Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 31 Frjálslyndi í stað öfga eftir Björgólf Guðmundsson Ég er sjálfstæðismaður af skóla umburðar- og frjálslyndis, ég hafna hvers kyns öfgum og kreddum. Ég vek athygli á því að öfgar og ein- strengingsháttur í stjórnmálum hafa sjaldnast leitt til góðs. Við eigum að leyfa einstaklings- frelsinu og mannúðinni að njóta sín í borginni okkar. Við eigum ekki að gangast upp í breytingum breytinganna vegna. Það er enginn akkur í því fyrir okkur að breyta borgarfyrirtæki í hlutafélag og kalla það einkavæð- ingu þegar þar er e.t.v. einungis um að ræða breytingu úr einu kerfi í annað. Mér finnst eðlilegt að borgin sjái um rekstur fyrirtækja eins og t.d. SVR sem á að annast almennings- samgöngur og lýtur engum sam- keppnisreglum á markaði heldur er fyrst og fremst almannaþjónusta. Hins vegar, ef um er að ræða borg- arfyrirtæki sem fallið getur að al- mennum samkeppnismarkaði þá ber að nýta sér hagkvæmni og frumkvæði einkaframtaksins. Við eigum að leggja mikið á okkur til að halda frið og efla samráð um viðgang þeirra fyrirtækja sem borg- in ræður fyrir hverju sinni. Enn- fremur leggja sjálfstæðismenn áherslu á náið samráð við starfsfólk borgarinnar og félög þess. Við eigum að leggja áherslu á þau gildi fyrir einstaklingana og fjölskyldur sem upp úr standa í lífi hvers manns. Við þurfum að hlúa að æsku Dorgarinnar og eigum ekki að láta einhveijum stofnunum ein- um eftir uppeldishlutverkið. Með sama hætti ber okkur skylda til að tryggja öllu eldra fólki umönnun við hæfi hvers og eins. Um leið og ég vara við stofnanatrú legg ég áherslu á hina siðferðislegu ábyrgð sem við bæði sem einstaklingar og samfélag eigum að rísa undir gagn- vart eldri samborgurum. í prófkjörsbaráttunni og fyrri greinum mínum hér í Morgunblað- inu hef ég lagt mesta áherslu á hugmyndir mínar í atvinnumálum. Fjöruferö NVSV NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands stendur fyrir vettvangsferð fyrir almenning til fjöruskoðunar á stórstraums- fjöru laugardaginn 29. janúar. Fólk mæti á Snoppu á Seltjarnar- nesi við garðinn út í Gróttu á tíma- bilinu frá kl. 13 til 14.30. Árni Waag fuglaáhugamaður, Droplaug Olafsdóttir dýrafræðingur og Krist- inn Guðmundsson sjávarlíffræðing- ur verða á svæðinu og segja frá því sem fyrir augu ber. Allir eru velkomnir. Þetta er kjör- ið tækifæri fyrir alla fjölskylduna að bregða sér í náttúruskoðunar- ferð. Verið vel klædd. Það mun koma flestum á óvart hve lífríki fjörunnar er fjölbreytt um hávetur og forvitnilegt að skoða, segir í frétt frá NVSV. „Við eigum að leggja áherslu á þau gildi fyrir einstaklingana og fjöl- skyldur sem upp úr standa í lífi hvers manns.“ Ég hef slegið á nótur bjartsýni fyr- ir hönd borgarinnar okkar og bent á að ísland geti stækkað í sífellt minnkandi heimi. Tengslin við Evr- ópu eiga að færa okkur ný atvinnu- tækifæri eins og ég hef rakið áður í fyrri greinum. Ég ítreka að borg- in þarf að hlúa að hinum nýju vaxt- arsprotum. Okkur vantar fólk til að selja þá þjónustu sem skapar fleirum atvinnu í Reykjavík. Vissulega hef ég margháttaða reynslu úr atvinnulífinu heima og erlendis. Ég hefi kynnst sigrum jafnt sem ósigrum í hinum harða heimi viðskiptalífsins og mannlífinu öllu. Ég veit að fjöldi einstaklinga KRIPALUJOGA Verið velkomin á kynningu laugar- daginn 29. janúar kl. 14.00. Byrjendanámskeið hefjast í byrjun febrúar. Skeifunni 19, 2. hæ6, s. 679181 (kl. 17-19). Að g*efnu tilefni Björgólfur Guðmundsson og fjölskyldna hefur kynnst mis- jöfnu í sínu lífi. Það heyrir til undan- tekninga fremur en reglu að fólk fæðist með silfurskeið í munni og gangi fyrirhafnarlaust í gegnum líf- ið. Þannig á það heldur ekki að vera og ég legg stoltur fram reynslu mína í þá fjölbreyttu baráttu sem framundan er. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri sjálfstæðismanna til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. eftir Kristínu Blöndal „I kjölfar reglugerðar- innar var á sama hátt unnið að samræmdu námskeiðsefni fyrir dagmæður um land allt og kom Anna K. Jóns- dóttir hvergi nærri þeirri vinnu.“ Vegna skrifa Særúnar Sigurjóns- dóttur um dagvistarmál í Reykjavík í Morgunblaðinu 26. janúar sl. finnst mér nauðsynlegt að koma eftirfarandi leiðréttingu á fram- færi. Anna K. Jónsdóttir á engan þátt í þeirri vinnu sem lítur að reglu- gerð um daggæslu barna í heima- húsum. Sú reglugerð var unnin á vegum félagsmálaráðuneytisins að frumkvæði Jóhönnu Sigurðardóttur ráðherra og Anna K. Jónsdóttir átti ekki sæti í þeirri nefnd. í kjöl- far reglugerðarinnar var á sama hátt unnið að samræmdu nám- skeiðsefni fyrir dagmæður um land allt og kom Anna K. Jónsdóttir hvergi nærri þeirri vinnu. Kristín Blöndal Um gott samstarf hennar við Félag dagmæðra hér í borg vísa ég í fundargerðir stjórnar Dagvistar barna í Reykjavík. Þar sést hvernig hún hefur stuðlað að klofningi inn- an samtakanna með því að blanda sér í innanfélagsdeilur. Höfundur er fulltrúi Kvenna- listans í stjórn Dagvistar barna. lausn á vanda nátthrafna Oft hefur verið bent á nauðsyn þess að þeir sem búa í úthverfum og eru seint á ferli í miðbænum komist klakklaust heim til sín. Nú er fundin lausn á þessum vanda. Næturvagnar SVR hf hefja akstur föstudaginn 28. janúar. Leiö 125ferfrá Kalkofnsvegi kl. 2:00 og 3:00 í Bústaða- og Breiðholtshverfi. Leið 130ekurfrá Hverfisgötu við Stjórnar- ráðshúsið kl. 2:00 og 3:00 og fer um Sundin, Árbæ og Grafarvog. Næturvagnarnir aka fyrst um sinn aðeins á föstudags- og laugardagskvöldum . Fargjald er kr. 200 í reiðufé. Farmiðar og græn kort gilda ekki. Gó&a heimferö - með strætói SVR hf LÆKJARTORG - BUSTAÐIR - SEL - FELL LÆKJARTORG - SUND - ÁRBÆR - GRAFARVOGUR BACKMAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.