Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 17 S VR hf. er kom- ið til að vera eftir Svein Andra Sveinsson Á fjölmennri borgarmálaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins sem haldin var árið 1992 var samþykkt einróma að breyta Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafélag. Það kom í hlut undirritáðs og borgarstjór- ans í Reykjavík, Markúsar Amar Antonssonar, að hrinda þessum vilja sjálfstæðismanna í fram- kvæmd. Aldrei var gert ráð fyrir því að breyting þessi gengi í gegn háv- aðalaust, enda um að ræða póli- tískt grundvallaratriði. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins, hvort sem þá er að finna í BSRB eða minnihlutaflokkunum, hafa rekið harðvítugan áróður gegn þessari breytingu. Hefur ósannindum og blekkingum bein- línis verið beitt áróðrinum til fram- dráttar. Fullyrt hefur verið að þjónusta almenningsvagna versni við breyt- inguna. Svo er ekki. Þvert á móti hafa verið teknar mikilvægar ákvarðanir er lúta að því að bæta þjónustuna; hafinn er næturakstur strætisvagna um helgar, innan tíð- ar verður tíðni strætisvagna aukin á annatíma og unnt verður að kaupa Græna kort.ið með greiðslu- korti. Fullyrt hefur verið að breytingin leiddi til hækkunar fargjalda. Svo er ekki; þvert á móti hefur hið nýja hlutafélag ákveðið að bjóða áskrifendum að græna kortinu veralegan afslátt. Fullyrt hefur verið að þar eð framlög til almenningssamgangna hafi farið úr 150 milljónum 1993 í 190 milljónir 1994 hafi breyting- in í hlutafélag misheppnast. Þessu er reyndar þveröfugt farið; munur- inn skýrist m.a. í nýrri áætlunar- leið, leið 14, sem kostar nettó um 10-20 milljónir, miklum viðhalds- framkvæmdum við Hlemm og ekki síst 30 milljóna kr. fjármagns- kostnaði sem SVR hf. ber vegna fjárfestinga. Þessi kostnaður var áður borinn af borgarsjóði, en nú greiðir SVR 30 milljónir 4 ári til borgarsjóðs. Fullyrt hefur verið að laun starfsfólks og kjör skerðist við breytinguna. Hið rétta er að allir þeir starfsmenn sem voru fast- ráðnir hjá SVR og fengu endur- ráðningu hjá SVR hf. halda ná- kvæmlega sömu launum og óbreyttum kjörum. Lífeyrisréttindi batna frá því sem var. Þetta eru eldfastar staðreyndir. Ástæðulaust er að óttast póli- tískan áróður andstæðinganna vegna SVR, því þar stendur ekki steinn yfir steini. Það hefur náðst veruleg rekstrarhagræðing hjá SVR á síðustu árum og sú hagræð- ing mun halda áfram með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á rekstrinum. Sú hagræðing hefur og mun skila sér til allra skatt- greiðenda í borginni. Þannig er sjálfstæðisstefnan í framkvæmd. Sjálfstæðisstefnan er of brýn til Sveinn Andri Sveinsson „Sjálfstæðisstefnan er of brýn til þess að þeir sem framfylgja henni eða styðja hlaupi undan merkjum þegar póli- tískir andstæðingar breytinganna hafa sem hæst.“ þess að þeir sem framfylgja henni eða styðja hlaupi undan merkjum þegar pólitískir andstæðingar breytinganna hafa sem hæst. Hún þolir pólitíska ágjöf og brýnt er að stökkva ekki frá borði við smá öldurót. Sjálfstæðisstefnan er þess virði að haldið sé fast í hana. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stjómarnefndar um almenningssamgöngur. Skatthlutfall í staðgreiðslu breytist frá 1. feb. '94 Skatthlutfall — 41,84% Skatthlutfall staðgreiðslu fyrir febrúar - desember 1994 verður 41,84%. Persónuafsláttur, sjómannaafsláttur og skatthlutfall barna hefur verið auglýst áður. Athygli er vakin á upplýsingatöflu ríkisskattstjóra sem birtist á laugardögum í Morgunblaðinu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ODiÐmnjswu rBnwiMKjniB. 0 0 _______ hver í sínum flokki LADA ‘ss LAD A •- LAD ALADA SAFIR 1500cc - 5gíra Frá 558.000 kr. 140.000 kr. út og 14.114 kr. í 36 mánuði SKUTBILL 1500cc - 5gíra Lux Frá 647.000 kr. 162.000 kr. út og 16.323 kr. í 36 mónuði SAMARA 1500cc - 5gíra Frá 694.000 kr. 174.000 kr. út og 17.476 kr. í 36 mánuði SPORT 1600cc - 5gíra Frá 798.000 kr. 200.000,- kr. út og 20.048 kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tlllit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AI AK IiAlMI I i rK KOSTIK! JÍSMíCi'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.