Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Frambjóðandi úr launþega- hreyfingunni eftir Sverri Garðarsson Nú um næstu helgi fer fram próf- kjör Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík um skipan á lista flokksins fyr- ir bæjar- og sveitarstjómarkosning- arnar í vor. Prófkjörið er opið öllum flokksbundnum sjálfstæðismönn- um. Með þvi ætti að verða tryggt, að vilji flokksmanna komi fram um það, hvernig sá listi verði best skip- aður. Þó svo að stjórnmái snúist fyrst og fremst um stefnur, er það eigi að síður svo, að einstaklingar þeir, er veljast sem fulltrúar á framboðs- lista, skipta þar miklu máli. Fram- boðslisti þarf að vera skipaður bæði traustu og reyndu fólki, sem ekki hefur aðeins reynslu af borgarmál- um, heldur einnig á ýmsum öðrum sviðum. Einn þeirra manna, er gefur kost á sér í prófkjörinu, er Hilmar Guð- laugsson, múrari. Má segja að hann sé í raun fulltrúi verkalýðshreyfing- arinnar í þessu prófkjöri. Hann hef- ur starfað mikið að verkalýðsmál- um, verið formaður Múrarafélags Reykjavíkur og Múrarasambands íslands. Verið fulltrúi stéttar sinnar á þingum Alþýðusambands íslands og setið í miðstjóm þegs. í dag er hann formaður Húsnæðisnefndar Reykjavíkur en hann er eindreginn stuðningsmaður félagslega hús- næðiskerfisins. Áður hafði hann setið í stjóm Verkamannabústaða. Hilmar hefur verið formaður bygginganefndar Reykjavíkur um margra ára skeið, enda hefur hann víðtæka þekkingu á þeim málum. Kjósum eftir Birgi Armannsson Sjálfstæðismenn í Reykjavík ganga til prófkjörs um næstu helgi við þær aðstæður, að andstæðingar flokksins hafa tekið ákvörðun um að bjóða fram sameiginlegan lista Að gefnu tilefni eftir Sigríði Sigurðardóttur I þessu fyrsta prófkjöri mínu ákvað ég að fara ekki geyst af stað. Framkoma mín að umfjöllun gagnvart öðrum frambjóðendum hefur ekki byggst á öðra en virð- ingu. Því get ég sagt við Særúnu Sigurjóndóttur sem skrifar grein í Morgunblaðið 26. janúar sl. að vonir hennar eru uppfylltar. Einnig vil ég upplýsa hana um, ★ Pitney Bowes Frímerkjavélar og stimpllvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Flísar á fyrirtæki og AGROB ff AtFABORG V KNARRARVOGI 4 • 8 686755 Sigríður Sigurðardóttir að það er eðlilegt að skiptast á skoðunum við samherja. I fimm manna pólitískt kjörinni stjórn er ekki bara ein mannekja sem tekur afstöðu. Eg og stjórnarformaður Dagvistar bama höfum getað skipst á skoðunum án þess að fyrir- fara góðu samstarfi innan þeirrar stjórnar. Eg óska Særúnu, frambjóðend- um og öðru góðu fólki velfarnaðar. Höfundur er fóstra og varaborg- arfulttrúl og frambjóðandi í próf- kjöri sjálfstæðisfólks / Reykjavík. VARASALVI - VARASMYRSL ENDURNÆRIR ÞURRAR OG SPRUNGNAR VARIR FÆST í APÓTEKINU Hilmar Guðlaugsson Hilmar hefur einnig starfað að uppbyggingu íþróttahreyfingarinn- ar í borginni, m.a. verið formaður Knattspyrnufélagsins Fram og þekkir því af eigin raun þau verk- Sverrir Garðarsson efni, sem stjómendur íþrótta- og æskulýðsmála í borginni glíma við. Hefur hann sinnt þeim málum vel, m.a. með setu sinni í Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, en „Hilmar Guðlaugsson stefnir á 4. sætið á list- anum. Hann er verðug- ur fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, sem traustur og gegn Reykvíkingur. Eg vil því eindregið beina þeim tilmælum til allra þeirra, #r þátt taka í prófkjörinu, að veita honum brautar- gengi.“ hann er varaformaður ráðsins. Hilmar Guðlaugsson stefnir á 4. sætið á listanum. Hann er verðugur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem traustur og gegn Reykvíkingur. Ég vil því eindregið beina þeim tilmæl- um til allra þeirra, er þátt taka í prófkjörinu, að veitá honum braut- argengi. Höfundur er hljómlistarmaður. Gunnar Jóhann í 4. sætið í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þetta hræðslubandalag vinstri flokkanna sýnir auðvitað veika stöðu hvers þeirra um sig, en þó er ekki ástæða til annars fyrir sjálf- stæðismenn en að taka mark á þeim hættumerkjum, sem fram hafa komið í skoðanakönnunum um stuðning við hinn nýja lista. Ljóst er að flokkurinn verður að halda vel á spilunum til að halda meiri- hlutanum í borginni; málefnastaðan verður að vera góð og framboðslist- inn vel mannaður. Málefnalega stendur Sjálfstæðis- flokkurinn sterkt að vígi í Reykja- vík, en prófkjörið nú um helgina hefur útslitaáhrif