Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 25 Tveir menn vilja stól Sjúshkevítsj Mínsk. Reuter. TALIÐ er að tveir íhaldssamir þing-menn, Metsjíslav Gríb, for- maður varnarmálanefndar þingsins, og Míkhaíl Marínítsj, varaformaður utanríkisnefndar- innar, beijist um útnefningu þjóðarleiðtoga Hvíta Rússlands í stað Staníslavs Sjúshkevítsj. Þingið sam- þykkti vantraust á Sjúshkevítsj í fyrrakvöld með 209 atkvæðum gegn 36, aðeins tveimur vikum eftir að Bill Clinton Banda- ríkjaforseti hafði lýst yfir stuðn- ingi við hann og umbótastefnu hans er hann hafði viðkomu í höfuðstaðn- um Mínsk á leið til fundar við Bor- ís Jeltsíns Rússlandsforseta í Moskvu. Tíkhína hættir við Valeríj Tíkhína, einn af forystu- mönnum kommúnistaflokks Hvíta- Rússlands, þótti líklegastur til að verða valinn eftirmaður Sjúshke- vítsj en hann dró framboð sitt til baka í gær. Tíkhína lýsti stuðningi við uppreisn rússneska fulltrúa- þingsins gegn Jeltsín í október sl. Níu þingmenn verða í framboði er þingið kýs eftirmann Sjúshkevítsj. Berlusconi frekar talinn sundra friálslyndum STUÐNINGSMENN HELGU JÓHANNSDÓTTUR ^ Romaborg. Reuter. ÁKVÖRÐUN ítalska fjölmiðlakóngsins Silvios Berlusconis að hella sér út í stjórnmálabaráttu er til þess fallin að draga úr líkum á því að flokkar mið- og hægrimanna myndi kosningabandaiag gegn vinst- riflokkunum vegna þingkosninganna 27.-28. mars, að sögn ítalskra s^j órnmálaskýrenda. Margir stjórnmálaskýrendur spáðu því að tvö kosningabandalag væru í uppsiglingu. Berlusconi myndi freista samstarfs við Norðursambandið og nýfasista sem gæti haft í för með sér að flokkar nær miðju stofnuðu til þriðja bandalagsins. Þetta er talið munu auka sigurlíkur vinstrimanna í kosningum sem voru taldar miklar fyrir. Mario Segni, sem leitt hefur til- raunir til að sameina mið- og hægriöflin í kosningabandalagi, sagði í gær að ákvörðun Berlusconi væri til þess fallin að kljúfa raðir fijálslyndu aflanna. Segni undirrit- aði samkomulag að sameiginlegri stefnuskrá við Norðursambandið á mánudag en daginn eftir féll það svo gott sem um sjálft sig þegar Umberto Bossi lagðist gegn til- raunum Segni til þess að vinna Þjóðarflokkinn, arftaka Kristilegra demókrata, til kosningasamstarfs. Er við því búist að Segni myndi kosningabandalag með Þjóðar- flokknum og smærri miðflokkum. Roberto Maroni, formaður þing- flokks Norðursambandsins, sagði að Berlusconi myndi blása nýju lífi í stjórnmálabaráttuna. Gianfranco VJterkarog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Fini, leiðtogi nýfasista, fagnaði einnig ákvörðun auðkýfingsins. Vinstrimenn gleðjast einnig, að sögn Angelos Panebiancos stjórn- málaskýranda blaðsins Corriere Della Sera því þar með þurfa þeir ekki að skapa einhveija ímyndaða kosningagrýlu; hún sé holdi klædd í Berlusconi. Þeir geti grafið undan honum með því að halda því fram að stjórnmálaþátt- taka hans stjórnist af einkahagsmun- um, tilgangur- inn sé að standa vörð um eigin auðæfi en ekki vinna að pólitískum umbótum í þágu þjóðarinnar. Silvio Berlusconi Prófkjör sjálfstæðismanna 30.-31. janúar nk. Kjósum Jónu Gróu í 3. sætið. Skrifstofa okkar á Suðurlandsbraut 22 er opin frá kl. 14-22 daglega. Símar 880812, 880813, 880814, 880815. Studningsmenn. HELGA á erindí Sjö barna móðir sem hefur unnið að mál- efnum fatlaðra í áratugi og hefur fjölþætta reynslu í borgarmálum KraftmiKla konu í 7. sætið Atvinna fyrir alla grundvöllur framþróunar KJósum ÞORBERG AÐALSTEINSSON PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 5.-' sæl Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 S 88 30 44 • 88 30 45 Opið 13-22. Allir velkomnir! HÆFA KONU TIL FORYSTU - VELJUM Gudrúnu Zoéga borgarfulltrúa í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla 8., 2. hæð. Opið kl. 14-22 virka daga og 13-18 um helgar. Símar 684490 og 684491. Stuðningsmenn. Kosningaskrifstofa Gunnars Jóhanns Birgissonar vegna prófkjörs í Reykjavík er ó Grensósvegi 8, símar 883244 og 883248. Gunnar Jóhann í 4. sæti. Stuóningsmenn - Frumkvæði - Framkvæmdavilji - Árangur - Svein Andra í 5. sæti Kosningaskrifstofa Sveins Andra Sveinssonar, borgarfulltrúa, Suóurgötu 7, er opin á milli kl. 9.00 og 24.00. Sjólfstæóismenn velkomnir. Símar 17260 - 17214 Siuóningsmenn. Stuðningsmenn Árna Sigfússonar í 2. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna hafa opnað kosningaskrif- stofu á Suðurlandsbraut 4, símar 6841 66 og 684154 Opið frá hádegi dag hvern og fram eftir kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.