Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 7

Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 7 Blýmagn í blóði fer minnkandi MENGUN af völdum blýs er tæpast vandamál hér á landi og þéttni blýs lítil í blóði manna, hefur minnkað að því er fram kemur í mæling- um sem gerðar voru á Rannsóknastofu í lyfjafræði á árunum 1991-92 til samanburðar við sambærilegar blýmælingar í blóði fyrir 13-14 árum. Þetta kemur fram í skýrslu Þorkels Jóhannessonar læknis og Svövu Þórðardóttur um mælingarnar. í blóði lögreglumanna og strætis- vagnastjóra reyndist þéttni blýs í blóði ca. 3-4 sinnum minni en í fyrri könnuninni, en magn blýs í blóði stúdenta reyndist nú að meðaltali einungis fimmtungur eða minna af þéttni blýs í blóði sambærilegs stúd- entahóps fyrir 13-14 árum. Á und- anförnum árum hefur notkun blý- snauðs bensíns farið ört vaxandi hér á landi og nam árið 1991 alls 60% af heildarnotkun bensíns til eldsneyt- is og jafnframt hefur blýmagn í götu- lofti í Reykjavík farið jafnt og þétt minnkandf. í skýrslunni segir að skoðanir hafi ætíð verið skiptar á því að hve miklu leyti blý í andrúms- lofti utandyra, en það er nær ein- göngu að rekja til blýs í útblæstri bifreiða, hefði áhrif á þéttni þess í blóði. Nú sé þó talið, að a.m.k. gróft samhengi sé milli magns blýs í and- rúmslofti og þéttni þess í blóði. Jafn- framt sé vitað að truflun á myndun hemkjarna í blóðmerg sé ein næm- asta vísbending um eiturhrif blýs í líkamanum og allgott samhengi sé milli þeirra eiturhrifa og þéttni blýs í blóði. Vaxandi áhyggjur séu og af því að lítið magn blýs geti skaðað miðtaugakerfið í fóstrum og í ungum börnum. Sé nú talið að magn blýs í blóði eigi ekki að vera umfram 100 ng/ml (1 ng jafngildir billjónasta úr grammi), ef sneiða eigi hjá eitur- áhrifum að völdum blýs með öllu. Árið 1978 lét eiturefnanefnd mæla blý í blóði stúdenta, lögreglumanna í götulögreglunni og strætisvagna- stjóra og í framhaldr í nokkrum öðr- um starfstéttum, auk þess sem reynt var að meta blýmengun í götulofti í Reykjavík og var ritgerð um niður- stöður þeirra athugana birt árið 1979. Á undanförnum árum hefur notkun blýsnauðs bensíns farið ört vaxandi hér á landi og nam árið 1991 alls 60% af heildarnotkun bens- íns til eldsneytis, segir í skýrslunni. Jafnframt hefur magn blýs í öðru bensíni verið minnkað. Jafnframt hefur blýmagn í götulofti í Reykavík farið jafnt og þétt minnkandi. Af þessum sökum þótti því rétt að end- Samanburður á býi í blóði fólks í Reykjavík árin 1978 og 1992 250---------------------- blý, ng/ml af blóði c l I Stúdentar 1 CtJ c 'O g o r Stökkvitiðsmer 1 78 ’92 78 '92 78 ’92 urtaka ákvarðanir í blýi í blóði stúd- enta, lögreglumanna og strætis- vagnastjóra og kanna, hvort magn blýs í blóði þeirra héfði minnkað í samræmi við minna magn þess í lofti. I blóði 7 af 12 stúdentum var þéttni blýs á bilinu 20-39 ng/mg, en var í blóði hinna fímm á bilinu 40-69 ng/ml. Þéttni blýs í blóði lögreglu- manna og strætisvagnastjóra var hins vegar í flestum tilfellum á bilinu 40-69 ng/ml og einungis í fjórum tilfellum á bilinu 20-39 ng/ml. í þessum hópum voru enn fremur fjór- ir einstaklingar með blý í blóði á bilinu 70-90 ng/ml. Var þéttni blýs að meðaltali minnst í yngsta hópnum, þ.e. innan við 30 ára, en var nokkru meiri í næsta aldursflokki, 31-49 ára og mest í elsta flokknum, yfir 50 ára. Frumvarp þingmamia Framsóknarflokks Allur búvöruiimflutn- ingur verði háður leyfi Nýtur væntanlega meirihluta á þingi segja flutningsmenn tillögunnar TVEIR þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram lagafrumvarp um að innflutningur á búvörum, unnum jafnt sem óunnum, og tilsvar- andi vörum sem jafnframt eru framleiddar hér á landi, sé háður