á það, hversu sig- urstranglegur framboðslistinn verð- ur. Ef vel á að vera þarf listinn að höfða til sem flestra hópa borg- arbúa, kvenna og karla, ungra og aldraðra, launþega og atvinnurek- enda og svo má lengi telja. í ljósi þess er mikilvægt að frambjóðendur flokksins séu fjölbreyttur hópur og endurspegli mismunandi sjónarmið. Mestu máli skiptir þó, að um sé að ræða hæfa einstaklinga, sem geta aflað stefnu sjálfstæðismanna fylg- is meðal kjósenda og era jafnframt færir um að framfylgja henni að kosningum loknum. Ný andlit nauðsynleg í hópi núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eru margir, sem standa fýllilega undir framan- greindum kröfum. Þar eru bæði karlar og konur, sem árum saman „Gunnar Jóhann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, aflað sér víðtæks trausts vegna starfa sinna.“ hafa unnið farsællega að framgangi sjálfstæðisstefnunnar og staðið vörð um hagsmuni borgarbúa. Þessu fólki eiga sjálfstæðismenn að sjálfsögðu að veita brautargengi í prófkjörinu. Hins vegar verður að gæta þess, að framboðslisti flokks- ins getur vart talist sigurstrangleg- ur, ef ekki verður þar einhver end- urnýjun. Nauðsynlegt er, að þar verði ofarlega einhver ný andlit og vil ég í því sambandi vekja sérstaka athygli á framboði Gunnars Jó- hanns Birgissonar. Oflugur málsvari sjálfstæðisstefnunnar Gunnar Jóhann hefur, þrátt fyrir ungan aldur, aflað sér víðtæks trausts vegna starfa sinna, jafnt innan Sjálfstæðisflokksins sem ut- an. Hann var formaður Stúdenta- ráðs og Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, á háskólaárum sín- um, var formaður Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann hefur bæði í ræðu og í riti verið öflugur málsvari sjálf- stæðisstefnunnar, fastur fyrir og fylginn sér, en um leið málefnaleg- ur og öfgalaus. Gunnar Jóhann hefur undanfarin ár rekið eigin lög- mannsstofu og hefur með störfum sínum á þeim vettvangi kynnst hög- um bæði atvinnufyrirtækja og ein- staklinga í borginni. Af þessum sökum tel ég að það væri fengur að því fyrir sjálfstæðis- menn í Reykjavík að Gunnar Jóhann Birgisson skipaði 4. sætið á fram- boðslista flokksins í vor. Höfundur er laganemi og situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Bamanauðgarar ganga lausir eftir Amal Rún Qase Það setur að mér hroll í hvert skipti sem ég les um að mönnum, sem hafa framið kynferðisglæpi, er sleppt út strax eftir játningu. Það er með fádæmum, að í réttar- ríki eins og íslandi, skuli menn, sem hafa játað á sig eins alvarlegan glæp og nauðgun er, ganga lausir. Eg efast um, að ég sé eina konan á Islandi, sem fyllist ótta um eigið öryggi og barnsins síns í hvert sinn, sem fjölmiðlar segja frá einum kyn- ferðisglæpamanninum í viðbót sem gengur laus. Ein helsta ástæðan fyrir því, að fólk brýtur ekki af sér, er óttinn við refsingu. Því vægari sem refs- ingin er, þeim mun fleiri eru líkleg- ir til að bijóta af sér. í DV laugar- daginn 22. janúar síðastliðinn var frétt á baksíðu, sem vakti mikla reiði með mér. Þar var sagt frá 33 ára karlmanni, sem hafði viður- kennt, að hafa misnotað unga pilta á grófan, kynferðislegan hátt. Þessum manni var sleppt strax eft- ir játningu. RLR segir í sömu frétt, að „ekki hafí þótt nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarð- „Er ekki kominn tími til, að dómskerfið fari að líta á kynferðisof- beldi sem alvarlegan glæp og dæmi eftir því?“ hald“. Og þess vegna spyr ég: Hveijar eru „nægar ástæður" ef ekki þær, að hafa játað á sig kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart börn- um? Er ekki kominn tími til, að dóms- kerfið fari að líta á kynferðisof- beldi sem alvarlegan glæp og dæmi eftir því? í mínum huga er sú afsök- un, að nauðgarar gangi ekki heilir til,skógar, markleysa. Máli mínu til stuðnings vil ég benda á, að í fyrrverandi lýðveldinu Júgóslavíu hefur þúsundum kvenna verið nauðgað af hermönnum eftir að þeim hafði verið gefíð leyfi til að nauðga. Það getur enginn sann- fært mig um, að allir þessir her- menn séu andlega vanheilir. Þvert á móti sýnir þetta, að menn geta framið óhugnanlegustu glæpi ef Amal Rún Qase engin refsing er við því. Þess vegna vil ég skora á dómskerfið, að dæma nauðgara til hörðustu refsingar samkvæmt lögum. Höfundur er í framboði i prófkjöri sjálfstæðisfólks í Reykjnvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.