Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Átökin um Sinfóníu- hljómsveit æskunnar eftir Erlend Sveinsson Síðastliðinn laugardag hélt Sin- fóníuhljómsveit æskunnar (SÆ) tónleika í Háskólabíói, þar sem flutt voru verk eftir Prokofjev og Sjosta- kóvítsj. Tónleikar þessir voru af- rakstur fyrsta námskeiðs hljóm- sveitarinnar, eftir að Paul Zukofsky hafði verið „sagt upp störfum“ með bréfi hinn 12. júlí sl. en námskeið hefur ekki verið haldið og hljóm- sveitin þar með ekki komið fram síðan 20. mars á síðasta ári. Stjóm- andi hljómsveitarinnar á síðari hluta námskeiðsins og á tónleikunum var Bretinn Christopher Adey. í Rómeó og Júlíu svítunni eftir Prokofjev mátti víða heyra fallega spretti í samleiknum og fagrar einleiksstróf- ur og í Sjostakóvítsj-sinfóníunni nr. 10, ekta „SÆ-sound“ á köflum, ef svo mætti að orði komast. Sá hljóm- ur minnti óneitanlega á þann grunn og það uppeldi, sem sveitin hefur hlotið undir handleiðslu Pauls Zuk- ofskys, stjórnanda hljómsveitarinn- ar á undanförnum árum, og sam- starfsmanna hans. Framlag nýrra stjórnenda verður ekki að fullu marktækt fyrr en fram líða stund- ir, fari svo að þeim verði ætlað að taka við af Zukofsky. Þótt oft mætti sjá að hljómsveitin fylgdi hinum nýja stjórnanda sínum vel við mótun blæbrigða, t.d. í hinum magnaða allegro-þætti Sjostakó- vítsj-sinfóníunnar, þá höfðu þessir tónleikar ekki til að bera þá raf- mögnuðu spennu og frumleika, sem oft og iðulega hefur fylgt tónleikum sveitarinnar undir stjórn Zukofskys. Þetta er ekki sagt Adey til hnjóðs. 'Hann var að þreyta frumraun sina með SÆ. Athygli vekur þó að hann skyldi ekki hafa unnið með hljóm- sveitinni allan námskeiðstímann, sem er nýmæli, og að í frásögn Morgunblaðsins af námskeiðinu var hann titlaður gestastjórnandi, sem gefur til kynna að enn hafi ekki verið fundinn nýr aðalstjórnandi til að leysa Zukofsky af hólmi. Hér verður ekki farið nánar út í gagn- rýni á flutning SÆ, þeirri hlið málsins hafa verið gerð skil af tón- listargagnrýnendum. Ragnar Björnsson, skólastjóri Nýja tónlist- arskólans, minntist að vísu ekki einu orði á Zukofsky í umfjöllun sinni í Morgunblaðinu 18. janúar sl. en Finnur Torfi Stefánsson fer hins vegar lofsamlegum orðum um hann í umfjöllun sinni í DV 17. janúar sl. og lýsir þeirri von sinni að við fáum aftur að sjá Paul Zukof- sky við stjórnvölinn hjá Sinfóníu- hljómsveit æskunnar. Sleginn út Tónleikarnir síðastliðinn laugar- dag vekja upp hugrenningar um Sinfóníuhljómsveit æskunnar i for- tíð og nútíð og þau átök sem leiddu til þess að Zukofsky var vikið frá sem aðalstjórnanda SÆ síðastliðið sumar svo sem kunnugt er. Á þess- um tónleikum var því erfitt fyrir þá, sem fylgst hafa af áhuga með samstarfi Pauls Zukofskys og SÆ á undanförnum árum að njóta tón- leikanna til fulls og kyngja því að nýr maður mundaði nú stjómsprot- ann eftir að Zukofsky hafði verið ýtt út af stjórnpallinum án þess að til þess lægju skiljanlegar ástæður. Kenningin um að maður komi í manns stað á ekki alltaf við og sjaldnast, þegar um skapandi störf er að ræða. Fengur getur verið að gestastjórnendum, sem mikið hefur verið rætt um í þessu sambandi, en þá þarf hljómsveitin að hafa á að skipa aðalstjómanda, sem hefur heildarsýn yfir þróun sveitarinnar, tónlistarlega jafnt sem menntunar- lega og hvað nemendurna sjálfa áhrærir, m.