samþykki landbúnaðarráðherra. Sama gildi um vörulíki þessara vara. Segja þingmennirnir frumvarpið lagt fram til að eyða réttar- óvissu i kjölfar skinkumálsins, þar sem ríkisstjómin sé ófær um að ná samkomulagi um málið. Frumvarpið er samhljóða tillögu meiri hluta landbúnaðarnefndar Alþingis frá síðasta vori, sem kom ekki til umræðu á þingi, og segja flutningsmenn þvi að ætla megi að meirihluti sé á Alþingi fyrir frumvarpinu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Guðni Ágústsson eru flutnings- menn frumvarpsins. í greinargerð með frumvarpinu segir, að ekkert bóli á frumvarpi því sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi boðað að yrði lagt fram á þingi 25. janúar sl, og átti að eyða réttaróvissu um innflutning á landbúnaðarvörum. Landbúnaðarnefnd þingsins hafi að vísu séð frumvarpsdrög, sem gangi í grundvallaratriðum út á það að taka forræðið í málinu af landbún- aðarráðherra en ekki hið gagn- stæða eins og haldið hafi verið fram, og ljóst sé að innan ríkis- stjórnarinnar sé mikill ágreiningur um málið. Þingmeirihluti Þingmennimir segja að vilji Al- þingis hafi legið fyrir á vordögum 1993 og meirihluti hafi verið á þingi fyrir breytingartillögur við búvöru- lögin sem kom fram frá meirihluta landbúnaðarnefndar. Forsætisráð- herra hafi hins vegar slitið þingi áður en málið var takið til af- greiðslu á þingi. Nú sé tillagan flutt óbreytt í formi lagafrumvarps í ljósi þess að allir fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks í landbúnað- arnefnd hafi skrifað undir hana í fyrra og verði því að ætla að þing- meirihluti sé fyrir henni. Ekkital- in ástæða til bensín- lækkunar FORSTJÓRAR Skeljungs og Esso segja að ekki sé ástæða til að lækka verð á bensíni og olíu hér á landi nú, frekar en gert var um áramót. Haldi olíuverð áfram að lækka, eða núgildandi heims- markaðsverð helst óbreytt, geti hins vegar verið ástæða til að endurskoða verðið að nokkrum tíma liðnum. Geir Magnússon, forstjóri Esso, sagði að tilefni gæti orðið til lækk- unar á næstunni, en þó bæri að hafa í huga verðþróun dollars, sem vægi á móti lækkandi olíuverði að ein- hverjum hluta. Hann benti á að um áramót hefði orðið mikil lækkun á bensíni, eöa um 1,40 krónur á hvern lítra. Það væri vissulega aðeins um 2% af útsöluverði bensíns, þar sem fastar opinberar álögur drægju út áhrifum lækkunarinnar, sem hefði í raun numið 7% af hlut olíufélaganna í verði hvers lítra. Þá væru olíufélög- in ávallt með tveggja til þriggja mánaða birgðir í landinu, svo lækkun eða hækkun á heimsmarkaði skilaði sér ekki hingað til lands fyrr en á lengri tíma. Loks bæri að huga að því, að verð á hveijum farmi væri miðað við meðalverð þess mánaðar sem farmurinn bærist hingað. Væri verðið hátt lengst af mánuði, en lækkaði mikið í mánaðarlok, hefði sú lækkun ekki eins mikil áhrif og ella vegna þessarar meðaltalsreglu. Hráolían hefur lækkað Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, sagði að hann sæi ekki fram á frekari lækkanir að svo stöddu. Verð á gasolíu væri á sama róli og þegar síðast var tekin ákvörð- un um lækkun, en hráolían hefði lækkað enn frekar. Sú lækkun skil- aði sér hins vegar ekki strax í verði á unnum olíuvörum. Kristinn benti á, að í mars myndu olíuráðherrar OPEC-ríkjanna hittast og þá kæmi í ljós hvort eitthvað yrði dregið úr framleiðslu í heiminum. Slíkur sam- dráttur myndi hækka verðið. Haldist framleiðslan hins vegar óbreytt væru líkur á enn frekari lækkunum, sem myndu skila sér hingað. IDAG Verð frá: Bolir kr. 490,- Skyrtur kr. 790,- Ullarpeysur kr. 1.490,- Ullarvesti kr. 1.590,- Gallabuxur kr. 1.990,- Úlpur kr. 4.990,- Ullarblazer kr. 4.990,- Jakkaföt kr. 4.990,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.