Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 15 Sinfóníuhljómsveit æskunn- ar og Atli Heimir Sveinsson eftir Stefán Edelstein i Atli Heimir Sveinsson skrifar grein í laugardagsblað Morgun- blaðsins þar sem hann fjallar um tónleika Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar (SÆ) 14. janúar sl. Yfir- skrift greinarinnar er „SÆ og Zukofsky". Atli Heimir hefur ýmislegt við þessa tónleika að athuga. Hann harmar að Paul Zukofsky (PZ) hafi ekki verið við stjórnvölinn í þetta sinn. Segir síðan að þetta hafi verið „þokkalegir tónleikar, en ekki um framför að ræða hjá SÆ og tæplega þó. Það hafi vant- að „smitandi eldmóð og andlegt gneistaflug PZ“. Mér sýnist að AHS skrifi gegn betri vitund. Þetta voru mjög góð- ir tónleikar, reyndar frábærir og sannarlega bæði djarfir í verkefna- | vali (ekki síður en hjá PZ) og spil- aðir af eldmóði sem stjórnandanum Christopher Adey tókst að yfirfæra á SÆ. Eitt var áberandi á þessum tónleikum. Mikil leikgleði ríkti hjá þessu unga tónlistarfólki sem Adey hafði greinilega tekist að tendra og strengirnir léku á mjög blæ- brigðaríkan hátt. Segir það ekki „Mér sýnist að AHS skrifi gegn betri vitund. Þetta voru mjög góðir tónleikar, reyndar frá- bærir og sannarlega bæði djarfir í verk- efnavali (ekki síður en hjá PZ) og spilaðir af eldmóði sem stjórnand- anum Christopher Ad- ey tókst að yfirfæra á SÆ.“ sitt? (Hins vegar saknaði maður þess hjá PZ hve strengirnir spiluðu stundum dauft og blæbrigðalítið og hve hljómsveitarstjórnin gat verið hlutlaus og dauf.) Að halda því fram að viðbrögð áheyrenda hafi verið „moðvolg“ eru ósannindi. Öllu heldur fengu SÆ og Adey dynjandi viðtökur og sýndu áheyrendur óspart hrifningu sína m.a. með því að rísa úr sætum og hylla SÆ og stjórnandann. AHS reynir að gera lítið úr stjórnandanum (en hefja jafnframt PZ til skýjanna). Sannleikurinn er Stefán Edelstein sá að Christopher Adey er mjög fær og virtur stjórnandi. Hann er einn af aðalstjórnendum National Youth Orchestra of Great Britain (sem er „super SÆ“ Breta, þ.e. ijóminn af u.þ.b. 60 æskuhljóm- sveitum landsins), auk þess að stjórna reglulega Sinfóníuhljóm- sveitinni í Royal Academy of Music og BBC Scottish Symphony Orc- hestra. Hann stjórnar og hefur stjórnað öllum helstu sinfóníu- hljómsveitum (LPO og LSO o.s.frv.) Lundúnarborgar og Barbican og Royal Festival Halls auk þess að hafa stjómað hljóm- sveitum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Um saman- burð á stjómunarferli Christopher Adey og Paul Zukofsky er því best að segja sem minnst. Ef við hins vegar beram saman uppalandann Adey við uppaland- ann Zukofsky eingöngu út frá þessum tónleikum segir það sitt að Adey nær þessum frábæra árangri og þessari miklu leikgleði út úr SÆ við erfiðari skilyrði (t.d. skemmri æfingatíma) með jafnerf- iðum viðfangsefnum og Zukofsky hefur látið leika til þessa. Látum það vera þótt AHS sé að níða niður erlendan stjórnanda sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ósmekklegast sýnist mér þó sú ósanngirni sem hann sýnir því unga tónlistarfólki sem skipar raðir SÆ með því að láta það ekki njóta þess að fá viður- kenningu fyrir það sem frábærlega vel var gert en láta að því liggja að þetta hafi verið frekar slöpp spilamennska. Ég leyfi mér að halda því fram að hið unga upprennandi tónlistar- fólk sem er í SÆ hafi gott af að kynnast vinnubrögðum fleiri (góðra) stjómenda en PZ, að það örvi það til aukinna listrænna dáða, sé áhugahvetjandi og spennandi. Að sami stjórnandi, hvort sem hann heitir Paul Zukofsky eða eitt- hvað annað, eigi einn að stjórna öllum tónleikum SÆ áram saman eða jafnvel um ókomna framtíð er fáránlegt. Það væri jafn fáránlegt í hvaða annarri hljómsveit sem er, enda tíðkast hreinlega ekki slík vinnubrögð í öðram löndum. Þessir tónleikar voru því góð og þörf tilbreyting. Vonandi verður framhald á. Höfundur er skólastjóri Tónmenntaskóla Reykjavíkur og sat um árabil í sljóm SÆ. • Duplo • Pappírsraðarar margar stærðir • Brotvélar • Skurðarhnífar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar624631 ■ 624699 > > I I I » I I óbilandi traust RÆSIR HF SOLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími 93-12622. Isafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaöir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur, Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaöir bilar: Bílahöllin hf., Bíldshöföa 5, sími 91-674949. Nú er tækifæri til að eignast Mazda 323 fólksbíl á einstöku verði: Mazda 323 3 dyra á 998.000.- kr.* Mazda 323 4 dyra á 1.098.000.- kr* *staðgr. með ryðvöm og skráningu. Amm saman hefur MAZDA staðið sig frábærlega í evrópskum könnunum á bilanatíðni og rekstrarkostnaði fólks- bifreiða en kostir MAZDA koma einnig fram í aksturseiginleikum og þægindum. Hagstætt kaupverð MAZDA kemur sér vel nú. Lág bilanatíðni og lítill rekstrar- kostnaður nýtist þér til frambúðar. Hafðu samband við sölu- og umboðs- menn okkar sem veita þér allar nánari upplvsingar. k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.