ö.o. kjölfestan þarf að vera í lagi. Slíkur maður er ekki auðfundinn. Þótt nýr stjórnandi væri á stjórnpalli í Háskólabíói sl. laugardag, sveif andi Pauls Zukof- skys, „skapara SÆ“, yfir vötnunum á meðan á tónleikunum stóð og fyllti þá, sem notið hafa ávaxtanna af starfí hans og samstarfsmanna hans, söknuði yfir því að fá ekki áfram notið starfskrafta hans. Ef um eðlileg verklok hefði verið að ræða gegndi hér allt öðru máli, en svo er ekki. Zukofsky gafst ekki einu sinni ráðrúm til að kveðja nem- endur sína og samstarfsmenn, hvað þá ljúka þeirri starfsáætlun, sem í gangi var, þegar ný stjórn SÆ kom til starfa í nóvemberlok árið 1992. í ráði var að klifa þrítugan hamar- inn í kjölfar frumflutnings 7. sinfón- íu Mahlers og frumflytja Wagner- óperuna Parsifal í samvinnu við Óperusmiðjuna og Sögusinfóníu Jóns Leifs á 50 ára afmæli Iýðveld- isiris. Fjárveitingar hins opinbera á sl. ári voru miðaðar við þessi áform sem og þriggja milljóna króna fjár- veiting Leiklistarráðs til Óperu- smiðjunnar. Fjármunum þeim, sem SÆ var ætlað til þessara verkefna, hefur nú verið varið til annarra hluta, hvernig svo sem það hefur verið réttlætt. Uppsögn Zukofskys afrakstur átta mánaða stjórnarstarfs Óeining varð í stjórn SÆ um þá ákvörðun að ganga til samninga við Paul Zukofsky sl. sumar. Hægt hefði verið að undirrita samning hinn 16. júní sl. eftir langvinnar samningaumleitanir og vandræða- gang af ýmsum toga en þegar á reyndi treystu tónlistarskólastjór- arnir í stjórninni sér ekki til að undirrita fyrirliggjandi samnings- texta. Þar sem undirritaður vildi ekki taka þátt í því að flæma Zuk- ofsky frá SÆ sá hann sig tilneydd- an að segja sig úr stjórninni og slíkt hið sama gerði fulltrúi nemenda þótt síðar væri. Það er sláandi stað- reynd, að það skuli hafa tekið ný- skipaða stjórn SÆ aðeins um þijá mánuði að koma samskiptum sínum við Zukofsky í uppnám og tæpa átta mánuði að Iosa sig við hann. Hvernig þetta gat gerst er efni í aðra blaðagrein en einhveijum hefði fundist eðlilegra, að menn, sem aðeins höfðu starfað að málefnum SÆ á nokkrum stjórnarfundum á átta mánaða tímabili, hefðu frekar átt að víkja en „skapari sveitarinn- ar“, sem starfað hafði með henni í átta ár, þ.e. frá stofnun hennar á ári æskunnar og tónlistarinnar 1985, og gert hana að því viður- kennda menningarfyrirbæri, sem hún nú er. Eða svo vitnað sé til orða Jóns Ásgeirssonar í Morgun- blaðinu 9. janúar 1990: „Fiðlusnill- Erlendur Sveinsson „Það hlýtur að vera unnt að draga í efa að fulltrúar tónlistarskól- anna í landinu hafi haft vald til að bola Zukof- sky burt frá SÆ.“ ingurinn Paul Zukofsky hefur hafið starf Sinfóníuhljómsveitar æskunn- ar langt upp fyrir það svið að vera aðeins góð æfing fyrir efnilega tón- listarmenn og gert tónleika sveitar- innar að listviðburði, er auðgar ís- lenskt tónlistarlíf og lyftir því upp úr viðjum vanans . . .“ Ög í Morgun- blaðinu 10. júní 1992 segir Jón ennfremur: „... til að öðlast trú á unga fólkið og framtíð tónlistar í landinu þurfti mann eins og Paul Zukofsky, sem fyrir tónlist hér á landi hefur gegnt svipuðu hlutverki og Kristján Rask var málhreinsun- armönnum hér áður fyrr.