Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 48
48’ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Mcð morgunkaffinu Skrifstofudyrnar mínar standa alltaf opnar. Náðu í skrúfjárn og lagaðu þær. /> Ast er... ... að sjá til þess að hann taki eftir þér. TM Reg. U.S Pat Ott.-all fights reserved ® 1994 Los Angeies Times Syndicate Einhver annar í spilinu? Nei, elskan, ekki í kvöld. HÖGNI HREKKVÍSI /y Þerra ukar rohum...£6m\jeiz$kt 8AO.“ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 AT VINNULE Y SIÐ Frá Agli Sigurðssyni: ÞAÐ telur nú tugi milljóna manna og kvenna í OECD-löndunum. Sum- ir telja það allt að 50 milljónir ef svonefnt „dulið atvinnuieysi" er tal- ið með. Það tekur til þeirra, sem hafa hlutastarf aðeins eða hafa ekki sótt um bætur eða hætt því í bili. Ein meginorsök vaxandi at- vinnuleysis er hömlulaus sam- keppni, sem stefnt hefír að því að framleiða meira og meira vörumagn með færri og færri verkamönnum. Einkavæðing síðustu ára hefir á sama tíma skert getu ríkissjóðs til að auka framkvæmdir á kreppu- skeiði. Þetta er skoðun margra merkustu hagfræðinga heims, svo sem lesa má í erlendum tímaritum. Nokkrir álíta fijálsa markaðskerfið í hættu, nema gripið sé til róttækra gagnráðstafana. Athyglisvert er t.d. að tveir þriðju Svía vilja sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun hverfa til fyrri stefnu fullrar at- vinnu og velferðarríkis, en einn þriðji aðeins hefir til þessa verið fylgjandi því. Enn merkilegra er, að íbúar Austur-Þýskalands kjósa gamla sameignarkerfið með göllum sínum fremur en ástandið í dag. Þetta hefir líka komið í ljós við skoðanakannanir, og hefðu fáir trú- að slíku fýrst eftir fall kommúnism- ans. Að hafa atvinnu, í sig og á er frumskilyrði mannlegrar tilveru. Frá Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni: MORGUNBLAÐIÐ miðvikudaginn 26. janúar birtir frétt um að fólkið í Reykjavíkurborg hafi styrkt íþróttafélagið Val um röskar fjöru- tíu milljónir króna enda er félagið alls góðs maklegt. Hitt er svo ann- að mál að Morgunblaðið hefur jafn- an birt ljósmyndir af þeim atburðum þegar ungir skólakrakkar halda hlutaveltur fyrir gott málefni og þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn afhendir íþrótta- félögum peninga frá Reykvíking- um. Atvinnuleysi á íslandi er meira en áður hefir þekkst. Helsta ástæða þess er samdráttur í sjávarútvegi, sem stafar af minnkandi afla og skerðingu veiðiheimilda af þeim sökum. Sú hætta hefir færst nær að kjarnorkuúrgangur Breta kunni að skemma fiskimiðin eða að minnsta kosti torvelda sölu afurð- anna. Við slíkar aðstæður er gerræði, nánast vitfirring, að kollvarpa land- búnaði með innflutningi niður- greiddra búvara frá EB-löndum. Slíkt myndi á skömmum tíma færa okkur niður á stig Færeyinga — og reyndar enn neðar. Japan er eina OECD-ríkið með næstum ekkert atvinnuleysi, eða aðeins yfir 2%, Frá Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur: MIG LANGAR að segja frá tveimur tilvikum sem sýna að oft hittum við fyrir gott og elskulegt fólk. Fyrir jólin 1992 keypti ég vand- aða Puffins-kuldaskó handa dóttur minni. Þessa skó gaf ég henni í jólagjöf. Skómir voru keyptir í Skó- höllinni við Reykjavíkurveg í Hafn- arfirði. Fljótlega komu fram vissir gailar á skónum. Eg hafði strax samband Nú bregður svo við að enginn ljósmynd af prúðbúnu íhaldsfólki með vatnsgreitt hár fylgir fréttinni um framlag okkar borgarbúa í þetta skipti og sætir það víða furðu. Spurning er því hvort Morgunblaðið hefur gleymt að birta Ijósmyndina af vangá eða hvort meirihluti Sjálf- stæðisflokksins- í borgarstjóm Reykjavíkur er loksins farinn að skammast sín. ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON, Klapparbergi 16, Reykjavík. sem telst „eðlilegt atvinnuleysi“. Fyrirtæki eru ýmist að hætta eða byija, og sumir verkamenn eru af þeim sökum jafnan í biðstöðu. At- vinnuleysi í EB-löndum er 17% eða var svo sl. haust. Tvær ástæður eru gefnar fyrir góðum árangri Japana. Onnur er sú að þeir halda lífi í smábændum, þó að þeir séu ekki alltaf samkeppnisfærir í strangasta skilningi. Hin er sú að Japanir hlúa að kaupmanninum á horninu í stað þess að láta stórmarkaði hirða alla smásöluverzlunina. EGILL SIGURÐSSON, fv. forstjóri Sindra hf. Mávahlíð 29, Reykjavík. við verslunina og verslunarstjórinn kom fram af þvílíkri prýði og elsku- legheitum og vildi allt gera sem i hennar valdi stóð. Þessu lyktaði svo með því að framleiðendur skónna ákváðu að dóttir mín fengi nýja skó. Eg flyt verslunarstjóra í Skóhöll- inni og framleiðendum skónna mín- ar bestu þakkir og gangi þeim allt í haginn. Hitt tilvikið gerðist á svipuðum tíma þegar ég keypti skólatösku handa dóttur minni í Tösku- og hanskabúðinni við Skólavörðustíg í Reykjavík. Gallar komu fram í tösk- unni og við fórum með hana marg- ar ferðir í búðina og alltaf var bætt úr því sem aflagaðist okkur að kostnaðarlausu. Dóttir mín notar enn þessa uppáhaldstösku. Mínar kærustu þakkir til eigenda og verslunarstjóra í Tösku- og hanskabúðinni. Það er gott að geta beint augum fólks að slíkum verslunum sem þessum tveimur. Megi þær blómg- ast hér eftir sem endranær og eitt er víst að'ég mun segja víða frá þessu og halda áfram að versla við þessar búðir eins og ég hef gert í mörg ár. JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR. Hvar er ljósmyndin? Gott fólk á íslandi Víkverji skrifar Skrifari átti heldur von á því að ýmislegt myndi breytast um síð- ustu áramót með gildistöku EES- samningsins, meðal annars hvað varðar verslun með bjórpg vín. Hann hugði gott til glóðarinnar er hann átti leið um Fríhöfnina í Keflavík á mánudaginn og ætlaði að kaupa 24 dósir af erlendum bjór sem þar er seldur, en reglan hefur verið sú að aðeins er leyfilegt að kaupa toll- fijálst 18 dósir af bjór framleiddum í útlöndum, en 24 dósýr ef varan er framleidd hér á landi. í verslun Frí- hafnarinnar var skrifara vinsamlega bent á að engin breyting hefði orðið á reglunum, allt væri við það sama og fyrir EES. Aðspurð um það hvort breyting væri á döfinni sagði elsku- leg afgreiðslustúlka að hún vissi ekki til þess. Hvort þessi mismunun á innlendri og erlendri vöru samræmist reglum EES veit skrifari ekki. Kannski þarf eínhvern Davíð til að finna út úr því. xxx Happdrætti af ýmsum toga og margvíslegar getraunir virðast vera ær og kýr æði margra og al- gengir vinningar eru flatbökur, bíómiðar og geisladiskar og upp í bíla og utanlandsferðir en vissulega kennir þar margra grasa. í vikunni rakst Víkveiji á litla frétt í Sjómannablaðinu Ægi, riti Fiskifé- lags íslands. Þar var greint frá úrslit- um í áskriftargetraun blaðsins og sagt frá því að heppinn áskrifandi hefði fengið í vinning fjögur tonn af fiski, leigukvóta að verðmæti um 100 þúsund krónur. Vinningshafinn sagðist vera með 16 tonna kvóta, sem væri að verða búinn og kæmi vining- urinn sér því vel. Tonnin fjögur væru eins og af himnum send, hafði biaðið eftir manninum. Skrifara fínnst þessi litla frétt sannarlega vera tímanna tákn og gott dæmi um þetta kvóta- rugl allt saman. xxx Víkveija hefur borist bréf frá Hrefnu Ingólfsdóttur blaða- og upplýsingafulltrúa Pósts og síma. Hún segir í upphafi bréfs síns að Víkveiji hafi „fjargviðrast yfir því í síðustu viku að kunningi sinn hafi þurft að bíða frá föstudegi fram á þriðjudagsmorgun eftir því að fá síma tengdan inn á nýja heimilið sitt. Vissulega er mikill hraði á mörgum í þjóðfélaginu en varla er það svo að kunninginn hafi ekki vitað um flutninginn með tveggja daga fyrir- vara.“ Blaðafulltrúinn rekur svo þá vinnu sem liggur að baki tengingum á nýjum símum, sem getur verið mis- mikil eftir aðstæðum. Ef vitað er að sími hafi áður verið í húsnæðinu og hvaða númer það var sé málið fljót- afgreitt og oft sé slik tenging gerð sama dag og beiðni berst á sölu- deild. Sé þetta ekki vitað geti teng- ing tekið lengri tíma og fólki sé því ráðlagt að sækja um nýjan síma eða flutning með tveggja til þriggja daga fyrirvara. „Flestir sýna þá fyrir- hyggju enda geta menn haldið sí- manum á gamla staðnum í nokkurn tíma þótt búið sé að tengja annan síma í nýja húsnæðinu. Til gamans ■ má geta þess að oft sækja yfir 50 manns um nýjan Síma á einum degi og beiðnir um flutning eru miklu fleiri," segir í bréfi Hrefnu Ingólfs- dóttur, blaðafulltrúa Pósts og síma. Víkveiji þakkar Hrefnu bréf henn- ar, en getur ekki stillt sig um að bæta við, að kunninginn gaf einmitt upp heiti fyrri íbúa íbúðarinnar og símanúmerið svo fljótlega tengingin, sem blaðafulltrúinn lýsir, hefði átt að eiga við um hann. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.