Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Frambjóðendur og ferðamál eftirBirnu G. Bjarnleifsdóttur Næstu vikur mun hellast yfir okk- ur landsmenn alls konar kynningar- efni frá stjómmálafólki sem hyggst bjóða sig fram í næstu sveit- arstjómakosningum. Þetta kynnig- arefni verður bæði í bæklinga- og blaðaformi sem sent er inn á hvert heimili og einnig sem dagblaðsgrein- ar. Það fer ekki framhjá þeim sem hafa áhuga á ferðamálum að nú til- greina fleiri frambjóðendur en áður að þeir hafi áhuga á framgangi og þróun ferðaþjónustu í sínu bæjarfé- lagi. Morgunblaðið hefur kynnt okk- ur gamla jaxla úr ferðaþjónustu eins og Markús Örn Antonsson, sem áður fyrr vann að framgangi ferðaþjón- ustu í borginni sem óbreyttur borg- arstjómarfulltrúi, og einnig Júlíus Hafstein og Jónu Gróu Sigurðardótt- ur, sem unnið hafa að ferðamálum á síðustu árum. Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður ferðamálaráðherrans Halldórs Blöndals, hefur kynnt sig í Morgunblaðinu sem frambjóðanda í prófkjöri sjálfstæðismanna og einn- ig Einar G. Guðjónsson, verslunar- maður. Fleiri frambjóðendur í próf- kjömm hafa lýst áhuga á framgangi ferðaþjónustu og langar mig, sem áhugamanneskja um ferðamál, að varpa til þeirra nokkrum spuming- um. Grein sem Júlíus Hafstein skrifar í blað allra landsmanna 15. janúar sl. ber yfirskriftina Ferðamanna- borgin Reykjavík. Sama dag skrifar Einar G. Guðjónsson greinina Reykjavík gæti haft meiri tekjur af erlendum ferðamönnum. Einar segir m.a.: „Ég hef hins vegar grun um að margir Reykvíkingar geri sér ekki fulla grein fyrir því hvað erlend- ir ferðamenn, upp til h'ópa, hafa litla viðdvöl í Reykjavík. Margir þeirra fara rétt hér í gegn part úr degi á leið til eða frá Keflavíkurflugvelli og fjöldinn allur dvelur hér aðeins eina nótt eftir að hafa verið á ferð um landið. Það hlýtur að vera áhuga- mál allra íslendinga að þeir erlendu ferðamenn sem hingað koma skoði einnig höfuðborg landsins." Fróðlegt væri að heyra frá Einari um gistin- áttafjöldann í Reykjavík miðað við gistináttafjölda á landsbyggðinni. Á sl. 15 árum eða svo hefur starfs- fólk í ferðaþjónustu hér í Reykjavík mikið rætt um ýmsa vankanta sem verið hafa á móttöku ferðamanna í borginni. Nefna má t.d. að ferða- menn gátu ekki keypt sér bjór og áfengi var ekki í boði á veitingastöð- um nema á ákveðnum tímum dags- ins. Minjagripasalar kvörtuðu sáran undan því að farþegum skemmti- ferðaskipanna væri ekki gert kleift að versla þegar þeir komu úr skoðun- arferðum austur í sveitir. Sumir þeirra ávítuðu leiðsögumenn fyrir að flýta sér um of með farþegana að skipshlið í stað þess að koma með þá í verslanir þeirra. Það eru hins vegar ekki leiðsögumennirnir sem skipuleggja ferðimar og ráða hvort stansa á í þessari minjagripa- versluninni eða hinni, eða stansa þar yfirleitt. Það gera skipuleggjendur íslensku ferðaskrifstofanna eða ráðamenn ferðaskrifstofanna sem starfræktar eru um borð í skemmti- ferðaskipunum. Ferðaþjónustufólk úr hinum ýmsu starfsgreinum þyrfti stundum að hittast og ræða málin í sameiningu og í bróðerni. Þá væri áreiðanlega hægt að kippa ýmsum hlutum í liðinn á skömmum tíma. í meira en áratug hafa íslenskir leiðsögumenn bent á ýmsar hindr- anir sem verða á vegi þeirra í skipu- lögðum skoðunarferðum með ferða- menn um Reykjavíkurborg. Er þar fyrst að nefna að þegar á dagskrá hefur verið að hleypa farþegum út í miðborginni til að versla hefur hvergi verið hægt að stöðva hópbíl- inn (sem er nýyrði fyrir rútu) vegna umferðar og skorts á útskotum (rútustæðum). Fyrir kom að reynt var að