fyrir því að Rósa Matthíasdóttir komast í hóp kjörinna fulltrúa leggi höfuðáherslu á að fyrsta skylda sín sé að sjá til þess að tekjum borgar- innar sé vel varið og ekki til verk- efna sem aðrir geta betur sinnt eða sem mega bíða betri tíma. í því sambandi bendi ég sérstaklega á að hann hefur afdráttarlaust lýsl því yfir að hann telji að éins og nú standi á beri að fresta framkvæmd- um við Korpúlfsstaði. Ég er sannfærð um að það sjón- armið að leggja höfuðáherslu á sameiginlega hagsmuni Reykvík- inga á mikinn hljómgrunn meðal borgarbúa og ég tel að með því að veita skeleggum talsmanni slíkra sjónarmiða góða kosningu í próf- kjörinu sendi sjálfstæðismenn í Reykjavík kjósendum þýðingarmikil skilaboð í upphafi kosningabarátt- unnar. Kjósum Gunnar Jóhann í 4. sæt- ið. Höfundur cr framkvæmdastjóri. Sá veit er víða ratar eftirGlúmJón Björnsson Þrátt fyrir að undirritaður hafi að öllu jöfnu meiri áhuga á málum en mönnum og hafi ítrekað sko- rast undan því að segja í blaða- greinum kost og löst á frambjóð- endum til hinna ýmsu embætta innan Sjálfstæðisflokksins á und- anförnum árum er trauðla hægt að sitja með hendur í skauti þegar einn skeleggasti frambjóðandinn í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík verður fyrir jafn vægð- arlausum árásum og raun ber vitni. Einnig hafa verið uppi kröfur um að takmarka rétt íslenskra rík- isborgara af erlendum uppruna til framboðs í sveitarstjórnir og á Alþingi! Með öðrum orðum verði íslenskum ríkisborgurum skipt í tvo hópa þar sem annar njóti allra réttinda sem fylgja þeim skyldum að hafa íslenskt ríkisfang en hinn hópurinn beri aðeins skyldurnar. Margir mætir íslendingar hafa alist upp á erlendri grundu og aðrir dvalið þar við nám og störf án þess að efast sé um réttindi þeirra þegar þeir snúa heim á leið. Flestir þykja þeir hafa öðlast víð- sýni og skilning á ijölbreytileika mannlífsins eins og höfundur Hávamála benti á: Sá einn veit er víða ratar. Amal Rún Qase hefur vafalítið komið hingað til lands af sömu ástæðu og þeir forfeður okkar sem fyrstir námu hér land, í leit að friði fyrir fólki sem óumbeðið tek- ur að sér að ráðskast með líf ann- arra. Hún hefur tekið virkan þátt í íslenskri þjóðmálaumræðu að undanförnu og framlag hennar ber þess klárt merki að hún hefur kynnt sér mál til hlítar og dregur rökréttar ályktanir í anda einstakl- ingsfrelsis. Ég held að á engan sé hallað þótt ég segi hér að fersk- ir vindar fylgi stjórnmálaþátttöku Amal Rún Qase „Amal Rún fær atkvæöi mitt í 6. sæti framboðs- lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í prófkjöri í lok janúar.“ hennar og hún hafi til að bera þá pólitísku skerpu sem svo oft gerir gæfumuninn. Amal Rún fær at- kvæði mitt í 6. sæti framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík í prófkjöri í lok janúar. Höfundur er efnafræðinemi, í flokksráði Sjáifstæðisflokksins, formaður umhverfismálanefndar SUS og fyrrverandi stjórnar- maður í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík og ritstjóri Gjallarhorns. Nú er lag eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur Nú er lag fyrir okkur sjálfstæð- ismenn að koma frá óstjórn og ofríki alþýðuflokksmanna í Hafn- arfirði En forsenda þess að góður árangur sjálfstæðismanna náist er sterkur framboðslisti — einmitt sá listi sem við nú með þessu próf- kjöri erum að setja saman — listi sem við veljum um þessa helgi. Jafnvel þótt valkostir sjálfstæð- ismanna í prófkjörinu nú snúist um persónur, þá verða það málefn- in sem öllu skiptir í vor. ' Efst í mínum huga eru mál sem varða daglegt líf fólksins í bænum, atvinnutækifæri foreldranna, menntun og aðbúnað barnanna, samverustundir fjölskyldunnar og ævikvöld einstaklinganna. Það er í verkahring sveitarfé- laga að veita þá velferðarþjónustu sem nær allt frá vöggu til grafar. Mér er hins vegar ljóst að engin raunveruleg framfaraspor verða stigin á þeim vettvangi nema böndum sé komið á almennan rekstur og fjármál bæjarins. Atvinna og húsnæði eru frum- þarfir hverrar fjölskyldu og