“ Þannig mætti halda áfram að rifja upp það sem nú virðist vera að gleymast, því hvernig má það vera að for- svarsmenn tónlistarskólanna í land- inu bola þessum manni að tilefnis- lausu burt frá SÆ? Hann hafði í raun ekki beðið um annað en að fá að starfa áfram á sama grund- velli og verið hafði og skilað hafði þeim árangri, sem raun ber vitni og lofað hefur verið hástöfum. Minna má í þessu sambandi á þá sigra, sem unnir voru á sviði listar, lærdóms og áræðis með frumflutn- ingnum á Mahler-sinfóníunum númer 6, 7 og 9, Pelleas og Melis- ande eftir Schönberg, Turangalila- sinfóníunni eftir Messien og Baldr eftir Jón Leifs. Tvö af þessum verk- um hafa verið gefin út á hljómdisk- um og fengið prýðilega dóma í Bandaríkjunum. Hin huldu öfl Ég þykist vita að stærsti hluti hljómsveitarmeðjima SÆ sé ekki enn búinn að meðtaka „uppsögn Zukofskys" né gefa þá von upp á bátinn að „Zúkki“, eins og krakk- arnir kalla gjarnan hinn virta stjórnanda sinn, komi aftur til starfa. Greinargerð sú, sem eftir- sitjandi stjórnarmenn SÆ birtu í Morgunblaðinu 2. september sl., m.a. fyrir áskorun leiðarahöfundar Morgunblaðsins, hefur ekki náð að upplýsa fólk um hver hafí verið nauðsyn þess að binda enda á störf Pauls Zukofskys hér á landi. Það sem stendur upp úr af því sem tal- ist getur skýring af hálfu stjórnar- manna er að Zukofsky hafi verið ósveigjanlegur í samningum. Sýna má fram á hið gagnstæða og ekki var það þann, sem krafðist þess að gérður yrði skriflegur samningur. Fram til þessa hafði heiðursmanna- samkomulag verið í gildi og sú trygging nægt Zukofsky að hann fyndi, að menn vildu eiga við hann samstarf. Stundum getur málflutn- ingur verið með þeim hætti að hann teljist ekki svaraverður og sú var niðurstaða Zukofskys varðandi þessa greinargerð en þó kann svo að fara að nauðsynlegt verði að andmæla þeim rangfærslum, sem þar standa á prenti, því þegar frá líður er hætt við að í þessu máli líkt og svo mörgum öðrum teljist sá hafa á réttu að standa, sem sigr- ar. Nú er að vísu ekki útséð um sigurinn og því kann þetta að vera óþarft en illt er samt að una því hvernig vegið er að persónu og starfsheiðri Zukofskys eins og fram kemur í eftirfarandi tilvitnunum, sem höfundar greinagerðarinnar ættu að sjá sóma sinn í að draga til baka: „Annað er það að það hefur oft einkennt íslenskt þjóðlíf í sinni sérstöku einangrun að hefja suma menn upp til skýjanna, þeir verða „heimsfrægir" á Islandi. Gef- ið er í skyn hér á landi að hann [þ.e. Paul Zukofsky, innsk. ES] sé að stjórna þekktum sinfóníuhljóm- sveitum erlendis, sem er alls ekki rétt.“ Og einna ódrengilegastir verða höfundar greinargerðarinnar, þegar þeir fullyrða, að Zukofsky hafi hugsað meir um eigin hag en nemenda. Einu aðilarnir, sem stutt hafa Zukofsky opinberlega eftir að honum var sagt upp störfum hjá SÆ eru einmitt nemendur hans í hljómsveitinni, 45 manna kjarni sveitarinnar, sem mótmælt hefur uppsögninni harðlega. Ekki verður séð að ráðamenn SÆ hafi tekið til- lit til þessara mótmæla nemenda, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, né hafa þessi mótmæli vakið tilskilda athygli ljölmiðla. Uppsögn ’Zukofskys kom engu að síður eins og reiðarslag yfir fjölda manns og hafa margir komið að máli við undirritaðan og lýst því, hversu illa þeim varð við þessi ótíðindi. Það Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar æskunnar í Langholtskirkju 20. mars 1993. Verða þetta síðustu tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar æskunnar, sem var hlutskipti Pauls Zukofskys að sijórna? vekur nokkra furðu hve lítið hefur borið á stuðningsyfirlýsingum úr röðum tónlistarmanna. Aftur á móti lýstu samtök tónlistarskóla- stjóra því yfir opinberlega að þau styddu uppsögn Zukofskys og bentu á í ályktun, sem birtist í Morgun- blaðinu 1. september sl., að „SÆ sé nemendahljómsveit tónlistarskól- anna en ekki einkafyrirtæki ákveð- ins hljómsveitarstjóra“. Hér kann meira að búa að baki en auðvelt er að gera sér grein fyrir, eða hvaða ályktanir skyldi vera hægt að draga af svona yfirlýsingu? Ég sagði mig úr stjórn SÆ sl. sumar vegna þess að ég viidi ekki taka þátt í því sem ég upplifði sem „ósýnilega aðför að Paul Zukofsky“. Ég held að ástæðan fyrir því að illa hefur geng- ið að útskýra fyrir fólki „um hvað þetta Zukofsky mál eiginlega snú- ist?