troða hópbílnum í venjuleg bílastæði ef laus voru samliggjandi, en þá komu ósjaldan samviskusamir lögregluþjónar og sektuðu bílstjór- ana fyrir ólöglega staðsetningu. Og útlendingarnir stóðu agndofa og spurðu: Er yfirvöldum borgarinnar virkilega svona illa við ferðamenn? En er ekki hægt að fara með útlend- ingana í Kringluna, kann einhver að spyija. Ekki tekur betra við þar, reynið bara að komast að Kringl- unni með 60 manna hópbíl (hvað Njarðvík, sókn og samstaða eftir Guðbjörtu Ingólfsdóttur 29. janúar nk. fer fram opið próf- kjör sjálfstæðismanna í Njarðvík. Allir stuðningsmenn sjálfstæðis- flokksins 18 ára og eldri geta tekið þátt í því. Átta hæfir frambjóðendur eru í kjöri. En þó vil ég vekja sér- staklega athygli á þeim þremur full- trúum, sem hafa verið í bæjarstjóm síðasta kjörtímabil, tveir í fyrsta sinn, þeir Kristbjörn Albertsson og Valþór Söving Jónsson. Mörg stórfelld framfaraskref hafa verið tekin á kjörtímabilinu undir farsælli forystu Ingólfs Bárð- arsonar, forseta bæjarstjórnar, og Kristjáns Pálssonar, bæjarstjóra. Má nefna framför í skólamálum í Grunnskóla Njarðvíkur, með um 500 nemendur og yfír 50 starfs- menn. Það er því augljóst að umbæt- ur í skólamálum tengjast beinlínis daglegu lífi stórs hluta Njarðvík- inga. Góður vinnustaður nemenda og starfsmanna skiptir miklu máli, einnig hafa verið teknar upp ýmsar nýjungar sem beinast að því að hlúa að uppeldisþættinum í skólastarfi og framför í umhverfísmálum. Þetta eru helstu þættimir sem Njarðvíkingar sjá daglega, auk ann- arra þátta, sem ég ætla ekki að tí- unda að þessu sinni. Helsta verkefni framundan er félags- og menningar- miðstöð aldraðra, sem byijað er að byggja, o g verður það mjög myndar- legt og okkur Njarðvíkingum til sóma. „ Eru erlendir ferða- menn ekki velkomnir hér? Eru ráðamenn borgarinnar ekki með- vitaðir um hvaða þýð- ingu það hefur að vera þjónustusinnaður þeg- ar um ferðaþjónustu er að ræða?“ þá er þeir eru margir saman)! Áður fýrr komu farþegar skemmti.ferða- skipanna í land þar sem nú eru Hafnarbúðir. Oft höfðu farþegarnir þurft að bíða lengi um borð áður en þeir voru fluttir með smábátum í land. Það var því oft sem þeir þurftu að komast á salerni áður en níu klst. skoðunarferðin hófst. Ég ætla ekki að lýsa þeim „salernum" sem þá voru leituð uppi í veiðarfærageymsl- um í nágrenninu því að á hafnar- bakkanum var engin aðstaða, hvorki salemi né nokkurt afdrep fyrir ferða- skrifstofufólkið og leiðsögumennina sem þurftu að bíða eftir að farþeg- arnir kæmu í land, stundum í slag- viðri og rigningu. Ef starfsfólk ferðaskrifstofanna þurfti að panta aukabfl eða spyijast fyrir um bíl sem 'var orðinn seinn fyrir var ekki hægt að komast í síma. Eftir að skemmti- ferðaskipin fóru að leggjast að bryggju í Sundahöfn breyttist að- staða móttakenda lítið og nú er spurning hvort bæta eigi aðstöðuna fyrir þá sem þjónusta þurfa þau skip sem nú koma í gömlu höfnina, t.d. hvað sé gert ráð fyrir mörgum hópbílum við skipshlið og við minja- gripaverslanimar. Éinn áhugaverðasti viðkomustað- urinn í skoðunarferðinni eru Sund- laugarnar í Laugardal, en þar var mjög (og er reyndar enn) mjög andsnúið að komast að með hópbíl sem tekur 40-50 eða jafnvel 60 farþega. Það þarf oft ekki meira til en að einn sundlaugargesturinn leggi bíl sínum ónákvæmt svo að eitt hornið skagi út í akstursbrautina og hópbíllinn situr fastur. í Breið- holti em víða fallegir útsýnisstaðir þar sem útlendingar fá góða yfirsýn yfir borgina, en þar er hvergi hægt að stöðva hópbíl nema inni á bíla- þvottaplani hjá Shell þar sem við- skiptavinir