undir- staða velferðar og öryggis barna. Við hér í Hafnarfirði höfum ekki farið varhluta af því erfiða ástandi sem ríkir í atvinnumálum lands- manna. Verktakaiðnaður hér í bæ hefur átt undir högg að sækja og í sjávarútveginum hefur undan- haldið ekki verið minna. Fjölmörg heimili í bænum búa við atvinnu- leysi eða yfirvofandi missi atvinnu. Við þurfum þess vegna tafarlaust að gera raunverulegt átak í at- vinnumálum. Traust heimilislíf er mikilvægasta kjölfesta í lífi hvers einstaklings. Það er því mikilvægt að uppeldisþáttur heimila og skóla sé samstilltur og náinn og þess eðlis að skila þjóðfélaginu hæfum og nýtum þegnum. Með aukinni þátttöku sveitarfélaga í rekstri skólanna opnast okkur ýmsar leið- ir til úrbóta. Verklega menntun, sérfræði- þjónustu og aðstoð til þeirra sem á brattann eiga að sækja þarf stór- lega að auka. Með auknum metn- aði í þjónustu við börnin og heimil- in erum við að leggja grunninn að dýrmætri fjárfestingu til fram- tíðar. Öldruðum Hafnfirðingum fjölg- ar sífellt. Öll viljum við vera þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera sjálf- stæð og sjálfum okkur næg eins lengi og auðið er. Nauðsynlegt er að tryggja öldruðum aðgang að eftir Val Júlíusson Þegar SÁÁ var stofnað í október 1977 voru þar fyrst og fremst að verki alkóhólistar em höfðu farið í meðferð til útlanda eða biðu eftir að komast í meðferð. Satt að segja var þessi hópur alkóhólista ekki mjög trúverðugur í augum margra og ljóst að það var á brattann að sækja til að öðlast traust stjórnvalda og almennings. Til að bæta úr þessu fengum við ungan lögfræðing, Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, til að verða fram- kvæmdastjóri hinna nýstofnuðu samtaka. Gott orð fór af honum, hann var sagður röskur, úrræðagóð- ur og hafa tiltrú. Ekkert af því reyndist ofmælt. Hann reyndist einnig hafa góða þekkingu á fjár- málum og var góður talsmaður þessa merkilega átaks í heilbrigðis- málum þjóðarinnar. Við í SÁÁ nutum krafta Vilhjálms Ragnheiður Krisfjánsdóttir „Grundvöllur hvers bæjarfélags er gott mannlíf í heilbrigðu og skemmtilegu um- hverfi.“ íbúðum á viðráðanlegu verði þar sem þægindi og einfaldleiki eru í fyrirrúmi. Grundvöllur hvers bæjarfélags er gott mannlíf í heilbrigðu og skemmtilegu umhverfi. Við verð- um að hlúa að unaðsreitum og náttúruperlum í bæjarlandinu og varast að eyðileggja svip bæjarins með skipulagsmistökum. Við þurfum að sinna því sem við eigum, halda því við — og vinna að fjölmörgum framfaramálum fyrir fólkið í bænum án þess endi- lega að hvert spor í þeim efnum sé í sviðsljósi stóru fjölmiðlanna. Ég er bjartsýn. Tími sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði er framund- an. Ég er sannfærð um að með stefnuföstum flokki karla og kvenna fáum við sjálfstæðismenn umboð til breytinga á stjómun bæjarins. Öflugur framboðslisti okkar er fyrsta skrefið í þessa t átt. Þess vegna skulum við öll vanda okkur í prófkjörinu sem nú er framundan og fylkja okkur síðan af einhug á bak við það fólk sem valið verður í framvarðarsveit Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði. Höfundur erkennari og þátt- takandi íprófkjöri Sjálf- stæðismanna í Hafnarfirði. Styrkur Reykjavíkur Valur Júlíusson þegar mest lá við. Við reistum Vog og hófum starfrækslu göngudeildar og meðferðarheimilanna að Sogni og Staðarfelli. „Við í SÁÁ nutum krafta Vilhjálms þegar mest lá við.“ Frá SÁÁ lá leið Vilhjálms inn í borgarmálin. Hann hefur samt áfram verið okkur í SÁÁ haukur í horni. Nú er hann varaformaður stjórnar samtakanna. Vegur Vilhjálms hefur farið vax- andi í störfum hans fyrir borg- arbúa. Nú er komið að því að sjálf- stæðismenn ætla að velja sér fólk til forystu næsta kjörtímabil borgar- stjórnar. í mínum huga leikur eng- inn vafi á því að styrkur borgar- stjórnar og hagur borgarbúa felst í þvi að Vilhjálmur skipi þar eitt efsta sætið. Höfundur er heimilislæknir í Reykjavík og læknir á Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ. í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.