“, eins og gjarnan er spurt á förnum vegi, sé sú að um ósýnilega og óáþreifanlega aðför að Zukofsky sé að ræða. Eftirsitjandi stjórnar- meðlimir SÆ, víðkunnir og vandað- ir menn, eru að mínu mati leiksopp- ar þessara afla, sem toga í þá og pota. Þetta er mál, sem nauðsyn- lega þyrfti að kryíja til mergjar. Þegar rógi, innihaldslausúm slag- orðum, hálfkveðnum vísum og dylgjum einhverra hulduafla er beitt sem vopnum í átökum út af mönn- um og málefnum er illt í efni. Stríðinu ekki tapað? Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg, sem sameiginlega mynda hinn fjárhagslega bakgrunn Sinfóníuhljómsveitar æskunnar ásamt nokkrum einkaaðilum, geta ekki látið uppsögn aðalhljóm- sveitarstjórans, sem byggist á beit- ingu slíkra vopna, eins og vind um eyrun þjóta. Fjölmiðlar ættu einnig að láta málið til sín taka og hafa þá fagmennsku til að bera að geta krufið það og skýrt fyrst þeir fjöll- uðu um það á annað borð. Fólk vill vita hvað er á seyði. Það hlýtur að vera unnt að draga í efa að full- trúar tónlistarskólanna í landinu hafí haft vald til að bola Zukofsky burt frá SÆ og þar með frá ís- lensku tónlistarlífi yfirleitt. Nem- endur SÆ eiga ekki að vera peð og Zukofsky leiksoppur í einhveiju ósýnilegu og óskiljanlegu valdatafli huldumanna. Fjárveitingarvaldið getur tekið á málinu og metið, hvort uppsögn Zukofskys fái staðist og hvort nú sé stefnt í rétta átt. Þró- un, sem miðar að því að draga úr sjálfstæði SÆ og færa starfsemina undir tónlistarskólana, kann að veikja ijárhagsgrundvöll hljóm- sveitarinnar er fram líða stundir og draga úr áhuga einkaaðila á að styrkja hana og þar með þrengja að þeim metnaði, sem einkennt hefur starfið fram til þessa. Menntamálaráðuneytið hefur skynjað sinn vitjunartíma og er nú að láta fara fram athugun á máiefn- um SÆ og er niðurstöðu að vænta innan tíðar. Ég veit að ég mæli fyrir munni íjölda fólks, þar á með- al nemenda í SÆ og foreldra þeirra, þegar ég leyfi mér að hvetja menntamálaráðuneytið og Reykja- víkurborg að láta nú til sín taka og Samband'tónlistarskólastjóra til að endurskoða afstöðu sína til þessa máls svo friður geti orðið um áfram- haldandi starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitar æskunnar í samvinnu við Paui Zukofsky, óskabarns tónlist- arslífsins í Iandinu, sem líkt hefur verið við ævintýri. Það er ekkert samhengi í því að dásama störf Zukofskys, eins og gert hefur verið fram til þessa og Menningarverð- laun DV (1988), riddarakross hinn- ar íslensku fálkaorðu (1990) og Stef-verðlaunin 1991 fyrir kynn- ingu á verkum Jóns Leifs vitna um, en leggja hann síðan að tilefnis- lausu fyrir róða. Kjarni málsins nú er sá, að við getum ekki farið svona að ráði okkar gagnvart Paul Zukof- sky og nemendum SÆ. Hann og SÆ eiga það einfaldlega ekki skil- ið, eftir allt það sem þetta ævintýra- lega samstarf hefur skilað íslensku tónlistarlífi. Höfundur er kvikmynda- gerðarmaður og fyrrverandi fulltrúi forcldra í sljórn SÆ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.