eru með bílakústa og vatnsslöngur á lofti. Aður fyrr var Árbæjarsafn vinsæll áningarstaður í skoðunarferðunum, en með því að breyta aðkomu að safninu var nær útilokað að hafa þar viðkomu í svo stuttri ferð. Ef stansa á við Þjóð- minjasafnið er heldur ekkert bíla- stæði og mjög þröngt fyrir framan flest hótelin þangað sem ferðamenn- imir eru sóttir eða þeim skilað aft- ur. Þegar Borgarleikhúsið var í byggingu var rætt um að hafa þar ráðstefnuaðstöðu, en samt var þann- ig gengið frá bílastæðinu fyrir fram- an innganginn að örmjó bogamynd- uð renna er afmörkuð með steyptum stöplum svo að 12 m langir hópbílar eiga í erfiðleikum með að komast án þess að reka sig í stöplana. Á síðustu 2-3 árum hafa niörg gatna- mót í borginni verið þrengd og gerð- ar þar mjóar rennur sem duga vel fyrir venjulega fólksbfla, en 12 m langir hópbílar ná ekki þessum þröngu beygjum. Þeim götum fer því að fækka í borginni þar sem hægt er að aka með ferðamanna- hópa hindrunarlaust. Þannig mætti lengi áfram telja upp atriði sem gera skoðunarferðir um borgina erf- iðar og andsnúnar ferðamönnum (að ekki sé talað um hópbflstjóra og leið- sögumenn). Þegar mörg þessi atriði hrannast upp í sömu ferðinni er ekki að undra þótt ferðamennimir spyiji: Eru erlendir ferðamenn ekki velkomnir hér? Eru ráðamenn borg- arinnar ekki meðvitaðir um hvaða þýðingu það hefur að vera þjónustu- sinnaður þegar um ferðaþjónustu er að ræða? Þessi formáli er orðinn miklu lengri en ég ætlaði í upphafi. En fyrir ijórum árum, þegar haldinn var alþjóðlegur dagur leiðsögumanna í fyrsta skipti, bauð Félag leiðsögu- manna borgarstjórnarfulltrúum í skoðunarferð (þeir voru raunar ekki margir sem sýndu áhuga með því að þiggja boðið) og benti á flestar ofangreindar hindranir. Útkoman varð sú að merkt var sérstakt bíla- stæði fyrir hópbíla við Kalkofnsveg, en eftir sem áður þurftu farþegar okkar að fara yfir mikla umferðar- götu til að komast í verslanir í mið- bænum. Nú þegar borgarstjómar- kosningar em í nánd langar mig, áður en ég geri upp hug minn hvem ég kýs, að heyra frá væntanlegum frambjóðendum, bæði frá núverandi meirihluta og minnihluta, en þó ekki síst þeim fimm sem nefndir vóm hér að ofan og vitað er að tengdir hafa verið ferðamálum, hvaða úrbætur þeir sjá fyrir sér í móttöku ferða- manna hér í borginni og þá sérstak- lega hvað snertir ofangreind atriði. Höfundur er á kjörskrú í Reykjavík. Góð málefna- o g fjárhags- staða meirihlutans 1 Njarðvík eftir Ing’ólf Bárðason Guðbjört Ingólfsdóttir. „Ég gef þessum mönn- um mín bestu meðmæli á vettvangi bæjarmál- anna.“ Ég gef þessum mönnum mín bestu meðmæli á vettvangi bæjar- málanna og styð heils hugar braut- argengi þeirra í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í lok mánaðarins. Höfundur er stuðningsfullttúi og fulltrúi í félagsmálaráði. Senn líður að lokum núverandi kjörtímabils sveitarstjórna og eðli- legt að þá fari flokkamir sem sitja í sveitarstjómum að taka saman árangurinn af starfínu sl. fjögur ár. Þegar litið er yfír starf meirihlutans í Njarðvík á þessum tíma kennir þar margra grasa og ljóst að bæjar- stjórnin má vera ánægð yfir þeim mikla árangri, sem náðst hefur. Framkvæmdastaðan Árangurinn kristallast ekki á einu sviði heldur hefur verið tekið til hendinni víða og má þar nefna um- fangsmiklar framkvæmdir í um- hverfismálum, sem hafa vakið mikla athygli. í hreinlætismálum var hafist handa strax og hreinsuð fjaran og fjarlægð þaðan m.a. þijú skipsflök, sem legið höfðu í fjörunni í áratugi sum hver, og fleiri hundruð vagnar af drasli. Fyrir liggur einnig úttekt á því hvernig hreinsa á fjöruna í Njarðvík af skólpmengun og er von- ast til þess að þær framkvæmdir, sem verða íjármagnaðar af varnarl- iðinu og Njarðvíkurbæ, hefjist á næsta ári. Skógrækt og varðveisla gamalla minja hefur verið í hávegum höfð og má þar nefna að plantað hefur verið um 30 þúsund tijáplöntum í Sólbekkuskóg og víðar og einnig hefur verið endurbætt safnahúsið í Innri-Njarðvík og reistur úr rústum síðasti torfbærinn í byggð í Njarð- vík, þurrabúðin Stekkjarkot. Lagðir hafa verið göngustígar frá Innri-Njarðvík t-il Ytri-Njarðvíkur og allt að landamærum Keflavíkur og Njarðvíkur og aðrir stígar lýstir og lagðir bundnu slitlagi eins og frá Gónhólssvæði og í gegnum Móa- hverfið. Sl. sumar var lokið við að leggja bundið slitlag á allar götur í Innri- Njarðvík og næstkomandi sumar verður lokið við bundið slitlag á allar íbúaðargötur í Ytri-Njarðvík. Nýtt aðalskipulag var samþykkt fyrir Njarðvík árið 1992 fyrir næstu 20 árin og kenndi þar margra nýj- Ingólfur Bárðarson „Þegar litið er yfir starf meirihlutans í Njarðvík á þessum tíma kennir þar margra grasa o g ljóst að bæjar- stjórnin má vera ánægð yfir þeim mikla árangri, sem náðst hef- ur.“ unga og var í tengslum við það frið- að Fitjasvæðið sem er náttúruperla. Njarðvíkurbær keypti á árinu 1992 um 1.600 ha. lands sem inni- fela Seltjörn og skógræktarsvæðið við Sólbrekkur en þarna er framtíðar útivistarsvæði Suðurnesjamanna. Á árinu 1992 héldum við uppá 50 ára afmæli bæjarins og var það eftirminnileg athöfn sem lengi verð- ur í minnum höfð og efldi svo sann- arlega stolt okkar á bænum okkar sem breyst hefur svo mikið. Sl. sumar var síðan ráðist í stærstu framkvæmd kjörtímabilsins að endurbæta og stækka Grunn- skóla Njarðvíkur, sem dregist hafði langt aftur úr öðrum skólum hvað aðbúnað og kennsluaðstöðu varðar, og kostar sú framkvæmd bæjarsjóð um 94 millj. kr. á kjörtímabilinu. Að mati þeirra sem vit hafa á hefur þessi framkvæmd tekist með ein- dæmum vel og er Njarðvíkingum til mikils sóma að eiga í dag einn af best búnu og nýtískulegustu skólum landsins. Atvinnumál Það málefni sem hefur verið meiri- hluta bæjarstjórnar hvað erfíðast er alvarlegt atvinnuleysi sem komið hefur mjög alvarlega niður á Suður- nesjum. Bæjarstjórnin í Njarðvík hefur eftir fremsta megni reynt að bregðast við þessari vá m.a. annars með því að styrkja íslensk ígulker hf., þar sem starfa í dag að jafnaði 40-50 manns, og veita íslenskum gæðafiski hf. ábyrgð, en þar starfa tugir manna. Einnig hefur í gegnum höfnina mikið verið gert fyrir Voga hf. og fleiri fyrirtæki, sem starfa á hafnarsvæðinu, og með úrbótum fyrir smábáta með byggingu smá- bátahafnar. Stofnun Eignarhaldsfélags Suð- urnesja hf. varð að veruleika sl. vor sem hefur komið mörgu fyrirtækinu af stað ásamt framlögum frá ís- lenskum aðalverktökum hf. og Hita- veitu Suðurnesja en samtals var samið um 450 millj. kr. framlög til atvinnulífsins frá þessum þrem aðil- um. Fjármálin Þrátt fyrir áföll í atvinnulífinu og kostnaðarsamar framkvæmdir sem ráðist hefur verið í m.a. til að mæta atvinnuleysinu eins og bygging þjón- ustusels fyrir aldraða, skólann o.fl. sem hefði mátt draga, hafa skuldir bæjarsjóðs ekki aukist nema um 18% á föstu verðlagi á kjörtímabilinu en jukust um 115% á síðasta kjörtíma- bili. Þennan góða árangur vil ég þakka mikilli samstöðu í bæjarstjórn Njarð- víkur, sem ásamt starfsfólki bæjar- ins hefur sem einn maður unnið að velferð bæjarins og íbúanna. Fyrir þetta vil ég þakka. Höfundur er forseti bæjarstjómar í Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.